Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Blaðsíða 11
— Vilhjálmur Framh. af bls. 1 I þriggja feta háum dyrunum, sem voru eins og öfug skeifa, stóðu hundar fjölskyldunnar, þrír talsins, hlið við hlið og biðu þess, að einhver okkar lyki við að naga af beini. Jafnskjótt og einhver okkar hafði lokið við bein, var því fleygt tii hundanna. Hver hundur fór út í gang- inn til að eta og tók sér aftur stöðu í röð- inni, um leið og hann var búinn. Hund- arnir voru mjög stilltir, tóku við bein- unum hver af öðrum. Þegar máltíðinni var lokið, hringuðu þeir sig í gangin- um eða fyrir utan og fóru að sofa, án þess að þeim væri skipað það. Máltíð okkar var tvíréttuð — fyrst kjöt, bæði magurt og feitt, og síðan súpa. Hún var gerð þannig, að fryst selablóð var höggvið ofan í sjóðandi kjötseyðið, um leið og kjötið hafði verið fært upp úr pottinum. Síðan var hrært duglega í pottinum, unz komið var að suðu á ný. Þetta gerði það að verkum, að súpan varð á þykkt eins og baunasúpa hjá okkur. Ef suðan hefði verið látin koma upp, hefði blóðið hlaupið og sokk- ið til botns. Þegar fáein stig vantaði á, að suðan kæmi upp, var slökkt á matar- gerðarkolunni og nokkrum hnefum af snjó kastað í súpuna til að kæla hana, svo að hægt væri að drekka hana. Hús- freyjan jós súpunni síðan í stór sauð- nautsdrykkjarhorn og rétti hverjum af öðrum. Þegar ég hefði etið fylli mína af nýju kjöti og tæmt tvö horn af blóðsúpu, þokuðum við, húsráðandi og ég, okkur ofar á bálkinn, þar sem við gátum hall- að okkur makindalega að vöndlum af mjúkum karíbúfeldum og rabbað saman. Húsráðandi og kona hans spurðu fárra spurninga, og gat engin þeirra talizt ógeng, hvorki á þeirra mælikvarða né minn. Þau sögðust skilja, hvers vegna við hefðum skilið konuna í föruneyti okkar eftir, þegar við rákumst á slóð jþeirra, því að alltaf væri öruggast að telja, að ókunnugir menn væru fjand- samlegir. Þar sem við hefðum nú geng- ið úr skugga um, að þau væru mein- laus og vinsamleg, vildum við þá ekki ieyfa þeim að senda sleða morguninn eftir til að flytja konuna til þorpsins? au höfðu oft heyrt, að forfeður þeirra hefðu stundum verið í sambandi við fólk úr vestri. Nú vildi svo vel til, að hjá þeim væru nokkrir menn af þeim slóðum. Þau langaði líka til að sjá konu úr vestri. Það gæti verið, að mjög löng ieið væri frá landinu, sem við kæmum frá. Værum við ekki þreyttir á að ferð- ast og ætluðum við ekki að vera sumar- langt hjá þeim? Vitanlega mundu allir austmenn koma vel fram við okkur, nema við færum of langt austur á bóg- inn og hittum hina svikulu Netsilik- menn á King Williams-eyju. Þau höfðu heyrt, að enn austar byggju hvítu menn- irnir (Kablunat), sem við hefðum að sjálfsögðu aldrei heyrt um, þar sem við kæmum að vestan. Þau sögðu mér, að hvítu mennirnir byggju austast allra manna. Þeir voru eagðir vanskapaðir með ýmsum hætti og einkennilega gripi. Hvítir menn vildu þegar þeir gæfu Eskimóum verðmæta hluti, vildu þeir ekki taka neina greiðslu fyrir. Þess á milli settu þeir upp okur- verð fyrir einskis nýta hluti eða bara einken’jilega gripi. Hvítir menn vildu ekki eta góðan, venjulegan mat, heldur Jiærðust þeir á ýmsum hlutum, sem heil- brigður maður gæti ekki neytt ofan í sig nema í hungursneyð. Það einkennilega væri, að hvítu mennirnir gætu fengið betri mat, ef þeir vildu. Gnótt væri af •elum, fisld og jafnvel karíbú í landi þeirra. Þetta og margt annað var mér sagt fúslega og vinsamlega. Ég þurfti ekki •nnað en gefa í skyn, á hverju ég hefði óhuga, til að £á að vita hvaðeina, sem þau vissu. I frásögn sinni gerðu þau greinarmun á því, se*%. talið var víst, aðeins líklegt og jafnvel óáreiðanlegt. Þau voru mjög nærgætin í spurningum. Ég spurði þau, hvort þau hefðu ekki hug á að vita, hvers vegna ég hefði komið og hvert ég ætlaði? Jú, þau langaði til að vita það, en þau vissu, að ef ég vildi fræða þau um þetta, mundi ég segja þeim það. Það var ekki venja þeirra að spyrja aðkomumenn spjörunum úr. Þau áiitu að ég spyrði svo margra spurn- inga, af því að það teldist háttvísi með þjóð minni. Þess væri að vænta, að menn, sem kæmu um langan veg, hefðu aðra siði en þau. Við sátum og ræddumst við í um klukkustund, þar til sendiboði kom (það voru alltaf börn, sem báru boðin) til að tjá mér, að förunautar mínir hefðu farið ti’. hússins, sem reist hafði verið handa okkur, og að menn væntu þess, að ég kæmi þangað einnig. Þetta væri stórt hús, og margir gætu setið þar saman og rætt við okkur. egar ég kom til hússins, sá ég að þótt þar væru nokkrir menn fyrir, var enn nóg rúm innan dyra fyrir þá fjóra eða fimm menn, sem höfðu fylgt mér þangað. Gólfið í innra helmingi hússins hafði verið hækkað í venjulegan tveggja feta háan svefnbálk úr snjó, og var pall- ur þessi þakinn skinnum, sem voru að nokkru eign okkar og að nokkru eign ýmissa fjölskyldna. Sellýsiskolu til hit- unar og matargerðar hafði verið komið fyrir. Þetta var vistlegur staður, því að kolan hitaði kofann í 10° C. Gestir okk- ar stóðu aðeins við í nokkrar mínútur. Einhver sagði að við værum vafalaust þreyttir og syfjaðir, svo að við vildum fá að vera einir. Að morgni, sögðu þeir, mundi verða nægur tími til sámræðna. Við fórum þó ekki að sofa, þegar þeir voru farnir, því að við vöktum hálfa nóttina og ræddum þá einkennilegu hiuti, sem við höfðum séð Og heyrt. Förunautar mínir voru í alveg eins miklu uppnámi og ég. Þeir sögðu, að það væri eins og þeir lifðu sögu af því tagi, sem gamalt fólk segir í samkomuhúsinu, þeg- ar sól sést ekki að vetrarlagi. En hvað þetta var gott og óáleitið fólk! Vafa- laust væru menn þarna þó voldugir og hættulegir töframenn, eins og sögur hermdu og feður förunauta minna höfðu þekkt í æsku. Tannaumirk hafði frétt eitthvað, sem virtist staðfesta þetta. Hann hafði verið gestur í húsi manns, sem síðastliðinn vetur hafði misst hníf sinn í selsvök, þar sem sjór var mjög djúpur. Svo kröftug- ar voru særingarnar, sem veiðimaður- inn hafði í frammi, að þegar hann seild- isi ofan í sjóinn, náði hann honum aðeins i olnboga, og hann náði hnífnum af sjáv- arbotni! Þetta gerðist á stað, sagði Tannaumirk, þar sem ísinn einn var að minnsta kosti faðmur á þykkt, og sjór- inn undir ísnum svo djúpur, að steinn, sem kastað var í hann, var lengi að sökkva til botns. Ég spurði förunauta mína, hvort þeir tryðu slíkum sögum. Ég vissi, hverju þeir mundu svara. Vitanlega trúðu þeir þeim. Hvers vegna? spurði ég. Höfðu þeir ekki ofi sagt mér, að þjóð þeirra gat gert slíka hluti, þar til fyrir fáeinum árum, þegar þeir sóru fyrir anda sína með eiði, er þeir fræddust um það hjá trú- boðunum, að enginn gæti öðlazt sálu- hjálp, sem hefði anda í þjónustu sinni? Það var leitt, að sáluhjálp og iðkun töfra gátu ekki farið saman. Ekki svo að skilja, að slíkt smáræði sem að finna aftur týnda muni væri mjög mikilvægt. Við lækningu sjúkdóma og stjórn veðurs virtust bænir hins vegar miklu áhrifa- minni en gamlir töfragripir. í rauninni sáu þeir þó ekki eftir að hafa glatað hinum fornu áhrifum. Því að fengu þeir ekki í staðinn ómetanlega von um sáluhjálp, sem forfeður þeirra, er voru uppi áður en trúboðar komu til landsins, höfðu ekki hugboð um? Það var hrein skammsýni að harma að hafa afsalað sér getunni til að lækna sjúk- dóma með kraftaverkum. Guð vissi að sjálfsögðu bezt, hvernig og hvenær menn áttu að deyja. Þeim, sem bað af trúfestu og vann aldrei á sunnudögum, var dauðinn aðeins upphaf hamingju- ríkara lífs. Þannig töluðum við og vorum með siðfræðilegar hugleiðingar, þar til okkur syfjaði. ]VIorguninn eftir, þegar við vökn- uðum Og fórum á stjá innan dyra, var okkur ókunnugt, að maður hafði lengi verið á varðbergi úti fyrir snjóhúsi okk- ar og beðið eftir sönnunum fyrir því, að við værum vaknaðir. Þar sem ég er nú orðinn kunnugur siðum þeirra, veit ég, að það var merki frá verði þessum, sem kom fyrsta gestinum til að heim- sækja okkur þennan morgun, en hann var veiðimaðurinn, sem við höfðum hitt fyrst. Hann kom gangandi frá þorpinu, fór sér hægt og söng við raust, svo að við yrðum varir við hann í tæka tíð. Þeg- ar hann kom að ytri dyrum 20 feta langs gangsins okkar, nam hann staðar og kynnti sig: „Ég er þessi eða hinn. Ég fer með friði. Ég hefi engan hníf. Má ég koma inn?“ Þetta var umgengnisregl* þeirra gagnvart okkur. Innbyrðis mundu þeir aðeins tilkynna, um leið og þeir væru að fara inn í húsið: „Ég er þessi eða hinn. Ég kem inn.“ Samræðurnar þá um morguninn sner- ust um ýmsa hluti. Hverjir væru ná- grannar þeirra fyrir austan og norðan? Hefðu þeir nokkru sinni komizt í sam- band við Indíánana í skóginum fyrir sunnan? Hefðu þeir nokkru sinni frétt um, að hvítir menn hefðu komið til lands þeirra? Ég taldi mögulegt, þótt ekki væri það líklegt, að einhverjir menn, sem bjargazt hefðu af skipum Franklins, sem farizt höfðu fyrir meira en hálfri öld nærri austurströnd Viktoríu eyjar, kynnu að hafa búið um tíma meðal þessa fóiks. Þótt þeir væru vafalaust eins forvitn- ir um okkar hagi og við um þá, spurðu þeir fárra spurninga, jafnvel eftir að ég hafði gefið þeim tækifæri. Hlédrægni þeirra og kurteisi höfðu þau áhrif, að ég var þarna nær því að skammast mín fj'rir starf mitt en nokkru sinni fyrr. Þjóðfræðingur verður að spyrja tíðra og oft ósvífinna spurninga. Húsráðend- ui' svöruðu með stakri geðprýði. Þeir sögðu mér, að þeir hefðu aldrei séð hvíta menn. Þeir hefðu heldur ekki séð Indíána úr skóginum. Þeir hefðu hins vegar séð ummerki eftir það fólk á meginlandinu fyrir sunnan, og þeir vissu af sögusögnum frá Eskimóunum við Koparnámuá, að Indíánar voru svik- ulir, blóðþyrstir menn, illvígir og mikl- ir töframenn. Ef til vill ekki meiri töfra- menn en hvítu mennirnir, en fljótari að beita mætti sínum í slæmum tilgangi. Fyrir austan þá byggju ýmsir Eskimóa- hópar (þeir nefndu meira en tylft), og handan þeirra væru hvítu mennirnir, Kablunat, búsettir. Norður á Viktoríu- eyju byggju næstu grannar þeirra og beztu vinir, Haneragmiut, Strandbúarn- ir, Og hvað fyndist þeim um mig — til hvaða þjóðar álitu þeir mig teljast? O, þeir þurftu ekki að geta sér til um það, þeir vissu það. Tannaumirk hafði sagt þeim, að hann tilheyrði Kupagmiut, sem feður þeirra hefðu sagt þeim margar sögur af. Tungutak mitt sýndi ljóslega, að ég tilheyrði líka Kupagmiut og ekki þeirri enn fjarlægari þjóð, sem hinn förunautur minn, Natkusiak, væri af, en tunga hans væri einkennilegri — en nafn hennar höfðu þeir aldrei heyrt, þar til við komum. E g spurði þá, hvort þeim fyndist ekki blágrár augnalitur minn og ljós- brúnt skegg einkennilegt? Fengi þetta þá ekki til að hallast að því, að ég mundi vera af annarri þjóð? Þeir svöruðu: „Okkur fannst aldrei að þú værir af annarri þjóð. Tungutak þitt er aðeins örlítið frábrugðnara okk- ar en sumra manna, sem við eigum skipti við á hverju ári. Hvað snertir augu þín og skegg, þá eru þau mjög svipuð aug- um og skeggi granna okkar fyrir norð- an, sem þú verður að heimsækja. Þeir munu harma það alla tíð, ef þú heldur áfram austur á bóginn án þe.ss að hitta þá.“ Var því ákveðið að við færum daginn eftir í heimsókn til Haneragmiut. En hvað ættum við þá að gera í dag? Væri ekki venja vestmanna að fagna komu gesta ine'ð einhvarjum hætti? Við svöruðum, að venjulega söfnuðust allir þorpsbúar til danssamkomu. Það væri einmitt þeirra háttur, svöruðu heima- menn. Þar sem þeir sáu, að siðir okkar voru hinir sömu, bjuggu þeir sig þegar undir að reisa stórt danshús. Við ættum áð sjá, hverrdg þeir dönsuðu, og kannske fengjum við líka að dansa fyrir þá. Tólf ungir menn hlupu til að klæðast yfirhöfnum sínum og vettlingum til húsagerðar og sækja snjóhnífa sína. Um nónbil var danshúsið fuilgert, snjóhvelf- ing, sem var að minnsta kosti níu fet á hæð. Þar sem snjóhús er hálfkúla, Framhald á bls. 12. Hópur af broshýrum Kopar-Eskimóum, 39. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.