Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Page 15
veitíngahúsum þann tíma sem hann var hér. Og það varð heldur ekki mikið um það að hann ysi fé í greppinn, ekki nema þá í vöruúttekt, svona voru tím- arnir breyttir: í mat kaffi kvikmyndir og þess háttar. Mister James var stuttan tíma hér að sinni eins og fyrr. Hann fór með flugvél til Kaupmannahafnar eftir að- eins viku dvöl hér eða um það bil, en ég vissi að ég átti hvorki eftir að heyra til hans né sjá hann eftir það. júní, klukkan sex að kvöldi. í þennan tíma hafði ég ekkert fyrir stafni. Ég beið þess eins að vitaskipið Hermóður legði frá bryggju, en ég hafði ráðið mig til vitavörslu á Elliðaey í Breiðafirði. Þegar hér var komið sögu hafði ég selt nokkrar bækur og átti því fyrir sigarettum og kaffihressingu. Þetta var um sexleytið. Ég var að gánga Laugaveg á leið niður í bæ. Þegar kallað var á mig hinum megin á götunni. Stæner! Þá var þar enginn annar en sjálfur William James! Þarna urðu fagnaðarfundir eins og nærri má geta. Hann hafði komið með Gullfossi samdægurs frá Kaupmanna- höfn. Við spurðum hvor annan hvað hefði drifið á dagana síðan eins og gera má ráð fyrir. Ég var hinn hressilegasti í bragði, því nú gat ég lifað í von um að fá loksins frið við að vera til, þótt ég kviði því að vísu að verða þarna á ey- unni yfir veturinn. Ég sagði honum sem var um þessa fyrirhuguðu vitavörslu. Eyan er þarna hinum megin við jökul- inn, sagði ég og benti á Snæfellsjökul. Ertu að gera að gamni þinu! Eða ertu að segja satt: ætlarðu þér að vera þarna, í þessu helvíti! Yfir vetur? Aleinn? Hjálparlaus ef eitthvað kæmi fyrir? Já. Hvers vegna? Ég á engra kosta völ. Nema þessa. Æ, að heyra á endemi! Það er ekki nokkur glóra í þessu! sagði hann ákveð- inn. Hann fullyrti að ég mundi missa vilið ef ég yrði þarna í mju'krum og stormum hins tröllgráa íslenska veturs; en ég hafði ráðið mig til eins árs. Ég vissi að hann hafði rétt fyrir sér, ég hafði óttast þetta, þetta eitt, að missa vald á sjálfum mér, og víst var ég hræddur, vist hafði ég óttast, einkanlega af tilhugsuninni um myrkrið og gný- inn frá ströndinni. Enda höfðu margir varað mig við þessu, meðal annarra vitavörðurinn sem var þar ásamt fjöl- skyldu (ég gerði mér ferð til Hafnar- fjarðar til að ræða við hann um eitt og annað varðandi vitavörsluna). „Láttu þér aldrei slíkt til hugar koma!“ sagði hann, og foreldrar minir þrábáðu mig að hætta við þetta. En þegar allt kom til alls hafði ég ekki nokkur tök á að sleppa þessu, ég átti engra annarra kosta völ eins og ég sagði honum og hætti heldur á að ærast þar í einhverju þrum- andi helvíti en drepast sem vinnuþræll í Reykjavík. Ég má ekki vera að því að tala við þig núna, því ég hef mælt mér mót við mann, sagði James, en viltu vera svo góður að hitta mig á gamla staðnum okkar eftir kvöldmat? Já, sagði ég. Gaman væri að tala við Þig- Vel á minnst, ég keypti tóbak um borð í Gullfossi fyrir þig! Þakka þér fyrir kæri James, það var vel gert af þér. Og ég furðaði mig á þessu. Hvað hafði ég svo sem verðskuldað af honum, manni sem ég hafði að mestu aðeins hlustað á og oftast engu svarað nema jái og neii og næstum því án hluttekn- íngar í ræðum hans utan fyrsta kvöldið þegar mér fannst hann framandi eins og hann væri frá öðrum heimi? Ég hitti hann á tilteknum tíma og stað. Hann gekk rakleitt að borði í horninu við gluggann með kaffi fyrir tvo og byrjaði umsvifalaust á efninu. Steinar, hlustaðu nú á. Ég heyri. Ég ætla að senda þig út í heim! Senda mig? . . . Hlustaðu nú á . . . og hann sagði mér hvað ég ætti að gera, hvað hann ætlaði að láta mig gera. Ekki svo að skilja að hann hafi að nokkru leyti verið þvíng- andi, en hann talaði eins og sá sem valdið hefur, og það var gott að hann var ákveðinn. Steinar, þú átt að fara út í lönd — og hann vissi að ég þráði ekkert fremur — hvert sem þig langar! En mister James, ég get það ekki, ég er blánkur eins og betlari, sagði ég. Don’t worry Stæner, I pay for you! Hvílíkt líf! Hvílíkt óskabarn hamíngj- unnar! Ég fann að hún kom yfir mig í stríðum fossföllum og hún hríslaðist í gegnum mig, eða var það hafið sjálft? Ég heyrði fagran brimsöng í æðum minum. Ó, hvílíkur óskadýrlíngur lífs- ins — það horfði allt á mig, dolfallið af ást! Guð, hér sit ég, komdu og rabb- aðu við mig, sestu þarna á stólinn og láttu mig sjá framan í þig, vertu ekki feiminn! Nú, svo varð okkur ekkert annað fyr- ir en að skipuleggja af miklu kappi líf næstu fimm mánaða, en fimm mánuðir áttu það að verða svona til að byrja með. Hann sagðist ætla að gefa mér að minnsta kosti það sem samsvaraði fimmtán þúsund krónum íslenskum og á því skyldi ég lifa nefndan tíma, síðan sæum við til um næstu framtíð. Ég sagði honum sem satt var, að þetta væri ævintýri líkast, og þá brosti hann að mér eins og barni. Ég átti satt að segja fá orð um þessa manngæsku rausn kærleika eða hvað svo sem kalla á slíkan stórskap, hlustaði og undraðist og fór hjá mér og reyndi að koma hon- um út, þvi honum lá mjög hátt rómur svo að hver maður þarna á sjoppunni gæti hafa heyrt það sem hann sagði. Hvílíkur æsíngur og hiti! Við næsta borð sátu tveir drukknir náúngar, augu þeirra voru þrútin af glæpum, líklega siglíngamenn sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna, gamlir morðdjöflar og tukthúslimir frá fángelsum í Hong Kong eða Sjanghaí eða kannski Sing Sing? Og hvað yrði ef þeir rynnu á lyktina af peníngum hans? Og jafnvel þótt hann gerðist svo góður að unna slíkum smælingjum þess sama og mér — þá mundi ég hafa hugsað: fyrir allt skai skáldskapurinn verða að gjalda! Hann bað mig að láta þegar næsta dag gánga frá vegabréfinu mínu. Sjálf- ur sagðist hann ætla að kaupa farmiða með Gullfossi fyrir mig. Þegar til kom fékkst ekki far með skipinu fyrr en mánuði síðar, en hann lét skrifa nafn mitt á farþegaskrána til von- ar og vara án þess að ráðgast um það við mig. Til vonar og vara, sagði ég, því hann var að hugsa um að kaupa far með flugvél, var kominn á fremsta hlunn með það. En þá var ég jafn sokk- inn í skuldir útsvara og skatta og ég er í dag; ég hafði víst gleymt eða trassað að fylla út skýrsiur tveggja þriggja ára og þess vegna var lagt á mig eins og útgerðarfélag. En til allrar hamíngju fékk ég gjaldfrest á útsvari, en fékk aftur á móti penínga hjá William dag- inn eftir til að hreinsa mig af sköttum, fyrir skráníngu vegabréfs og fleiru þess háttar. Þá var því ekki lengur annað að gera en vera til, anda, slæpast, bíða eftir að hann fengi peníngasendíngu frá Dan- mörku, 6. júlí. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 26. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.