Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Side 6
—k—ii ...... .... BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5. út í barnalegan leikfangakubbaarkítek- túr. Debussy gat aldrei viðurkennt, að til væri neitt fyrirframákveðið form — sífellt leitaði hann hins óútskýranlega. Hann fetaði ótroðnar slóðir, sem leiddu til þess áfanga, að frjálst hugmyndaflug og innblásin augnablik upplifðrar undr- unar fengu að njóta sín í tónlist. Debussy var tortrygginn gagnvart risa- stórum formgerðum og fékkst sjálfur við að setja samán fíngerð víravirkis- mynztur, sem voru frjáls og ströng í senn. í höndum hans urðu allar reglur, verkefni, lausnir — allt það vanalega handverk sem kennt er í skólum — til- gangslausar og fáránlegar. Viðtekin hugtök þeirrar tónlistarhefðar, sem var að geispa golunni, giltu ekki um verk hans — jafnvel ekki þótt reynt væri að útvíkka eða umbreyta merkingu þeirra. Debussy hlýtur að hafa snúið sér við í gröfinni þegar nýklassíkin 3) byrjaði að herja á heiminn skömmu eftir dauða hans. Raunar má finna hjá honum áhrif frá preraffaelismanum 4) — í þeim verk um sem hann semur við ljóð Villons og Charles d’Orleans. En þessi frávik eiga lítið skylt við þær afskræmingar ann- arra tónskálda, sem á eftir honum komu. Það er ekki átt við neinn ákveðinn stíl með titlinum „Hommage á Rameau" — verkið er vissulega í saraböndustíl, en að formi til er það algjörlega frjálst. L istamaðurinn Debussy útilokar hverskyns akademisma — hann er and- staða allra kyrrstöðu, hvers þess forms sem ekki verður til og vex á hinni líð- andi stund. í tónlist Vesturlanda varð hann einstakur og einangraður. Síðari tímar leiddu í ljós, að þessi sérstaða hans var ekki timabundin, en núna er auðveldara en áður að gera sér grein fyrir í hverju hún er gólgin. Debussy rífur niður hvert kerfi, sem ekki af- markast af hinum músíkalska tíma. f verkum hans, einkum þeim síðari, breytir tíminn oft merkingu sinni og hlutverki. Meðan hann þróaði tækni sína, hugmyndir, frumleik og form- skyn, varð hann að kollvarpa öllum hug- myndum og hugtökum, sem þá voru ein álitin óbreytanleg og rétt. Það sem er á sífelldri hreyfingu — augnablikið sjálft — verður hlutgengt í tónlist. En ekki, eins og margir álíta, sem ósjálfráð viðbrögð, endurskin flöktandi atburða svífandi framhjá í straumi tímans, held- ur sem afleiðing þeirrar skoðunar að músíkalskur tími sé afstæður og óum- snúanlegur og þar með öll hin músik- alska veröld. í gerð og samsetningu hljóðsins birtíst þessi skilningur í af- neitun á öllum viðurkenndum reglum Claude Debussy. Málverk eftir Marcel Baschet (Róm, 1884). hljómfræðinnar : víxlverkanir milli sér- hverra hljóma eru afstæðar og breyti- legar — í heildarsamhengi laga þær sig ekki eftir einu ákveðnu og óbreytanlegu kerfi. Rytminn er mikilvægur þáttur í þessari þróun, sem miðar að því að gera bragarhætti tónlistarirtnar sveigjanlegri. Og tónblærinn breytir stíl verksins al- gjörlega, bæði heildarblæ þess og hljóð- færaskipan. Þess kjarkur til sjálfvalinn- ar sjálfsmenntunar í öllu, sem að tón- smíðum laut, gerði Debussy kleift að end urmeta öll atriði tónsmíðavinnu, sem brátt l'eiddi til róttækra ef ekki ógnvekj- andi umbreytinga. Báðar myndirnar, sem dregnar eru upp af Monsieur Croche, sanna þetta — en noir: „Þið eruð hylltir, hlaðið á ykkur orðum og titlum, en þið eruð bæði undirförulir og frekir, sam- bland af apa og húsdýri“ — en blanc: „Maður verður að leita ögunar í frels- inu, en ekki í stirðnuðum formúlum lífs- skoðana, sem fyrir löngu hafa reynzt ur- eltar og hæfa aðeins smámennum“. I augum tónkerfinga og fræði- mana var það ægilegasta ýfirsjón De- bussys að kunngera engar reglur né setja nein lög. En er ekki sú „van- ræksla“ hans óskadraumur, sem heillar okkur hvað mest? Fáir tónlistarmenn hafa verið jafn ein mana og Debussy; samtíð hans þröngv- aði honum oft til að leysa vandamál sín á lipran og látlausan hátt. En ein- mitt þessi dýrmæta einangrun ásamt hinni miklu reynslu hans og þekkingu á því, sem ekki verður tjáð með orðum, í hæsta lagi gefið í skyn, gerðu hann að eina alþjóðlega tónlistarmanni Frakk- lands, a.m.k. á lSdu og 20stu öld. Lokk- andi kraftur og leyndardómsfullir töfrar streyma frá Debussy. Staða hans á þröskuldi nýs tíma líkist ör, sem þýtur ein mót himni. Hann lét aldrei freistast til að fylgja gömlum forskriftum, því hann einsetti sér alltaf „að gera örlítið meira en nauðsynlegt er“. r ^ ezanne og Mallarmé voru sam- tímamenn Debussys: þetta þrístofna tré er kannski frelsishlynur nútímalistar. Það, sem þessir menn sögðu eða vildu segja, verður ekki skilið með skynsem- inni einni. Án efa vildi Debussy gefa til kynna, að það er mikilvægara að gera byltingu en láta sig dreyma um hana. ATLI HEIMIR SVEINSSON íslenzkaði. Athugasemdir þýðanda 1) Titill greinarinnar höfðar til einnar af prelúdíum Debussys — General Lavine (skriða, hér eiginnafn) — eccentric, sem útleggst „Lavine hers- höfðingi, hinn sérvitri“. 2) Monsieur Croche er dulnefni sem Debussy skrifaði undir í Revue Blanche, tímarit ungra listamanna. I gegnum Monsieur Croche, hugarfóst- ur sitt, kemur hann skoðunum sínum og gagnrýni á framfæri. 3) Stravinsky er höfuðpostuli nýklass- ísku stefnunnar, sem hóf göngu sína á árunum eftir fyrri heimsstyrjöid- ina, en í fótspor hans fylgdi mislit hjörð, ýmsir minniháttar spámenn, svo sem Hindemidt og fleiri. Ný- klassíkerarnir þóttust leggja mikla rækt við gamla hefð, sem birtist oft í verkum þeirra á heldur óskemmti- legan hátt: þeir stældu stíl hinna látnu meistara, en unnu sjaldnast í anda þeirra. Flest verk nýklassíker- anna voru hvorki klassísk né hefð- bundin — aðeins gamaldags. 4) Preraffaelismi var stefna í málara- list sem átti upptök sín í Englandi á 19du öld og var andóf gegn dýrkun manna á endurreisnartímanum. Preraffaelítarnir þóttust sækja áhrif til ítölsku prímitívistanna. Dante og Beatrice eru aðalmótívið í list Ros- etts, sem var þekktastur þeirra. Stefnuskrá preraffaelítanna hafði meiri áhrif en verk þeirra; hún var uppreisn hins rómantíska hugsæis gegn iðnbyltingunni, sem þá fór i hönd. SVIPMYND Framhald af bls. 2. þau við á fronsku, þótt hann hafi lært ensku og skiilji ítölsiku. egar Horowitz dró sig í hlé árið 1953, bjóst enginn við, að hléið yrði langt. Hann segir nú, að jafn erfitt sé að byrja konzertahald að nýju og það hafi verið fyrir hann að draga sig í hlé. Hann hafði engan frið í fyrstu fyrir aðdáend- um, sem skoruðu á hann að hefja tón- leikahald að nýju, en hann stóðst allar freistingar. Sögur gengu um það, að hann væri likamlega veikur, andlega sjúlkúr, hefði fengið taugaáfall, lægi í geðveikrahæli og mundi aldrei leika aft- ur. En Horowitz, sem bjó allan tímann í húsi sínu í New York, virtist harðánægð- ur með lífið. Hann segir nú, að hann hafi fengið snert aif kvillanum, sem hrjáir alia kon- zertleikara. „Það má vera, að taugar mín- (J LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar séu stundum þandar til hins ýtnasta, en ég er ekki taugasjúklingur“, segir hann. „Það þarí sterk bein til þess að þola þetta líf, að vera alltaf á ferðalagi, alltaf að spila og alltaf í fullkomnu ásig- komuiagi. í 33 ár var ég á ferðalagi, sat í járnbrautarlestum og heimsótti stórar borgir og smáar. Ég gat ekiki lesið í lestinni, því að hristingurinn truflaði sjónina. Ég var alltaf að flýta mér, til þess að koma ekki of seint, og þegar hiljómleikarnir voru afstaðnir, fór ég í bíó til að slaka á spennunni. Ég var orðinn þreyttiur á þessu lífi“. Vinir ihans eru ekki eins vissir um það, að hann hafi ekiki verið orðinn tauga- veiklaður. Fyrst eftir að hann dró sig í hlé, vildi hann varla sjá nokkurn mann, en sat heima og gruflaði. Hann hafði alltaf Verið „yfirspenntur", kurteis en afar hlédrægur, og átti ekki auðvelt með að umgangast fól'k, sízt í fjölmenni. Tónilistarmenn eins og Arthur Rubin- stein, sem eru sifelilt hressilegir í bragði og útihiverfir, þarfnast beinlínis áheyr- enda og þrífast bezt í margmenni. Horowitz er andstæða slíikra manrna, innhverfur og gerir sér far um að láta sem minnst bera á sér. í vinnuherbergi hans eru, auk flygils- ins með myndunum, málverk eftir Picasso, Rouauit, Manet og Degas. Einna mest ber á stóru málverki frá „hvíta tímabili“ Picassos: „Acrobate au repos“ (Loftfimleiikamaður hvílist). Horowitz kveðst hafa hugsað mikið um tækni í píanóleik að undanförnu og verið þá stundum beizlkur í lund. Hann veit vel, að sumir ásaka hann um að leika aðeins með fingrunum, en sálin eigi þar engan h'lut að máli. Hann sé fullkominn tækni- lega, en kaldur tilfinningalega. „Þessir gagnrýnendur skilja mig ekki“, segir hann. „Þeir halda, að sá, sem hefur yfir tækni að ráða, sé vélrænn; að „tekniskur" píanóleikari hljóti að vera „mekanískur". Ég er upp með mér af því að vera kallaður bezti píanóleikari heims, tæknilega séð, því að tækni er ekki bara leikni og hraði. Sagt er, að ég leiki hrað- ar og hærra en nokkur annar. Ég hef haft nemendur, sem leika hraðar en ég get. En hvað er þessi tækni? Það er að hafa góða rödd og kunna að syngja vel. Rödd slaghörpunnar er tónninn, sam- hljómur tónanna, blæbrigðin. Ég reyni að syngja með þessari rödd. Það þarf talsverða tækni til að spila fyrsta kaflann í Tunglsskinssónötunni eða mazúrka eft- ir Chopin, eða ná rétta hljómnum í verk um eftir Scriabin. Gamli kennarinn minn í Kænugarði, Felix Blumenfeld (hann var hægri hönd Antons Rubinsteins), gat ekki leikið fyrir mig, því að hann var lamaður, en hann sagði við mig: „Hlustaðu bara á sjálfan þig, Volodja“. Þetta sama segi ég við unga píanóleikara, sem koma til mín: „Hlustaðu og syngdu". Við eigum að hlusta á gamla bel-canto-söngvara, Battistini, Anselmi og Sobinov. Menn ættu að spila á sama hátt og þeir syngja. Til þess þarf samræmingu huga, hjarta og fingra. Ef tækni er þversumman af því sem Bandaríkjamenn kalla „phrasing, Framh. á bls. 15 ____________________ 27. tbl. 1955

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.