Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 2
 SVIP- MVND Poy Thomson, blaðajöfurinn frá Kanada, er svo tæki- færissinnaður, þegar peningar og upphefð eru annars vegar, að kalla má hann næstum því samvizkulaus- an. Annar blaðakóngur á heims- mælikvarða, Beaverbrook lávarður, reyndi einu sinni að ræða trúmál við Thomson. „Ég trúi á eld og brennistein í víti“, sagði Beaverbrook. „Ég skal segja þér mitt álit á þessu öllu“, svaraði Thomson, sem keypt hafði dagblað í Edinborg fyrir nokkrum árum. „Þegar ég kom fyrst til Skot- lands, var ég spurður, hvort ég væri í skozku öldungakirkjunni. „Ég er það núna“, svaraði ég“. Beaverbrook gafst upp á að ræða málið nánar. í augum Beaverbrooks var Thomson ný og áður óþekkt stærð í blaðaheimin- um, sem hann botnaði ekkert í. Thom- son er óhugnanlega raunsær og hrein- skilinn, þegar um blaðaútgáfu er að ræða. Hann viðurkennir ófeiminn, að hann gefi blöð út eingöngu til þess að græða peninga á þeim. Stefnumál og hugsjónir skipta hann engu máli. „Ég kaupi dagblöð til þess að græða fé til þess að kaupa ný blöð til þess að græða meiri peninga", sagði hann við eitt tæki- færi. ■Roy Thomson, sem nú er 71 árs, á samtals 128 blöð og 80 tímarit. Hann sagði einu sinni af strákslegri ósvífni, að ritstjórnarefni blaða væri draslið, sem fyllti upp í á milli auglýsinga. Öll ævi hans hefur verið eftirsókn eft- ir peningum. Fjórtán ára gamall fór íhann að vinna hjá reipslagara, og þá þegar fór hann að safna peningum af ástríðu. Hann gaf sér rétt tíma til þess að kvænast rauðhærðri stúlku, sem heit- ir Edna, og um það leyfir hann sér að segja: „Einhver beztu kaup, sem ég hef nokkru sinni gert“. mr egar hann var 24 ára gamall, á- kvað hann að gerast bóndi í Saskatche- wan-fylki í Kanada. Hann var einmana þar og fluttist brátt afíur til austur- fylkjanna. Um tíma fékkst hann við að selja útvarpsviðtæki í norðurhéruðum Ontario-fylkis, en síðan reisti hann sína eigin útvarpsstöð. Þegar blað eitt í fylk- inu, „Timmins Citizen", reyndi að þvinga hann til þess að fella niður fréttaþátt af dagskránni, varð hann reiður og keypti blaðið fyrir 6.000 dollara. Án þess að gera sér það ljóst, var þetta upphafið á hinu gífurlega blaðaveldi hans. H ann langaði til þess að betrum- bæta blaðið, en vissi ekki enn, hvernig ijijijíÍWStffii Hi i SjKHHi WMá ROY THOMSON fara ætti að því. Þá datt honum í hug að senda 100 smábæjarblöðum í Bandaríkj- unum 10 cent hverju og biðja um ein- tak. Hann grandskoðaði blöðin í því skyni að rekast á eitthvað, sem hann gæti notfært sér. Smám saman fór hann að kaupa fleiri smáblöð í Kanada, en hann setti jafnan það skilyrði, að blaðið væri hið eina, sem út kæmi í bænum. Stundum keypti hann blöð, þótt svo væri ekki, en þá veitti hann hinum blöð- unum mjög harða samkeppni, aðallega m.eð því að lækka augiýsingaverð i blaði sínu svo mjög, að hann hirti allar blaða- auglýsingar fyrirtækja í heilum héruð- um. Að lokum neyddust keppinautarnir til þess að gefast upp eða selja honum blöð sín. Thomson hefur alla tíð fylgzt mjög nákvæmlega með blaðaauglýsingum og auglýsingaverði. Á hverjum degi liggur hann yfir verðtöflum dagblaða hvaðan- æva að úr heiminum, ber saman verð og gerir aðrar athuganir. Hann fylgist mjög vel með fjárhagsástæðum allra blaða sinna og ákveður sjálfur öll útgjöld. Segja má, að hann stjórni öllu bókhaldi þeirra sjálfur. H ins vegar skiptir hann sér ekk- ert af því, hvaða stefnu blöð hans fylgja í þjóðmálum eða öðrum málum. Þau mega fylgja hvaða stjórnmálaflokki sem er að málum, aðeins ef þau skila ágóða. „Ég býst við, að ég yrði að gera eitt- hvað í málinu, ef einhver ritstjóranna snerist gegn guði eða brezka konung- dæminu. En ef þeir láta þetta tvennt í friði, þá. .. .“. Hann ypptir öxlum. Hann fylgir þeirri reglu sinni út í yztu æsar að gefa ritstjórunum algerlega frjálsar hendur, meðan blöðin seljast og auglýsendur vilja auglýsa 1 þeim. T JL homson bauð sig fram til þings í Toronto árið 1953. Sum blöð hans studdu ekki framboð hans og voru því jafnvel andvíg. Hann féll í kosningunum með 2.400 atkvæða mun. Hvar sem Roy Thomson kemur, fer hann á fund útgefenda helztu blaðanna og spyr blátt áfram, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Viljið þið selja“. Útgefend urnir svara venjulega neitandi í fyrstu, en oft taka þeir boðinu síðar. Þegar hann gat ekki keypt fleiri blöð í Kanada, brá hann sér til Skotlands og keypti hið virðulega og áreiðanlega blað „The Scotsman“, mörgum til mikillar skelfingar, sem óttuðust, að þessi múga- mannslegi Kanadamaður mundi breyta biaðinu í skrílblað. Þeir þekktu ekki reglur hans um að skipta sér ekki a£ innihaldinu, þegar auglýsingar eru frá- taldar. í þetta skipti breytti hann þó nokkuð út af reglunni, en til góðs, að því er Skotum fannst. Hann ruddi aug- lýsingum út af fornfálegri forsíðunni og lifgaði upp á fréttaþjónustu blaðsins. C O íðan Tagðf hann út í rekstur sjón- varps og kom fyrstu auglýsingasjón- varpsstöðinni í Skotlandi á fót. Þá keypti hann blaðahring Kemsleys lávarðar og settist að í Fleet Street sem eigandi hins virðulega „Sunday Times“. Frá Fleet Street stjórnaði hann síðan útþenslu blaðahrings síns og keypti blöð í Afríku, Vestur-Indíum, Bandaríkjun- um og Bretlandi. Hann fór að gefa út litprentað auka- blað með „Sunday Times“ árið 1962. Þetta var rándýrt fyrirtæki, og menn spáðu illa fyrir því, enda tapaði Thom- son gífurlegu fé á því fyrsta útkomuárið, eða sem svarar rúmum áttatíu milljón- um íslenzkra króna. Næsta árið bætti biaðið við sig 120 þúsund áskrifendum, og síðan hefur það borið sig. Aðrir blaðaútgefendur í Lundúnum flýttu sér þá að feta í fótspor hans, en hann hafði öruggt forskot. T X homson hefur breytzt töluvert síðustu árin, eins og honum finnist eklci lengur, að peningarnir einir skipti öllu máli í lífinu. „Ég er ekki mjög góðgerða- samur maður“, segir hann. Þó hefur hann nýlega sett á laggirnar stofnun fyr- ir 500 til 600 milljónir íslenzkra króna, sem á að efla menntun í Afríku. Skæð- ar tungur segja, að hún sé til þess að kenna svertingjum að lesa blöðin hans. Árið 1963 bauð hann brezkum kaup- sýslumönnum að fljúga með sér til Moskvu og hitta Krúsjeff að máli. Krús- jeff tók ágætlega á móti Thomson, og virtust þeir eiga vel skap saman. „Við búum við tvö ólík hagkerfi“, sagði blaða- jöfurinn við einvaldinn, „en þau hafa lyft undir okkur báða. Ég er kapitalisti, sem hef komizt áfram í lífinu, og þú ert kommúnisti, sem hefur komizt áfram í lífinu". Jr ótt Krúsjeff hafi e.t.v. verið gott dæmi um valdastreitumann í kommún- ísku þjóðfélagi, er varla hægt að segja, að Thomson sé heppilegt dæmi um mann, ,,sem kemst áfram“, í kapítalísku þjóð- félagi. Hann hefur gert sig dálítið spaugi- legan seinni árin í hlutverki sinu sem meðalgöngumaður milli austurs og vest- urs. Hann hefur sjálfur búið þetta hlut- verk til og tekur það mjög hátíðlega, áreiðanlega miklu alvarlegar én efni standa til. f september síðastliðnum fór hann aftur til Moskvu, og nú til þess að ræða heimsvandamálin við Kosygin. Thomson hefur einnig gerzt hégóm- legur hin síðari ár. Til marks um það er fíkn hans í aðalstitil. Þegar hann komst að því, að Kanadamenn geta ekki öðlazt slíka titla, gerðist hann umsvifalaust brezkur ríkisborgari, og hóf síðan að kvabba á öllum áhrifamönnum, sem hann þekkti í brezkum stjórnmálum. Að lokum var látið undan honum, og hann kaus sér nafnið „Lord Thomson o£ Fieet“. Hvers vegna nennti hann að standa f Öllu þessu stappi? „Það er bezta leiðin", segir hann, „til þess að sanna Kanada- mönnum, að ég hef komizt áfram í líf- inu“. I’rarakv.stJ.: Siglas Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fré Vigur. MattHías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami Garðar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl S. Sími 22480. Utgefandi: Hi. Arvakur. Reykjavftc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 40. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.