Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Síða 8
Jón Þorkelsson skólameistari
í Skálholti
faðir barna- og
unglingafræðslunnar
Erindi flutt við afhjúpun minnisvarða hans
i Innri-Njarðvík
Herra forseti fslands, hæst-
virtir ráðherrar, sveitar-
stjóri, virðulegir samkvæmisgestir.
Vér erum hér saman komin í boði
hreppsnefndar Njarðvíkurhrepps í
tilefni þess, að í dag hefir verið af-
hjúpaður minnisvarði hins merka
Suðurnesjamanns, Jóns Þorkelsson-
ar, skólameistara í Skálholti, við há-
tíðlega athöfn á fæðiftgarstað hans,
Innri-Njarðvík, því að „í vöggunnar
landi skal varðinn standa“. Ég hefi
verið beðinn að flytja hér stutt er-
indi um Jón Þorkelsson og Thor-
killiisjóðinn, og er mér ánægja að
því að verða við þeim tilmælum.
Jón Þorkelsson eða Johannes Thor-
killius, eins og hann sjálfur skrifaði sig
á latínu, fæddist í Innri-Njarðvík í Gull-
bringusýslu árið 1697 og ólst þar upp.
Voru foreldrar hans Þorkell lögréttu-
maður Jónsson bóndi í Njarðvík og Ljót-
unn kona hans Sigurðardóttir, Árnason-
ar lögmanns, Oddssonar biskups í Skál-
holti, og var Jón einbirni þeirra. Var
hann nákominn afkomandi síra Odds
Oddssonar prests á Stað í Grindavík og
á Reynivöllum í Kjós, ,,er nafnkenndur
maður var á sinni tíð og þótti margvís
og fjölfróður“. Meðal systkina Þorkels í
Njarðvík, föður Jóns, voru þau síra
Gísli á Útskálum og Guðbjörg, kona
Gísla lögréttumanns í Ytri-Njarðvík Ól-
afssonar. Þeirra son var Ólafur biskup
i Skálholti Gíslason, og voru þeir Jón
skólameistari og Ólafur biskup því syst-
kinasynir. Forfeður Jóns frá síra Oddi
og afkomendur þeirra eru margir þjóð-
kunnir menn. Þar á meðal má nefna
málsnillinginn og skáldið Sveinbjörn
Egilsson, sem einnig er fæddur í Innri-
Njarðvík tæpum 100 árum síðar eða 1791.
Guðlaug, systir Þorkels lögréttumanns,
var langamma Sveinbjarnar Egilssonar.
F immtán ára gamall var Jón Þor-
kelsson sendur í Skálholtsskóla, og var
þar við nám í 3 vetur. Faðir hans lézt úr
Stórubólu 1707, er drengurinn var 10 ára
að aldri, en móðir hans bjó við allgóð
efni og gat því kostað þennan gáfaða
son þeirra til náms. f Skálholtsskóla
komu strax fram hinir miklu hæfileikar
Jóns Þorkelssonar; á öðru skólaári var
hann efstur sinna félaga, og er hann
brautskráðist 18 ára gamall, var hann
efstur í skólanum. Jón Vídalín biskup
veitti honum sérstaka athygli og viður-
kenningu sakir gáfna og námshæfileika.
Eftir að Jón Þorkelsson hafði lokið
skólanámi, dvaldist hann hér á landi um
tveggja vetra tíma við kennslu og aðrar
lærdómsiðkanir, annan á Staðastað hjá
Þórði prófasti Jónssyni, mági biskups,
en hinn í Skálholti hjá Jóni biskupi
sjálfum.
Að þessum tíma liðnum hélt hann til
móður sinnar. Hann stóð nú á tvítugu og
hugði til framhaldsmennta erlendis.
Ljótunn, móðir hans, veitti honum farar-
eyri. Hélt hann síðan frá Innri-Njarð-
vík yfir Miðnesheiði, steig um borð í
Bátsendafar og sigldi með því til Kaup-
mannahafnar haustið 1717, en Kaup-
mannahöfn var þá og um langan aldur
sameiginleg höfuðborg íslendinga og
Dana. Settist Jón nú í háskólann þar,
sem þá var einnig háskóli íslands, og
lagði aðallega stund á málfræði og guð-
fræði; fór síðan til Jótlands og Holtseta-
lands og dvaldi eitt ár við háskólann í
Kiel í Þýzkalandi. Fékkst hann þar eink-
um við heimspeki og sögu. Sýndi hann
sem fyrr frábærar gáfur og lauk hinum
ágætustu prófum.
Dvaldist hann nú við ritstörf, kennslu
og nám erlendis samfleytt nsestu árin
til 1728 að undantekinni snöggri ferð til
íslands 1720 til að heimsækja ætlingja
sína. Eftir heimkomuna 1728 varð hann
skólameistari í Skálholti.
Skólameistaraembættinu þjónaði hann
í 9 ár með miklum dugnaði og alúð.
J[ ón Þorkelsson var einn mesti lær-
dóms- og gáfumaður þjóðarinnar á sinni
tíð og talinn mesta latínuskáld íslend-
inga fyrr og síðar. Hann hafði á námsár-
um sínum erlendis lagt stund á mælsku-
fræði, skáldskaparvísindi, stærðfræði,
grasafræði, læknisfræði og eðlisfræði og
þjóðréttarvísindi. „Er skoðun Jóns á
þjóðréttarstöðu landsins hin merkileg-
asta, því að hann segir blátt áfram, að
„landið lúti konunginum alleina"....“
Eftir hann liggur mikill fjöldi rita í
handriti, bæði í bundnu máli og ó-
bundnu, frumsaminna og þýddra á ýms-
um tungumálum, þó mest á latínu, enda
var latína eftirlætismál hans og alþjóða-
mál þeirra tíma, sem hann mun hafa
talið, að lifa mundi um aldir. Hafa rit
þessi verið lesin af fræðimönnum
víða um lönd og hvarvetna þótt hin
merkustu. Hefir hann með ritum þessum
vakið athygli á landi og þjóð, sem ekki
verður metin að verðleikum, enda mun
ísland hafa í mörgu haft beint gagn af
þessari landkynningu. Munu flest hand-
rit hans vera í erlendum söfnum, aðal-
lega dönskum og einnig brezkum, en af-
skriftir af ritum hans allflestar í Lands-
bókasafninu.
Af hinum meiriháttar ljóðabálkum
Jóns Þorkelssonar á latínu má nefna ís-
lendingadrápu, en þar hefir hann að
einkunnaroi'ðum upphaf gamallar þulu:
— Sat ég undir fiskihlaða föður míns,
og Gullbringuljóð og verður vikið að
þeim síðar. Þá orti Jón mörg erfiljóð á
latínu.
Jón Þorkelsson átti margar hugsjónir
um betra land og mannaðri þjóð en var
um hans daga. Hann gerði því margar
tillögur til umbóta á ýmsum sviðum,
einkum mennkigarmálum, svo sem
fræðslu- og kirkjumálum. Eru margar
tillögur hans og uppástungur svo merkar
cg frumlegar, að telja má hann fyrir-
rennara og brautryðjanda ýmissa þeirra
inenningarhátta, er vér metum nú mikils
og teljum oss ekki mega án vera í þjóð-
félaginu. Má telja, að Jón hafi skapað
hliðstæðan kafla í menningarsögu lands-
ins og störf samtíðarmanns hans, Skúla
Magnússonar, í þágu iðnaðar og verzl-
unar.
Jón Þorkelsson hefir* verið rétt-
nefndur faðir barna- og alþýðufræðsl-
unnar í landinu, og má meðal annars
benda á, að hann á fyrstur manna hug-
myndina að hinum svo nefndu verk-
námsskólum, sbr. reglugerð Hausastaða-
skóla frá 1792.
Þá setti Jón fram, fyrstur manna, hug-
myndina um, að landsmenn eigi að hafa
æðstu menntastofnanir handa sér í land-
inu sjálfu.
í skrá, sem Jón Þorkelsson samdi um
tilJögur sínar um „það, sem virðist þurfa
winnsóknar og breytingar til batnaðar á
íslandi", má rekja efni þessara tillagna,
en þær voru undanfari nútíma fræðslu-
og menningarkerfis. Og skal þá vikið að
nokkurum þeirra.
Til menningar alþýðu taldi hann nauð-
synlegt að stofnaðir yrðu opinberir
barnáskólar, en svo sem kunnugt er
urðu þeir ekki til fyrr en löngu síðar.
Um utanfarir stúdenta ræðir Jón og
eru athuganir hans í því sambandi i
samræmi við þá þjóðlegu skoðun hans,
að hér á landi ætti að vera framhalds-
skóli eftir latínunámið, fyrir embættis-
mannaefni landsins. Þarna er háskóla-
hugmyndin fyrst sett fram. Sjálfur hafði
Jón boðizt til að verða forstöðumaður
prestaskóla, er stofnaður yrði í Hítar-
dal, ef sér yrðu veitt skilyrði til þess.
Þarna er hann meira en 100 árum á
undan sínum tíma.
Þá er tillaga Jóns um „grasafræðing
og landlækni, af því að enginn er sá í
landinu, er beri skynbragð á þessi efni
til gagns“, eins og hann orðar það. Upp
af þessari tillögu var stofnað landlæknis-
embættið, 20 árum síðar, og má telja, að
þá hafi hin fyrsta af stórhugmyndum
Jóns komið til framkvæmda.
Þá má benda á þá tillögu Jóns, að ís-
lenzkir biskupar yrðu vigðir í landinu
sjálfu.
Þá bar hann fram tillögu um „afnám
brennivíns eða hegning fyrir vanbrúkun
þess og fyrir ofdrykkju, sem af því leið-
ir“. Tillögu þessa bar hann fram í anda
merkustu samtíðarmanna sinna, er of-
bauð óregla og drykkjuskapur þjóðar-
innar. Hér var fyrirboði og upphaf
bindindisstarfsemi í landinu.
Eitt mesta áhugamál Jóns var endur-
bætur á latínuskólanum. Vegna þeirrar
reynslu, sem hann hafði í skólameistara-
starfinu um þau bágindi, sem nemendur
og skólarnir áttu við að búa, sagði hann
lausu embætti eftir 9 ára þjónustu, og
fór utan 1737 til þess að vinna að endur-
bótum á skóla- og kirkjumálum á ís-
landi. Málflutningur Jóns og skýrslur
hans um ástandið á Islandi, varð til þess,
að konungur ákvað að senda menn hing-
að til lands til þess að rannsaka mennt-
unarástand þjóðarinnar og gera tillögur
til úrbóta. Til þeirrar farar var valinn
ágætur maður, Ludvig Harboe að nafni,
ungur prestur í Kaupmannahöfn, síðar
Sjálandsbiskup. Var Jón Þorkelsson
fenginn til þess að ferðast með Harboe
um landið. Skyldi hann vera einkaritari
hans, túlkur og ráðgjafi.
eir félagar ferðuðust um hér á
landi 1741 til 1745. Störfuðu þeir mikið
og vel. Eftir för þeirra voru gefnar út
margar tilskipanir um skóla- og kirkju-
hald. Að þessum ferðalögum loknum
sigldu þeir félagar til Kaupmannahafnar.
Jón leit ísland ekki framar og dvaldist
í Kaupmannahöfn við ritstörf til dauða-
dags 5. maí 1759 og var jarðsettur þar
10. dag sama mánaðar. Jón var barnlaus
og hafði aldrei kvænzt.
Þrátt fyrir dvöl sína erlendis, og ef dl
vill ekki sízt hennar vegna, unni hann
jafnan íslandi og íslenzkum málum, en
þó sérstaklega fæðingarhéraði sínu. Allt
þótti honum fegurst og bezt í Gull-
bringusýslu, og stúlkurnar líka, það
sanna hin fögru Gullbringuljóð hans,
sem ort eru á latínu. „Sjálfur tók hann
sér nafn af Gullbringusýslu og kallaði
sig oftast „Chrysorinus", þ. e. úr Gull-
bringum. . . . Chrysoris eða Gullbringu-
ljóð er lofkvæði um Gullbringusýslu og
nafnkunnustu staði í sýslunni, og inn í
það spunnin saga héraðsins og héraðs-
manna og sagnir ýmsar á marga vegu‘\
Um þessar mundir tilheyrði Reykjavík
Gullbringusýslu og voru verzlunarhúsin
Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. tbl. 1965