Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 3
LANSFJAÐRIRNAR ___ Eftir Jan Fridegárd .. ■.. -- AR sem Lars HSrd stóð við vél- ina sína og einangra'ði rafmagnsþráð, sá hann, hvar verkstjórinn kom út úr skrif- stofu framkvæmdastjórans með blað í hendinni. Verkstjórinn leit í kringum sig, eins og hann væri að velja sér leið milli vél- anna, er stóðu þarna í hundraðatali. Síðan kom hann beinustu leið til Lars Hárd. — Jæja, nú erum við farnir að segja upp, sagði hann. Yður er hér með sagt upp frá 15. júní. Það er skortur á verk- efnum. Og verkstjórinn merkti við nafn hans á listanum, áður en hunn sneri sér frá honum. Lars Hárd svaraði engu, en hann fann, hvernig honum hitnaði í andlitinu. Kon- urnar við spunavélarnar litu forvitnar á hann, og maðurinn, sem næstur honum stóð, kom til hans um leið og verk- stjórinn var horfinn úr augsýn. — Var þér sagt upp? — Já. — Það var skítt. Hvað ætlarðu nú að taka til bragðs? — Maður hafði heppn- ina með sér í þetta sinn. ESSI ólánsdagur er nú liðinn fyr- ir mánuði, hugsaði Lars HSrd, þar sem hann labbaði eftir götuslóða méð- fram grónum og blómskrýddum skurð- bökkum til beggja handa. Foreldrahús- in urðu þrautalendingin, eins og svo oft áður, eftir árangurslausa atvinnuleit í borginni. Ofurlítil Ijósglæta hafði þó rofið myrk- ur þessara atvinnuleysisdaga, Hann hafði tekið sig til og ort nokkur ljóö, og tvö þeirra höfðu þegar birzt í héraðsblað- inu. Ekki hafði hann hlotið skáldalaun fyrir þau, en sá dagur skyldi einhvern tima koma. Grasið, skógurinn og vatnið, — allt hafði breytt um svip, sfðan hann fór að yrkja. Þangað sótti hann nú, trúnaðar- traust og uþpörvun. Þegar hann mætti gósseigandanum, er leit á hann sem auðnuleysingja, eða þegar móðir hans sat og fylgdist döpur méð hverjum flesk bita, sem hvarf ofan í hann, án þess að nokkrum björgunaraðgerðum yrði við ko’mið, þá varð honum s.trax léttara um andardrátitnn, ef hann leitaði út í nátt- úruria á vit fuglásöngs og sumarvinda. Auk þessara tveggja prentuðu kvæða átti hann heila tylft í brjóst- vasanum. Þau höfðu öll orðið til í at- vinnuleysinu. Enginn hafði séð þau, enda háfði enginn vit á skáldskap í öllu byggðarlaginu. — Kvæði eru ekki þess virði að vera lesin, sagði faðirinn, móðirin og allur skarinn í sveitinni. En til var fólk af öðru sauöahúsi, ef aðeins væri hægt að komast í samband við það, — svo var guði fyrir að þakka. — Stór og fræg nöfn. Sá sem gæti fengið eitt oi ð frá einhverjum slíkum, — eitt viðurkenningarorð til að styðjast við eins og staf og reka framan í alla háð- fugla og rógbera. Ef hann áræddi bara að skrifa einhverjum þeirra. Fröding var dauður. Dan Anderson líka. En Karlfeldt var enn á lífi og Heid- enstam einnig. Það voru karlar, sem vert var um að tala. Ef hann sendi nú kvæð- in til þeirra og óskaði eftir þeirra áliti! Hann tók tvö strá, — puntstrá, sem vera skyldi Karlfeldt, og vallarfoxgras, er tákna skyldi Heidenstam. Hann hélt þeim fyrir aftan bak og dró annað þeirra. Karlfeldt hlaut hnossið. Tveimur dögum sfðar hélt þykkt og mikið bréf af stað frá pósthúsinu áleið- is til stóra skáldsins, — heimilisfang: Sænska Akademían. Einu kvæðinu i umslaginu hafði þókn- azt að teygja kollinn upp fyrir hin, þannig að tvær efstu línurnar sáust. Já, Svör Ingjaldar Eítir Knút Þorsteinsson frá Úlfsstöðum Méi aldrei lífið auðnu færði hag, en aðeins þessi slitnu húsgangsklæði. Svo má sú stund jafnt koma kvöld sem dag, er kallar mig að skiljast við þau gæði. Því megnar hvorki stolt þitt eða stál mig slíka að beygja í smán að fótum þínum, til hjálpar þinni hefndarþyrstu sál, að heit ég rjúfi á tryggðavini mínum. Mig skiptir engu ævidvöl mín hér og engin hræðist dauðans skuggaleiti. En aðeíns þess ég óska vildi mér, að aldrei sagan níðingsorð mér veiti. Og máske síðar morgni af þeirri tíð, þó máttur sverðsins nú í hendi ráði, að sá ei minni sýnist þjóðarlýð, er særðum hlífði, en hinn, er blóð hans þráði. — það voru ljóðlínur. sem enginn þurfti að skammast sín fyrir: Skógarins daufi, en þungi þytur þylur sinn óð og boðskap flytur. Fyrstu vikuna var eftirvæntingin allt að því óbærileg, þegar pósturinn kom. En smám saman, því lengra sem leið, kom biturleiki hins forsmáða í stað- inn. Þeir sem höfðu allt sitt á þurru landi, voru ekki að hlaupa til að opna dyrnar fyrir nýliðum, er gætu orðið þeim skeinuhættir. Það var þvert á móti reynt að kæfa snillingana í fæðingunni og sparka þeim út í yztu myrkur. Hvern- ig gat hann nokkru sinni búizt við öðru? Úti á lanösbyggðinni var ekki ennþá farfð að líta á atvinnuleysið sem þjóðar- böl, er krefðist sinna fórnarlamba. Þeir sem ekki höfðu vinnu voru álitnir let- ingjar og amlóðar. Almenningsálitið á Lars Hárd var sem sagt ekki upp á marga fiska, þegar mán- uðir liðu án þess hann ynni ærlegt hand- tak og bætti gráu ofan á svart með því að liggja uppi á vesalings foreldrunum. Gósseigandinn hafði látið hann vita, að hann skyldi helzt ekki stíga fæti sín- um í landareign óðalsins. Þegar hann svo hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að af öllum þeim mörgu og ólíku möguleikum samfélagsins stæði honum þjóðvegurinn einn opinn, þá kom loks bréffð. í hverri lakk-klessu stóð skýrum stöfum: Litli stimpill Sænsku Akademíunnar. Pósturinn rétti honum bréfið með virðingu og aðdáun. Hann vissi, að kvæði eftir Lars Hárd höfðu birzt í héraðs- blaðinu. — Þolinmæðin þrautir vinnur allar, sagði hann. Það hljóta ekki margir verð- laun Akademíunnar. Geijer fékk þau fyrir Víkinginn, ef ég man rétt. Ég hlýt þann heiður að verða íyrstur að óska þér til hamingju. Lai’s Hárd tók á móti bréfinu með skjálfandi hendi. Eftirvæntingin var svo yfirspennt, að hann náði naumast and- anum, og hann gekk út í haga, áður en hann áræddi að opna bréfið. Meðan hann beið þessa bréfs, hafði sumarið liðið. Fuglarnir höfðu þagnað og aðeins nokkrir fölleitir haustfíflar og baldursbrár þverskölluðust ennþá og reyndu að lifa af dimmar frostnætur. Hann reyndi að geta sér til um inni- hald bréfsins. Þar voru kvæðin auðvitað, — en hvað meira? Máske voru það verð- iaun — eða heiðursskjal. Ef til vill höfðu kvæðin reynzt betri en hann hafði sjálf- ur gert sér grein fyrir, — kannske hreint og beint stórkostleg, — þau beztu, er nokkru sinni hafa sézt. Þetta var þá ekki í fyrsta sinn að snillingur hafði vax- ið upp úr miðju mannhafinu eins og fíf- ill á áburöarhaug. En nú, var stund staðreyndanna runnin upp, og hann svipti umslaginu opnu. Þar voru kvæðin — og bréf. Ekkert heiðurs- skjal. Nú — jæja, — það gat komið síðar. Augu hans þutu yfir bréfið, sem skrif- að var með sérkennilegri, en auölesinni rithendi: „Þegar ég kom heim, las ég ljóð yðar, sem legið hafa á skrifstofu Akademí- unnar síðan í júlí“, stóð þar. „Þau glöddu mig með sínum ferska æskublæ, og ég þakka yður fyrir aö hafa sent mér þau. En ég get hvorki né vil láta neina gagn- rýni frá mér fara. Allur skáldskapur verður að fá að þroskast frjálst á eigin spýtur, — taka sjálfur alla áhættu. Með vinarkveðju, yðar Erik Axel Karlfeldt". Jæja, svo þetta var þá allt og sumt. Hann hvorki vildi né gat látið neina gagnrýni frá sér fara. Nei, nei, það var alltof mikið. Ekkert hafði sem sér breytzt, — hann hafði bara fengið kvæðin endursend. Skáldið hafði víst ekki einu sinni haft fyrir þvi að sýna þau hinum körlun- um i Akademíunni, því að þó mundi einhver þeirra hafa séð, að hér var ekki á ferðinni neitt venjulegt leirskáld eða eftirmælahnoðari. Óstjórnleg örvænting greip í hárið á Lars Hárd og dró hann fram og til baka yfir móa og mela allt til kvölds. Framhald á bls. 12. 40. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.