Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 5
Ríkisstjórninni og dátasjón- varpshjörð hennar áskotn- aðist óvæntur liðsmaður í Þjóðvilj- anum í fyrri viku (17. nóv.) þegar fram á ritvöllinn þeysti Þorgeir Þoi^eirsson kvikmyndamaður og komst að þeirri einkar frumlegu niðurstöðu í „Örlitlum viðbótar- skammti", að dátasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli væri reyndar ekki annað en viðleitni „verndar- anna“ við að fullnægja eðlilegri þ ö r f, sem væri engu lítilvægari en líkamlegt hungur eða þorsti. „Dátasjónvarpsmálið frá upphafi er ekki annað en afleiðing af menning- arlegri vöntun, sem löngu er fyrir hendi og það verður því aldrei skil- ið neinum skilningi sem að gagni komi, nema í þessu ljósi“. Pistill Þorgeirs Þorgeirssonar er etílaður til Einars Braga í tilefni grein- ar hans, „Af skornum skammti“, í síð- asta hefti Birtings. Ég sé enga ástæðu til eð taka upp vopnin fyrir Einar Braga, enda mun hann einfær um að verja hendur sínar, en þar sem tilskrif I>or- geirs er að meginefni vangaveltur, dylgj- ur og svívirðingar um hina illræmdu ssxtiumenninga, rennur mér blóðið til skyidunnar og langar til að fara nokkr- um orðum um röksemdafærslu hans og athyglisverðar niðurstöður, þó vísast sé lóngu orðið vonlaust að ræða um sjón- varpsmál á íslandi með skírskotun til htilbrigðrar skynsemi. Þorgeir Þorgeirsson ber Einari Braga á brýn, að hann sé í losaralegu sam- bandi við veruleikann, skoði hlutina þar af leiðandi einangraða en ekki í eðlilegu samhengi, og falli loks í þá „ónurðugu freistni“ að láta áferð líkinga málsins taka völdin af hugsuninni. Satt bezt sagt virðist mér þessi sérkenning eiga prýðilega við ritsmíð Þorgeirs. Hún sýnist vera ávöxtur einhverrar skyndi- legrar hugljómunar sem gripið hafi höfundinn svo sterkum tökum, að hann Fáein orð um „eðiilegar þarfir'1 fdlksins Eftir Sigurð A. Magnússon hafi ekki gefið sér tíma til að velta sýninni fyrir sér áður en hann skellti henni hrárri á pappírinn. orgeir Þorgeirsson temur sér þann þrautreynda en dálítið hvimleiða rithátt að kasta fram allskyns voð- felldum vígorðum eða glósum, sem haru gerir enga tilraun til að skilgreina: hann talar um „dæmigerða sextíu- nvenr.sku“, „forstokkaðan akademisma“, „hrokafullt skilningsleysi“, án þess að finna þessum glósum stað eða gera nánari grein fyrir hvað þau merkja í orðafcók hans. Aðferðin er gamalkunn og stundum nefnd fullyrðingastíll. Þessi stíll getur verið skemmtilegur, eins og Þórbergur Þórðarson hefur margsannað, en hann er ekki vænlegur til árangurs í aivarlegum umræðum um menn eða malefni, enda mætti segja mér að Þorgeir væri ekki meira en svo sólginn í slíkar umræður. Hinsvegar er full- yrðingastíllinn bæði ölvandi og smit- andi, og ber pistill Þorgeirs með sér að hann hafi látið glepjast af mælsku sinni og ritleikni, þannig að á miðri leið verður hann viðskila við röklega hi gsun og gefur sig á vald tilfinningum og hugsýnum. Þó ég geti ekki gert mér grein fyrir, hvað nákvæmlega felist í glósunum „dæmigerð sextíumennska" eða „for- stokkaður akademismi“, þykist ég skilja að þau eigi að afgreiða sextíumenn- ingana svonefndu og vísa þeim burt af vettvangi raunhæfra umræðna um is- lenzk sjónvarpsmál. Nú vill svo til að umræddur sextíu-manna hópur er mjög svo sundurleitur og hefur ekki í sam- einingu gert annað en senda fáort ávarp til Alþingis, þar sem þess er farið á leit að bandariska sjónvarpið á Kefla- víkurflugvelli verði takmarkað við her- stóðina eina, og að íslenzkt sjónvarp fái þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hættL Annað hafa sex- tíumenningarnir ekki gert, hreint alls ekkert. Hinsvegar hafa nokkrir úr hópi þeirra staðið að fundi með mennta- máíaráðherra og gefið út blað, þar sem sjónvarpsmálið var tekið til umræðu. Þeir sem þar koma við sögu hljóta Því að vera skotspænir Þorgeirs Þorgeirs- sonar, þ.e.a.s. Hannes Pétursson, Ragn- Framhald á bls. 6. HINN 29. okt. sl. gerðist sá á- nœgjulegi atburður, að Heimspeki- deilcL Háskóla íslands gerði álykt- un „um karlkennd mannanöfn með nefnifallsendingu eða án hennar“, Tilefni þessarar ályktunar var enn ánœgjulegra, eða það, að dómpró- fasturinn í Reykjavík, séra Jón Auðuns, óskaöi úrskurðar deildar- innar um lögmœti eða ólögmæti nokkurra lcarlkenndra rnannanafna án nefnifallsendingar, Sennilega skilja nú fœstir, við hvað er átt. Þeim til glöggvunar skal tekið fram, að dómprófastur- inn hefur skirrzt viö að skíra börn ónefnum, svo sem Harald, Valgarð, Ólaf, Erling og Ásberg í stað ís- lenzkra nafna, sem enda á u r í nefnifalli. Sagt er, að þessi ur- lausa tízka í nafngiftum hafi átt upptök sín á Austfjörðum og í Siglufirði, þar sem Norð menn komu við sögu í at- hafnalífssögu okkar íslend- inga á seinni hluta síðustu aldar og upp- hafi hinnar tuttugustu. Þótt okkur þyki öllum vœnt um norska athafnamenn, er ástœðulaust að skíra börn okkar stýfðum nöfnum, sem í tizku voru á vesturströnd Noregs um aldamót- in síðustu. Illt er að þurfa að banna for- eldrum að ráða nafngiftum á hörn- um sínum, en ef íslenzkusmekkur þeirra er svo bágborinn, að börnin ra þurfi að kveljast alla œvi vegna skrípinafna, þá er rétt að skír- endur skerist í leikinn. Því miður hafa prestar alltof oft látið und- an kenjum foreldra um nafngiftir, og því er ánœgjulegt, að séra Jón Auðuns skuli hafa minnt á lögin frá árinu 1925, sem kveða á um nafngiftir. Þess eru dæmi, að prestar hafa neitað að skíra börn erlendum nöfnum eða hálfíslenzkum ónefn- um, en foreldrar hafa fengið sitt fram, með því að leita til annars prests, sem ekki er eins strangur um nafngiftir. Þetta er óheimilt, og verða allir prestar að gera sér það Ijóst. Því miður er enn of mik- ið um það, að prestar skíri börn útlendum nöfnum eða íslenzkum ónefndum. Þarf að veita þeim strang ara aðhald í þessu mefnum og jafn vel beita þá sektum. I lögum um mannanöfn frá 27. júní 1925 segir í upphafi: „1. gr. Hver maður skal heita einu íslenzku nafni eða tveim ..... .... 2. gr. Ættarnafn má enginn taka sér hér eftir“. Óþarft er að taka sér fleiri nöfn en eitt. Nafn er eitt og getur aldrei verið nema eitt, en nú er all-al- gengt að skíra stúlkubörn tveim- ur, þremur eða fleiri nöfnum, þótt vitaskuld geti telpan aldrei gegnt nema einu nafni, svo að vel fari. Fleirnafnatízka þekkist og meðál drengja, þótt í minna mæli sé. Ættarnöfn eru bönnuð, en þau löghelguð, sem fyr ir eru. Þó er reynt að búa til ný. Einkennilegt er það, að þeir for- eldrar, sem reyna að búa ólög- Framhald á bls. 6. 39. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.