Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 9
LESBÓK býður lesendum sín- um að senda í þcnnan þátt lausavísur og stutt ljóð í léttum dúr, — gjörið svo vel að ganga í bæinn. Merkt: „Opið hús“, Lesbók Morgunblaðsins. Gagnrýni Bók þína loks ég lesið hef nú; þó langbezt ég helftinni stolnu kynni er víst hún af ágæti vex ef að þú vildir nú líka stela hinni. Peningar eru mér einskisvert hjóm, alltaf nema buddan sé tóm. Kom ég að Öngulseyri í öreigasult og puð. Þeir fínu við faktorinn tala en faktorinn aðeins við Guð. Heilabrot Ég marggrundað hefi, hvernig mætti það vera mögulegt tekniskt (samt heppn- aðist það) í fornöld án axlabanda að bera berstrípaður sitt fíkjublað. Við matborðið Ég elska blóðmör, bras og súpui ég elska steinbít og steiktar rjúpur og grænmeti bæði súrt og sætt, í stuttu máli: Allt sem er ætt. En ég vil ekki sjá þinn eilífa velling kelling. Grafskrift Und grænni torfu geymist hún í guðsfriði þess er hana skapti sem lærði þá dýrmætu list í júní loksins að halda kjafti. ist sá bær Grímsstaðir. Dró svo holtið neín af bænum og hefir síðan verið kall að Grímsstaðaholt, en Móholts-nafnið féll í gleymsku. S kildinganes átti land „út að Mó- holti“ og úr því lágu svo landamerkin inn að Björnshóli, sem mun hafa verið einn af Skildinganesshólum. Þaðan lágu svo landamerkin beina stefnu í stein norðan í Öskjuhlíð, og þannig varð Seljamýrin mestöll í Skildinganess- landi, en Vatnsmýrin í Reykjavíkur- landi. Þegar sættir komust á um landa- inerkin, lét Reykjavík höggva stafina „L 183'9“ á steininn í Öskjuhlíð, en eig- andi Skildinganess lét setja tvo steina með sömu áletrun á Lamtbhól og Skild- inganesshóla. Þessir landamerkjastein- ar eru nú horfnir, Reykvíkingum til vansa. — Einn þeirra er þó geymdur að Árbæ. Þess má enn geta viðvíkjandi mótak- inu í Reykjavík, að eftir lát Orms sýslumanns Jónssonar 1564 bjuggu tveir synir hans um hríð í Reykjavik, Narfi og Ögmundur. Varð skjótt ósamlyndi milli þeirra og hófst með því, að Narfa þótti bróðir sinn hafa meiri torfskurð í Reykjavíkurlandi óskiptu en góðu hófi •gegndi. Sættust þeir þó von bráðar. En þetta gæti 'bent til þess, að Ögmundur hefði tekið upp mó til að verzla með, eins og síðar varð hér siður. Þegar þorp fer að myndast í Reykja- vík, er þar ekkert eldsneyti nema mór. (Menn urðu því að haga eldamennsku og upphitun eftir því. Er þá komið að því að lýsa í stuttu máli þeim eldfær- um er menn höfðu þá, bæði í timur- húsum og torfbæjum. í eldhúsum voru opnar hlóðir, en í stofum voru veggofnar, svonefndir „bíleggjarar", og seinna komu svo vindofnar. Veggofnarnir voru ferkant- aðir járnkassar ,sem náðu í gegnum vegg inn í eldhúsið. Þar var eldholið og þar voru þeir fylltir af mó, en lítill hiti var af þessum ofnum. Úr þeim var járnpípa inn í reykháfinn og átti hún að greiða móreyknum leið. En enginn eúgur myndaðist í ofninum og logaði því illa í honum. Úr þessu var bætt jneð vindofnunum, sem komu um 1800. Þeir voru svipaðir hinum um stærð og lögun, en á þeim var hurð, er vissi inn í herbergið, er þeir áttu að hita, og á hurðinni var vindspjald og þess vegna var hægt að hafa hæfilegan súg í ofn- inum. V iðeyjarstofa var á sinni tíð lang- merkilegasta íbúðarhús hér á landi. Þar var eldhús með þrennum hlóðum og trektmynduð hvelfing upp af til þess að gleypa reyk og gufu, en upp úr henni var reykháfurinn. Þessi trekt- myndaða hvelfing var svo víð, að þar mátti hengja upp fjögur sauðarkrof til reykingar í einu. í stofunum voru vegg- ofnar, en vegna þess að hörgull var á eldsneyti í Viðey, var ekki lagt í þessa ofna nema í mestu aftökum. Þetta hefir verið stærsta eldhúsið hér um slóðir, en í svipuðum stíl voru eldhús í íbúðarhúsum í Reykjavík. Mátti glöggt sjá þess dæmi í Smiðshúsi þegar það var flutt héðan upp að Árbæ. Þar fundust minjar gömlu hlóðanna og reyksvelgsins þar upp af. Slík eldhús munu hafa verið í öllum ibúðarhúsum kaupmanna og annarra fyrst í stað (timburhúsunum) og í mörgum þeirra hafa verið veggofnar í stofum, en þó ekki í öllum. Þegar Arthur Dillon kom hingað í ágúst 1834, útvegaði Tómas Sæmundsson honum bústað í húsi kaup- manns nokkurs, er fór til Kaupmanna- hafnar til vetrardvalar. En vegna þess að þar voru öll herbergi ofnlaus, varð Dillon að flýja þaðan þegar fór að kólna í veðri, og lenti þá í klúbbnum hjá Siri Ottesen. Kunningskapur þeirra varð til þess, að Dillon reisti sérstakt hús handa henni við Suðurgötu (Dillonshús) og er það hús nú komið að Árbæ. Líklegt er, að þeir kaupmenn, sem ekki höfðu hér vetursetu, hafi ekki haft ofna í hús um sínum, talið þá óþarfa*). Fyrsta stórhýsið í Reykjavík var Tugthúsið (nú Stjórnarráð). Það var lengi í smíðum, en talið er að það muni hafa verið fullgert 1770—71. Það var talið rúmar 42 álnir á lengd og 16 álnir á breidd, og var því skipt eftir endi- löngu með múrvegg. Að austan voru svo í hvorum enda tvö herbergi fyrir glæpamenn, eða 4 klefar, ætlaðir 4 mönnum hver. Milli þeirra voru tvær vinnustofur með tóskaparáhöldum og rúmum fyrir 26 fanga. Vindofn var í hvorri stofu, járnstengur fyrir gluggum, en dyr fram í anddyri. Að vestanverðu var anddyri í miðju húsi, eins og enn er, en í suðurenda eldhús og tvö her- bergi, þar sem ráðsmanni var ætlaður bústaður. f norðurenda var stórt eld- hús og stofa innar af handa fangaverði. Á lofti voru 2 herbergi í hvorum enda, * Ýmsir kaupmenn fluttu inn brenni og elduðu því. og voru talin rúma 12—16 menn. Á miðloftinu voru tveir kvistgluggar út að Lækjartorgi, og þar voru herbergi fyrir 12 fanga. í kverkinni, á efra lofti, var geymsla. Eflaust hafa veggofnar verið í herbergjum ráðsmanns og fanga- varðar, en engir ofnar á loftinu. Þarna var eingöngu brennt mó til suðu og upphitunar, og voru fangarnir sjálfir látnir taka upp móinn suður í Vatns- mýri og koma honum heim. Einn af föngunum hafði svo það starf að bera móinn inn til eldabuskunnar. Vetur- inn 1808 hafði ungur og hraustur maður þetta starf. En hann var morgunsvæf- ur og eldabuskan þóttist fá móinn of seint. Og svo var það einn sunnudags- morgun, að hinn danski fangavörður réðist á fangann og barði hann svo óþyrmilega að hann lézt af því fáum dögum seinna. Jt egar verksmiðjurnar (innrétt- ingarnar) risu hér á árunum 1752-60, treysta en mó. Þeim var það því sér- stakt hagræði að geta fengið nægan mó í Reykjavíkurlandi og þurfa ekki öðrú til að kosta en að taka hann upp og þurka hann. Að vísu þurfti að reisa mógeymslur, en þær þurftu ekki að vera dýrar. Fyrsta móhúsið mun hafa verið reist í Aðalstræti þar sem nú er hús Morgunblaðsins. Það var 12% alin á lengd og 5% alin á breidd, með torf- veggjum og torfþaki. Eldhús var reist hjá Fálkahúsinu og var það nokkuð stórt og hefir mógeymsla verið í því lika. Þriðja móhúsið var reist hjá Tjarnargötu og hefir það verið nær helmingi stærra en móhúsið í Aðal- stræti, og má sjá það á virðingarverði þeirra 1774, því að þá er móhúsið í Aðal- stræti virt á 4 ríkisdali en hitt á 8 ríkis- dali. Af 23 húsum, sem voru á eignaskrá verksmiðjanna 1774, voru sex timbur- hús, en eitt þeirra var geymsluhús. í hinum húsunum fimm var búið. Eitt var íbúðarhús forstjórans og þar hefir bæði verið eldhús og veggofnar, og eins mun hafa verið í Aðalstræti 10, þar sem að- stoðarforstjórinn bjó. En ekki verður um það sagt hvaða eldfæri hafa upphaflega verið í hinum húsunum, Vefarastofunni, Spunastofunni og Lóskerastofunni. Þó haía sennilega verið þar eldhús, því a‘ð þegar húsin voru seld, voru þau þegar tekin til íbúðar. Ekki er getið um nein eldfæri í húsum þeim, sem reist voru handa starfsmönnum. Kaðlarahúsinu er t.d. lýst þannig: íbúðarhús með 4 her- bergjum og forstofu með hurð á hjör- um. Á herbergjunum eru 4 gluggar og þar eru 5 rúm. Skilrúm úr norsku timbri milli herbergjanna en útveggir úr torfi og torfþák yfir. — Hér hafa áreiðanlega ekki verið nein eldfæri og svo mun víðar hafa verið. Samt sem áður hafa verk- smiðjurnar þurft á miklum mó áð halda. s LJ ama arið og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, reis þar eitt stórt hús. Það var Hólavallaskóli, arftaki skól ans í Skálholti. Var aðalhúsið 40 álnir á íengd og rúmar 10 álnir á breidd, og svo gekk út frá þvi hlfðarálma 28 x 6 álnir að stærð. Húsið var að vísu ein- lyft en með gríðarháu þaki, eins og' þá var tít.t. I þessu húsi átti áð hafast við um 40 manns. Var því líklegt að það mundi þurfa mikinn mó til upphitunar, en lítt var um slík þægindi sem upp- hitun hugsað þá. Og ekki verður bet- ur séð en að yfirstjórn skólans háfi þótt það hreinn og beinn óþarfi og bruðl- unarsemi að eyða eldsneyti til þess að hita upp skólahúsið. Þegar á fyrsta ári sendi Sunchenberg kaupmaður reikning um kóstnað víð að taka upp mó handa Framhald á bls. 14 34. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.