Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 7
SÍMAVIÐTALID Eirts og þyrstir hestar" // 17758. ---Naust, góðan dag. — Er Símon Sigurjónsson á foarnum við? — Augnablik......... Símon hér. — Góðan dag, Símon, þetta er Ihjá Lesbók Morgurublaðsins. Er ekki lýjandi að standa innan við Ibar'borðið langt fram á kvöld? — Það getur reynt bæði á taugarnar og skapið, og stund- um get ég fengið ofsalegan vinnuleiða. En það er um að gera að láta það ekki sjást, held ur vera alltaf brosandi. Bar- Iþjónninn þarf að standa við ekenkinn allan daginn og fram á nótt, svo að það er hægt að veija sér auðveldara starf í lífinu. — Af hverju þá að fara út í það? — Þetta er nú einu sinni starf fyrir mig. Ég hef alltaf haft áhuga á því, og það getur auðvitað komið fyrir alla, í hvaða starfi sem er, að fá stund um vinnuleiða. Yfirleitt er þetta starf mjög skemmtilegt, en því miður er svokölluð bar- menning ekki komin nógu langt hér og annars staðar. Þó er þetta að byrja hjá fólki. Það er til dæmis farið að kunna að meta vín og velja sér vin eftir eigin smekk. Fram að þessu hafa flestir apað hver eftir öðrum. — Spyr fólk ekki stundum, hvað það eigi að drekka í kvöld? — Jú, og þá verður barþjónn inn að reyna að finna út, hvað eigi bezt við þann, sem spyr. — Þetta er semsagt sálfræði- legt starf að öðrum þræði? — Já, enda verða flestir bar- þjónar miklir mannþekkjarar af að umgangast eins margt fólk og þeir gera. — Er mikill mismunur á bar menningu hér og erlendis? — Já, þó að hann fari lík- lega minnkandi. Þar sem engin höft eru, eru drykkjusiðir allt öðru vísi en hér. Hér eru menn í kapphlaupi við tímann, því að þeim finst bartíminn stuttur vegna tímatakmarkana. Þess vegna dæla menn ofan í sig miklu magni á stuttum tíma. Það er eins og þyrstir hestar séu að brynna sjálfum sér í vatnsþró. Annars finn ég mik- inn mun á ástandinu nú og því sem var fyrir svo sem tíu ár- um. Þá gilti sú regla hjá flest- um, að menn yrðu að koma sem mestu áfengismagni niður á sem stytztum tíma. Menn pönt- uðu ekki minna en tvöfaldan, og mjög margir létu sér ekki nægja minna en þrefaldan sjúss. Nú er meira úrval vína á boðstólum, og fólk er 'farið að þekkja tegundirnar betur og meta þær. Áður vildu menn bara sterka drykki, en þetta hefur breytzt. Ungt fólk drekk- ur heldur ekki eins illa og áð- ur; með meira frjálsræði og menntun kemur það betur og frjálsmannlegar fram; Því má skjóta hér inn, að menn verða ekki endilega að drekka áfenga drykki, þótt þeir komi í vín- stúku. Við höfum líka óáfenga drykki á boðstólum. Áður fyrr var brennivín langalgengasti drykkurinn, en nú er ástandið allt annað. Menn biðja um fleiri tegundir og láta blanda þær aimennilega. — Verðið þið ekki vitni að ýmsu í starfinu? — Við heyrum allt, sjáum allt og vitum allt, en segjum ekki neitt. Við komumst ekki hjá því að heyra margt, en við látum ekkert frá okkur til ann- arra. Það væri lélegur bar- þjónn, ef hann léti sögurnar ganga. Barþjóninum á að vera treystandi fyrir öllu. Annars á bar að vera þannig, að þar mæli fólk sér mót, hittist, tali saman og kynnist. Menn eiga ekki að koma þangað til þess að sitja og þjóra lon og don. Þetta á að vera staður, þar sem vinir og vinkonur hittast í þægilegu umhverfi og andrúmslofti til þess að tala saman. Það er líka mikið að aukast, að menn, sem eiga viðskipti saman, komi og fái sér saman í glas fyrir kvöld- matinn. En um helgar breytist allt. Þá fyllist allt af alls konar fólki. Svo vil ég nota tækifærið til að benda fólki á að íhuga mál sitt, áður en það pantar sér drykk; reyna að velja sér drykk við hæfi. Barþjónninn er til þess að laga drykki og blanda eftir smekk hvers og eins. Hér panta menn allt of oft eins og næsti maður við hlið ina. Nú er genever algengasti drykkurinn, og mun hann óvíða eða hvergi seldur eins Framh. á bls. 14 NÝJAR PLÖTUR. Fyrir fá- einum dögum komu ihargar nýjar plötur í Fálkann og er þar fyrst að minnast á lögin „Im Gonna Love You“ og „All I Really Want to Do“ með söngkonunni Chér, sem er betri helmingur þeirra Sonny og Chér. Fyrra lagið er eftir eiginmanninn, Sonny, og er bráðskemmti- legt. Síðara lagið er eftir fé- laga þeirra, Bob Dylan, ágætt lag. Chér gerir báðum lögunum góð skil og hafa plötur þeirra Sonny og Chér náð mikilli sölu hér þó um nýfrægt fólk sé að ræða, en við íslendingar erum reynd- ar nýjungagjarnir, að maður tali nú ékki um ungu kyn- slóðiria. Þá er það plata með hin- um ensku „Hollies". Þeir eru með lögin „Look Through Any Windo'w", sem er sér- lega skemmtilegt í meðferð þeirra. Þessir ungu piltar eru komnir í röð vinsælustu hljómsveita Englands. Síð- ara lagið heitir ,,So Lonely“, nokkuð drungalegt, en því gerð góð skil eins og hinu. „Hollies“ áttu nokkur lög á miðju sumri, sem metsölu náðu, og bendir allt til þess að hljómsveit þessi eigi eftir að láta margar fleiri góðar plötur frá sér fara á næstu mánuðum. Síðan er það Barry Mc Guire með hið umdeilda lag sitt „Eve of Destruction". Þetta er ádeiluljóð og var það bannað í nokkrum út- varpsstöðvum í Bandaríkjun um, en dugði ekki til; lagið komst í efsta sæti á metsölu listanum i USA ekki alls fyr ir löngu. Barry McGuire söng áður með hinum skemmtilega flokki „The New Christy Minstrels", og muna væntanlega einhverjir eftir hinni hásu rödd hans þaðan. Hitt lagið hans á þess ari plötu heitir „What Exact ly Is the Matter“, nokkuð gott lag. Nýja LP-platan (tólf laga plata) með „The Rolling Stones“ er nýkomin í Fálk- ann. Þar er m.a. metsölulag- ið þeirra af tveggja laga plötu, „Satisfaction". Þetta er sennilega bezta LP-platan, ■ sem fimmmenningarnir hafa gert. Lögin vel valin og und- irleikur og söngur til fyrír- myndar (í þessum stíl). Og þeir félagar létu hafa það eftir sér á prenti fyrir stuttu, að „Satisfaction“ væri senni lega það bezta, sem þeir hefðu nokkru sinni gert á hljómplötu. essg. 33. tbl. 1966. ■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.