Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1965, Qupperneq 9
E: l inu sinni fór ég að veiða lax með tveimur kunningjum mínum, og það fyrsta, sem ég gerði, þegar við komum upp eftir, það var að setja í stein. Hvernig á nú viðvaningur að vita, að hann er ekki með tuttugu punda lax á önglinum, þegar strau-m- urinn liggur þvert á linuna og lætur nákvæmlega eins og viðvaningurinn hlýtur að ætla, að tuttugu punda lax hljóti að láta? Ég byrjaði líka sam- stundis að þreyta steininn eftir öllum kúnstarinnar reglum, og sem ég nú stend þarna allur samanbitinn í and- litinu og með talsverðan brjóstkassa, þá kemur sextíu manna beinhvítur langferðabíll aðvífandi og stanzar úti á brúnni fyrir ofan mig, til þess að farþegarnir megi nú einu sinni sjá með eigin augum, hvernig virkilega slyngur laxveiðimaður fer að því að drepa lax. Jæja, um svipað leyti byrj- ar mig að gruna, að það sé ekki allt með felldu. Ég fæ eins og hugboð um, að ég sé ekki með lax á önglin- um, heldur með vænan bita af fóstur- jörðinni, og það er svona fremur ó- skemmtileg tilfinning með allar brýr á Vesturlandi fullar af aðdáendum. Það er eins gott að vera ekki spé- hræddur. J læja, ég er nógu spéhræddur til þess að vaða hvorki út í eina né neina herjans á fyrir auglitinu á sextíu gap- andi langferðamönnum og busla í land með tveggja tonna blágrýtis- klett á bakinu. Ég hugsa, ég hefði fyrr látið drepa mig heldur en að játa með tilburðum mínum, að ég var að veiða stein. Mér er ljúft að geta þess núna, að allan þann tíma, sem ég glímdi við steininn eða lézt glíma við steininn öllu heldur, þá datt hvorki af langferðafólkinu né draup. Það er með öðrum orðum ekki alveg útilok- að, að það hafi í raun og veru haldið, að ég væri með lax. En hitt er því miður alveg eins líklegt, að það hafi bara haldið, að ég væri snælduvit- laus. Þetta var fyrsta og síðasta ferðin mín til laxveiða hérna megin eilífðar. ■ Það er eins og ýmislegt liggi betur fyrir mér, eins og til dæmis svifflug, þó að ég hafi ekki reynt það ennþá, nú eða bara lúdó. Ég held eftir á að hyggja, að langferðafólkið hljóti að hafa haldið undir lokin, að ég væri að minnsta kosti drukkinn. Ég veit, hvað ég mundi halda, ef ég sæi mann í fjórum duggarapeysum vaða fjöru- tíu hringi rangsælis í kringum stein; og ef ég sæi hann á næsta augnabliki snúa við og brölta nú áttatíu hringi réttsælis í kringum steininn, þá mundi ég ekki heldur halda brot úr sekúndu, að sá maður væri bindindismaður. En ég mundi óneitanlega bíða eftir því með nokkurri eftirvæntingu, hverju hann tæki upp á næst. mér hinu spegiltæra lofti og hinni endalausu víðáttu og hinu töfrandi litskrúði, og síðast en ekki sízt tala þeir af fjálgleik um hina óviðjafnan- legu kyrrð sumarnæturinnar', en það er sá tími sólarhringsins, þegar lax- veiðimenn um allt land leita út í nátt- úruna í stórhópum til þess að pissa. Þeir tala líka í sama orðinu um fugla- sönginn, sem þeir þykjast heyra í bítið á morgnana (af hverju í ósköp- unum fá mennirnir sér ekki kopp?), og þeir skáldlegustu meðal þeirra einblína í árstrauminn allan liðlangan daginn í eins konar leiðslu, ef ég skil þá rétt, og sjá óteljandi síbreytilegar mig. En ég bar stöng mína hátt, þeg- ar ég losnaði af skerinu, og þrammaði af stað. Það er um að gera undir svona kringumstæðum, með sextíu fórviða aðdáendur fyrir aftan sig, að detta nú ekki á magann. Manni verð- ur hugsað til aumingja mannsins, sem fór í fyrsta skipti að veiða lax, eins og sumir, og hafði konuna sína með sér í framsætinu á bjúikknum, af því að hún var líka hreykin af því að eiga loksins laxveiðimann í fjölskyld- unni. Maðurinn átti tíma í sjálfum Elliðaánum. Konan færði hann í skó- síðar nærbuxur og tvenna eða þrenna háleista og snjóhvitar gallabuxur upp á nýjustu tízku og fernar peysur frá Geysi og feiknalegan olíugalla frá Verðanda og spánný gúmmístígvél, sem voru svo kyrfilega klofhá, að hann gat ekki klórað sér frá mitti og fram á tær. Síðan setti hún sjóhatt á höfuðið á manninum sínum og þurrk- aði af gleraugunum hans með klínexi og hjálpaði honum að standa á fætur Mr Liklir laxveiðimenn, sem ég hef haft tal af, byrja alltaf á því að lofsyngja náttúruna. Þeir lýsa fyrir myndir líða niður ána í endalausum straumi. Ég sé aldrei neitt nenaa ryðgaðar niðursuðudósir, og þær gera mig ergilegan. Ég hugsa, að hugar- farið hafi mikið að segja og svo stemningin, og maður getur náttúr- lega komist í þannig stemningu, að maður sjái heilar járnbrautarlestir í ám og vötnum. En þá eru menn líka oftast settir í afvötnun. Það er bezt að taka það skýrt fram, að þar sem ég kemst svo að orði í byrjun þessa rabbs, að ég hafi verið að veiða lax með kunningjum mín- um, þá nota ég sögnina „að veiða“ einungis fyrir siðásakir. Ég varð ekki var. Meira að segja blágrýtið, sem ég nefndi áðan, kom ekki á hjá mér aft- ur, af því að nú hafði ég vaðið fyrir neðan mig og hafði vaðið fyrir ofan og stakk stönginni í hendurnar á hon- um og ýtti honum lempilega af stað í áttina að ánni; og það er af mannin- um að segja, að hann steig nákvæm- lega eitt skref og pompaði beint ofan í gjótu. Það stóð ekkert upp úr af honum og rétt bláendinn á stönginni. Þetta er í þokkabót sönn saga, af því að hann faðir minn sagði mér hana. Hann sá líka einu sinni laxveiðimann (meira, hvað hann pabbi er alltaf lús- heppinn), sem hafði húkkað annan laxveiðimann gegnum miðsnesið. Eða var það áhorfandi eftir á að hyggja. Ég man það ekki fyrir vist, en svo mikið er vist, að ef einhver húkkaði mig gegnum miðsnesið, þá mundi ég áreiðanlega hafa minnstar áhyggjur af þvi, hvort ég hefði verið húkkaður sem áhorfandi eða þátttakandi. Mf að hefur verið sagt um lax- veiðimenn, að ef togari þyrfti svipað- an útbúnað til þess að veiða hvert tonn af karfa, eins og þeir virðast þurfa til þess að veiða hvert pund af laxi, þá mundi togarinn aldrei kom- ast úr höfn af þeirri einföldu ástæðu, að hann sykki bara við bryggju. Það getur vel verið, en það er líka eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að sumir eru sniðugri að veiða lax heldur en sumir. Þetta er vísast eins og í lífinu sjálfu, þar sem fáeinir eru duglegri að búa til sína trilljón held- ur en allur fjöldinn. Þetta með lax- veiðina á ugglaust eitthvað skylt við dugnað eða iðni eða lagni eða eitt- hvað þess háttar fremur en pólitík, af því að þótt allir trilljónerar á fs- landi séu í sjálfstæðisflokknum, þá gengur einn og einn framsóknarmað- ur í laxveiðiflokkinn, þegar hann er búinn að koma sér upp ístru. Ég hugsa, að það hafi verið fram- sóknarmaður, sem ég hitti einu sinni við á nokkra í fullum skrúða og sem vatt sér að mér og byrjaði umsvifa- laust að hella yfir mig blóðugum skömmum fyrir að kasta skugga á vatnið. Ég belgdi mig út þá og sagðist kasta mínum skugga, hvert sem mér sýndist. Maðurinn hélt því fram full- um fetum, að skugginn minn fældi laxinn. Maður er aldrei nógu við- bragðsfljótur, þegar svona stendur á, alltaf of þungur á sér. Ég hefði auð- vitað átt að segja við manninn, að ef hann vildi senda sinn skugga í bæ- inn, þá skyldi ekki standa á mér að láta minn verða samferða. Ég gizka á framsókn fremur en íhaldið, af því að þó að skugginn væri þannig gallaður, eins og hann byggist við því, að hol- skefla mundi ríða yfir okkur þá og þegar og sökkva landinu með manni og mús, þá var hann engu að síður með rennuhatt, eins og þeir gerast mestir. Ég hef tekið eftir því, að framsóknarmenn hafa allt að því sjúklega ást til rennuhatta, og það má mikið vera, ef hér er ekki verkefni fyrir sálfræðinga. Ég yrði að minnsta kosti minna hissa, þó að ég hitti tíu framsóknarmenn, sem hefðu gleymt að fara í buxurnar, áður en þeir fóru að heiman, heldur en einn, sem hefði gleymt að setja upp rennuhattinn. M iTJIer fannst leiðinlegt, hvernig fór með þessa laxveiðiferð, af því að ég hugsa, að laxveiði sé að ýmsu leyti heilsusamleg íþrótt, nema menn pompi niður í gjár, og að ýmsu leyti skemmtileg íþrótt, nema menn séu húkkaðir gegnum miðsnesið. Ég fékk þar að auki svæsna minnimáttarkend gagnvart sextíu manna beinhvítum langferðabílum, af því að mér fannst fólkið í bílunum horfa eitthvað svo undarlega á mig, eins og það vildi segja: „Nei sko! Þarna er vitlausi maðurinn, sem ég sá fyrir vestan!“ Ég byrjaði að taka til fótanna, þegar ég sá langferðabíl álengdar, eins og almenningur, þegar hann sér strætó, og um skeið velti ég því meira að segja fyrir mér að kaupa mér rennu- hatt og hafa hann tveimur til þremur númerum of stóran, til þess að ég þekktist ekki. En ég hætti við það. Eins og konan mín sagði: „Það er skárra að fólk haldi, að þú sért venju- legur idjót heldur en framsóknar- maður“. enginn átti þess von að ég væri að stökkva af landi. Hvað kæmi til? spurðu prúðir og elskulegir myndasmiðir og blaðasnatts- menn.. Hvers vegna væri ég svona vel til fara? Ég er að bíða þess að skip mitt leggi frá sorgarskerinu, auðvitað! sagði ég alls hugar feginn og undraðist að íslandi skyldi ekki hafa tekist að gánga frá mér dauðuim, Nú hvað er þetla, sögðu þelr. Maður er að yfirgefa eyjarskeggjann. Nú, akkúrat, en hvernig ég kæmist? Spyrjið mig ekki að því drengir, ég hef ekki hugmynd um það. Þetta varð að miikilli hissu: Nú, hver ætti svo sem að vita það betui- en ég? Guð. Ha! Hann veit það; nema ég ætti náttúr- lega penínga eins og skít þar sem ég hefði kynnst guði. Franih. á bls. 13 27. tbl. 19S5 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.