Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 7
SIHAVIÐTAL Hann kom með kraftblökkina 9 og 10. Þetta lærðist allt. — Og treystí hann kraftblökk inni í blindni strax fyrsta sum- arið? — Nei, hann þorði ekki að skilja bátana við sig. Var með hvort tveggja. En í lok vertíð- arinnar var hann með þeim afia hæstu og nota'ði bátana ekki eftir það. — Og nú er allur flotinn með kraftblökk? — Jú, af þeim, sem veiðar stunduðu í sumar, voru allir með kraftblökk utan tveir bátar að því er ég bezt veit. Sumir eru með þær tvær, enda hafa yfir þrjú hundruð blakkir verið fluttar hingað inn. — Og þær flytjið þið inn frá Noregi? — Já, blakkirnar eru fram- leiddar þar með leyfi banda- ríska fyrirtækisins, sem rutt hefur brautina á þessu sviði. KAPP heita þessar norsku verk smiðjur — og þær hafa unnið að endurbótum á blökkinni í samráði við sjómennina. Þær hafa öllu heldur fært sér í nyt reynslu sjómannanna, einkum þeirra íslenzku, því að við höf- um verið langt á undan Norð- mönnum á þessu sviði. Þeir norsku eru fyrst að byrja að taka við sér fyrir alvöru um þessar mundir. En Færeyingar eru margir komnir með blakkir. Færeysku skipstjórarnir hafa flestir komið hingað og verið um borð í íslenzkum veiðiskip- um til þess að kynna sér blökk- ina. Ég hef líka farið nokkr- um sinnum til Færeyja til þess að kynna veiðitækið þar — með góðum árangri. — Ykkar umboð nær líka til Færeyja? — Já, ísland og Færeyjar. — Og hve langt er síðan þér byrjuðuð að fást við innflutn- inginn? — Það er stutt sí'ðan, við stofnuðum ekki okkar fyrirtæki fyrr en 1&62. Þeir voru marg- sinnis búnir að biðja mig að taka umboðið, framleiðendurn- Framhald á bls. 14. — 22235. — I. Pálmason. — Þetta er hjá Lesbók Mbl., er Ingvar Pálmason við? ■— Hann talar. — Góðan dag. Við sáum það í Morgunblaðinu um helgina, að þið væruð búnir að fá nýja gerð af kraftblökkum. Er það ekki rétt? — Jú, alveg rétt. Hún er að koma á markaðinn, þessi nýja. — Haldið þér, að hún muni breyta einhverju í okkar veið- um? — Ég geri ekki ráð fyrir að hún breyti miklu. Hér er um að ræða sama hlutinn, eða því sem næst. Þessi nýja er samt tölu- vert aflmeiri og hæfir því stærri skipum e.t.v. betur en sú fyrri, sem þó verður ekki úreit á neinn hátt. Ég geri ekki ráð fyrir að skipin okkar fái yíirieitt þessa stóru blökk, e.t.v. þau stærstu. — Kraftblökkin hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í fiskveiðum okkar undanfarin ár — og eruð þér ekki upphafs- maðurinn? — Það má e.t.v. segja það. Þetta byrjaði allt fyrir níu ár- um, þegar ég fór vestur á Kyrra hafsströnd Kanada til þess að fylgjast með tilraunum með nýýa flotv-a-rpu, sem fram fóru á vegum Kanadastjórnar. Ég fór þessa ferð á vegum Fiski- félags íslands. — Og þar hafið þér rekizt á kraftblökkina? — Já, skipið, sem gerði til- raunir með trollið, bilaði — og var gert rá'ð fyrir, að ein eða tvær vikur færu í viðgerðina. Ég hafði áhuga á að sjá hvern- ig þeir veiddu síldina á þessum slóðum og varð mér úti um far með einum síldveiðibátnum á þessum slóðum. Sá hafði þetta tæki, sem ég hafði aldrei séð fyrr — og var ég um borð í tíu daga. Mér fannst blökkin ein- mitt geta komið okkur að góðu haldi. Þeir voru ekki allir með hana á þessum slóðum í þá daga. Nei — einn og einn. En hún kom sér einkar vel þarna, því að þeir eru með stærri næt- ur en við. Þessi, sem ég var á, var með 350 faðma langa nót og fékk einu sinni 10.000 mála kast. Þeir háfuðu þrír úr nót- inni. — Og svo komuð þér heim með kraftblökk, var það ekki? — Jú, ég fékk samþykki Davíðs Ólafssonar fyrir því að taka eina heim með mér til reynslu, en hún var ekki notuð fyrr en ári síðar — þá sett um borð í Fanney. Annars varð Sturlaugur Böðvarsson á und- an okkur, því að hann fékk strax áhuga á þessu, þegar ég kom heim með blökkina, fékk eina til reynslu og prófa'ði hana á sínum bátum þá þegar. Hann var þá líka með dælu, síldar- dælu, sem við köllum núna. En aðstæður við þessar fyrstu til- raunir voru ekki nógu góðar — og dælan var þá t.d. ekki orðin jafnfullkomin og hún er núna. Þess vegna báru þessar tilraun- ir ekki nógu góðan árangur þeg ar í stað, enda e’ðlilegt, að tíma þyrfti til að komast upp á lagið með þetta eins og allt annað. — Næsta ár tók Haraldur Ágústsson á Guðmundi Þórðai- syni kraftblökk um borð. Hana fékk ég lánaða hjá framleið- endum í Seattle og máttum við skila henni aftur, ef tilraunin lánaðist ekki. Annars gátum við keypt hana. — En mönnum hefur væntan- lega litizt misjafnlega vel á þessar tilraunir. —Já, svo sannarlega. Gamiir vinir mínir úr sjómannastétt héldu sumir, að ég væri orðinn vitlaus. Þetta væri einhver ó- læknandi della í mér. Sumir voru hættir að heilsa mér, héldu NÝJAR PLOTUR. Það hefur komið mikið af nýjum plöt- um í Fálkann síðustu dag- ana. Af tveggja laga plöt- um ber helzt a'ð minnast á lögin Positively 4th Street og From a Buick 6 sungin af Bob Dylan. Þetta eru nokkuð góð lög, en það er með þau eins og fyrri lög Dylans, það er textinn sem skiptir fyrst og fremst máli. Þá eru það Sonny og Cher með lögin But you’re mine og Helio og þau standa að sjálfsögðu allí af fyrir sínu. Sfðan kemur söngkonan France Gall með verðlaunalagið Poupée de ciri poupée de son, sem stöku sinnum hefur heyrzt i óskaiagaþáttum útvarpsins undanfarið, og nú fæst piat- an í Fálkanum. Þetta er bráð skemmtilegt lag. Hitt lagið á þessari plötu heitir Le Coeur qui jazze og er sæmilegt. Þá eru það tvær enskar hljómsveitir. Sú fyrri er Rolling Stones með lögin Get off of my cloud og I’m free. Fyrra lagið heldur uppi plötunni og hefur a'ð sjálf- sögðu komizt í efsta sæti á vinsældalistunum í Englandi og Ameríku. Það er eftir þá féiaga Jagger og Richard og er svo sannarlega í Rolling- Stones-stílnum. Síðan er það Gerry & the Pacemakers, en frá þeim höfum við ekki heyrt í langan tíma. Þeir eru með Walk hand in hand, gamalt, faliegt iag, sem Gerry gerir nokkuð góð Skil, enda er hann hinn þokkaleg- asti söngvari. Svo er það lag i’ð Dream, sem er eftir Gerry. Þetta er fjörugt lag og bráðskemmtilegt. Mikið hefur komið af 33. snúninga plötum í Fálkann síðustu dagana. Má þar minnast á nýja plötu með gítarhijóm- sveitinni „The Ventures". — Þeir spiia öil nýjustu lögin, sem hinar ýmsu hijómsveit- ir og söngvarar hafa verið með á plötum síðustu vik- urnar. Allt frá Satisfaction t til Wooly-Bully. Þetta er mjög góð plata. Þá eru þa'ð hjónakornin Sonny og Cher með tólf iög á einni plötu. Þar er náttúrlega fyrst I got you habe og síðan hvert lagið öðru skemmtilegra. — Þessi plata stanzar sennilega ekki lengi í Fálkanum. víst, að þetta væri einhver trufl un. Þeir gátu ekki ímyndað sér, áð til væri neitt, sem leyst gæti eldri útbúnað af hólmi. Og á- stæðan til þess að þetta gekk ekki allt of vel í upphafi var meðal annars, að við vorum ekki með réttar nætur. Þá voru nælon-næturnar ekki komnar til sögunnar, en Haraldur Ág- ústsson fékk þá fyrstu þetta um rædda sumar. Hún var ekki nógu sterk, var úr þræði númer 6. Nú eru þeir með þrá’ð númer 40. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.