Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 15
að mun fátíðara en hitt, að gahar á hluit gefi honum aukið gildi. Sprunginn bolli eða kanna er næsta lítils virði, í samanburði við þessa hluti heila. Smáfeyra fellir hlut í verði. Og þó getur hið gagnstæða átt sér stað. í glugganum á stofu okkar hjóna stendur ofurlítil, glær flaska eða (kanna. Hún er ljómandi snotur, með fereiðum fæti, en upp af honum rís stilkur, sem efst myndar mjóan báls, er endar í stút og bregður á þetta könnuiagi, enda er líka handfang á. Giertappi gengur niður í flösku- háfsinn. Er flaskan með ígreyptum rósum og ÖU hin ásjálegasta. Kona mín, Herdís, eignaðist þenn- an grip í Keflavík, sumarið 1961, er hún fór til Reykjavíkur að leita sér læikninga. Sunnudag einn um haustið sama ár sat ég inni í stofu, ásamt fjölskyldu minni. Tekur þá dóttir mín flösk- una úr glugganum, án nokkurs til- efnis, og fær mér hana. Ég handleik hana um stund, en tek allt í einu eftir því, að hálsinn er talsvert spruinginn, þar sem tappinn gengur niður L Mér verður dálítiés hverft við og hrópa: „Dísa, flaskan er eprungin um tappann“, „Hvað ertu að segja maður“, segir konan og gengur hvatskeytlega til min. Við skoðum bæði, og það er ekki um að villast. Flaskan er talsvert sprung- in. Og það eru sprungurnar, sem gera þennan grip nú miklu merkiiegri í okkar augum en áður. Eins og leiftur fer um huga minn það sem kona m<in hafði sagt mér u-m flösku þessa. Móðir hennar hafði gefið henni hana um sumarið, eins og áður er sagt, en ga.t þess um leið, að Her- clis, sem litil stúlka, hefði gefið gam- alli konu í Keflavík flösku þessa. Nú var þessi gamla koua láitiin. Hún hafði verið Herdiísi mjög góð, er hún var lítil stúlka. Ekki mundi Herdís eftir þessari flöskugjöf, en gömlu konuna mundi hún vel. Veturinn 1960—1961 hafði Jó- hönnu, tengdamóður mína, dreyrmt þessa gömlu konu, sem þá var lát- in. Fannst Jóhönnu hún vera að barma sér yfir, að nú væru börnin búin að brjóta megnið af glerdóti og skrautmunum, er hún hafði átt. En hún hafði mikið yndi af ýmiss konar glingri, er gladdi augað. Jó- hanna þykist spyrja, hvort fiaska-n sé einnig brotin, sú, sem Dísa litla hafði gefið henni. Þykir henni draum konan svara því játandi. Nokkru síðar en þebta gerðist á Jóhanna erindi i húsið, þar sem gamla konan hafði átt heima. Segir hún þá syni konunnar drauminnn, en spyr jafnframt, hvort flaskan, sem áður getur, sé brotin. Maður- inn svarar, að rétt muni að æði- mikið af glerdóti gömlu konunnar sé brotið orðið, en flaskan sé á- reiðanlega eitt af því fáa, sem enn sé heilt. Sé nú beat, að Jóhanna taki flöskuna, svo að hún fari ekki sömu leið og hitt. Til einhvers muni móðir sín hafa átt erindi við Jó- hönnu í draumnum. Verður það svo úr, að Jóhanna tekur flöskuna með sér. Víkur nú til þess, að Herdís fer suður, heimsækir foreldra sína í Keflavík og sér þessa flösku hjá þeim. Hefir hún orð á, hve snot- ur flaska þessi sé og spyr, hvar móð- ir 9in hafi eignazt hana. Jóhanna segir henni alveg eins og er og tel- ur nú réttast, að Herdís eigi hana. Flaskan sé hvergi annars staðar bet- ur niður komin, þar sem hún hafi gefið gömlu konunni hana upphaf- lega. Og þannig komst svo þessi flaska norður til Húsavíkur. Vissi ég ekkert um hana fyrr en nokkr- um dögum eftir komu konu minnar, að ég veitti henni a'tihygli og hafði orð á, að þarna væri komin snotur flaska, en skoðaði hana ekki nán- ar. Sagði Herdís mér þá það, sem nú hefir greint verið. Var svo ekiki minnzt á þetta frekar. Ekki alllöingu síðar er það einn morgun, að við hjónin erum ny vöknuð, og segir Her- dís mér þá, að sig hafi um nótt- ina dreymt gömlu vinkonu sína. Þyk- ir henni hún segja við .sig: „Flask- an er brotin“. Þykist Herdís mót- mæla, þar sem henni var ókuinnugt um annað en hún væri heil. „Jú, hún er brotin um tappann", segir gam.la konan. Ræcldum við hjónin svoliítið um þetta, en hlógum svo að því, eins og hverri annarri vitleysu. Ekki datt okkur í hug að skoða flöskuna — og hugleiddum þetta svo ekki nánar. Líður svo til sunnudagsins um haustið, að dóttirin réttir mér flösk- una og ég man eftir draumnum og tek að skoða flöskuna um tappann. Verður mér þá heldur hverft við, er ég tek eftir sprungunum, sem ekki sjást nema við nokkra athugun, og enginn hafði tekið eftir fyrr en ég þennan haustdag. Hvernig á að skýra svona lagað í sambandi við hlut, sem búinn er að fara landshluta milli og um marg- ar hendur, skal ég láta ósvarað. Stund um er minnzt á hugsanaflut.ning. E.n því er vart til að dreifa í þessu efini, þar sem konan mín var sannfærð um, að flaskan væri heil, sem og allir, er haft höfðu hana milli handa. Vecð ur því hver að hugsa það, sem hon- um þykir líklegast um þetta. Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri. »2. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.