Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 1
V egar við gengum inn I húsiS, höfðu soðnir selkjötsbitarnir þegar verið færðir upp úr pottinum og lágu þeir rjúkandi á hiiðarborði. Þegar húsfreyja hafði verið fullvissuð um, að smekkur minn væri ekki mjög frábrugðinn þeirra, valdi hún handa mér fremri hiuta fram- hreifa, kreisti hann sterklega miili hand- anna, til þess að ekki iæki úr honum síðar, og rétti mér þetta siðan ásamt koparhníf sínum. Næsteftirsóttasti bit- inn var kreistur á sama hátt og réttur bónda hennar og síðan fékk annað fólk í fjöiskyldunni sína bita. Þegar þessu var lokið, var aukabiti lagður til hliðar, ef ske kynni, að mig langaði í meira. Afganginum af soðna kjötinu var skipt í fjóra hluta með þeirri gjanrnar aö hafa verið allmiklu meiri en viðtakendur gátu étið í mál. Meðan á máltíðinni stóð, var einnig komið með matargjafir til húss okkar. Hver húsfreyja vissi bersýnilega, hvað allar hinar mundu matreiða. Þær, sem höfðu úrval að bjóða, sendu öðrum skerf, svo að á nokkurra mínútna fresti kom barn heim til okkar með disk með framiagi til máltíðar okkar. Sumar gjaf- irnar voru ætlaðar mér — mamma hafði sagt, að hvernig sem fólk skipti matnum annars, ætti ég að fá soðna nýrað. Eða mamma hafði sent þennan bita af soðn- um selshreifa með þeim skilaboðum, að ef ég viidi éta morgunverð heima hjá þeim morguninn- eftir fengi ég heilan hreifa. Svo vildi til, að annar förunauta minna væri staddur heima hjá þeim, og hann hefði sagt, að ég teldi selshreifa gómsætasta hluta selsins. LIF A STEINÖLD Eftir Vilhjálm Stefánsson Kafli úr sjálfsœvisögu Vilhjálms Stef ánssonar, sem út kemur hjá ísafoldarprentsm. í desember ÍE g hefi síðan horft um öxl til þessa dags með mjög hlýjum o-g Ijósum minningum. Hami markaði fyrstu kynni mín af körlum og kon- um á löngu liðinni öld. Connecticut- búi Mark Twains sofnaði á 19. öld og vaknaði á tíma Arthurs kon- ungs.. Eg hafði hins vegar, án þess að fara að sofa, gengið rakleiðis úr 20. öldinni inn í andlegan og menn- ingarlegan heim karla og kvenna, sem bjuggu á miklu fyrri öld en Arthur konungur. Þessir Eskimóar voru líkari veiði- mannaættbálkum Bretlands og Gallíu á ísöldinni. Tilvist þeirra árið 1910 í sömu áJíu og hafði að geyma stórborgir okkar táknaði tímaskekkju, sem nam meira en tiu þúsundum ára. Þetta fólk aflaði sér matfanga með vopnum steinaldar, er það gerði að vísu úr kopar, sem er svo tákn- rænn fyrir það, að það er kallað Kopar- Eskimóar. Fornmenjar geta sagt hrífandi sögu þjálfuðum vísindamönnum, sem geta sett hana saman og fyllt í skörð með hugarflugi, en ég þurfti ekki að gera mér neitt í hugarlund. Ég þurfti aöeins að horfa og hlusta, því að hér voru ekki menjar steinaldarinnar heldur eteinöldin sjálf, karlar hennar og konur eð bjóða okkur velkomna á heimili sín. Tunga sú, sem austmenn töluðu, var evo lítt frábrugðin máli manna við Mackenzie-fljót, sem ég hafði lært á þriggja ára dvöl á heimilum eða í ferða- búðum Vestur-Eskimóa, að við gátum gert okkur skiljanlega innbyrðis frá upp- hafi. Það hefir tæpast gerzt oft í sögu heimsins, að fyrsti landkönnuður, sem heimsótti frumstæða þjóð, hafi getað maelt á tungu hennar, E nginn vafi lék á því, að þetta ameríska steinaldarfóik óttaðist ókunn- uga eins og löngu liðnir, evrópskir for- feður okkar. Fyrsti fundur okkar hafði einkennzt af taugaóstyrk og verið með ejónleiksbrag, af því að heimamenn höfðu haldið, að við værum andar. Þegar þeir höfðu sannfærzt um, að við værum mannlegir, óttuðust þeir okkur ekki, því þótt við vœrtun ókuimugir, voru Jpeii' miklu fleiri en við. Auk þess sögðu þeir okkur, að við hefðum komið fram við þá svo frjálslega og hreinskilnislega, að það sýndi, að ekkf var um neina undir- ferli að ræða. Maður, sem hefur svik í huga, snýr aldrei baki í þá, sem hann ætlar að vega aftan að. .Áður en húsið, sem þeir voru að reisa handa okkur, var fulgert, komu börn hlaupandi úr þorpinu til að til- kynna, að mæður þeirra hefðu lokið við að' búa til miðdegisverð. Húsin voru svo lítil, að ekki var heppilegt að bjóða okk- ur öllum þremur inn í eitt og það sama. Auk þess var slíkt ekki venja, eins og við fréttum síðar. Húsráðandi minn var selveiðimaðurinn, sem við höfðum fyrst gengið til á ísnum. Hann kvað hús sitt hæfa til þess, að mér yrði boðinn þar fyrsti málsverðurinn meðal þeirra. Svo vildi til, að kona hans hafði fæðzt vest- ar á meginlandinu en nokkur þorps- búi, og var jafnvel haft fyrir satt að forfeður hennar hefðu ekki talizt upp- haflega til Kopar-Eskimóa heldur flutzt úr vestri. Hún mundi þess vegna vilja leggja fyrir mig spurningar. Svo fór að kona hans reyndist ekki ræðin eða forvitin. Hún var móðurleg, góðleg og gestrisin. Fyrstu spurningar hennar fjölluðu ekki um land það, sem ég kæmi frá, heldur fótabúnað minn. Væri ég ekki dálítið rakur í fæturna? Ætti hún ekki að draga af mér skóna og þurrka þá yfir kolunni? Vildi ég ekki fara í þurr sokkaplögg af manni hennar? Væri ekki smágat á vettlingum mínum eða yfirhöfn, sem hún gæti gert við fyrir mig? Hún hefði soðið handa mér dálítið af mögru selkjöti, en hún hefði ekki soðið neitt spik, því að hún héldi, að ég vildi það kannske heldur hrátt. Þau skæru spikið alltaf í smá- bita og ætu það hrátt. Potturinn héngi enn yfir kolunni og hvaðeina, sem hún setti í hann, yrði strax soðið. Þegar ég sagði henni, að smekkur minn varðandi selspik kæmi heim við smekk hennar — og það var raunar rétt — varð hún harla glöð. Fólk væri þá ósköp líkt, þrátt fyrir ailt, þótt það kæmi úr órafjarlægð. Hún mundi þess vegna koma fram við mig eins og ég væri af hennar þjóð, því að hún hefði heyrt, að hinir illu skógarbúar suður í landi töluðu mál, sem enginn skildi, og ég talaði aðeins örlitið einkennilega. skýringu, að í þorpinu væru fjórar fá- tækar fjölskyldur, sem ættu ekkert kjöt. Uppeldisdóttir húsráðanda, sjö eða átta ára gömul telpa, hafði ekki tekið til matar síns með okkur. Starf hennar var að taka tréfat og færa matarbitana fjóra fjölskyldum þeim, sam ekkert áttu. Mér varð hugsað, að bitarnir, sem send- ir væru, væru smærri en þeir skammt- ar, sem við neyttum, og viðtakendur mundu ekki fá nægju sína. Ég frétti síðar um kvöldið hjá. félögum mínum, að svipaðar gjafir höfðu verið sendar úr hverju húsi, sem þeir höfðu heimsótt. Ég veit nú, að hver fjölskylda í þorpinu, sem bjó til mat, hafði einnig sent fjóra skammta, svo að samanlagt hljóta matar- Meðan við mötuðumst, sátum við á brún svefnbálkanna, og hélt hver kjöt- bitanum í vinstri hendi en hafði hníf í þeirri hægri. Þetta var í fyrsta skipti sem ég notaði hníf úr kopar frá þessum sióðum. Hann var beittur og handhæg- ur. Koparmolinn, sem blaðið hafði verið smíðað úr, hafði fundizt á Viktoríu-eyju, sem var þarna fyrir norðan, á landsvæði armars Eskimóahóps, sem hafði skipt málminum fyrir rekaviðarbút. Húsfreyja sat mér til hægri handar fyrir framan matargerðarkoluna, en eiginmaðurinn á vinstri hönd. Þar sem húsið var venjulegt, hvolflaga snjóhús, um tvö fet á annan veginn en níu á hinn, var aðeins rúm fyrir okkur þrjú á brún tveggja feta hás snjóbálksins, en á hann höfðu verið lagðir feldir af hreindýrum, hvítabjörnum og sauðnaut- svo að hægt væri að hvílast þar. Börnin átu þess vegna standandi á auð- um bletti á gólfinu vinstra megin við dyrnar. Kolan, matargerðaráhöldin og rammarnir til að þurrka föt yfir kol- unni, fylltu rúmið til hægri við dyrnar. Framhald á bls. 11. * .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.