Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1965, Blaðsíða 2
v:::w^^->:-:->->>/>^:->>>wv>*>>>>>'-:->:v Þegar Gústaf VI, Adólf, kon- ungur Svía og Gauta, sett- ist í hásætið eftir föður sinn, Gústaf V, árið 1950, valdi hann sér að eink- unnarorðum „Plikten framför allt" („skyldan öllu æðri"). Með réttu má segja, að þessi einkunnarorð hæfi konungi vel. Hefði honum fundizt í æsku, að hann væri frjáls að því að velja sér ævistarf, væri hann nú heimsþekktur fræðimaður eða vísindamaður. Hann hefði varið æv- inni einvörðungu til vísindalegra rann- sókna, einkum á sviði fornleifafræði, þjóðfræða og grasafræði. Þótt hann hafi orðið að iðka þessar fræðigreinar sem áhugamál ásamt listmunasöfnun og skipulagningu landslagsgarða, hefur hann orðið þekktur víða um lönd fyrir rannsóknir sínar og þekkingu á þessum efnum. Hann hefur tekið þátt í upp- grefti fornleifa á Grikklandi, Kýpurey, ftalíu, í Austurlöndum nær, Kína og Svíþjóð, og hann hefur skrifað lærdóms- legar greinar um' árangur rannsókna sinna í tímarit sérfræðinga um heim allan. wJtundum hlýtur freistingin að hafa verið sterk til að láta undan fræði- mannséðlinu og gefa sig heilan og ó- skiptan að vísindalegum rannsóknum, þótt skylduræknin yrði jafnan yfirsterk- ari. Faðir hans varð 93ja ára gamall,,svo að. Qústaf Adólf var krónprins í 45 ár (1905—1950), eða þangað til hann var orðinn 68 ára gamall. Það hefur einnig ýtt undir löngun hans til að. láta undan freistingunni, að innan konungsfjöl- skyldunnar, Bernadottunga, voru stund- urn skiptar skoðanir á því, hvert hlut- verk konungdæmisins væri, eða hvort það ætti yfirleitt nokkurn rétt á sér í heimi nútímans. Ij'ústaf Adólf mun þó aldrei hafa dregið í efa gildi og hlutverk konung- dæmisins, sem hann átti að erfa. Vitað er, að eftir því sem árin liðu, styrktist hann í trú sinni á það, að hann ætti erindi upp í hásætiðjþar biði hans verð- ugt hlutverk, og sænska kórónan væri þess virði, að eftir henni væri beðið hálfan fimmta áratug. Að þessari niður- stöðu komst hann að nokkru leyti vegna vísindalegs viðhorfs sins til lífsins og vandamála þess, og að nokkru með gaumgæfilegri athugun á pólitískri framvindu í Sviþjóð og annars staðar. Gústaf Adólf er göfugur maður í sannri merkingu þess orðs. Göfug- mennska hans ásamt lífsreynslu, mikilli ættjarðarást og þjóðrækni, leiddí til þess, að honum fannst það vera ófrá- vikjanleg skylda sín að taka við sænsku krúnunni og reynast góður eftirmaður föður síns. Jýðveldissinnar eru ekki fjölmenn- ir i Svíþjóð, og almenningur lítur á þá sem skrítna fugla eins og kommúnista eða sértrúarfólk. Þeir munu hafa gert sér einhverjar vonir um að Gústaf Adólf mundi ekki gera tilkall til sænsku krún- unnar, en hafi þær vonir nokkurn tíma verið á einhverjum rökum reistar, þá urðu þær að engu. Hann hefði getað tekið sér konungs- hlutverk sitt létt, lifað rólegu og þægi- legu lífi-og látið lítið á sér bera, vegna þess hve hið pólitíska ástand í Svíþjóð hefur verið friðsælt á ríkisstjórnarárum hans. Gústaf VI, Adólf, er hins yegar þeirrar skoðunar, að umburðarlyndi, heilbrigð skynsemi og skyldurækni séu dyggðir, sem aldrei verði efldar nógu mikið í fari manns eða þjóðar. Á þessu sviði finnst honum nútíma-konungur eiga mikilsvérðu hlutverki að gegna. Þéss vegna ákvað hann að veita persónu- legt fordæmi í þessum efnum og rækja starf sitt sem „nútíma-konungur". Honum hefur veitzt þetta auðvelt. Framkoma hans og skapgerð einkennist af eðlilegum virðuleika konungborins manns og hæversku eða jafnvel auð- mýkt hins sanna fræðimanns, svo að honum hefur ekki reynzt örðugt að gefa það fordæmi, sem hann ætlaði sér. Starf sitt hefur hann rækt á þann veg, ao konungdæmið hefur hvarvetna kom- ið við sögu sem varanlegt og sameinandi afl í þjóðlífinu. , ^Jústaf VI, Adólf, er fæddur hinn ellefta nóvember 1882 í Stokkhólmi, og er hann því nú rétt kominn á 84. aldurs- árið. Ættfaðir hans var Jean Baptiste Jules Bernadotte, sem var fyrsti maður af ætt Bernadottunga, er hélt um stjórn- völinn í Svíþjóð (undir náfninu Karl XIV, Jóhann). Gamli Bernadotte fædd- ist fyrir 201 ári í Pau í Frakklandi, suð- ur og vestur yndir Pýreneafjöllum. Hann var af borgarálegum ættum, en gekk ungur í herinn og komst þar skjótt til metorða og mannvirðinga. Hann barðist með byltingarmönnum og gerðist þá svo ákafur lýðveldissinni, að hann lét tattó- vera þvert yfir bringu sér orðin „Mort aux rois!" („drepist kóngarnir!"). Hann varð siðan marskálkur í Frakkaher og einn helzti hershöfðingi Napóleons keis- ara, en hann var tækifærissinnaður, kænn og kaldrifjaður. Svíar buðu hon- um rikiserfðir, eftir Karl XIII Svíakon- ung, sem var barnlaus, til.þess að ving- ast . við Napóleon og í þeirri von að vinna Finnland aftur af Rússum: Berna- dotte þá boðið, kastaði kaþólskri trú og tók lúterska, og siðan sveik hann herra sinn, Napóleon, þegar" verst gegndi," samdi við ítússa, sleppti tilkalli til Finn- lands, en sölsaði Noreg undir sig. Karl XIV, Jóhann, ríkti síðan í 26 ár yfir Sví- um- (1818—1844) og dó í konungssæng- inni með hið forna vígorð Jakobína letr- að óafmáanlega á brjóstið. Síðan hefur hin gáfaða og dugmikla Bernadotte-ætt setið að völdum í Svíþjóð. VPústaf VI, Adólf, gat sinnt áhuga- málum sínum af miklu kappi, þangað til hann tók við konungdómi. Hann stund- aði nám við háskólann í Uppsölum og tók þar mikinn þátt í stúdentalífinu. Þá þegar tók hann að leggja stund á forn- leifafræði. Á árunum 1926—1927 ferðað- ist hann umhverfis hnöttinn og kom víða við. Meðal annars dvaldist honum við fundarstað Pekingmannsins við Chou Kou Tien í Kina og við ýmsa bandaríska háskóla. Þegar hann kom heim úr þeirri ferð, beitti hann sér fyrir stofnun sænska hug- vísindasjóðsins og hugvísindastofnunar- innar (Humanistiska Fonden), sem síðan hefur gegnt merku hlutverki í sænsku menningarlífi. Gústaf Adólf hefur verið forseti sjóðs- og stofnunarstjórnarinnar frá árinu 1940. Árið 1930 tók hann þátt í sænskum leiðangri, sem fór til þess að kanna fornleifar á Kýpurey, og á árunum 1934—1935 vann hann að fornleifaupp- grefti og rannsóknum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og þar fyrir austan, Egyptalandi og Abbyssiníu. A síðari ár- um hefur hann aðallega fengizt við forn- leifarannsóknir á slóðum Etrúska á ítalíu. Hann hefur einnig lagt stund á önnur áhugamál, eins og fyrr greinir, svo sem listsöfnun, grasafræði og íþróttir. Kon- ungur er listfengur og hefur gott vit á listum, eins og fleiri Bernadottungar, og mikinn hluta ævi sinnar hefur hann átt sæti í stjórn fþróttasambands Svíþjóðar (Riksidrottsförbundet). Forseti íþrótta- sambandsins var hann um þrjátíu ára skeið, frá 1903 til 1933. i júni 1905 gekk hann að eiga Mar- gréti Viktoríu, prinsessu, eldri dóttur hertogans af Connaught eða Kunnöktum, eins og norrænir menn nefndu hertoga- dæmið til forna. Þau voru gefin saman í bústað ensku konungsfjölskyldunnar í Windsorkastala. Margrét Viktoría ól hon- um fimm börn, Gústaf Adólf, sem fórst í flugslysi árið 1947, Sigvarð, sem teikn- ar uppdrætti að listmunum og búsáhöld- um, Bertil, hertoga, Karl Jóhann og Ingiríði Danadrottningu. Margrét Vikt- oría andaðist árið 1920. Þremur árum síðar kvongaðist konungur að nýjii. Þá kvæntist hann lafði Lovísu Mountbatten (áður Battenberg), systur Mountbattens, jarls af Birma, og stóð brúðkaupið í Lundúnum. Lovísa drottning er látin. fyrir skömmu. Ríkisarfi er nú Karl Gústaf, sonur Gústafs Adólfs, sem lézt 1947, eins og fyrr segir. Karl Gústaf er nú nítján vetra. Framkv.slJ.: Ritstjórar Auglýsíngar: Hitstjórn Utgefandl Sigfas Jónsspn. Sigurður Bjarnason frS VlKux. Matthíás Johannessen. Eyjolfur Konráð Jónsson,- Arm Garöar Krlsttnsson. , Aðalstrætl G. Sími 22480. HJ. Arvakur, Beykjavflc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS' 38. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.