Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1965, Blaðsíða 10
'E SNORED ALL7HE TMdE I WAS TALKINV-blO'ÆR *EAR 'IM,PET]’ I DID THAT — 'E VMOKE AíE UP. NOW WHAT 'AVE I SAID? 1) Hann braut allan tímann sem ég var að tala. Heyrðirðu það elskan! 2) Svo sannarlega. Hann vakti mig. 3) Hvað hef ég nú sagt? SIGGI SIXPENSARI Ævisögur og bréf Close to the Wind. The Early Memoirs of Admiral Sir William Creswell. Edited by Paul Thomp- son. Heinemann 1965. 36/—. Sjóferðasögur hafa löngum ver- íð vinsæl Iesning. Hér eru skráð- ar minningar sægarps sem gekk í fiotann þrettán ára og lauk þar ferli sínum sem aðmíráll. Þetta gerðist 1866, þá voru seglin álitin heppilegri en gufuvélin og því not uð á flota Hennar Hátignar. Höf- undurinn kynnist flotalífinu, sem hafði litlum breytingum tekið frá þvi á dögum Nelsons. Hann sigldi um öll heimsins höf og lenti í kasti við sjóreyfara og þrælasala undan ströndum Zanzíbar og víð- ar. Hann hvarf úr flotanum tutt- ugu og sex ára, sökum fátæktar og flutti til Ástralíu. Gullið kom ekki fljúgandi til hans og hann lét tilleiðast að ganga aftur í flot ann og 1905 var hann orðinn yfir maður ástralska flotans. Hann hóf að skrifa þessar minningar sínar 1919 og lauk þeim tveimur árum íyrir dauða sinn 1933. Handritið var varðveitt í bankahólfi þar til nú að það er préntað í fyrsta sinn. Bókin gefur góða mynd af þessum liðnu tímum og lýsir veröld, sem ekki var gjörþekkt og kortlögð. The unpublished Correspondence of Madame de Staél and the Duke of Wellington. Ed. Victor de Pange. Translated by Harold Kurtz. Cassel 1965. 25/—. 1 ár eru eitt hundrað og fimm- tíu ár frá sigri bandamanna yfir herjum Napóleons við Waterloo. í tilefni þessa hafa komið út nokkur rit um þann mann, sem af mörum er talinn vera sigur- vegarinn, þ.e. Wellington. Þetta bréfasafn er gefið út af afkom- anda madame de Staél, Victor de Pange greifa, sem ritar ágætar skýringar með bréfunum sem gera ritið nökkurs konar Frakk- landssögu tveggja ára timabils eftir Vinarfundinn. Wellington ætlaði herjum bandamanna að dvelja í Frakklandi allt til þess að skaðabótakröfurnar, sem Frakkar skyldu greiða væru lukt- ar og einnig vildi hann uppræta áhrif frönsku byltingarinnar og færa allt til þess forms, sem ríkti fyrir 1789. Slík ætlan virðist nú fjarstæðukennd og það kom að því að Wellington hneigðist sjálf- ur að skoðunum madame de Staél um ýmis málefni og árj eftir dauða hennar 1817 varð hann hvatamaður þess að herir banda- manna hyrfu af franskri grund. Bréfin gefa góða mynd af hugsun arhætti frúarinnar og hertogans og pólitísku andrúmlofti þessara tíma. Þessi bréf hafa ekki birzt áður eins og segir í titli bókarinn ar. Bókmenntir Gedichte. Charles Olson. Aus dem Amerikanischen úbertragen und mit einem Nachwort verse- hen von Klaus Reichert. Suhr- kamp Verlag 1965. DM 3.— Þetta bandaríska skáld fæddist 1910, stundaði nám við ýmsa bandaríska háskóla og lagði eink- um stund á bókmenntir og forn- leifafræði. Hann kenndi enskar bókmenntir við Harvard 1936-39, og starfaði við Black Mountain College 1951-56. Þar gaf hann út ásamt öðrum Black Mountain Review,' en um það sameinuðust mörg nútímaskáld bandarísk. Olson hefur birt mörg kvæða sinna í tímaritum. Fyrsta bók hans kom út 1947, sem fjallaði um Melville, Mayan Letters kom 1953 og fyrsta Ijóðabók hans birt- ist 1960, og heitir The Distances. Það má marka áhrif fórnminja- rannsókna í kvæðum hans sum- um. Hann stundaði rannsóknir á fornminjum "lndíána, yfirgefnum byggðum þeirra, og sú reynsla varð honum tilefni frjósamra íhugána. Nú býr hann í fæðingar- bæ sínum Gloucester Og vinnur að „Maximus“-kvæðunum. Höf- undur þessi á aðdáendahóp í Þýzkalandi og þar er hann ekki síður lesinn en í Bandaríkjunum. í þessari bók er nokkurt magn Ijóða hans þýtt og auk þess fylgja skýringar. Klaus Reichert ritar eftirmála. Áhrif þessa skálds á nú tíma bandarískan skáldskap eru mikil. Ferðasögur Travellers in Ethiopia. Edited by Richard Pankhurst. Oxford Uni- versity Press 1965. 6/— Abbyssinía hefur undanfarin tvö þúsund ár verið í meiri og minni tengslum við vestræna byggð. Grískir kaupmenn verzl- uðu við þjóðirnar sem byggðu þetta land. Grískra áhrifa gætir í myntsláttu furstanna í Aksum og um 330 taka íbúarnir kristni. Kristin áhrif berast þangað með sýrlenzkum kaupmönnum. Á mið- öldum vakti þetta land, löngum í hug manna þá kallað land Jóns prests, en sá Jón var talinn voldugur þjóðhöfðingi og vel kristinn. Konungsættin í Abbys- siníu rekur ætt síná til Salómons konungs og drottningarinnar af Saba og áhugi þarlendra manna á sambandi við Evrópuþjóðirnar var ekki minni en þeirra á Abb- yssiníu. Pílagrímat héldu frá þessu fjarlæga Afríkuríki til Jerúsalem og allt til Rómar. Portúgalskir og ítalskir kaup- ménn og ferðalangar hafa við- skipti við þarlenda. Jesúítar koma sér þar upp stöðvum á sex- tándu öld. Viðskipti taka svo að aukast að mun þegar kemur fram á 19. öldina. Abbyssinía er eina ríkið í Afríku, sem stenzt árásir Evrópumanna. ítalir bíða hinn herfilegasta ósigur 1898 við Ad- owa. Þessi bók spannar með nokkr- um hætti tvö þúsund ára sögu, hér eru sagðar ferðasögur ýmissa ferðalanga sem heimsóttu þetta fjarlæga land á þessu langa tíma- bili. Þetta er skemmtilegt kver og fylgir skrá yfir ferðalangana, athugagreinar og myndir. Út- gefandi lætur frásagnarmáta höf- unda haldast öbreyttan svo andr rúmsloft liðinna tíma glatist ekki. 10 LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR GÓÐVIÐRISDAGAR hafa verið margir undanfarið og tækifæri hafa gefizt til að virða fyrir sér velferð og velmegun borgarinn- ar, enda hefir hún allvíða notið snyrtingar á liðnu sumri. Eitt sinn þegar ég stóð á nýsteyptri gangstétt og beið eftir vagni, bar þar að tvo unga borgara, og munu þeir hljóta kosningar- rétt eftir svo sem einn áratug. Tóku þeir upp úr vasa sínum peninga til að hafa handbært fargjaldið, en um leið lét annar tvo fimmeyringa detta á nýsteypta stéttina. Þá sparkaði hann þeim aftur undan sér, líkt og ungkálfur sparkar skít úr klauf- um sér á vordegi, þegar honum er hleypt út. Aurarnir lentu í rusli milli stéttar og girðingar og hurfu sjónum. Þá spurði ég borgarann af hverju hann færi svona með aurana. Hann sagði að fyrir fimmeyringa fengist aldrei neitt í búðum. Þá bjó ég til getraun fyrir drengina: Ef það kostar fjörutíu og sjö aura að smíða einn fimmeyring, hvað kostar þá að smíða tvo? Þeir sýndu þann áhuga að reyna við þrautina, en gáfust upp. Þegar ég sagði þeim lausnina, settu þeir upp vantrúar- svip. Þá spurði ég hvort þeir vissu hvaðan kæmi fé til gatna- gerðar og aurasmíða, en ekki vissu þeir það. Þá tókum við að ræða um skatta, og nú fylgdust þeir með, því um þá höfðu þeir oft heyrt talað heima. Og þegar þeir skildu að skattar for- eldra þeirra og annarra manna voru notaðir til þessara fram- kvæmda og annarra, enn brýnni, rann upp fyrir þeim Ijós: „Þetta er þá allt í Iagi.“ Lengra komust þeir ekki í skilningi á lýðræðislegri meðférð peninga. Sumir fullorðnir menn komast heldur ekki lengra. En æskilegt væri að yfirvöld vor kæmust lengra, helzt svo langt sem að læra að flytja kommu í tuga- broti núgildandi peningakerfis, enda myndi það leiða til betri meðferðar á mörgum hlutum. Andúð drengjanna á aurunum virðist álíka og andúð Cató hins gamla á Karþagóborg. Þessu Cató-kyni fjölgar nú ört með oss. Munurinn er aðeins sá að eyðingarviljinn beinist gegn eig- in þjóðfélagi. Það sem í mínum augum skiptir máli er m.a. að merki íslands er á peningunum og núverandi háttarlag kost- ar þjóðfélagið miklu meira en þau gjaldeyrisverðmæti, sem um er að ræða. Vera má að ungborgarar þessir séu efni í ákvörðunarsmiði (decision makers) framtíðarinnar. Það er nú í tízku meðal sócíalvisindamanna að taka eftir þeirri grein hinnar nýju stéttar. Hún smíðar nýtar og fánýtar ákvarðanir um meðferð á fjármunum almennings. Ef aðrir borga, þá er allt í lagi. Þetta er ekki framandi hugsun í voru landi. Á leiðinni heim vildi ég kaupa mjólk í flöskum. En eng- * in slik mjólk var þá til. Þar með sparkaði Samsalan þrjátíu og sex fimmeyringum í einu lagi, að vísu ekki almanna fé, að- eins minu. Með óþörfum umbúðum — þótt ekki sé vikið að óþarfanum sjálfum — er árlega sparkað aftur á bak andvirði nokkurra stórhýsa, skóla, elliheimila, leikvalla og annarra stór- nauðsynja mannfélagsins. Mitt í allri velmeguninni eru menn of fátækir til að smíða þessar nauðsynjar og stafar það af því að menn verða þrælar ákvörðunarsmiða og eigin vesal- dóms. Hlutfallaskynið (sense of proportions) sljóvgast. Og al- gengasta einkennið er að menn telja allt í lagi, þar sem ekki er allt í lagi. ,,Ekki eru Svíar að setja svona lagað fyrir sig“, segja menn. „Og vér reynum að líkjast þeim.“ Þá er því að svara, miðað við tölur frá sócíalvísindamanni, sem hér var á ferð, að vér höfum á sumum sviðum tvöfalt meiri þörf á opinberu fé en Svíar. Mannfjölgun hjá oss er nálega tvöföld á við það, sem hún er hjá þeim, samkvæmt þessum heimildum. Þegar þeir þurfa að bæta við einni skólastofu, þurfum vér að bæta við tveim. Á sama hátt kennurum, í almennum og æðri skól- um. Þegar þeir áætla eina viðbótareiningu til fæðis og fata handa nýborgurum, þurfum vér að áætla tvær. — Nú er spurn- ing hvort vér getum fengizt við svo flókið dæmi sem að marg- falda með tveimur, eða viljum yfirleitt viðurkenna það. Leið iýðræðisins er ekki sú að svíkjast um að bera byrð- ar með öðrum (hvorki skattabyrðar né aðrar), heldur líta eftir því að vel sé farið með almanna fé, sem er táknmynd hinnar samþjöppuðu áreynsiu borgaranna, eða með orðum Gafborgs: Storknaður sveiti. 33. t)bl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.