Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 8
Lttekt á Stað Gervallt segir f jær og nær: sjáið sigur lífsins. b * etta gæti veri'ð bæði lag og texti I söng þessa dags, fyrsta fardags vorsins 1965, —þriðja júní. Vor og sól og sigur- öfl gróandans hvarvetna að taka völd- in á landinu okkar kalda, sem ljómar í gullnum geislum morgunsins, er „gló- faxið steypist um haga og tún“. „Sjá — lífið hefur dauðann deytt“. En þótt undarlegt sé, er það samt svo, þegar maður er staddur hér, á hinu gamla prestssetri, Stað í Grindavík, þenn an vormorgun, þá finnst manni það vera öauðinn, sem hafi svo óeðlilega mikil völd mitt í ríki lífsins og ljóss- ins, því að þessi bær er nú af öllum yfirgefinn nema hinum framliðnu. Kirkjan er löngu ofan tekin og reist á öðrum stað. Presturinn er fluttur burtu fyrir mörgum áratugum. Bóndinn er dáinn og enginn kominn til áð taka við jörð og búi. En kirkjugarðurinn er enn í notkun. Og þegar dauðinn hefur barið að dyr- um á einhverju heimili í söfnuði Grind- víkin.ga, og hinn iátni hefur verið kvaddur í kirkjunni austur í Járnger’ð- arstaðahverfi, þá er kistunni ekið um klungróttan hraunveginn út að Stað, þar sem grafreiturinn biður og sendin mold Suðurnesja tekur hana í sinn opna faðm. — O — A etta er fallegur kirkjugaiður, vel girtur og vel hirtur svo sem sæmir þessu efnaða myndarplássi — Grinda- vík. Vestan til í honum miðjum — trú- lega á þeim stað þar sem kirkjan stóð — hefur verið reistur klukkuturn. Hann Ijómar rauður og hvítur í sól morgunsins. Niður úr honum hangir klukkustrengurinn. — Nei, það er bezt að taka ekki í hann. Það væri synd gegn heilögum anda vorsins og lífsins að rjúfa kyrrð þessa dags með lík- hringingu. Það yrði næsta hjáróma fcljómur í þeirri symfoníu gléðinnar og gróskunnar, sem maður finnur að fyllir loftið. En skaðlaust er nú að skoða þessa líkaböng Grindvíkinga. Skyidi þetta vera einhver forngripur? Eða skyldi hún bara vera skipklukka úr einhverju strandinu? Jú, ekki ber á öðru. Klukkan hefur þessa áletrun: — S.S. Anlaby — — 1898 — — Hull — Kemur heim. Hún er úr brezkum tog- ara, sem strandaði hér við svokallaða Jónsbásarkletta í ársbyrjun 1902. Frá því segir Guðsteinn hreppstjóri Einars- son í bókinni „Frá Suðurnesjum“, á þessa leið: „Þetta strand mátti heita nokkuð sogulegt. Skipið hét Anlaby, og skip- stjórinn á því var einn rómaðasti land- helgisbrjótur, sem verið hefir hér við land fyrr og síðar á enskum togurum, og er þá nokkuð mikið sagt. En hann var með togara þann, er rétt um alda- mótin varð þremur mönnum að bana vesíur á Dýrafirði. Hannes Hafstein, þá- verandi sýslumaður, fór um borð í tog- aranii, sem var að veiðum uppi í land- steinum. Var grunur á, að sleppt hefði verið vír úr tolla á togaranum, sem hefði hvoift bátnum. Ekki hafði verið sýnd tilraun frá togaranum að bjarga mönn- um þeim, sem voru að hrekjast í sjón- um, svo hér hefir verið um verulegan þrjót að ræða. Ekki var hann tekinn þarna, en kæra hafði verið send út af Eftir séra Gisla Brynjólfsson „Fjörunnar flak . . . . Prestssetrið Staður í Grindavík verknaði þessum til hinna döns-ku yfir- valda í Kaupmannahöfn. En sennilega hefði það ekki komið að miklu gagni, ef þessi sami skipstjóri hefði ekki svo víða komi'ð við, en hann var tekinn í iandhelgi við Jótlandsstrendur ekki 'iöngu seinna, og fyrir þá tilviljun mun hann hafa fengið dóm fyrir þennan verknað sinn í Dýrafirði. Sagt var, að hann hefði verið dæmdur í tveggja ára íangeJsi og verið í sinni fyrstu för hing- að til landsins eftir að hafa tekið út sína fangelsisvist. O kipstjóri þessi hafði heitið Carl Nilson og veríð kallaður Sænski Carl. Það voru og sagnir um, að hann hefði veiið búinn að heita því að velgja ís- lendingum undir uggum, þegar hann kæmi þar á miðin aftur, en hváð sem því liður, var það staðreynd, að þarna l Jónsbásarklettum átti þessi þjarkur sitt siðasta uppgjör við tilveruna. Svo sem oft vill ver'ða í sambandi við voveifleg slys, varð nokkuð til af draum um og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur írú Heigu Ketilsdóttur, konu séra Bryn- jólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíð- ar, áður en strandi'ð varð, og hún sagt hann þá strax. Draumurinn var á þá leið. að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala vi'ð hana. Hún fór fram og þarna stóðu, að hún héit, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp- er- indið, og var það að fá hjá henni gist- ingu. Eitthvað leizt henni Vla á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist und- an því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá ieið, að þeir yrðu að fá gistingu á Stað. Þá þóttist hún segja, aö hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um þau, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandi’ð, því Einar Jónsson, hrepp- stjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna. TJr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar ril á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin, var leitað eftir öll- um merkjum, tattoveringu, hringum og öllu, sem sérkenndi og var það gert samkvæmt bei'ðni. Þegar sjö lík voru rekin og búið að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morguns, að maður kom til Einars hrepp stjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjá'ði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Draumurinn var þannig, að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, a'ð hann vilji fá aftur það, sem tekið hafi verið frá sér, og að hann sé norð- ast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræ'ða, en setti draum- inn þó í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, þvi einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum áð norðanverðu, og var hann lát'nn á það aftur. Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu verið merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skip- stjórinn sjálfur, Carl Nilson“. Við látum þessa fróðlegu og skilmerki legu Hásögn hins kunnuga manns nægja um hinztu för Sænska Carls á íslands- nrsið. Vi'ð látum hugsunina um hann ekki tefja okkur frá úttektargerðinni eða draga skugga upp á heiðríkju þessa bjarta dags. Á þessari stund á það ekki við að vera með neinar slíkar umþenk- íngai. Hinn dauði hefur sinn dóm mað sér. — O — Utihúsin hér á Stað eru mjög forn- fáleg og farin að láta á sjá. Hér hafa ekki verið hafðar aðrar skepnur en sauð- fé síðustu árin. Það borgar sig bezt, því að hér er féð létt á fóðrum. Snjór ligg- ur hér aldrei á, svo að alltaf næst til jarðar og aldrei bregzt beit í fjörunni þar sem sjálft Atlantshafið fellur á strönd Reykjanesskaga — og ber þarann upp í stórar hrannir. Ærnar eru á beit á grænu túninu og una sér vel með lömb- um sínum, sem eru farin að verða búst- in, enda þau yngstu nokkurra daga göm- ul. Við göngum í húsin og lítum inn í hvern kofa. Inni í einum þeirra er hvít ær með lambi sínu. Þegar við komum í dyrnar stappar hún dálítið frekjulega niður öðrum framfæti og segir: Menn! Hvað eruð þið að gera hér? Þið vilduð ekki búa á þessum Stað og skilduð okk- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.