Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Qupperneq 10
SIGGI SSJÍPEIÍSAIII — Bíddu, ég ætla að kaupa minjagrip til að fara me'ð heim! — Sumir kaupa eitthvað fyrir konuna sína! Á erlendum bókamarkaði Bókmenntir, The City and the Pillar. Gore Vidal. Heinemann 1965. 21/—. Þetta er endurskoðuð útgáfa bókar, sem kom í fyrstu út 1948 og hlaut þá mjög misjafna dóma, ýmsir engilsaxneskir gagnrýnend- ur fordæmdu bókina, en henni var tekið betur í Evrópu. Menn eins og Thomas Mann og André Gide hældu henni sem ágætu byrjandaverki. Þrátt fyrir eða eí til vill vegna þessara misjöfnu dóma, varð bókin metsölubók bæði í Bandaríkjunum og 1 Evrópu. Þetta er saga kynvillings sem veður í viliu eigin ímyndana um platóníska ást á einum skóla- félaga sinna. Höfundur segist vera að túlka með þessu verki sínu misfarir hugsjónar og raun- veruleika. Bókin ér mjög vel skrifuð og læsileg. Höfundur heí- ur sett saman átta skáldsögur, meðal þeirra sögulega skáldsögu um Júlían keisara, sem kom út i fyrra og fékk mjög góða dóma og varð metsölubók. Auk þess heíur hann samið nokkur leikrit, sem hafa víða verið sýnd. Höf- undur fæddist í West Point í New York ríki, hann tók þátt í styrj- öldinni og eftir stríðið hefur hann fengizt við samansetningu bóka. Strait is the Gate and The Vati- can Cellars. André Gide. Penguin Books 1965. 5/—. André Gide var af gömlum hugenottaættum, hann missti föður sinn ungur og var mjög einmana í æsku. Stundaði nám við mótmælendaskóla í París, hann tók snemma að fást við rit- störf og í fyrra stríði var hann orðinn átrúnaðargoð franskrar æsku sökum byltingakenndra lifsskoðana sinna, sem ollu miklu fjaðrafoki meðal eldri kynslóðar- innar. Hann hlaut Nóbelsverð- launin 1947. „La Porte Étroite" er íyrsta skáldsaga hans, kom út í Frakklandi 1909, auk skáld- sagnanna ritaði hann dagbækur, sem hafa komið út í íjórum bind- um og ná frá 1889—1949. Margir telja fyrri bókina með því bezta sem Gide hefur sett saraan. Steppemvolf. Hermann Hesse. Penguin Books 1965. 5/—. Þetta fræga rit Hesses kom fyrst út 1927 á þýzku, þýtt á ensku 1929 og er nú endurprentað í Penguin. Þetta er saga manns, sem finnst hann ekki eiga heima með mönnum, nema að nokkru leyti. Svo kemur að því að hann hverfur út úr þeirri skel, sem hann hefur hafzt við í, og af- staða hans gagnvart mannkyninu mildast. Þetta rit hefur verið mis- skilið og skilið á margvíslegan hátt og það sýnir einmitt hve víðfeðmt það er og ágætt af sjálfu sér. Nausea. Jean-Paul Sartre. Pengu- in Books 1965. 4/—. Þetta er ný þýðing á ensku á fyrstu skáldsögu Sartres. Þessi bók var skrifuð 1938. Þetta er heimspekileg skáldsaga og síðar hefur höfundur útfært þær kenn- ingar, sem koma fram á síðum þessarar bókar. Þetta er af ýmsum talið til þess bezta, sem Sartre hefur ritað. Höfundurinn er með þeim frægustu höfundum sem nú eru uppi, fyrsta bindi minninga hans kom út í fyrra, og á sama ári neitaði hann að taka við Nóbelsverðlaununum, sem frægt er orðið. Der Leopard. Giuseppe Tomasi di Lampedusa. Deutscher Tas- chenbuch Verlag 1965. DM 3.80. Þessari bók var tekið mætavel þegar hún loks kom út. Höfundur var ítalskur aðalsmaður og setti saman auk þesarar bókar „Die Sirene und andere Erzahlungen" sem er til í dtv. útgáfu. Um þessa bók hefur birzt einn hinn ítar- legasti ritdómur, sem settur hefur verið' saman hérlendis, kom í II. árgangi tímaritsins ,,Jörð“, skrif- aður af öðrum ritstjóranna. Auk þessa hefur bókin komið út á íslenzku hjá Almenna bókafélag- inu. Þessi bók er af ýmsum talin ein bezta skáldsaga aldarinnar. Selected Poems. Quasimodo. Translated with an introduction by Jack Bevan. Penguin Books 1965. 3/6. Salvatore Quasimodo hlaut Nóbelsverðlaunin 1959. Þetta er fyrsta útgáfa ljóða hans á ensku, gefin út í bókaflokki Penguin-út- gáfunnar sem nefnist „Penguin Modern European Poets“. Quasi- modo er gagnkunnugur latnesk- um og grískum bókmenntum, íornum og nýjum. Hann er talinn eitt fremsta skáld ítala. The Concise Camhridge Biblio- graphy of English Literature. Edited by George Watson. 2nd edition. Cambridge University Press 1965. 12/6. Fyrsta útgáfa þessarar bókar kom út 1958, þetta er ný og end- urskoðuð útgáfa. Slík bók sem þessi er öllum nauðsynleg, sem vilja afla sér þekkingar á enskum bókmenntum. Bókin hefst á kafla um handbækur, bókfræðirit, bókmenntasögur, safnrit og úr- völ. Síðan skiptist efnið í sex kafla eftir tímaröð: Fornenska og rit á því máli; ensk rit á ár- unum 1100—1500; endurreisnar- tímabiiið frá 1500—1660; tímabilið frá 1660 fram að rómantík 1800; 19. öldina og loks 20. öldina fram til 1950. Hver kafli hefst á inngangs- þætti, þar sem skráð eru helztu bókfræðirit tímabilsins, bók- menntasögur og almenn rit varð- andi efnið. Síðan koma höfundar tímabilsins í staírófsröð, og einn- ig eru skráð rit um höfundana. Útgefandi bindur sig við brezkar bókmenntir, sleppir bókmenntum Bandaríkjanna og Samveldis- landanna, en gerir þó víða undan- tekningar t.d. James og Eliot. Þessi bók verður ekki nógsam- lega lofuð, hún er handhæg og nákvæm. Höf. skráir fyrstu út- gáfur, vönduðustu útgáfu og loks þá nýjustu sem er á markaðinum. Jóhtmn Hannesson: ÞANKARÚNIR „BIBLÍUNA þarftu að þekkja, drengur minn, og Sókrates". Þessi orð eru mér enn í minni úr gamla barnaskólanum á fátæktaröldinni, en þá voru skólar ekki jafn stórar byggingar og þeir eru á vorum tímum. En þegar komið var út í víða veröld menntanna hér og þar í Evrópu, þá reyndist þessi kenning samt rétt vera. Yor eigin menning verður eigi skilin án Heilagrar ritningar og hátinda hellenskrar fornmenningar. Og sennilegt er að henni verði ekki við haldið án þeirra. A Heilaga ritningu höfum vér nú verið minntir eftirminni- lega með hátíðahöldum og nýútkomnu minningarriti um sögu hinnar helgu bókar meðal vor. Flest börn í landinu hljóta nokkra fræðslu um frumatriði þess boðskapar, sem hún flytur, og virðist þó fræðslan oft fremur veitt af vilja en mætti og samlagast trúnni miður en skyldi. En ekki þarf að kvarta undan kostnaðarverði hinnar ágætu bókar. Og sú bók íslenzk, sem ég hef um Sókrates, kostaði eina krónu tuttugu og fimm aura árið 1925. Alvarlegra mál er hitt að oss skortir ennþá góða námsútgáfu Biblíunnar og einföld hjálpargögn handa alþýðu til að auðvelda mönnum framhaldsnám, þegar Biblíu- sögum sleppir. Þess vegna staðnar kristnikunnátta manna oft á stigi infantílismans, enda eru fáar útvarpsræður presta girni- legar til fróðleiks, þótt fáeinar séu það. Menn taka ekki út eðlilegan vöxt sem kristnir menn; sál þeirra lendir undir ítroðslu annarlegra áhrifa, auglýsinga, kvikmynda og sjónvarps og margs konar framandi léttmetis, sem menn fylla sig á og láta troða inn í sig, unz karakter þeirra eða manngildi verður líkt uppstoppuðum fuglum, sem geta að vísu staðið og iitið vel út, en engan veginn lifað eðlilegu fuglalífi. Sókrates er að vísu ekki trúaratriði, eins og lögmál og fagn- aðarboðskapur Heilagrar ritningar, en margt er í kenningum hans sígilt þekkingaratriði, og persóna hans vekur aðdáun, þar sem samræmi er milli hugsana, orða og verka, allt til dauða, í þeim tilgangi að reisa við eigin þjóð. Að vísu mistókst sú viðreisn, þar sem allur þorri manna kaus að lifa nýtízku- lega; Hugsa eitt, segja annað og gera hið þriðja. Sérfræðingar í menningarsögu halda því fram að Sókrates og sumir snilli- gáfaðir lærisveinar hans, svo sem Platón, hafi lifað lifinu til þess að reisa þjóðina við úr því upplausnarástandi, sem hún var komin í. Svo virðist sem menn hafi ekki þolað „atómu- kenningu" þeirra tíma betur en nútímamenn þola atómu- kenningu vorra tíma. Gegn atómuhyggju Forn-Grikkja settu þeir Sókrates, Platón o. fl. kenningar sinar um sálina, sam- félag manna, ábyrgðina, uppeldismálin, þjóðskipulagið o. fl. Þeir leituðu nýrra leiða og notuðu fornan fróðleik, en umfram allt nýjar aðferðir til að setja mál sitt fram. Svo djúp spor markaði Akademían forna að vísindastofnanir hafa talið sér sæmd í því að kenna sig við hana allar aldir síðan. Sennilega hefði íslendingum nútimans þótt Sókrates hund-leiðiniegur siðapostuli og nöldurseggur. En hann hélt fast við sitt allt til síðustu stundar, dáður af hinum ungu snilling- um, dæmdur af meirihluta borgaranna, hæddur af kómedíu- skáldum, óbugaður í kærleika sínum til ættjarðarinnar og borg- arinnar. Og þótt hann hefði verið „sýknaður“ af ákærunni, þá ætlaði hann ekki að skipta um stefnu. „Nú, nú, ef þér, eins og ég sagði, slepptuð mér með þessu skilyrði, þá myndi ég svara yður: „Aþenumenn góðir, reyndar virði ég yður óg elska, en heldur mun ég samt hlýða guðinum en yður. Og ég mun ekki hætta að leita að vizku, áminna yður og leiða yður á réttan veg, hvern sem ég nú hitti í það og það skipti, meðan ég dreg lífsanda og mér endist fjör og kraftur. Mun ég þá segja líkt og ég er vanur: „Heyrðu, góðurinn minn.þú ert Aþenumaður og átt heima í hinni stærstu borg og nafn- frægustu fyrir vizku og dugnað, skammastu þín ekki, að þú skulir gera þér far um að öðlast sem mest af auðæfum, mann- virðingum og áliti, í stað þess að leggja alla stund á þekkingu, sannleika og betrun sálar þinnar“. Og ef einhver yðar maidar nú í móinn og segist leggja stund á þetta, þá sleppi ég honum ekki þegar í stað, né geng frá honum, heldur spyr ég hann og reyni hann og prófa. Ef ég kemst þá að því að hann er hvorki góður né dugandi, heldur þykist vera það, þá ávíta ég hann fyrir að meta það minnst, sem er mest um vert..“ (bls. 21—22). 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.