Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 4
Komið við hjá Valdimari á Kálfastrðnd Eftir Halldór Blöndal Hann heitir Valdimar Hall- dórsson og á heima á Kálíaströnd við Mývatn, einum fegursta bletti hér á landi og þótt víðar væri leitað. Þar mætist brunahraun og gróðurlendi, og „gjálpir hampa skörum“ á víkum og vogum, sem eru annálaðir fyrir yndisleika. Útsýni frá Kálfaströnd er mjög fagurt. í suðri blasa við Bláfjall og Sellandafjall, og á milli þeirra sér á Dyngjufjö'll. í austri Hverfjall, Búrfell og Hvannfjall, en í norðri sér á Reykjahlíðarfjall, Gæsafjöll og Lambafjöll- í vestri er Vind- belgjarfjall og enn lengra sér Bárð- ardalsfjöllin og Ljósavatnsskarð og Kinnarfjö'll. Valdimar hefur búið á Kálfaströnd í 52 ár, en hyggst nú hætta búskap af heilsu- farslegum ástæöurn. Um þrjátíu ára skeið hefur Ásrún Árnadóttir frá Garði, systir Þuru, hinnar landskunnu skáld- konu, annazt um Valdimar. f>au eru bæði mjög skemmtileg og fróð og gaman þangað að koma. Á æskuárum sínum réðst Valdimar í suðurgöngu til Rómar og hefur lýzt því nokkuð í spjalli, er hann flutti á skemmtisamkomu á Skútustöðum skömmu eftir heimkomuna. Þetta spjall mun verða birt í Lesbókinni, en af því tilefni brá ég mér heim á Kálía- strönd til að ra'bba við Valdimar. ÆTT OG UPPRUNI — Hvaðan ertu ættaður, Valdimar? — Faðir minn var Halldór Sigurðsson, ættaður úr Köldukinn og frá Mýrum í Bárðardal, en móðir mín hét Hólmfríður Þorsteinsdóttir frá Miðfirði Þorsteinsson- ar hins ríka á Bakka á Langanesströnd. — Og frá honum hefur þú þá auðsæld ina? — Það hlýtur að vera. — Þorsteinn þessi var alinn upp við hrepp. Og þótt allt væri að drepast í eymd og vesal- dómi, náði hann samt í 20 jarðir og margt stórbýli. Það má nærri geta, hvort ég gat ekki náð í eitthvað líka, ef ég hefði ekki bjástrað við búskapinn. Og Valdimar hlær við. — En þú átt nú töluvert í kistuhandr- aðanum samt? — Nei, ég á ekki neitt. — Kálfaströndin mundi nú leggja sig á eitthvað? — Já, ég get náttúrulega selt Kálfa- ströndina á mikið. Þýzkur maður sagði, að hvergi væri meiri fegurð en hér, en kannski sums staðar jafnmikil. Þeim hef ur því dottið í hug að reisa hér gistihús og þeir vilja gefa töluvert fyrir hana. — En hefur þú séð fallegri stað en Kálfaströnd? — Engan einasta. En það er kannski hægt að segja jafn fallegan, þegar ég fór yfir Alpafjöll. Þá var að brenna burt þok una í loftinu, er við fórum um Brenni- skarð, og alltaf blasti við nýtt og nýtt umhverfi. Þetta var að vori til og sú skemmtilegasta dagstund, sem ég hef lif- að. Það var helli-hellisólskin og heið- skírt. TIL RÓMAR AÐ GAMNI SÍNU — Hvers vegna fórstu til Rómar? — Bara að gamni mínu. Að sjá mig um í veröldinni. Ég lít svo á, að það sé ekki einskis virði að sjá það, sem feg- urst er og merkilegast á þessari jörð, 'eins og vafalaust er um Róm og það umhverfi, sem þar er. Ég labbaði t.d. um rústirnar með Davíð Stefánssyni og Ríkharði Jónssyni, og við vorum þar mikinn hluta úr degi og skoðuðum allt það gamla, sem þar er að sjá og er allt óskaplega merkilegt. — Heldurðu, að andar hafi verið þar á sveimi. — Vafalaust, en ég er ekki skyggn og sá þé ekki. En þar sem svo margt hefur gerzt eins og á Colosseum, varir það Valdimar Ilalllclórsson á þrítugsaldri. margtar aldir, sem þær verur eru á sveimi, sem þar hafa háð sitt stríð. Það eru náttúrulega 20 aldir, síðan þarna gekk mest á. — Og hann hlær við. — En ég geri ráð fyrir þessu, að Hafsteinn Björnsson og þeir, sem eitt- hvað sjá, yrðu varir við þá. Enda hefur hann sagt það. — Ríkharður og Davíð hafa verið ómetanlegir ferðanautar? — Þeir voru afbragðs félagar og höfðu farið þarna um áður, svo að við Tryggvi Sveinbjörnsson, sem með mér var, nutum ferðarinnar enn batur fyrir þa sök. V;/ fórúm m.a. efst upp í turninn á Béturskirkjunni og skrifuðum þar nöfnin okkar. Já, þeir voru mjög kátir og skemmtilegir á allan hátt, nema hvað Davíð var dæmalaus með það að láta aldrei heyrast eina einustu vísu eftir sig. — Þú hefur nú getað bætt úr því? — Ég hef aldrei verið hraðkvæður, en einstaka sinnum þó sett saman visu: Mörgu þarf að gefa gát, glettin brotnar alda. Ég er oftast einn á bát yfir djúpið kalda. KOM EIN ANZI FALLEG UPP í FANGIÐ Á MÉR •— Þú komst við í París á leiðinni? — Já, og skemmtilegt var að sjá fólk- ið við göturnar, þar sem það situr og drekkur fyrir framan húsin og nýtur alls hins bezta, sem til er í veröldinni. Hvergi er eins glæsilegt um að litast, hvar sem maður kemur. Ég get sagt þér frá einu merkilegu, sem fyrir mig kom. Ég fór með neðan- jarðarlest og þar var svo þröngt, að allir stóðu þétt hver við annan eins og saltað væri í tunnu. Ég var svo heppinn, að það kom ein, anzi falleg, upp í fangið á mér. Það var allt í lagi, — nema hvað ég þurfti að fara fljótlega úr lestinni aftur. — Og hvemig kunni hún því? — Hún ætlaði helzt að berja mig, þeg ar ég fór. Hún vildi ekki s-leppa mér. Og ég sá eftir henni líka, þótt kynnin væru stutt. TÓK TIL FÓTANNA — Lentirðu í nokkru ævintýri öðru? — Nei, en það er hægt. 1 Kaupmanna- höfn var ég einu sinni á gangi eftir hlið- argötu og það var niðamyrkur. Klukkan var langt gengin tólf, en ég hafði farið þarna inn til að taka af mér talsverðan krók. Ég varð brátt var við, að maður læddist á eftir mér. Ég heyrði í honum og sá um leið, að hann ætlaði að reyna að ná mér, en leizt ekki á hann. Hann átti skammt í mig. Á þeim árum var ég fljótur að hlaupa, þó stuttur væri, og tók bara sprettinn. Mig langaði ekkert að kynnast honum frekar. Hann var lurk ur stór og ljótur vel. Öðru sinni var ég staddur í Leith, er maður réðst á mig. Ég bara sló til hans og losaði mig þannig og tók síðan til fótanna. Það getur verið varasamt fyrir einsamla að vera svona á ferð. Það eru nógir óþokkar til. ALLTAF EITTHVERT ÓLÁNIÐ — Ég gleymdi að spyrja þig áðan, Valdimar, en hvenær fórstu utan? _ — Með Gullfossi haustið 1920. Ég fór þá á hesti til Akureyrar og hafði annan undir koffortið. — Hafðirðu mikið með þér? — Ákaflega lítið. Tvennan fatnað og smávegis af nærklæðum. Ég keypti nær allt, sem ég þurfti. Sá, að það var miklu þægilegra en að draslast með allt með sér. Héðan fór ég til Gautaborgar og var þar í fjóra daga, en síðan var ég í mán- uð í Kaupmannahöfn. Þaðan fór ég út á land og dvaldist í níu vikur á Langa- landi og skoðaði danskan búsmala. Ég vann þar að ýmsu en mest við að þreskja. Svo þegar tók að rökkva ók ég heima- sætunum á hestakerrum eitthvað út í Framhald á bls. 6. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.