Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Síða 4
. ...„•.. ■ví ■ - • ■•..; jÆÍ W* ....*•-■■;. .jjr : jfir ' . ■■ ■ ■ ; .1 !J HRAÐBRAUTAKERFI. Um þessar mundir er unnið að því í Bandaríkjunum að ljúka áætlun um lagningu 41.000 mílna hraðbrauta. Framkvæmdir hófust árið 1956 og er nú hálflokið. Þegar þeim lýkur árið 1972, munu flutningabílar geta farið þvert yfir landið með miklum hraða. Álitið er, að mikil gróska verði í bílaflutningum vegna hinna nýju brauta, sem munu tengja saman 90% allra borga, sem hafa fleiri en 50.000 íbúa. Fiutningafyrirtækin, sem velta árið 1965 9.000 millj. dölum og eiga í harðri samkeppni hvert við annað, leita stöðugt að „drauma-vagninum“, sem getur flutt þvngri farm lengri vegalengd með hraða fólksbíls og er sparneytnari en nútíma tæki. Slíkur „flutningabíll framtíðarinn- ar“ hefur komið fram í Bandaríkjun- um. Og hann var sýndur þar nýlega á 3500 mílna ferð þvert yfir landið. Ford-fyrirtækið hefur framleitt í tilraunaskyni dráttarbíl, sem knúinn er gas-túrbínu-vél. Vélin, sem er 600 hestöfl, er árangur sameiginlegra rannsókna Fords og bandaríska hers- 3,77 m., og breidd 2,32 m. Flutningabíll framtíðarinnar trygg- ir stjómendum sínum tveimur beztu þægindi fólksbíls. Bilstjórinn situr í klefa 2,33 m. yfir yfirborði brautar- innar. Þegar hann þarfnast hvíldar, fær hann aðstoðarbílstjóranum stýrið í hendur Og gengur um klefann, sem er 2,03 m. á breidd og meira en 2,33 á hæð. Klefinn er búinn loftkælingar- og hitunartækjum. önnur tæki í honum eru: sjónvarp, útvarp, skrifborð, sem leggja má saman, ísskápur og ofn til matarhitunar, vaskur og vatnssalerni. Klefinn er auk þess teppalagður í öll horn. Klefinn er vandlega loftþéttur til varnar gegn ryki, til þess að auð- velda stjórn á hitanum innan hans og draga úr öllum hávaða fyrir utan. SPARNEYTNI. Túrbínu-vél Ford-bílsins er gerð sérstaklega til að skila betri afköst- um með aukinni spameytni. En með þessu eiga verkfræðingar við, að vél- in noti minna loft, haldi fullkom- inni nýtni og knýi smærri hluti á mikilli ferð — allt að 75.500 snúninga á mínútu. Þyngd túrbínunnar er u.þ.b. einn þriðji af þyngd jafnkraftmikillar dísil-vélar En af þessu leiðir að túrbínuknúinn dráttarvagn getur flutt ujþ.b. 1000 kg. meiri þunga hverja mílu en jafnstór dísilbíll. Ford-túrbínan er í undirstöðuatrið- um tvær túrbínur sameinaðar í eina, og er hún gerð eftir niðurstöðu raf- magnsheila. Heilinn var mataður með hundmðum hugsanlegra teikninga, til „flutningavagn framtíðarinnar“ Túrbinubíllinn Árið 1900 voru ökufærir vegir í Bandaríkjunum aðeins 153,644 mílur á lengd, og þá voru þar aðeins nokkur hundruð vélknúinna flutningavagna, Um þessar mundir eru hraðbrautir Bandaríkjanna yfir 3,5 millj. mílna langar, og meira en 13.400.000 flutn- ingavagnar flytja vörur um bæ og borg. Nefnd, sem forseti Bandaríkj- anna skipaði, hefur áætlað, að u.þ.b. 20 millj. flutningabílar muni aka um vegi Bandaríkjanna árið 1975. Það var árið 1911, sem fyrsti vél- knúni flutningavagninn lauk ferð sinni þvert yfir Bandaríkin, frá Denver í Colorado-fylki til Los Angeles, á 66 dögum. Nú á tím- um getur flutningabíll farið sömu leið á tæplega tveim dögum og jafn- framt flutt þyngri farm. Flutningar með flutninj/abílum hafa miklu hlutverki að gegna í hinu gríðarmikla dreifingarkerfi Bandaríkj anna og hafa átt ríkan þátt í hinni öru efnahagsþróun þeirra. ins. Dráttarbíllinn er framleiddur í tilraunaskyni, en fjöldaframleiðsla mun ekki hefjast fyrr en að loknum erfiðum tilraunum. En verkfræðingar eru þess fullvissir, að flutningabílar knúnir gas-túrbínu-vél muni notaðir til langfíutninga einhvern tíma á næsta áratugi. Vélfræðingur nokkur sagði nýlega: „Spurningin er ekki lengur, hvort við skulum nota túr- bínuknúin tæki á langleiðum, heldur hvenær notkun þeirra hefst. Flutn- ingafyrirtæki Bandaríkjanna munu brátt þárfnast tækja, sem hafa yfir- burði hvað snertir ferðagetu, hraða, burðarþol og aðbúnað stjórnenda. — Gas-túrbínu-vélin virðist uppfylla þessi skilyrði. Túrbínur munu hafa meira raunverulegt gildi á ferðum þvert yfir landið, þar sem þær skila beztri nýtni á jöfnum hraða eftir gerð sinni, en skilyrði til þess eru fyrir hendi í langflutningum. Hvað varðar þyngd og stærð eru túrbínurnar fremri keppinaut sínum, dísil-vél- inni“. þess að finna túrbínu, sem væri jafn sparneytin í notkun og disil-vél. Fyrirrennari flutningabíls framtíð- arinnar nær 70 mílna hraða á klukku- stund og ber nægilega brennsluolíu (no. 2 dísil-olíu) — 2120 lítra — fyrir níu stunda akstur, eða 600 mílna vegalengd. Útblástur túrbínu-vélarinnar er leiddur út úr vélinni 3,77 m. yfir yfir- borði brautarinnar, hann er lyktar- laus og reyklaus. Hávaði er lítill sem enginn frá vélinni. Ford-dráttarvagninn, sem vegur sjálfur 10.000 kg., getur dregið tvo 11,60 m. langa flutningavagna, sem tengdir eru með öxli. Heildarþungi er 85.000 kg., eða 10.000 kg. öxul- þungi. Allt er farartækið 27,84 m. á lengd. Hæðin er sú sama á dráttar- vagninum og flutningavagninum, AUÐVELDUR í AKSTRI. Stjórn dráttarbílsins er bílstjóran,- um aúðveld. Stjórntækni er raunveru lega hin sama og við stjórn benzín- eða dísil-bíls. Ford-flutningabíllinn er búinn fimm stiga rafmagnssjálfskipt- ingu. Auk þess er billinn búinn vökva stýri, rafmagnsstýrðum útispeglum, hraðastilli og hemlum, sem taka sjálfir við sér, þegar loftþrýstingur- inn fellur niður fyrir öryggismark. Sérfræðingar í flutningum sjá fram á þann tíma, þegar túrbínu-knúnir dráttarbílar eru stöðugt á aðal-hrað- brautunum, nema staðar við áfanga- staði við vegamót, þar sem flutn- ingavagnarnir verða losaðir frá til flutnings á leiðarenda, en hlaðnir vagnar festir við dráttarbílinn til flutnings á fjarlægan áfangastað. Verkfræðingar Fords halda, að hinn túrbinu-knúni bíll muni eiga góða samleið með fólksbílum á margskipt- um risahraðbrautum og við vegaskatt skýli. Þeir segja, að flutningabíllinn sé teiknaður þannig, að hann muni fylgjast með umferðinni, en ekki hindra hana. Þeir eru þess fullvissir, að flutningabíllinn muni vinna sér hylli almennings á hraðbrautunum vegna lítils vélarhljóðs, lyktarleysis og hreins útblásturs. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.