Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Side 7
---------- SÍMAVIÐTALIÐ -----
Hjá mörgum er tveggja
sfunda ferð í vinnuna
— 21460
— Eimskipafjelag íslands!
— Er Sigurlaugur Þorkelsson
við?
— Andartak.
— Já.
— Sigurlaugur?
— Já.
— Lesbók Morgunblaðsins.
Við heyrðum, að hann Harald
Faaberg, yngri, væri hér
toeima? Hvar væri helzt hægt
að ná í hann?
— Það vill nú svo til, að mað-
urinn er staddur hér hjá mér,
sitiur á mó'ti mér. Andartak. —
(Það gengur ekki alltaf svona
vel).
— Harald Faaberg.
— Já, góðan dag, Lesbók
Morgunblaðsins. Hafið þér ver-
ið lehgi heima?
— Síðan áttunda júlí. En við
förum aftur utan um næstu
mánaðamót.
— Þér eruð með alla fjöl-
skylduna?
— Já, konu og tvær dætur.
Við höfum ferðazt um allt land
í sumar. Höfum ekki verið sam-
an heima í tvö ár.
— Og hvert hafið þið farið?
— Austur, síðan norður —•
Mývatn, Eyjafjörður, Skaga-
fjörður. Ferðuðumst rólega,
með tjald og svefnpoka. Erum
ákaflega ánægð með sumarið.
— Já, og þér hafið verið full-
trúi Eimskips í New York í tvö
ár — og líkar vel?
— Já, mikil ósköp. Starfið
er skemmtilegt, stöðugt sam-
band við heimalandið. Við höf-
um komið okkur vel fyrir, dætr
unum gengur ágætlega í skól-
anum, frúin unir.hag sínum vel.
Það er ekki hægt að biðja um
meira. Það er gott að búa í
Bandaríkjunum, fólkið er mjög
vinsamlegt í unigengni. >ret ,vel
hugsað mér að vera áfram, enda
verður svo.
— Skrifstofan er á Manhátt-
an, er það ekki?
— Jú, ég er fulltrúi félagsins
á skrifstofu félags þess, sem
hefur umboð fyrir Eimskip.
Skrifstofan er í Waíl Street. En
skipin okkar eru oft affermd í
Gloucester, Massachussetts, eða
í Cambridge, Maryiand, svo að
ég þarf að bregða mér þangað
við og við. Annars eru þau yf-
irleitt fermd í New York —
og flutningur hefur verið mjög
mikill að undanförnu. Við höf-
um verið með þrjú skip í föst-
um ferðum vestur, en ég geri
ráð fyrir, að við þurfum að fá
aukaferðir á næstunni. Önnur
íslenzk skipafélög hafa ekki
reglubundnar siglingar vestur,
svo að við höfum nóg að flytja.
— Hve lengi eru skipin frá
íslandi til New York?
— Sjö til átta sólarhringa, ör-
lítið lengur að vetrinum, ef veð
ur er vont.
— Og þér faríð með fjölskyld
una sjóleiðina?
— Báðar leiðir.
— Er það ekki fullmikið að
verja svo löngum tíma í ferð-
ina?
— Nei, síður en svo. Við
kunnum mjög vel við okkur á
sjónum, og fól'k fær mikla og
gó'ða 'h'víld á slíkri ferð, því að
farþegarýmið er takmarkað —
og mjög rólegt um borð.
— O'g þið hafið yfirleitt far-
þega á þessari leið?
— Það er eftirsótt að kom-
ast með skipi á sumrin — og
þeir, sem hafa einu sinni far-
ið, koma gjarna aftur.
— En hvar búið þið annars
— langt utan við New York
borg?
— Nei, ekki mjög langt. í
Larchmont, Westchester Coun-
ty, New Yonk-riki. Ég er
klukkutíma og korter í vinn-
una. Það er miðlungsvega-
lengd. því að margir ferðast í
tvo tíma í vinniuna að morgni
— oig fara af'tur 'heim að kvöldi.
— Bregður yður ekki við?
— Þetta kemst al'lt upp í
vana. Ég fer alltaf í lest, fæ
þá tíma til að lesa talöðin og
gliuigga í eitt og annað. Það
gera allir í þessum lestarferð-
um, og þess vegna líður tíminn
fui'ðuskjótt.
— Þér farið ekki í bíl?
— Nei, umferðin er það mik-
il, að fólk, sem þaxf að mæta
á ákveðnum tíma í vinnu og
fei'ðast þessa vegalengd, hætt-
ir yfirleitt ekki á að nota bíl-
inn. Ég yrði að fara eld-
snemma á morgnana — og heim
seint að kveldinu til þess að
losna við umferðarþvöguna,
sem getur tafið mann ótrúlega
lengi. Þarna eiga nefnilega all-
ir bíl — og hann ekki fyrir-
ferðarlítinn. í Bandaríkjunum
er bíllinn ekki lúxus, heldur
hi'ein nauðsyn. Mjög margir
eiga tvo, sumir þrjá bíla, ef
fjölskyldan er stór. f útborgum
er mjög lítið um stcætisvagna,
sums staðar eru þeir alls ekki
— og þá kemst enginn leiðar
sinnar nema að eiga bíl. Þarna
eru bílarnir líka tiltölulega ó-
dýrir.
— Þér nefnduð, að dætur yð-
ar gengju í skóla. Hve gamlar
eru þær?
— Þrettán og fimmtán ára.
Þær ganga í sama skólann, sem
ekki er mjög langt frá heimili
okkar. En skólavagninn tekur
þær spölkorn frá heimilinu —
svo að þetta er allt vandalaust.
Annars er algengt, að húsmæð-
ur aki börnum sínum í skólann,
safna þá oft í bílinn börnum
nágrannanna — og skiptast á,
sína vikuna hver.
— Er námið ekki allfrá-
brugðið því, sem stúlkurnar
vöndust hér heima?
— Jú, einkum vegna þess að
nemendum, jafnvel á þessum
aldri, er frjálst að velja hluta
af þeim námsgreinum, sem þeir
leggja stúnd á.
— En þá er frúin ein heima
allan daginn?
—Já, oftast. Það gæti verið
tilbi'eytingarsamara hjá henni,
ef hún æki bíl,; en það gerir
hún ekki. Það er álitlegur spöl-
ur í næstu verzlanir, svo að við
gerum nær öll innkaup einu
sinni í viku og höfum því
frystikistu og allan útbúnað tdl
þess að geyma matvælin. Þetta
er algengasta fyrirkomulagið í
Bandaríikjunum, því að hin svo-
nefndu amerísku þægindi eru
ekki orðin tóim. M'jólik og egg
eru samt borin í hús annan
hvern dag, og það er vitanlega
mikill kostur.
— Jæja, við ætlum ekki að
halda yður í símanum lengur,
en þökkum samtalið og vonum
að fjölskyldunni gangi' vel
vestur.
— Takk fyrir. Þið ættuð að
neyna sjóleiðina vestur ein-
hvern tíma. Góð afslöppun Jyr-
ir bjaðamenn sem aðra.
—| Hver veit!
Svavar Gests skrifar wm>
Þá er hún komin nýja
hljómplatan með Beatles.
Lögin eru „Help“ og „I’m
. down“, bæði. úr hinni nýju
kvikmynd þeiri'a, ,,Help“.
sem 'Stendur tiLað frumsýna .
urn þetta leyti. Bæði epu lög-
in eftir þá félaga John Lenn
on og Paul McCartney og
bæði góð. Platan S'jálf er
skemmtileg og upptaka
margbrotin. Þeir félagar
syngja raddað undír 'söng og
verður enginn leikur fyrir
þá að flytja lögin opinber-
lega, þar sem ekki er hægt
að grípa til margfaldrar út-
sendingar. Þetta kom fyrir
þau Les Paul og Mary Ford
fyrir 10—15 árum. Þau
sungu og léku inn á margar
þlötur sem ’ náðu gífurlegum
vinsælduin, en þar var um
márgfaldar upptökur 'að
ræða, Mary söng Stundum
fjórraddað og Les Paul lék
allan undiirleik með mi.smun-
andi si.peng,iahljóðfærum: En
svo þégar þau voi'u fengin
til að koma fram opinber-
lega, þá fór mesti glansinn
af því, þar var aðeins um
eina yfirferð að.ræða. (Út-
úrdúr, sem kemur þessu ef
til vill ekki við).
Éeatles halda enn sihum
fyrri vinsældum, aðdáendur
þeiri'a eru ef til vill ekki
jafn skapheitir og þeir voru
fyrir 1—2 árum, en þeir eru
þarna enn og halda enn upp
á sína gömlu og góðu Beatl-
es, þó að Rolling Stones,
Animals, Kinks, Hollies,
Searchers og í það minnsta
eitt . þúsund aðrar hljóm-
sveitir eigi lika sína aðdá-
endur. .
Um leið og þessi tveggja
laga plata kom út, sendu
Beatles frá sér stóra . plötu,
fjórtán laga. Á henni eru sjö
lög úr framangreindri kvik-
rnynd og önnur sjö lög, se.m
,sum hver eru mjög skem.mti-
leg . og. nokkur þeirra ólík
gei't áður. Píanó og það fleiri
en eitt eru notuð í sumum
lögunum og eitt lagið er
meira að segja í einskonar
þjóðlagastíl. Þessi stóra
plata nær vafalaust miklum
vinsældum, svo að það vei'ða
fjórtán ný Beatles-lög. • í
gangi næstu mánuðina.
Menn éru að vélta því
fyi'ir sér hvort mesti ljóm-
inn faiú nú ekki að bverfa
rpúsik, eða eins og íslending-
ar kalla það: bítlamúsik. Á
vinsældalistunúm í Énglandi
og Amei'íku er þessi músik
enn alls ráðandi, þó þrengja
sér þarna inn á milli stöku
sinni þjóðlagaplötur, og er
^ Jþað, álit músi'kmanna úti í
hinum stóra hljómplötu-
heirnS, 'að' þjöðlagamúsikin
muni taka við af bítlamúsik-.
inni.
37. tibCL 1965
— LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 7
'íL',11*vic ■.9 kw'£ Á&.jf æ 3L J»»'iil