Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Qupperneq 12
Huberts Humphreys, en ætt móður hans er norsk, svo og fyrir vitnisburð Helge Ingstads fyrir hlutaðeigandi þing- nefnd, að dagurinn var viðurkenndur að geta orðið yfirlýstur af forsetanum ár- legur minningardagur „með sérstakri (þýðingu og hvöt fyrir hinar tíu milljónir Bandaríkjamanna af norrænum upp- runa“, svo að orðrétt séu tekin upp orð Johnsons forseta í ávarpi hans í fyrra. Þó megum við ekki láta velgengni Leifs Eiríkssonar-hreyfingarinnar blinda okkur fyrir þeirri staðreynd, að við vitum mjög lítið um landafundi nor- rænna manna. Jafnvel hinir nýlegu íundir í Nýfundnalandi hafa enn sem komið er leitt mjög lítið nýtt í ljós. Viðburðirnir, sem sögumar skýra frá, eru enn sveipaðir mikilli hulu. Og þar er versti þröskuldurinn hin einkennilega ósamhljóðan hinna tveggja sagna um Vinland. egar ég athugaði og bar saman þessar tvær sögur fyrir aldarfjórðungi, þótti mér það eftirtektarverðast, að það var rétt eins og þær væru báðar að segja sömu söguna, sína með hvorum hópi aðalpersóna. I Grænlendingasögu voru hetjurnar Grænlendingar, en í Eiríks sögu (sem ég nefndi hinu nafninu henn- ar, Karlsefnis sögu), voru hetjurnar ís- lendingar. I Grænlendingasögu sér land- ið fyrstur Bjarni Herjólfsson, sem settist að í Grænlandi, en rannsókn á Vínlandi er framin af Leifi Eiríkssyni, og síðan eru margar fleiri ferðir farnar af ætt- ingjum Eiriks rauða: Þorvaldi, Þorsteini, Freydísi. Þegar Islendingurinn Karis- efni kemur fram á sviðið, verður í raun- irtni snögg breyting, og öll ferð hans er afgreidd á þremur blaðsíðum. 1 Ei- ríks sögu er Karlsefni sú persóna, sem allt hvílir á. Leifur finnur Ameríku að- eins fyrir tilviljun, og Mnn er sá eini sinna ættmanna, sem þangað fer. Skip- um Karlsefnis fjölgar úr einu í þrjú og liði hans úr 65 í 160. Allir sögulegir viðburðir gerast í hans ferð. Mín álykt- un var sú, að höfundar þessara sagna hafi blátt áfram ekki haft spurnir hvor af annars sögu, en báðir hafi farið eftir munnlegum heimildum. Grænlendinga- saga hafi byggzt á sögusögnum, sem hafi geymzt í Grænlandi um nokkurt skeið, áður en þær komust til íslands, en Eiríks saga hafi verið samin af ætt- ingjum Karlsefnis, sem hafi haft hana beint frá hinum fræga forföður sínum — eina landkönnuðinum, sem komst aftur til íslands. Á grundvelli þessarar tilgátu þóttist ég geta staðið mig við að reyna að koma fram með samræmda útgáfu af sögunni, þar sem ég sleppti nokkrum ótrúlegri hlutum sögunnar og kom fram með eina sögu. Enda þótt síðari fræðimenn hafi þarna ekki farið að dæmi mínu, hef ég séð mér til ánægju, að Gvvyn Jones hefur í nýlegri bók sinni, Sögu Norður-Atlanzhafsins, tekið næstum sömu afstöðu og ég gerði um skyldleika hinna tveggja sagna. Hann er sannfærð- ur um, að „þessar tvær sögur séu samd- ar sjálfstætt og óvitandi hvor um aðra“. Hann segir: „Báðar sögurnar virðast samansettar af eldri og sumpart munn- legum heimildum" (bls. 227). Þegar ég samdi mína bók fyrir 25 árum, var það ríkjandi skoðun meðal norrænna fræði- manna, að Grænlendingasaga stæði að baki Eiríks sögu rauða að sögulegri sannfræði. Þessi kenning hefur verið ríkjandi síðan frumrannsóknir Gustavs Storms prófessors fóru fram 1887. Ég fór eitthvað að bera blak af Grænlend- ingasögu, og benti á, að sumt af meint- um ófullkomleik hennar væri ímyndun ein: til dæmis segir hún ekki, að Tyrkir fóstri Leifs hafi verið drukkinn, eftir að hann fann vinberin, heldur aðeins að hann hafi verið í góðu skapi. Og ég tók eftir sumum augljósum vitleysum í Eiríks sögu, svo sem þessum skozku hlaupagikkjum, Haka og Hekju, sem færðu Leifi vínber í landi þar sem óhugsandi var, að slíkt fyrirfyndist. E n fræðimennirnir eru einkennileg og dásamleg manntegund. 1 dag hefur dmgullinn sveiflazt lengst til hinnar hliðarinnar, svo að fremstu kannendur efnisins hafa algjörlega varpað Eiríks sögu fyrir róða, og telja nú Grænlend- ingasögu það eina, sem mark sé á tak- andi. Þessa þróun má rekja til hinna gagn- gerðu athugana Jóns heitins Jóhannes- sonar prófessors við Háskóla íslands, útgefinna 1956. Rannsóknir hans leiddu tii þeirrar ályktunar, að Grænlendinga saga sé rituð á síðari hluta tólftu aldar, en Eiríks saga væri næstum heilli öld yngri. Hann hélt því fram, að aðeins Grænlendingasaga bæri vott um áreið- anlegar, munnlegar heimildir, og Eiríks saga væri endursamning eftir lærðan mann, sem væri að reyna að samræma ósamhljóða sagnir, sem hann hefði haft til umráða. Þetta er sama sem, að Leifi heppna er steypt af stóli sem finnanda Ameríku, en í staðinn er hann gerður að raunverulegum landkönnuði, sem fór af ásettu ráði til að rannsaka löndin, sem Bjarni Herjólfsson hafði fyrstur manna séð. Það þýðir einnig, að Leifur er sviptur heiðrinum af að vera fyrsti kristni trúboði, sem til Grænlands kem- ur, en Freydís systir hans stendur áfram sem minnismerki um köld kvennaráð, miklu fremur en sem frelsari norrænna manna undan Indíánunum. I nýlegri grein eftir Björn Þorsteinsson eru þessar á yktanir og fleiri dregnar, sem hafa í fór með sér þann dóm, að Eiríks saga „virðist ekki hafa annað inni að halda en ályktanir og uppfinningar lærðs manns“. rátt fyrir allar þær röksemdir, sem fram hafa konúð í umræðum um þetta mál, á ég bágt með að fallast á þessar nýju og mjög svo róttæku kenn- ir.gar, sem könnuðir þessara tveggja sagna hafa komið fram með. Þó ekki væri annað, þætti mér fyrir því að missa af sögu Þórhalls hins heiðna, sem kom til Vínlands til þess eins að upp- götva, að þar var ekkert vín að fá. Hinar þunglyndislegu visur, sem hann kvað við þetta tækifæri, eru merkileg sýnishorn af skáldakvæðum. Annað er það, að landafræðin í Eiríks sögu virðist í betra samræmi við það, sem við vitum um Ameríkuströnd: samkvæmt þessari sögu eru til tvö Vínlönd, eins og Helge Ingstad hefur bent á, annað norðar, við Straumfjörð, sem var kalt og vínberja- l&ust, hitt suðlægara við Hóp, þar sem skilyrðin voru betri og líkari þeim, sem lýst er í Eiríks sögu. Annar eilííðarhnútur, sem hver fræði- mannakynslóð leysir á sinn sérstaka hátt, er spurningin um, hvort fyrri hluti nafnsins Vínland sé kenndur við „vín“, eða hvort hann sé allt annað orð með stuttu sérhljóði, sem þýðir „engi“. Allir gamlir fræðimenn, allt frá Adam frá Brimum til fornsagnanna, hafa verið samtaka um að setja nafnið í samband við vín eða vínvið, en Sven Söderberg kom fyrstur fram með þá hugmynd, árið 1888, að nafnið Vínland þýddi í rauninni „engiland". Þar sem vínber vaxa ekki norðar en á Nova Scotia, þá þýddi þessi brottfelling á víninu sama sem það, að hægt var fyrst og fremst að beina athyglinni að norðlægari svæð- um, svo sem Labrador og Nýfundna- landi. Tanner prófessor hinn finnski (1941) og danski rithöfundurinn Jörgen Melgárd (1961) hafa samþykkt þessa kenningu og Helge Ingstad notaði hana sem leiðarvísi við rannsóknir sínar á Nýfundnalandi. Jafnvel áður en hann hófst nokkuð handa við uppgröft, benti hann á norðurhöfða Nýfundnalands sem líklegasta stað fyrir Vínland. I hinni ágætu bók sinni Landet under Leidar- stjernen (1959) leiddi hann fram ástæð- ur sínar til þess að telja Nýfundnaland vera Vínland. Nú, er hann hefur fundið rústir í Nýfundnalandi, má svo virðast sem þessi kenning hans sé sönnuð að fullu. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' En er hún • það raunverulega? Jafnvel þótt rústirnar, sem fundizt hafa í Nýfundnalandi, sannist vera ósviknar víkingarústir, er enn eftir að sýna fram á, að þær séu eftir þá Leif og Þorfinn Karlsefni, og þær einu, sem þeir hefðu hafzt við í. Samhljóðan heimildanna um vinberin er of sterk til þess að gera það líklegt, að þeir hafi ekki leitað lengra suður en til Nýja Englands. Siglingar- stefnan, miðað við ströndina, sem var frá SV til NA, bendir til stranda Nova Scotia og Nýja Englands. Hinn mjög svo ítarlegi greinarmunur á norðlægu og saðlægu svæði hressir að nokkru við trú okkar á það, að höfundur Eiríks sögu hafi vitað, hvað hann var að gera. Lýs- ingin á Straumfirði og nágrenni hans kemur vel heim við Belle Isle Strait og norðurodda Nýfundnalands. Sagan segir okkur, að veturinn hafi verið kaldur, lítið um matvæli og legið við svelti hjá ir.önnunum. Þetta var greinilega ekki það Vínland, sem þeir höfðu vænzt. Einn hvimleiður, gamall heiðingi, Þór- hallur veiðimaður, segir sagan, vildi sigla norður fyrir Furðustrandir, fram- hjá Kjalarnesi og leita Vínlands í þá átt, en Karlsefni vildi sigla suður með ströndinni, austan hennar, því að betra land virtist vera, því sunnar sem þeir kæmust, og hann taldi ráðlegra að leita tii beggja áttanna. Svo er tilfærð skálda- vísa af vörum Þórhalls, sem fræðimenn telja almennt vera ósvikna. Hún segir okkur mjög nákvæmlega og skemmti- lega, að þarna í landi var ekkert vín og engin vínber að fá: Hafa kvóðu mik meiðar malmlþings, es komk hingat, mér samir láð fyr lýðum lasta, drykk ínn bazta; — Bílds hattar verðr byttu beiði-Týr at reiða; heldr’s svát krýpk at keldu; komat vín á grön mína. Eftir þetta sigldi Karlsefni suður með ströndinni „lengi“, áður en hann kom í vík, kallaða Hóp, þar sem náttúr- an hafði að bjóða m.a. vínberin og villi- hveitið, sem venjulega er nefnt í sam- bandi við Vínland. En þar hitti hann einnig grimma þarlenda menn, sem vörnuðu honum og öðrum norrænum mönnum að ná varanlegri fótfestu í Norður-Ameríku. Ingstad leysir þennan vanda með því að geta þess til, að Vínlöndin hafi verið tvö, annað norðlægara, í Nýfundna landi, en hitt sunnar, í Nýja-Englandi. Þau eru sundurgreind í Eiríks sögu, en slengt saman í Grænlendingasögu, eins og Gwyn Jones hefur bent á. Ef við aðhyllumst ekki þá kenningu, að Ný- fundnaland hafi verið Vínland, en telj- um það sama sem Straumfjörð, þurfum við ekki að viðurkenna hina mjög svo hæpnu orðskýringu, að Vínland sé kennt við vin, þ. e. engi. Það hefði verið í hæsta máta furðulegt ef norrænir menn hefðu farið að gripa til svo sjaldgæfs og raunar úrelts orðs, til þess að lýsa hmu nýja landi. Þeir höfðu notað mjög algeng orð til að einkenna önnur lönd, sem þeir fundu: Island, Grænland, Hellu land, Markland. Orðið vin finnst hvergi sem venjulegt orð í fornu, norrænu máli, heldur kemur það fyrir sem steinrunnið orð í staðanöfnum og í einni gamalli skáldskaparkenningu. Þetta eru nú atriði, sem hafa verið rædd allar götur síðan sögurnar fundust aftur, og svo kann að fara, að við fáum aldrei svör við sumum þeirra. Skrifin um Vínlandssögurnar eru þegar orðin geysifyrirferðarmikil og ekkert lát virðist enn á þeim. Engin íslendingasaga hefur gefið tilefni til jafnmikilla skrifa, deilna og umræðna. Hver er ástæðan? Um leið og þeirri spurningu er svarað, er hinni svarað, hversvegna við er- um hér í dag. Fundur Ameríku var svo mikill viðburður veraldarsögunnar, að hvert það Ijós, sem varpað verður a hann, er mikílvægt af sjálfu sér og í sjálfu sér. Norðurlandaibúum er það gieðiefni, að forfeður þeirra skuli hafa verið djarfir ævintýramenn, enda þótt meðvitundin um það sé því galli bland- in, að þeir skuli hafa týnt þvi aftur, sem fannst. Fyrir Am'eríkumönnum er allt ævintýri, sem snertir uppgötvun álfu þeirra, en einkum þó það, að hvítir menn skuli hafa þangað komið fimm óldum á undan Koiumbusi. Fyrir millj- ónir Ameríkumanna af norrænu kyni er það kitlandi fyrir hégómagirnd- ina að hugsa um þá staðreynd, að þeir hafi átt sinn þátt í að finna álfuna, jafnvel þótt þeir yrðu of seinir til að setja mark á hana með sinni eigin menn- ingu og máli. Því verðum við að hugsa um þýðingu norrænna landafunda sem hlekk, smíðaðan á okkar eigin tímum og á menningarsviðinu. að er því ekki nema vel við- eigandi, að hátíð skuli haldin hér á Is- landi, þar sem Leifur fæddist og afrek hans var að lokum skrásett. Ameríka og heimurinn allur standa í jafnvel enn meiri þakkarskuld við ísland fyrir þá skrásetningu en fyrir afrekið sjálft. Hin átakanlega saga Leifs er ein margra, sem við eigum að þakka ritsnilli og andlegri þrautseigju íslendinga. Ef há- tiðahöldin á Leifs Eiríkssonar-daginn gera ekkert annað en vekja athygli á þeirri bókmenntagrein, sem er ein hin fremsta meðal miðaldabókmennta, hafa þau haft sína þýðingu. En auk þess von- um við, að þau eigi eftir að minna á þau bönd, sem tengja Evrópu og Ameríku saman, og stöðu íslands sem útvarðar í þessari röð menningarvígja yfir Norður-Atlanzhafið, sem er okkar bezta vörn gegn villimennskunni. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 drenginn á Myndlistarskólann í Reykja- vík. HvAB hafði hann sagt? Nei ætli það. Nú jæja ekki kom honum það við, hvort hann vann bróður sínum eða ekki. En þó ætlaði hann að vera heima í alit haust. Dálítið skrítið. Kannske hann ætli að fara að setja upp sjálfstætt bú, hver veit? Hann var kominn á fimm- tugsaldur, svo að sannarlega var kom- inn tími til, að hann færi að festa ráð sitt. Og kannske byggi hann þá með bróð ur sínum fyrsta árið að minnsta kosti. Þetta var kostajörð. En að hann spyrði beint í þá átt, það var af og frá. Það kom heldur engum við. Svo var eitthvað í svip mannsins, sem gerði honum órótt og vitnaði ekki beint um búskaparáætlanir. Bezt að sleppa öllum svona spurningum eða skeila eins og einni í viðbót rétt um leið og hann kveddi. Ási í Gerði var farinn að gæla við köttinn. Enginn spurði hann um hans fyrirætlanir, hvort hann ætlaði í leitir fyrir föður sinn til dæmis. Því hefði hann þó getað svarað snarlega. Hann ætlaði að vera á heiðinni til veturnótta og fara síðan til Reykjavíkur í prentnám. Það var afráðið. Prentnám hæfir gáfuðum unglingi eins og þér, hafði faðir hans sagt. Og Ási hafði brosað, eins og hans var vandi, og ekki hreyft mótmælum. Einu hafði hann ekki áhuga á, og það var búskapur. Um annað var honum sama. En grammófón átti hann og harm- óniku. — Þeir eru að spá slæmum vetri, trúi ég. Ameríkanarnir okkar, sagði Kristó- fer. En ég held þeir sjái nú ekki veðrið út langt fram í tímann. Annars gæti ég vel trúað, að veturinn yrði harður núna, bætti hann við. Maðurinn af heiðinni, Björn, sem var 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.