Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 2
! ! i i i I i i. í i f£ aymond Aron, sem nýlega 1 hefur átt sextugsafmæli, er án efa þekktasti stjórnmálahugs- uður Frakka á vorum dögum. Skrif hans um stjórnmálalega heimspeki og skýringar hans á pólitískum at- burðum líðandi stundar eru bæði fjölskrúðug og mikil að vöxtum. Áhrifa þessara skrifa hans, svo og rita hans um þjóðfélagsfræði, gætir meðal menntaðra manna um heim allan. Tvær fremur nýlegar bækur eftir hann teljast þegar meðal sígildra skýr- ingarrita um alþjóðastjórnmál. Önnur er höfuðverk hans („magnum opus“) og fjallar um „stríð og frið“, þar sem sett er fram „kenning um alþjóðlegt sara- félag“. Hin er um herfræði á kjarn- oikuöld. Báðar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Ævistarf Arons hefur sérstaka þýð- ingu meðal Frakka, því að hann hefur ávallt haft jafnmikinn og logandi áhuga á vandamálum pólitískrar hugmynda- íræði og hinn fjölmenni hópur vinstri sinnaðra menntamanna í Frakklandi. Andstæðingar þessara vinstrisinnuðu menntamanna. hvort sem þeir teljast hægrisinnaðir eða ekki, hafa jafnan haft tiltölulega lítinn áhuga á pólitískri hug- myndafræði í sjálfri sér („per se“), enda finnst þeim mörgum annað skipta meira máli en endalausar þrætur um rök- bundna efnishyggju og önnur „abstrakt“ hugtök. í augum þeirra eru slíkar deilur hártoganir og rifrildi um fánýta hugar- óra, sem flæki einungis kjarna máls- ins. Raymond Aron hefur aldrei viljað víkjast undan því að rökræða stjórn- mál og pólitíska heimspeki á sama um- ræðugrundvelii og andstæðingar hans, enda er hann betur heima í hugmynda- heimi þeirra en flestir þeirra. Þeir í hópi hinna vinstrisinnuðu menntamanna í Frakklandi, sem mest ber á nú, upp- götvuðu fæstir marxismann fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Þar stóð Aron þeim mun betur að vígi, þvi að hann hafði kynnt sér marxisma ýtarlega löngu áður og hefur síðan fylgzt manna ræki- legast með öllu því, sem heimspekingar og stjórnmálamenn af skóla Karls Marx hafa ritað. Hjá mörgum þessara mennta- manna var stuðningur við marxismann ekki annað en tízkufyrirbæri í upphafi a. m. k., og hefur Aron stundum verið miskunnarlaus við þá, þegar hann hefur flett ofan af yfirborðsfræðimennsku þeirra og staðieysum. Oftar er hann þó umburðarlyndur, eins og hann sé að tala við skóladrengi, sem hafa lært heima- lexíuna illa. og fátt svíður kommúnistum mieira en þegar Aron bendir á með óyggj andi rökum og lærdómslegum tilvitnun- um, að samkvæmt „réttum“ marxisma eða leninisma séu þeir lentir úti á villi- götum. Enginn er honum fremri í að þræða myrkviði marxistískrar hugsun- ar; þetta vita andstæðingar hans, og því óttast þeir hann. Nú á dögum hefur áhugi franskra menntamanna á afstæðri hugmynda- fræði dvínað stórum. Þeir hafa meiri áhuga á nákvæmri könnun og hlut- iægu mati á raunveruleikanum, eins og hann blasir við á vorum dögum. Þar gegnir Raymond Aron alveg sérstöku hlutverki, því að hann hefur ávallt verið óvæginn gagnrýnandi hugmyndafræði- legra fordóma, boðberi frjálsrar og óheftrar hugsunar, og rýninn könnuður staðreynda. Menntamenn, sem hafa los- að sig úr viðjum afturhaldssamra hug- rnynda um „óumflýjanlegt réttmæti og sögulegt hlutverk“ marxismans, hafa lært mikið af skrifum Arons. Fyrir- lestrar hans um iðnaðarþjóðfélagið hafa haft mjög mikil áhrif, enda hafa þeir náð geysilegri útbreiðslu í ódýrri útgáfu (Idées). Deilur hans við Jean-Paul Sartre, Merleau-Ponty og aðra hafa haft mikla þýðingu og vakið mikla athygli, ekki aðeins í heimalandi hans, heldur líka í öðrum löndum, allt frá Brazilíu til Japans. Svo að þessi tvö lönd séu tekin sem dæmi, þá hafa þessar ritdeilur ver- ið gefnar út í þeim báðum og lesnar þar af ótrúlega stórum lesendahópi. Báðum þessum löndum hefur Aron kynnzt af eigin raun. Þar og víðar hafa deilurnar haldið áfram meðal menntamanna á staðnum. Alls staðar hefur Aron lagt fram sinn skerf til þess, að hvert mál, hver skoðun og hver hugmynd sé könn- uð ofan í kjölinn. og ekki sé gefizt upp, fyrr en allar röksemdir, með og móti, hafa verið rannsakaðar gaumgæfilega og skilgreindar. „Hann hristir rykið úr heilunum á okkur“, hefur ítalskur fræði- maður sagt, „og þvingar okkur til þess að hugsa ljóst og skrifa skýrt". I\aymond Claude Ferdinand Aron er fæddur í París árið 1905. Hann á sér glæsilegan námsferil að baki og er „agrégé de philosophie“ og „docteur es Iettres“. Nám sitt stundaði hann í Ecole Normale Superieure og við Sorbonne. Hann varð lektor í heimspeki við há- skólann í Toulouse árið 1939. Á árunum íyrir heimsstyrjöldina voru þeir Jean- Paul Sartre nánir vinir, enda jafnaldrar, sem áttu (og eiga enn að ýmsu) svipuð áhugamál. Á þessum árum öðlaðist Aron Tnikla frægð, þótt enn væri hann ungur að árum, fyrir rit sit um heimspeki sagnfræðinnar (Introduction a la philos- ophie de l’histoire"). Á árunum 1940 — 1944 ritstýrði hann tímaritinu „La France Libre“, sem gefið var ú.t í Lundúnum. Ritið fylgdi de Gaulle, hershöfðingja, vitaskuld að mál- um, en gagnrýni þess og könnun á sam- timaviðburðum var mjög óháð, svo að mörgum stjórnmálamönnum, frönskum og enskum, geðjaðist ekki alltaf af því. E ftir frelsun Frakklands umgekkst Aron mikið hóp ókreddubundinna en vinstri sinnaðra skoðanabræðra, sem Albert Camus hafði safnað saman um- hverfis dagblaðið „Cornbat" og tíma- ritið „Les Temps Modernes“. Tímaritið varð síðar eingöngu málpípa fyrir Sartre. Raymond Aron varð hatrammur andstæðingur stalínisma og fylgismanna hans. Um þessar mundir skrifaði hann mikið um kommúnisma, meðal annars hina frægu bók sína „Ópíum mennta- mannanna" („L’Opium des intellec- tuels“), sem þýdd hefur verið á mörg tungumál og haft hefur víðtæk áhrif á menntamenn um heim allan. Frá árinu 1948 hefur hann annað veifið ritað for- ystugreinar í hið heimsþekkta og mikils- virta dagblað, „Le Figaro", í Paris. Þótt segja megi, að Aron sé fyrst og íremst heimspekingur og hugsuður, hefur hann alltaf verið þátttakandi í lífinu umhverfis hann, eins og þegar kom í ljós á útlegðarárum hans í Lund- únum. Hann hefur yndi af rökræðum og samstarfi við annað fólk um þá hluti, sem honum finnst, að skipti mestu máli þá stundina. Hann tók upphaflega þátt í flokksstofnun Gaullista, þegar þeir settu stjórnmálaflokk sinn, „Rassem- blement du Peuple Francais" (RPF), á laggirnar, en hann varð brátt fyrir gífur legum vonbrigðum með flokkinn og tók að gagnrýna hann harðlega, bæði fyrir stefnu hans í innanrikis- og utanríkis- málum. A.rið 1955 varð hann prófessor í þjóðfélagsfræðum við Svartaskóla (Sor- bonne-háskóla) í Paris, þar sem hann hefur kennt síðan. Kennslan hefur tekið hug hans fanginn, en þótt hann sé nú orðið meiri „politologue" en ritdeilu- maður, hefur hann haldið áfram að taka mjög ákveðna afstöðu til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sinni. Hann hefur ritað bókina „Þjóðfélagsfræði Þýzkalands nútimans" („La sociologie allemande contemporaine"), bækur um kjarnorkustríð, allsherjarstyrjöld og slyrjaldir almennt (svo sem „Les guerr- es en chaine“), o. s. frv., en hann gaf sér einnig tíma til þess að rita tvo bæklinga fyrir útgáfuflokkinn „Tribune Libre“, þar sem hann skipaði sér ein- dregið í flokk þeirra, sem vildu sjálf- stæði Asírs. Þessir pjesar voru gefnir út, þegar slíkri skoðun hlaut að verða harka lega mótmælt í öllum áttum, enda var ráðizt hatrammlega gegn Aron og skoð- unum hans hvaðanæva að. Einna grimm- astir voru Gaullistar eins og Jacques Soustelle og Terrenoir. Á þessum tíma var honum jafnvel ókleift að boða þessa skoðun sína í ritstjórnargreinum í „Le Figaro“. Hann fylgdist með hruni Fjórða iýðveldisins franska og gangi styrjaldar- innar í Alsír og skilgreindi hvoru- tveggja í ýtarlegum greinum, sem birt- ust á mánaðarfresti í tímaritinu „Freuves". Þar eð hann var einn af stofnendum Frjálsrar menningar, átti hann einnig þátt að þvi að koma „Preuves" á fót og hefur verið einn helzti höfundur þess undanfarin fjórtán ár „Preuves" er sams konar tímarit og „Encounter" í Englandi, „Der Monat“ í Þýzkalandi, „Forum“ í Austurríki og „Perspektiver“ í Danmörku, „Tempo presente" í Ítalíu og „Cuadernos“, sem gefið er út á spönsku í Frakklandi. Raymond Aron nýtur mikils álits sem prófessor, bæði fyrir lærdóm sinn og þann eiginleika að geta kennt nemend- um sínum að hugsa sjálfstætt og með gagnrýni; reikna aldrei með neinum hlut sem „sjálfgefnum“. Hann er ekki maður, sem menn sverja við, eða heita trúnaði eða fjandskap, heldur maður, sem hlust- að er á, og fáir eiga skýlausari kröfu til þess, að á hann sé hlustað, en ein- mitt hann, sem aldrei hefur leyft sér að vera „billegur". Hann leyfir sér aldrei einfalda skýringu eða lausn á viðfangsefnum sínum og vandamálum þeim, sem hann glímir við. M ltJleðal ungra, franskra mennta- manna hefur hrifning á stjórnkerfum, sem byggjast á alræði, minnkað ákaf- Framhald á bls. 6. Framkv.sij.: Sigfas Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arní Garðar Kristínsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.Í. Arvakur, ReykjavíK. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 33. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.