Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPENSARI — Einn bjór, takk! — Ég sá hann fyrst! A erlendum bókamarkaði Bókmenntir. Foesie. Karl Vennberg. Schwed- ish — deutsch. Úbersetzt von Nelly Sachs und H. M. Enzens- berger. Nachwort von Lars Gustafsson. Suhrkamp Verlag 1965. 0M 11.80. Karl Gunnar Vennberg fædd- ist 11. apríl 1911 í Bládinge, þorpi í Smálöndum í Svíþjóð. Faðir hans var smábóndi og hann vann um árabil að landbúnaðar- störfum, en stundaði jafnframt nám í bréfaskólum. Síðan lagði hann stund á heimspeki, norræn mál og bókmenntir í Stokkhólmi. Fyrsta bók hans var „Hymn och hunger" og vakti sáralitla at- hygli. Með næstu bókum sínum, „Halmfackla" 1944 og „Tide- rákning" 1945, verður hann fræg- ur. Síðan rekur hver bókin aðra og höfundurinn verður málsvari þeirrar kynslóðar, sem kennd er við fimmta tug aldarinnar. Vennberg kynnti Svíum Kafka, þegar sá höfundur var svo til óþekktur í Evrópu, verk hans hafa haft töluverð áhrif á Ijóð Vennbergs. Vennberg hefur mjög persónulega afstöðu til stjórn- mála, hann er flokksleysingi en telur sig nokkurskonar sósíalista. Hann er lítið gefinn fyrir félags- málastarfsemi, og þótt hann sé blaðamaður við „Aftonbladet". lifir hann lífi sínu „far from the madding crowd". Suhrkamp-forlagið hefur gefið út ljóð nokkurra skálda ýmissa þjóð á tveim málum, frummáli og þýzku. Meðal þessara eru: Carlos Drummond de Andrade, Franco Fortini, Frantisck Halas, Giorgos Seferis og fleiri. Þetta er hin þarfasta útgáfa og mun forlagið hcilda áfram þessari starfsemi. Abriss der deutschen Eiteratur- geschichte in Tabbellen. Vierte, durchgesehene u. ergánzte Auf- lage. Fritz Schmitt u. Jörn Göres. Athenáum Verlag 1965. DM 13.80, Höíundar þessa verks eru Schmitt og Göres, sá fyrri lagði stund á heimspeki og listasögu, hefur gefið út rit um Heine og starfar nú sem rithöfundur og útgefandi. Sá síðari er safnvörð- ur Goethe-safnsins í Dússeldorf, hann hefur sett saman rit um Goethe og Arnim. Þetta rit er byggt á þriggja binda verki sömu höfunda, „Deutsche Literaturgeschichte in Tabellen", sem kom út á árun- um 1949-52. Þessi fjórða útgáfa „úrdráttar" er endurskoðuð og fyllri hmuni fyrri. Bókinni er skipt í kafla eftir bókmennta- timabilum. Ritið spannar tímann allt frá fyrstu minjum og ritum um Þjóðverja frá því fyrir Krist og fram á okkar daga. Ævisaga hvers höfundar er rakin í aðal- atriðum, höfundaeinkenni og helztu verk, inntaki þeirra lýst 1 fáum orðum og þau ársett. Einn- ig eru rakin áhrif þessara verka á samtímann og aðra höfunda samtíðar og síðar. Þetta er mjög handhæg uppsláttarbók. The Egyptologists. Kingsley Amis and Robert Conquest. Jona- than Cape 1965. 18/—. Tveir eru höfundar þessarar skáldsögu, þeir hafa áður unnið saman að bókagerð. Kingsley Amis hlaut menntun sína í Ox- ford og hefur látið nokkrar bæk- ur frá sér fara. Robert Conquest er skáid og gagnrýnandi, og var einnig í Oxford. Þetta er saga um leynifélag, sem er grunað um að reka smygl, eiturlyfjasölu, njósnir og jafnvel eru félags- menn, sem allir eru karlmenn, grunaðir um frávik frá eðlilegu hátterni eigin kyns Ýmsir verða til þess að reyna að rannsaka og komast að tilgangi félagsins, sem reynist allt annar en menn grunar. Aðalstöðvar þessa félags, sem kennir sig við „egypzk fræði“, eru til húsa á hálf yfir- skyggðum stað í borginni. Mikil leynd hvílir yfir öllum störfum og aðgerðum þessa félags, enginn veit hvað gerist í herberginu, sem kennt er við Isis. Loks kem- ur að því að allt er afhjúpað. Höfundar hafa sett saman mjög skemmtilega bók og spennan helzt til bókarloka. The Sea is Hungry. Henry-Jacqu- es. Michael Joseph 1965. 25/—. Bókin er þýdd úr frönsku af Stellu Rodway. Höfundurinn minnir um margt á Daphne du Maurier, einkum fyrri bækur hennar. Hann fléttar listilega saraan náttúrulýsingar og örlög þess fólks, sem byggir þessa út- skaga, þar sem' sagan gerist. Náttúruöfiin móta líf fólksins. hafið og auðnarlegt landslagið heíur meiri áhrif á sálarfar þess en það grunar sjálft. Það er mikil spenna í þeesari sögu. Svið- ið er auðnarleg strönd Vendée- héraðs í Frakklandi og aðalper- sónurnar eru af Altefer-ættinni, sem eitt sinn réði og ríkti á þess- um slóðum, en lifir nú í minning- um um forna frægð. Ástarsaga Pazannes Altefers og Sylvians er rakin af mikilli nærfærni og inn í þá sögu fléttast fjölskyldudeilur og barátta manns og hafs. Sagan verður manni eftirminnileg, hún er vel skrifuð og persónulýsingar minnisstæðar. Ævisögur. Garibaldi and His Enemies. Christopher Hibbert. Longmans 1965. 45/— . Höfundurinn hlaut menntun sína í Oxford. Hann var liðsfor- ingi á stríðsárunum, særðist tvis- var og hlaut heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Hann hefur stundað sögurannsóknir síðustu ár og sett saman margar bækur. sem hafa hlotið ágæta dóma. í þessari bók ritar hann um sam- einingu Ítalíu og þann þátt sem Garíbaldi átti að þeirri sögu. Garibaldi var einn þessara frelsis- riddara 19. aldar, hann dvaldi um skeið í Suður-Ameríku og tók þátt í borgarastyrjöldum í Uru- guay og Brasilíu, hvarf síðan til Ítalíu og var einn þeirra sem unnu að sameiningu landsins. Hann barðist bæði gegn Frökk- um og Austurríkismönnum. Ein frægsta för hans var sú, er hann fór til Sikileyjar með 1088 manna liði, sigraði vel útbúinn her Búrbóna og í árslok 1860 af- henti hann Viktor Emmanuel landsvæði, sem hann hafði unnið. Siðan hvarf hann til búgarðs síns við Caprera, snauður að þessa heims gæðum. Sigur hans á Sikil- ey er hans frægasti og með hon- um verður hann þjóðsagnaper- sóna og verður dáður um alla Evrópu. Margir hafa sett saman bækur um þennan furðulega mann og siík rit hafa alltaf verið vinsæl lesning. Dómar manna um hann hafa verið honum eink- ar hagstæðir, en þó voru ýmsir, sem litu hann öðrum augum. Höfundur þessa rits reynir að draga upp sem sannasta mynd af þeesum íurðufugli og hefur með því sett saman mjög læsilega bók, sem er aukin ágætum mynd- um og heimildaskrá og registri. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR HVERS vegna er kenning prestanna í kirkjunni svo gjörólik innbyrðis sem raun ber vitni? Þannig spyrja menn og má jafn- vel finna slíkar spurningar í blöðum. Enga skarpskyggni þarf til að skilja að misræmið er mikið. Einn boðar kenningu N. T. og kirkju sinnar skýrt og málefnalega, en annar flytur sínar einkaskoðanir, sem eru svo aftur ólíkar einkakenningum hins þriðja, samsteypu hins fjórða eða sundurlausum hugmyndum hins fimmta o. s. frv. Eðlilegt hlýtur að teljast að einkaskoð- anir séu ólíkar, þar sem eðli manna og persónuleiki er hvergi nærri eins. Svo er og í þjóðfélaginu og daglegu lífi manna. í Afríku eiga höfðingjar margar konur. í Evrópu halda sumir menn framhjá eiginkonum sínum, aðrir yfirgefa þær með öilu, en sumir eru eiginkonum sínum trúir til dauðadags. Per ana- logiam er svo einnig í kirkjunni og var með söfnuði Guðs hjá hinum forna ísrael löngu fyrir daga Frelsarans á jörðinni. Spámenn ávíta lýðinn fyrir „framhjáhald með framandi guð- um“, sbr. Hósea. Þannig er með Guðs lýð nú á dögum. Ein- hverjum „lauslátum“ manni lízt vel á einhverja framandi hug- mynd, heiðna eða heimspekilega, og hann slær til, líkt og frí- merkjasafnari eða hrossabraskari og kaupir þessa hugmynd og reynir svo að selja hana aftur og telja mönnum trú um að hún sé jafn góð eða betri fyrir sálir mannanna en hinn spámann- legi bg postullegi boðskapur, sem hann hefir heitið að boða í kirkjunni. Hér með er ekki verið að amast við því að menn eigi „hugmyndir“, hross eða frímerki — heldur við óheiðarleika í þessari verzlun. Paradoxið, þverstæðan, sem veldur undrun, glundroða og spurningum meðal manna er hvernig á þvi skuli standa að svo gjörólíkir menn (leikmenn, prestar, trúleysingjar o. fl.) skuli vera í einni og sömu kirkjustofnun. Þetta hefir heilög kirkja séð fyrir löngu fyrir vora daga, enda er vizka hennar mikil, meiri en nóg handa þeim, sem hennar vilja leita. „Quid sit Ecclesía? Quanquam ecclesia proprie sit congre- gatio sanctorum et vere eredentium, tamen cum in hac vita multi hypocritae et mali admixti sint, licet uti sacramentis, quae per malos administrantur, iuxta vocem Christi: Sedent scribae et pharisaei in cathetra Moysi & c. Et sacramenta et verbum propter ordinationem et mandatum Christi sunt effi- cacia, etiamsi per malos exhibeantur". (C.A. 8). — Oss er hér sagt í játningu kirkju vorrar (1) að kirkjan sé réttilega söfn- uður heilagra og sanntrúaðra manna, (2) að í þessu lífi sé inn- blandað í kirkjuna mörgum hræsnurum (hypocritae) og ill- mennum (mali), (3) að þótt illir menn gegni þjónustu orðs og sakramenta, þá haldi þau gildi sínu, af því þau eru inn sett af Kristi. Spyrja mætti hvort játningin gangi hér ekki á rétt hinna trúuðu, sem eru kirkjan, og dragi taum hræsnara og illmenna, sem „admixti sint“, blandað er innan um trúaða menn í kirkj- unni. Og hvað leiðir af þessari blöndun? Vissulega er hér vandi á höndum, en hann varir ekki að eilífu, heldur aðeins í þessu lífi. Kosturinn við þessa furðulegu kirkjukenningu er sá að lútherska kirkjan hefir varðveitzt sem heild út á við öldum saman og ekki klofnað niður í rúmar hundrað litlar kirkjudeildir, líkt og kirkjur vorra reformertu bræðra og vingltruarmanna. Gallarnir liggja hins vegar í augum uppi. Kirkjan klofnar að innanverðu í sanna kirkju (sem heldur sér að Guði, orði, sakramentum, tilbeiðslu, góðum verkum o. fl.) og falskirkju (sem heldur sér að veröldinni og nokkrum sere- móníum, sem menn kauþa vægu verði af prestunum hér- lendis). Þessi aðgreining er nú orðin algeng í guðfræðinni, og sjálfsagt að gera sér hana Ijósa, en nota þó ekki úr hófi fram. — Kirkjan kann einnig að greinast i hópa áhugamanna, sem halda fast við fagnaðarboðskapinn, en gefa sig að tilteknum kirkjulegum verkefnum, svo sem velferðarþjónustu, kristni- boði, barnastarfi, sjómannastarfi, skólastarfi og námi, en slík verkaskipting er heilbrigð og kunn allt frá dögum postulanna. Hinn alvarlegi klofningur er milli trúarafstögu og vantrú- arafstöðu, og hálfvelgjan er einnig vantrúarafstaða. Menn spyrja ef til vill um einkenni falskirkjunnar, en þau eru ekki auðtaljn. Eitt hið veigamesta er þó að falskirkjan ofsækir hina sönnu kirkju (líkt og heiðnin gerir oft), stundum í blóðugum ofsóknum, en stundum óblóðugum, með margvislegum hindr- unum, sem hún leitast við að leggja í veg fyrir frjálsa út- breiðslu fagnaðarboðskaparins og með margvíslegum niðurrif- um á heilnæmum trúar- og siðakenningum. 40. tbl. 1965 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.