Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 15
Rex Harrison
Framhald af bls. 4.
sitt. ókunnugum er örsjaldan
boðið að heimsækja villu hans.
Þangað er aðeins hægt að kom-
ast eftir löngum og erfiðum
stíg, sem er lokað með keðju
mokkurn spöl frá húsinu. Þar
við er jeppi, sem Harrison
hjónin nota til að aka frá keðj-
unni að húsinu og öfugt, en þau
■ganga eða taka sér leigubíl
niður að höfninni.
★
|
J. höfninni hafa þau tvo
báta, en trúr ímynd hins sanna
Englendings, þá nýtur Harrison
Iþess að leika golf og jafnvel
enn meira að fara í göngu-
ferðir. Þegar hann yfirgefur
Þetta fábrotna líf og kemur við
í þeim heimsborgum, þar sem
binir frægu leikarar starfa,
klæðist hann yfirlætislausum
tweed-fötum brezks ferðalangs,
en sem gefa þó til kynna að
jþar sé heimsborgari á ferð.
Það er greinilegt að Rex
Harrison leggur sig fram um
«ð ná eins miklu út úr lífinu
«g unnt er og það er ef til vill
skýringin á því, hvers vegna
hann er enn svo karlmannileg-
ur og hraustlegur útlits. þrátt
fyrir að hann sé 56 ára að
aldri. Hann er mjög trúr eigin-
konu sinni, sem er mjög aðlað-
•ndi leikkona, 36 ára að aldri,
og hefur sjálf unnið sér frægð
é leiksviðinu og í kvikmyndum.
Fyrri frægð Harrisons sem'
kvennagulls virðist fremur hafa
stafað af aðdáun kvenþjóðar-
innar en raunverulegu ásta-
bralli hans sjálfs. Þegar hann
er minntur á þetta roðnar hann
af reiði: „Sem skapgerðarleik-
ari vildi ég losna við þetta álit.
Ég hef alltaf haldið því fiam,
að það hafi aldrei útvegað mér
hlutverk eða konu“.
Leikhúsið og kvikmyndirnar
hafa verið helztu áhugamál
hans í lífinu. „Það var svo sem
ekki að ég hefði fengið köllun
um að leika, það er bara það
eina sem ég hef nokkru sinni
gert“. í 40 ár hefur hann beint
öllum huga sínum að þessu
eina starfi: „Mér hefur aldrei
komið til hugar að gera neitt
annað“, segir hann. Þolinmæði
hans varðandi öll önnur mál-
efni er takmörkuð. Þegar sam-
talið beinist frá því fer einnig
svo um athygli hans.
★
Hann er þekktur af
kænsku í viðskiptum (hann
gefur aldrei eftir varðandi þau
laun, sem hann vill fá fyrir
kvikmyndahlutverk) og hann
er fámáll um hvað hann gerir
við peningana. „Við skulum
segja, að ég geymi þá undir
koddanum". Hann viðurkennir
þó að hafa lagt mikið fé í vill-
una. „Ég er mjög hrifinn af
henni. Kauphallarbrask gerir
mig skelkaðan. Ég tek ekki þátt
í fjárhættuspilum. Ég á engin
fyrirtæki og hef ekki sérstakan
áhuga á að framleiða kvik-
myndir eða kosta leiksýning-
ar“.
Stjórnmál eiga ekki upp á
pallborðið hjá honum. „Ekkert
slíkt ætti að hafa áhrif á leik-
arann“, segir hann, „stjórnmál
takmarka hann. í mínum aug-
um er hlutverk kvikmyndar-
innar að skemmta fólki. Auð-
vitað getur hún jafnframt ver-
ið fræðandi, en það getur hún
aðeins sé hún að öðrum þræði
til skemmtunar. Mér tekst ekki
að sjá margar kvikmyndir og
þá helzt um borð í skipum eða
flugvélum. En ég veit þó að ég
aetti að gera það. Ég mun samt
verða í dómnefndinni á kvik-
myndahátíðinni í Cannes nú í
vor, svo að þar verð ég að sjá að
minnsta kosti 26 kvikmyndir.
Þegar ég les er það fyrst og
fremst til að búa mig undir
hlutverk sem ég hef tekið að
mér eða þá er ég les handrit
eða skáldsögur sem ég kynni
síðar að leika í. Ég las tugi
bóka til að búa mig undir hlut-
verk mitt í „The Agony and
the Ecstasy“. Hlutverk Júlíus-
ar páfa, það er nokkuð til að
tala um. Harðjaxl á Ren-
aissance tímabilinu, páfi, sem
ekki líktist neinum páfa, tók
þátt í einvígum og eignaðist
óskilgetin börn. ítalirnir köll-
uðu hann „II Terrible". Fyrir
hlutverk mitt í „The Yellow
Rolls Royce“ þurfti ég ekki
mikinn undirbúning. Ég lék
enskan markgreifa á fjórða
tugi alda rinnar, sams konar
hlutverk og ég hef haft á leik-
sviðinu árum saman. í raun-
inni var myndin mjög lík þess-
um gömlu leikritum. Ég naut
þess í ríkum mæli að leika í
henni“.
Hann álítur að hin samtvinn-
aða reynsla hans á leiksviði og
í kvikmyndum hafi hjálpað
honum til að setja nýjan og
ferskan blæ á hlutverk prófess-
ors Higgins þegar „My Fair
Lady“ var kvikmynduð. „Ég
held, að ég líkist ekki Henry
Higgins mikið í rauninni, en af
sjálfsdáðum hef ég lagt mikið
af sjálfum mér í hlutverkið“.
En eitthvað af Henry Higgins
hefur ef til vill loðað við hann
líka. Eins og hinn þurrláti hljóð
fræðiprófessor hefur hann ver-
ið kallaður tillitslaus, montinn
og sjálfumglaður. Hann sagði
einu sinni: „Það reynist mér
ekki eins erfitt og flestum leik-
urum að vera uppstökkur án
þess að vera illþolanlegur“.
Sumir af starfsfélögum hans
eru þeirrar skoðunar að honum
takist þetta ekki.
í Rómaborg er hann þekkt-
ur fyrir nístandi fyndni á með-
an á töku kvikmyndarinnar
„Cleopatra“ stóð. I dag segir
hann um Elisabeth Taylor: „Liz
mun verða óviðjafnanleg í
„Hver er hræddur við Virginíu
Woolf?“ Hún ætti alltaf að
leika í nútíma hlutverkum. Það
er erfitt að finna sjálfan sig í
hlutverkum frá fyrri tímum“.
★
Hllum skeytingarlausum
umsögnum um stöðu hans sjálfs
sem leikara er tekið með fyrir-
litningu og hann fer ekki leynt
með að honuin er mjög á móti
skapi að vera líkt við aðra leilc
ara. Hann þolir ekki andsnúna
gagnrýni auðveldlega og það er
liklegast af þeim sökum, að
hann hefur svo sjaldan orðið
fyrir henni.
Hann hefur leikið í 28 kvik-
myndum og hvorki meira né
minna en tugum leikrita og hef
ur hann sjálfur annazt leik-
stjórn nokkurra þeirra. Túlkun
hans hefur ætíð einkennzt af
leikni, alvörugefni og næm-
leika og enginn efast um hæfni
hans sem leikara.
Hann hefur aldrei komizt I
hinn hrífandi hóp þeirra ensku
leikara, sem hafa verið slegnir
til riddara, en eftir að hann
hlaut Oscar-verðlaunin í Holly-
wood fyrir nokkru fyrir leik
sinn í „My Fair Lady“ getur
vel svo farið að nafn hans verði
að finna á næsta heiðurslista
Elísabetar drottningar.
Hvort sem hann hlýtur þenn-
an heiður eða ekki mun hann
samt framvegis sem hingað til
verða leikari sem einkennist
af sterkum persónuleika og
næmri persónulegri túlkun,
sem er enskur, virtur og dáður
og ef til vill er Rex Harrison
bezta hlutverk hans, hinn yfir-
lætislausi óðalseigandi með
svip heimsborgarans.
>f
40. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15