Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 8
Gamli franski spítalinn á Fáskrúðsfirði efst til hægri. Frönsk skúta liggur við bryggjuna, en spítalaskipið „St. Francis
d’Assisi“ lengst tii vinstri.
Bækistöðvar Fransmanna á íslandi
Eftir Vigfús Kristjánsson
C uðmundur Einarsson afi minn,
hafnsögumaður á Hafnarnesi í Fáskrúðs-
firði, hafði mikil afskipti af Fransmönn-
um eystra. Hann var afburðasjómaður
og aflasæll, talaði vel frönsku og var
slarkfær í dönsku og norsku. Hann
lóðsaði mörg frönsk, dönsk og norsk skip
inn á Fáskrúðsfjörð og Eskifjörð, og
hann bjargaði mörgum frönskum fiski-
skipum frá strandi og úr sjávarháska.
Hann verzlaði talsvert við Fransmenn-
ina eins og menn gerðu almennt á Aust-
fjörðum. Var nú verzlun mest vöru-
skipti. Landsmenn seldu Frökkum prjón
les (sjóvettlinga, sokka og peysur), en
fengu í staðinn kex, vín, salt og veiðar-
færi. Þessi viðskipti voru báðum aðilj-
um hagkvæm. Guðmundur var fæddur
6. nóv. 1®16 og andaðist 10. marz 1893.
Faðir minn, Kristján Guðmundsson
skipstjóri, fæddist 26. okt. 1862. Þegar
faðir hans féll frá, tók hann við for-
mennsku á bátnum og var með hann
þangað til hann hóf að gera út sinn
eigin bát, „Höfrung". Hann talaði
frönsku og gat bjargað sér í norsku og
Seinni hluti
dönsku. Árið 1902 bjargaði hann róðrar-
báti með þremur mönnum, og þótti það
einstakt afrek. Hann andaðist 29. des.
1905, aðeins 43 ára gamall, og fluttumst
við þá alfarin frá Hafnarnesi haustið
1906
Dreng bjargað af skipsflakl.
F yrsta sumarið (1907) eftir að við
fluttum inn í kaupstaðinn unnum við
á Tanganum við beitingu og í breiðslu
og samantekningu á fiski. Þá var mikið
um komur frakkneskra fiskiskipa inn á
Fáskrúðsfjörð, og var Búðalega oft þak-
in af þeim. Þá sá ég í fyrsta sinn frakk-
neska menn, er þeir komu í land á
jullunum og tóku vatn á tunnur úr lækj
unum og þvoðu þvottinn sinn þar. Ég
bafolaði við þá og seldi þeim sjóvettlinga
l
fyrir flandraraforauð og pompolaferauð.
En næsta sumar unnum við í Fram-
kaupstað. Verzlunarhúsin stóðu á Álfa-
melseyrinni, og rétt ofan við reitinn stóð
stór steinn upp á endann og vissi slétti
flöturinn á honum, sem var hvítmálaður
með svörtum krossi, í suður út á Búða-
legu. Hinsvegar við fjörðinn á Sævar-
endaströndinni, stutt frá Merki, var ann-
ar steinn, og vissi slétti flöturinn á hon-
um, sem var hvítmálaður með svörtum
krossi, í norður á móti Búðalegu og hin-
um steininum, sem var þar. Þessir stein-
ar voru innsiglingamerki inn á Búða-
iegu.
Rétt innan við Framkaupstað rann
fram smálækur, er nefndur var Pósthús
lækur. Innan við lækinn á sandrifi í
fjörunni lá skipsflak af strönduðu tré-
skipi, sem nefnt var Merkúr gamli. Það
hafði verið einmastraður galías, með
gafl að aftan og utan á liggjandi stýri.
Hann hafði verið 111 tonn og verið lengi
í förum hjá verzlun örum & Wulffs,
sem keypti fisk og aðrar afurðir á fjörð-
unum og seldi þar varning, áður en verzl
unin kom á Fáskrúðsfjörð. Merkúr
gamli hafði farið sína seinustu ferð til
Fáskrúðsfjarðar 25. júní 1897 og strand-
að á þessu sandrifi. Árið 1908 var ekki
annað orðið eftir af honum en stefnið og
nokkur rif í stjórnborðssíðunni. Ann-
að hafði verið rifið smátt og smátt.
Drengirnir í Búðakaupstað höfðu dálæti
á þessu gamla skipsflaki og léku sér þar
oft úti um fjöru. En um flóð var skips-
flakið á kafi í sjónum, annað en efsti
hlutinn á stefninu. Einn morguninn,
sem ég var á reitnum, varð mér litið út
á Búðalegu og sá þrjá drengi vera að
leika sér úti á fakinu af Merkúr gamla.
Þeir voru svo niðursokknir í að leika sér,
að þeir gættu sín ekki, og sjórinn var
meir en hálffallinn að, er þeir tóku eftir
því. Þeir fóru þá að koma sér í land.
Eldri drengirnir komust klakklaust í
land, en sá yngsti áræddi ekki að fara á
eftir þeim og stóð grátandi eftir úti á
flakinu. Drengirnir, sem komnir voru í
land, þorðu ekki að fara út til hans til
að bjarga honum, en hlupu grátandi um
í fjörunni. Enginn fullorðinn maður var
þar nálægur, því að allir voru í önnum.
Ég hljóp þá niður eftir og óð út að
flakinu og tók drenginn á bakið. Þá var
sjórinn fallinn svo mikið að, að hann
náði mér í axlir. En ég var vel kunnug-
ur og þræddi mig eftir rifinu í land, en
það mátti ekki tæpara vera, að ég hefði
það. Þegar ég var kominn í land með
drenginn, hljóp hann strax til hinna
drengjanna, og þeir hlupu allir heim til
sín. En ég sem var rennblautur hljóp
heim til mín að Holti og hafði fataskipti
og fór svo strax aftur niður á reitinn.
En þá var faktorinn kominn þangað, og
er hann sá mig, kom hann til mín og
skammaði mig fyrir að vera að svíkjast
um í vinnunni og tók svo blautan salt-
fisk og gaf mér utan undir með honum
og hótaði að reka mig úr vinnunni, ef
hann sæi mig svíkjast um oftar. Þannig
fór um sjóferð þá!
Þremur drengjum bjargað frá drukknun
S umarið 1910 unnum við hjá
Stangelandverzlun, en þar höfðum við
unnið frá því á miðju sumri 1909. Stange
land hafði nýlega fengið tvo nýja vél-
báta frá Noregi, sem hétu „Norður-
stjarnan” og „Norðurljósið". Það voru
ijómandi fallegir bátar, stokkfeyrtir og
ganghraðir. Auk þess hafði Stangeland
vélskipið „Lifvelei", 30 tonna kútter,
og svo „Karmey“, smávélbát súðbyrtan,
sem hann hafði til flutninga. Eins og
undanfarin sumur hafði Peter Stange-
land nótabrúk og var nótabassi sjálfur.
Fyrri part sumarsins 1910 lagði hann
síldarlás inni á Búðaleirum. Þegar búið
var að læsa síldarlásnum, var svo mikil
síld í nótinni, að bæta þurfti nótakútum
á lásinn.
Ég var þar inn frá að snúast hjá þeim
á skektu og var sendur út eftir til að
sækja nótakúta. Er ég átti örstutt eftir
út að Stangelandsbryggjunni, sá ég að
þrír drengir voru að leika sér á bryggju-
sporðinum. Er þeir sáu mig koma á
skektunni þustu þeir ofan í bryggjustig-
ann, og 1 ákafanum að verða fyrstur
ruddust þeir hver á annan og lentu
allir í sjóinn. Ég reri í spreng út að
bryggjunni til að bjarga þeim, því að
þeir voru ósyndir og aðdýpi var við
bryggjuna. Ég kom rétt mátulega til að
geta bjargað þeim. Þeir fóru svo heim.
til sín að hafa fataskipti, en ég fór upp
í sjóhús til Tómasar Stangelands og
sótti nótakútana og fór með þá inn eftir.
Nokkrum dögum seinna einn sólbjart-
an sunnudag sá ég í fyrsta sinn mann
synda. Það var skólastjórinn, Björn Dan-
ielsson, og hann stakk sér út í sjóinn af
bryggjusporðinum á Stangelandsbryggj-
unni og synti góðan spöl. Ég minnist
ætíð þessa ágæta manns, sem var góður
kennari og drengskaparmaður. í fyrsta
skiptið sem ég fór í barnaskólann, fór
mamma með mig til skólastjórans, sem
tók ljúfmannlega á móti okkur. Er hann
vissi að mamma var fátæk ekkja, sem
ekki gat keypt allar kennslufeækurnar,
sem ég átti að læra, klappaði hann á
koliinn á mér og sagði: „Ég gef litla
drengnum með fallegu augun bækurn-
ar.“ Þannig var Björn Dan, eins og hann
var ætíð nefndur. Hann var prúðmenni
og drengskaparmaður og ágætur kenn-
ari, maður sem ungir jafnt og gamlir
báru virðingu fyrir.
Frakkneskur sjóliði kjöldreginn.
kJ umanð 1910 var mikið um komur
frakkneskra fiskiskipa á Fáskrúðsfjörð.
Frá því í marz og fram í septemfeer
komu um 50 frakknesk skip inn á Búða-
legu og lágu þar inni, oft svo dögum
skipti. Þann 7. og 8. maí gerði ofsaveð-
ur og st'^-v'ð á Austurlandi. Þá lágu
mörg fra,i7inesk fiskiskip inni á Búða-
legu, og 8. maí rak þrjú beirra upp í fjör-
una á Mjóeyrarbugtinni. Tvö þeirra voru
fiskiskip: „Daniel“, 82,15 tonn, frá Dun-
kerque og „Monette", 134,19 tonn frá
Paimpol, og þriðja skipið var „Fri-
vole“, 99,46 tonn, birgðaskip frá
Paimpol. Talið var að „Daniel“ mundi
verða strandgóss. En er veðrið lægði,
náðist hann út.
Frakkneska herskipið „Lavorísier" lá
oft inni á Búðalegu. Eitt kvöld er ég var
að fiska á smáfoát úti á firðinum rétt hjá
herskipinu, sá ég að sjóliðarnir stóðu i
uppstilltum röðum á þilfarinu og liðs-
foringjar og hershöfðingjar hjá þeim.
Þá kom liðsforingi og tveir sjóliðar með
honum með fjötraðan sjóliða á milli sín
og staðnæmdust þar. Háttsettur sjóliðs-
foringi talaði, og síðan var fjötraði sjó-
liðinn bundinn með kaðli og látinn út
fyrir borðstokkinn og dreginn þvert und-
ir kjöl á skipinu. Þetta var það sem nefnt
var að kjöldraga menn. En það var refs-
ing fyrir að brjóta herlög eða óhlýðnast
þeim.
Hafísinn á Fáskrúðsfirði 1911.
S umarið 1911, 20. apríl, fyllti
Austfirði af hafís, og um mánaðamótin
apríl og maí lá ísinn frá Langanesi til
Papeyjar. Skipin, sem lágu inni á fjörð-
unurn, urðu innikróuð og föst í ísnum.
22. apríl spennir hafísinn heljargreipum
sínum um allt Norður- og Austurland og
teppir skipagöngur. Gufuskipin „Austri“,
„Askur“, „Mjölnir“ og „Hólar“ liggja
inni á Eskifirði og Reyðarfirði. Á Fá-
skrúðsfirði lá spítalaskipið „La France“
inni á Búðalegu og vélskipið „Lifvelei“.
28. apríl lágu gufuskipin „Austri“ og
„Hólar“ innikróuð á Eskifirði. 4. til 7.
maí var íslaust belti % til 1 mílu breitt
frá Gerpi með landi sunnan við hann.
Þann 4. maí var smálos á ísnum á Fá-
skrúðsfirði, og þá gat „La Franee" skot-
izt út. 6. maí kom gufuskipið „Vesta“ frá
útlöndium og hafði mætt ísnum 10
kvartmílur út af Skrúði og sigldi norð-
ur með honum til að reyna að finna
vök í ísnum og fann loks vök í honum
út af Seyðisfirði og komst með kvöldinu
inn á Seyðisfjörð. En á suðurfirðina
Framhald á bls. 12.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS.
40. tbl. 1965