Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 14
lendi í athafnaleysi, sem öllum leiðist þegar til lengdar lætur. Að sitja eftir með eydda krafta og verða þó að halda áfram að lifa tízkunni — án þess að sjá verklegar minningar, nema þreytt andlit í spegli — eða er það ekki vana- legt að fara beina leið frá speglinum til þess að reyna eitthvað á sig, til þess að fá fjörið og lífsgleðina í líkamann aftur — eða sofa vel út, ef þess þarf? egar það sannast, að það er of seint að gera grín af því, sem er grín- ið sjálft, af því að það sé sama sem að henda grjóti — þá hætta menn að skopast að brotnum gluggum í nýju húsi fortíðarinnar — einungis er hægt að nota það fyrir mælikvarða fyrir því, sem ekki má gera. Sagan um kross- festinguna er einmitt prentuð til þess að vara okkur við, að gera ekki það sama við okkar samborgara, en reyna að finna viðhorf í nýtízkumálefni, svo ekki þurfi að krossfesta né henda grjóti. Það sem er meinlaust í stíl og hvers- dagslífi, þarf ekki að vera gagnslaust, þótt til sé merkilegt máltæki, þar um, sem trúað er á — en að betra sé illt að gera en ekkert, er auðsjáanlega aðal- atriði á byltingartímum, því það sem eru venjur, og allir hafa komið sér saman um, er heilagt, hvað svo sem það er — af því og þess vegna myndast öll mót- staða fyrir nýjum hlutum, sem eru óal- gengir — sem álitnir eru óþarfir. Af því skapast byltingar, af því hinn fyrir- sjáanlegi helgidómur ekki vill viður- kerina þann aðkomandi helgidóm, þá er barizt um andstæða helgidóma — að fyrirbyggja þær byltingar, er takmark áframhaldsins mikla — að koma með húgsjónir og taka á móti hugsjónum í staðinn fyrir að rifa niður og henda grjóti, í staðinn fyrir ótímabært grín — af því annað á þá við. Það er sagt, að þegar einhverjum leiðist — hafi sú ást flúið, sem þeirri mannveru var úthlutuð á einhverja ólíklega staði, og þá sé betur farið en heima setið, til þess að leita hennar — þá fari listamannssálin á nýja staði, í ný umhverfi, til þess að umgangast nýjar og óþekktar mannverur — svo mikið er víst, að margt týnist, sem verður að leita að, og þó það finnist ekki alltaf það sama sem týnist, þá finnst oft eitthvað annað í leitinni, sem vert er að eignast, og stundum miklu betra en það, sem týndist. Einu sinni þegar einn smiður ætlaði að biðja guð afsökunar á, að hann hefði haft áhrif á verk mannanna, þá varð náttúran fyrri til og var búin að gefa honum margar merkilegar hugmyndir, áður en hann var búinn að bera fram afsökunina. Merki- legasta hugmyndin var að byggja höll eða musteri inná Öskjuhlíð. Átti að þekja musterishliðarnar spegilhellum, svo norðurljósin gætu nálgazt fætur mannanna — átti að skreyta þakið krist- öllum allavega litum, og ljóskastari átti að vera efst á mæninum, sem lýsti út um alla geima. Húsið sjálft átti að svara birtu dagsins og táknum nætur- innar. Hélt smiðurinn, að þetta mundi auka á skraut jarðarinnar og birtu himnanna, á öllum holtum og melum átti að byggja musteri og hallargarða úr grjóti, handa nýrri tízku og útlæg- um öndum fortíðarinnar. (Úr „Grjót“, 1930). ÚTTEKT Á STAÐ Framh. af bls. 9 Og nú eru fardagar löngu liðnir. Vor þessa árs að baki og sumarið, þetta bless- aða bjarta sumar, næstum líka á enda runnið. Haustgrá ský hafa hellt þungum regnskúrum síðsumarsins yfir úfin hraunin kringum Grindavík, og puntur- irin í túninu á Stað hefur tekið á sig fölan lit sinunnar. Það var enginn bóndi á Stað í vor. Jörðin var leigð ungum Grindvíkingi, sem stundar fjárbúskap með fiskvinn- unni og íbúðarhúsið tóku Reykvíking- ar á leigu — skrifstofumenn, sem ætla ao fara þangað til að fá sér ferskt loft í lungun þegar kontórvinnunni er lok- ið. Og eins og myndin ber með sér, er þetta myndarlegt hús, með fannhvíta veggi og fagurrautt, nýmálað þak, því að félagarnir í Lions-klúbbnum í Grinda- vík tóku sig til og máluðu það eitt kvöld í sumar eftir vinnutíma. Það var drengi- lega gert í virðingarskyni við hinn helga reit og af ræktarsemi við Staðinn, sem var prestssetur Grindavíkur um alúa- raðir. G. Br. Símaviðtal Framhald af bls. 7 mikið og hér utan heimalands síns, Hollands. Annars eru ýms- ir léttari drykkir sífellt að verða vinsælli, svo sem Du- ■bonnet hjá kvenfólki, enda er það léttur og skemmtilegur drykkur, og Campari hjá báð- um kynjum. — Hvað velur þú handa sjálf um þér? — Ef ég er t.d. að fara í leik- hús, þá fae ég mér gjarnan ein- faldan skota og sódavatn, en býð frúnni upp á Dubonnet. — Hvaða tegund af skota? — Það er leyndarmál. — Getur þetta starf ekki ver- ið hættulega freistandi? — Jú, fyrir suma. Ég smakka vín, en í hófi. Við barþjónarnir erum háðir sömu skilyrðum og t.d. bílstjórar og skipstjórar: við megum ekki drekka í vinnu skv. lagaboði. Eftir klukkan eitt á nóttunni finnst mér of seint að bragða áfengi, svo að ég fer beint heim. — Eru gestirnir ekki mis- munandi skemmtilegir? — Jú. Það er gaman að vinna fyrir skemmtilega gesti, en leiðinlegt að eiga við drukkna menn. Þá reynir mað- ur að „lempa“ út með góðu. Vín á hvorki að sjást á manni, þegar hann kemur inn, né þeg- ar hann fer út. — Nokkuð annars í fréttum úr starfinu? — Helzt það, að næsta vor verður haldið hér norrænt bar- þjónamót, og verður m.a. kokk- teilblöndunarkeppni í sam- bandi við það. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 33. tbl. 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.