Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Page 9
Búðakaupstaður 1906. Franzmenn settu svip á bæinn B 1 úðakaupstaður ber nafnið af jörð inni Búðum. Ofan við Bú'ðir er Búða- fell og þar utar Þverfell. Strandlengjan með sjónum frá Kirkjubólsá að ytri tak- mörkum heitir Búðastiónd, en Búða- krókur er inn frá fjarðarbotni og út að Álfamelseyri. Innarlega á Búðakrók eru Búðaleirur, og utan við þær er Búða- lega. Landslag á milli fjalls og fjöru er brattar brekkur, sem ná þó vfðast ekki langt upp eftir, en þá koma melar og móar og lyngbrekkur, og þar ofar Engihjalli. Margir smálækir renna frá fjöllunum í þröngum giljum til sjávar og skera landið í sundur. Um haustið 1906 var kaupstaðurinn í örum vexti. Eins og fleiri kaupstaðir á Austfjörðum, byggð- ist hann er Norðmenn hófu síldveiðar þar og settust þar að. Árið 1880 settist Otto Wathne að á Seyðisfirði, og ári eíðar voru sex síldveiðifélög búin að að setja sig nfður og veiddu síld á Seyð- isfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði. Árið 1885 settist Friðrik Wathne að á Fáskrúðsfirði og byggði sjó- hús og bryggjur á Álfamelseyri á Búða- strönd. Um 1890 seldi hann svo örum & Wulff eignina á Álfamelseyri. og var hún þá nefnd Framkaupstaður. Árið 1894 kom Guðmundur Jónsson, mágur Ottos Wathnes, til Fáskrúðsfjarð- ar og settist að í Króki á Búðaströnd, byggði sjóhús og bryggjur og hafði ú.t- veg, nótabrúk og verziun. Árið 1885 byggði Karl A. Tulinius á Tanganum rétt innan við Krók verzlunarhús, sjó- hús og bryggjur, rak verzlun og hafði útveg og nótabrúk. Verzlunin var alltaf nefnd Tangaverzlun. 1896 fluttist Peter Stangeland til Fáskrúðsfjar'ðar og byggði rétt utan við Framkaupstað verzlunar- hús, sjóhús og bryggjur, hafði útveg, nótabrúk og verzlun. Árið 1906, er ég fluttist inn á Búðakaupstað, var þar mikil atvinna á sumrin, og þaðan gengu margir vélbátar. Um þessar mundir höfðu frakkr.eskir sjómenn aðalbæki- stöðvar sínar í Búðakaupstað. Þeir höfðu verið þar löngu áður og látið byggja spitala og kapellu, sem var áföst við hann, kringum 1896. Um 1906 var búið að leggja gamla spítalarm niður, sem stó'ð ofan við veginn gegnt Tangaverzlun- inni, og var hann íbúðarhús sem frakk- nesku prestarnir héldu til í á sumrin. Fyrir framan kapelluna á grasfleti stóð minnisvai'ði af Karli A. Tuliníusi, sem var franskur konsúll frá 1890 til 1901. Á sunnudögum höfðu prestarnir guðs- þjónustur fyrir frakkneska sjómenn. Eg kom til prestanna eins og önnur börn í kaupstaðnum; þeir voru barngóðir og gáfu börnunum brjóstsykur og myndir. Á sunnudögum voru börnin í kaupstaðn- um vi‘ð guðsþjónustu í kapellunni, sem nefnd var franska kirkjan. Þá var ekki komin kirkja í kaupstaðinn. Gamla spítalahúsið var tvílyft timburhús með háu risi, 12 álna langt og 12 álna breitt, klætt utan með plægðum og hefluðum borðum, og hvítmálað utan. Þakið var klætt me’ð bárujárni. Stafnarnir vissu í austur og vestur, með sexrúðu glugg- um. En framhliðin sem vissi í suður var með tveimur sexrúðu gluggum. Við vesturgaflinn á spítalahúsinu, áföst við það, var kapellan, sem var ein hæ'ð, 13 álna löng og 3 álna breið. Mð allri suð- urhliðinni á spítalahúsinu og kapell- unni var trépallur með tröppum, sem gengið var upp, og með trégrindaverki, sem var hvítmálað. Inni í kapellunni var altari og allt eins og var í kaþólskum kirkjum. Frakkneska félagi'ð „Oeuvres de Mer“, sem hafði tekið spítalann og kapelluna í þjónustu sína. hafði þar sam komur fyrir frakkneska sjómenn og sjó- mannaheimili á sumrin, en frakknska trúboðsfélagið hafði þar presta á sumr- tn. Frakkar höfðu grafreit rétt utan við Búðakaupsta'ð, og var staðurinn ætíð Framhald á bls. 14 Fífldirfsku- legt tiltæki Eftir Hauk Magnússon T aknaðu, Haukur minn, og sæktu sláttuvélarhestana, ég held hann sé að gera þurrk.“ Við þessi orð föður míns vaknaði ég, neri stirurnar úr augunum og spratt fram úr rúminu. Ég heyrði að mamma var komin ofan og var að kveikja upp heim í vor, er hann kom úr verinu. Slíkir skór voru nú að leysa íslenzku leðurskóna af hólmi. Ég hætti við að fara stytztu leið upp Suðurdali, eða upp Moldarhrygg. Ég kaus heldur að fara upp Móa, því sól- in var þar komin upp og það var svo notalegt að láta hana verma sig ný- vaknaðan. Mér varð aftur hrollkalt er ég kom í skuggann frá fjallinu. Ég herti því gönguna. Ég var kominn upp í Mosa- daL E g tók á sprett er ég nálgaðist túngarðinn, því ég ætlaði að hoppa upp á garðinn. Ofan á garðinum var tveggja strengja gaddavírsgirðing. Ég hoppaði upp á garðinn og hoppaði svo jafnfætis yfir vírana og beygði mig í hnjáliðunum, er ég kom niður. Það Árteigurinn var engjaskák framund- hafði ég lært í leikfimi í' barnaskólan- ir Dyrhólaósi, austanvert við Hvamms- um. Þennan garð hlóð pabbi í vor, á- á. Faðir minn átti ekki þetta engi, hann samt mönnum úr búnaðarfélagsvinn- hafði það á leigu. Þetta var flæðiengi unni. og heyið af því var mjög gott fóður, Já, það var einmitt hér, sem ólánið ef það hirtist vel. Gekk næst töðu. dundi yfir hann Jóa Bjarna, þegar Sólin var að koma upp, fyrstu geisl- strákur úr Vestmannaeyjum, nýkom- inn í sveitina, skaut úr vatnsbyssu á hann. Og Jói varð svo reiður, að hann hljóp úr vinnunni, svo að Helgi ,Bryn- jólfsson varð einn eftir með pabba við garðhleðsluna. Ég gekk niður fjárgötuna, sem lá þarna yfir Norðurgilið. Ég þurfti að líta í brunninn niðri í gilinu; þar hafði ég grafið smábrunnholu, því að ég var að leita eftir vatni í vatnsveitu einmitt þarna úr gilinu. Það var nefnilega mjög erfitt með vatn heima. Brunnur var niðri á túni skammt frá bænum, sem vatninu var dælt úr heim í bæ, en það var mjög erfitt og óvinsælt verk að dæla. Dælan var alltaf að bila. Þétti sprungu, og stundum sprungu lok- in. Svo voru það blöðkurnar og bull- urnar, allt var þetta að bila. Þegar mað ur vissi að vatnið var að þrjóta á geym- inum, var reynt að stinga af eða vera önnum kafinn við verk, sem enginn hafði beðið mann að vinna. Sem sagt, allt var betra en að dæla. Brunnurinn þarna í gilinu var að vísu fullur af vatni, en ekkert rennsli var frá honum, svo að það varð víst að nota dæluna um sinn. Hestarnir okk- ar voru í brekkunni neðanundir Prest- húshömrum. Ég fór yfir Suðurgilið um fjárgötu, sem var allbrött að norðanverðu. Þar var djúpur moldarjarðvegur, marga metra á dýpt og í moldinni voru hrein sandlög. Það er letur náttúrunnar, sem jarðfræð- ingar þekkja og lesa. Þangað vor- um við krakkarnir stundum send eftir sandi, sem notaður var heima til gólf- þvotta. Blesi litli var neðar í brekkunni. Ég hljop upp eftir til hans. Hann hreyfði sig ekki, þótt ég kæmi til hans á harða- spretti. Hann var alltaf svo spakur. Eg lagði beizli við hann, klóraði hon- um bak við eyrun; hann lagði koll- hufur og hengdi hausinn, með tilveruna. mjög sæll E í eldavélinni niðri í eldhúsi. Hún gaf mér mjólkursopa, síðan fór ég út að finna beizlin. Faðir minn var þarna úti við og ég spurði hann hvar ætti að slá í dag. „Ég er að hugsa um að fara út á engjar og slá Árt.eiginn, mér finnst hann svo þerrilegur." Ég var glaður við, er ég heyrði þetta, því nú var ungfýllinn farinn að fljúga og þá var gott að vera sem næst Leir- unni. g veik mér nú að hinum hest- inum, leit upp og renndi af vana aug- unum til bergsins, sem gnæfði þarna uppi yfir mér. Það vár nú ekki að vita nema fýlsungi gæti leynzt einhvers staðar í berginu, þótt nýlega væri bú- ar hennar sindruðu yfir Dalshamra- ið að síga í það. Nei, það voru víst ekki brúnina og vermdu ungan líkama minn miklar líkur til þess að hann Finn á leiðinni frá bænum. Það voru nokkr- bogi í Presthúsum færi framhjá fugll ir hestar uppi í Suðurdölum og senni- í Dalshömrum, svo vel þekkir hann lega voru okkar hestar þar. fuglabyggðina, enda vonlítið að hægt Skuggar frá fjallinu voru enn yfir ',æri að ná fugli bandlaust í Presthús- dölunum, vestan í fjallinu, nóttin omrunum. hafði verið köld, sennilega nærri hrími. Mig beit í fæturna er döggin af gras- inu hríslaðist um þá, sem aðeins voru klæddir heimagerðum gummískóm, sem Bogi bróðir minn hafði komið með Það var viða að koma haustblær á hvönnina, því blöðin voru farin að gulna. Þó var hún enn í blóma. Tveir gamlir fýlar renndu sér inn með berg- Framhald á bls. 12 39. tbl. 1965 . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.