Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Page 2
Eiginkona Horowitz er Wanda, yngsta
dó'ttir Toscaninis. Hann kvíentist henni
í 'desember 1933, en tekur það jafnan
skýrt fram, að myndina hafi „Maestro“
(meistarinn) gefið sér, áður en hann
varð tengdasonur hans. Á árinu 1932
heyrði Toscanini hann leika og líkaði
svo vel, að á næsta ári bað hann Horo-
witz að lei’ka Keisarakonzertinn eftir
Beethoven undir sinni stjórn. Úkraínu-
maðurinn og ítalinn áttu skap saman og
urðu góðir vinir.
Sumarið 1933 dvaldist Horowitz með
Toscaninifjölskyldunni í sumarbústað
hennar á eyju í Lago Maggiore (vatni á
Norð'ur-ítalíu). f>ar . hafði hann hitt
Wöndu áður, án þess að faðir hennar
vissi. Hún hafði haldið þar veizlu. og
„hvirfil'vindiurinn“ hafði leikið fyrir
gestina. Þau kunngerðu trúlofun sína í
október og giftust tveimur mániuðum
síðar í Mílanó. Sonya, eina barn þeirra,
fæddist ári siðar.
Ætlunin var, að hjónavígslan færi
fram á frönsku, því að hann talaði hvorki
ítölsku né ensku . og hún hvorki úkrá-
ínsku, rússnesku né þýzku. en það var
óframkvæmanlegt. Túlfeur var því feng-
inn Horowitztil aðstoðar., þegar þau voru
gefin saman á ítölgku.. Enn í dag ræðast
Eramh. á bls. 6
FramKv.stj.: Sigías Jónsson.
Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Víbui'.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 22480.
Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavlk.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
27. tibl. 1965
Vladimir Horowitz, píanó-
leikarinn heimskunni,
hélt hljómleika í Carnegie Hall í
New York hinn 9. maí síðastliðinn,
og hafði hann þá ekki leikið opin-
berlega í tólf ár.
Horowitz hefur verið umdeildur. Öðr-
um píanóleikurum er hælt fyrir leikni,
tóneyra, stíl, viðkvæmni eða skyldleika
við ákveðin tónskáld. Horowitz hefur
stundum fengið lof fyrir einhvem þess-
ara eiginleika eða þá alla, en stundum
hefur hann verið ásakaður um að hafa
engan þeirra til að bera. Hvað sem því
líður, þá er einhver kynngimagnaður
kraftur við píarióleik hans, sem heillar
hlustendur svo, að andrúmsloftið í saln-
um verður rafmagnað.
Að einhverj'U .leyti er þetta að þafek'a
ótrúlegri Ieikni og gífu'rfegu valdi yfir
nótnabo-rðinu. Horowitz getur gert allt,
sem tíu fingur eru færir u.m að gera í
dansi sínum á nótnaborðinu, — en það
er eittþvað meira, sem erfitt er að skil-
greina, við leik hans, — niðurbæld ákefð,
vandlega tamin ástríða og ofsi, sem
stöku sinnum brýtur sér leið upp á yfir-
borðið.
Nóttina áður en selja átti miðana að
þessum fyrstu hljómleikum í tólf ár,
biðu hundruð manna og kvenna í kalsa-
veðri og rigningu við miðasöluna. Sum-
ir biðu í heilan sólarhring, og sikömmu
eftir að farið var að selja aðgöngumið-
ana, var hver miði seldur, en 1200
manns urðu fró að hverfa.
Horowitz er fæddur 1. október
1904 í Kænugarði (Kiev) í Úkraínu.
Faðir hans var efnaður verkfræðingur,
Simeon Gorowiz. Skírnarnafn hans er
Vladimir, en í æsku var hann kallaður
gælunafninu Volodja. Systkin hans eru
tvö, Georg og Regina, en eiginmaður
hennar er Evsei Libermann, hinn þekkti,
sovézfei hagfræðingur, sem hefur sett
alla aðra hagfræðinga í kommúnista-
ríkjunum út af laginu með því að boða
alls. kónar „villukenningar”, sem þykja
bera ískyggilega. mikinn keim af kapí-
talisma. Fjölskyldan lifði mjög þægilegu
lífi fram að byltingu. Móðir Vladimirs.
Soffia Bodick, lék vel á pianó, og-þriggja
ára gamall var hann farinn að hlusta
á lei'k hennar. Sex ára gömlum var farið
að kenna honum á slaghörpúna, en hann
þótti taká fremur tregum framförum,
unz hann' var orðinn níu ára. Þá kom
hann öllum á óvart með því að læra
utanbókar öll verk Raehmaninoffs, sem
tU voru á heimilinu. Næst fékk hann dá-
læti á Waginer og lærði ótilhvattur pianó
hlutvérkin í óperunum „Tannháuser“,
„Lohengrin“, „Parsifal" og „Götterdamm
erung“. Síðan lærði hann að leifea
Spaðadrottninguna („Piqué Dame“) eft-
j.r Téhaikovsky.
Þegar fjölskýldunni skildist, að henni
var fætt „Wunderkind" (undrabarn),
var hann settur til mennta í tónlistar-
skóla Kiev-borgar, og þaðan lauk hann
prófi 17 ára gaimall. Á þessum árum
dreymdi hann um að verða tónskáld.
Hann var undirleikari sópransöngkonu
einnar, sem gerði það honum til þægðar
að.hafa jafnan þrjú lög eftir harin á efn-
isskránni. Enn yoru hinir fágætu hæfi-
leikar hans ekfei uppgötv'aðir.
Fyrstu sjálfstæðu hljómleikana hélt
hann árið 1922, og smám saman jókst
hróður hans. 1923, þegar hann var aðeins
19 ára, hélt hann hljómleika í Kharkov.
Hainn varð að endurtaka þá fjórtán
sinnúm. Veturinn 1924-1925 hélt hann 70
bljómleika, þar af 23 í Leníngrad, og
hann hafði 15 fullfeomnar efnisskrár
á takteiin.um. Frægðarorð fór af honum
í Sovétríkjunum, en erlendis var hann
óþekktur, enda voru Sovétríkin þá enn
einangraðri en nú.
Á þessu varð breyting árið 1926, þegar
hann hélit hljómleika í Berlín. Umheim-
urinn uppgötváði nýjan snilling. Þetta
var í fyrsta skipti, sem Horowitz fékk
að leika erlendis, og hann hefur aldrei
snúið aftur.
Á •
J»rið 1928 kom hann fyrst fram í
Bandarí'kjumum, þegar hann lék konzert
í B-moll eftir Tchaikovsky með New
York Phil'harmonic-ih'ljómsyeitinini í
Carnegie Hall. Sir Thomas Beecham, sem
þá kom einnig í fyrsta skipti fram í
Bandaríkjunum, stjórnaði hljþmsveit-
inni. Þarna varð frægur árekstur milli
snillinga. Beeeham stjórnaði nótnalaust
eftir minni, til þess að hrífa hina ame-
rísku salargesti, en Horowitz heldur
því fram, að hann hafi ekki kunnað kon-
zertinn nægilega vel. Tii þess að fatast
ekki,. hafi Beechani stjórnað alltof hægt.
Horowitz gramdist þessi hægagangur æ
meira, og í seinasta kaflanum stóðst
hann ekfei mátið en geys-tist langt fram
úr Beecha-m. Áheyrendurnir urðu mjög
hrifnir af þessu og klöppuðu Horowitz
lof í lófa.
Beecham þót'ti heldur súrt í broti.
Hann lét samt kyrrt .liggja á þessum
h'ljómleikum, en hugsaði oflátungnum
ur.ga þégjandi þörfina. Þegar hljómleik-
arnir voru endurteknir, rauf Beecham
lófatafeið, sem Horowitz hlaut, kvaddi
sér hljóðs og hélt meinfyndinn ræðu-
stúf. Horowitz þótti þetta lítið fyndið,
því að. hann taláðí þá ekkr ensku og
gat ekiki svarað fyrir sig. ÁtJta á-rum
síðar iðraðist Beeoham gerða sinna, þeg-
ar þeir Horowitz komu aftur fram í
sama konzertinum. Áður en hljómleife-
arnir hófust, kallaði Beecham hátt: „Ná-
ið í nótnahefti handa mér!“
Horowitz ávann sér þegar hylli tón-
listarunnenda. Áheyrendur voru gagn-
teknir af þessum grannvaxna og tauga-
veiklaða Úkraínumanni með hrafnsvart
og niðursleikt hárið, og frægir hljóm-
syeitarstj órar voru farnir að keppast um
hann þegar árið 1926. Nefna má Karl
Muek, Weingartner, Furtwangler og
Walter. Þegar hann lék „Jeux d‘eau“
ef'tir Ravel í París, kom Ravel til hans
á eftir og sagði, að leikur hans bæri
helzt til mikinn keim af Liszt, er ha.nn
fengist við impressjónistíska músífe, en
ef til vi.ll hefði hann rétt fyrir sér í því
að velja þá leið. Alfred Corot vottaði
honum aðdáun sína.
Horowitz fékk bréf frá átrúnað.argoði
sinu, Raehmaninoff, eftir' fyrstu hljóm-
leika sína vestra. Raehmaninoff var þá
talinn bezti píanóleikari, sem uppi var,
en sjálifiur taldi hann. Hofmann sér
. fremri. Hccfmann sagði Rachmaninoff
betri. í bréfinu ásakaði hann Horowitz
um að leifea cadenzuna o.f hraitt,'&ri! ba'Uð
honum samt tiil kivöldverðar. Þótt Horo-
witz hafi aldrei dr&gið úr hraðanum,
urðu þeir fljótt nánir vinir og léku
saman tvíhent á heimili Raohmaninoffs
í Beverly Hills í Hollywood.,
Ofan á flygli Horowitz standa
þrjár myndir í römmum. Ein þeirra, ár-
sett 1928, er af Rachmaninoff. Önnur er
af pólska píanósnilli.ngnum Paderewski,
sem kallaði Horowitz bezta píanóleifeara
ungu kynslóðarinnar árið 1932. Horo-
witz heimsó't'ti Padérewsfei á heimili
hans í Sviss dag einn árið 1935, en þá er
„myndin dagsett. „Hann var ágætismað-
„ur“, segir Horowitz, „en ekiki jafngóður
píanóleikari". — Þriðja myndin er af
Toscanini,
VLADIMIR HOROWITZ
SVIP-
MVND