Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Blaðsíða 11
Þegnarnir biðja ívan grimma (Nikolai Úr „ívan grimmi“. LISTIR Framhaid af bls. 6. í annað sinn sem Bandaríkjamenn gera mynd upp úr verki Kurosawa. Hin fyrri var Sjö hetjur (The Magnificent Seven), ágætismynd sem mikið var sýnd í Tóna- bíói og gerð af John Sturges (Flóttinn mikli), en sýndi að Sturges hefur áreið- anlega skoðað vel Mexíkó-mynd Eisen- steins. Ásamt Rashonton verður sýnd smámynd eftir avantgardistakonuna Maya Deren, Hugleiðing um ofbeldi (Meditation on Violence, 1948). Maya Deren skapaði ljóðrænar smámyndir, eem eru síður frásögn en tilraun til að tjá tilfinningu og hrynjandi í kvikmynd, ekapa á filmu draumheim, viðkvæman ©g leitandi að innri fegurð og sannleika. Þær myndir sem hafa verið nefndar iettu raunar að fylla hvern áhugamann um kvikmyndir söknuði og reiði yfir að íhonum skuli vera meinaður aðgangur að þessum kvikmyndaverkum. En þetta er eðeins fyrri helmingurinn á sýningar- Ekrá Listafélagsins. Eftir áramót fá Menntaskólanemendur að sjá ýmis verk danska meistarans Carls Th. Dreyers (Gertrud), líklega Jeanne d’Arc, Vampyr og Dag reiðinnar, The Land og Louisiana Story eftir Robert Flaherty, risamenni sögu-heimildarmyndanna. The Wind eftir Victor Sjöström, sem áður hefur verið nefndur, og Jörð eftir Dovzhenko. Eina frægustu áróðursmynd Tsjérkasoff) að snúa aftur til ríkis sins. nazismans, Sigur viljans, eftir Leni Riefenstahl, og myndir frá þögla tíma- bilinu í þýzkum kvikmyndum, svo sem einhverja mynd Georg W. Pábst, Die Biisehe der Pandora eða Das Tagebuch eimer Verlorenen. Einnig mun verða sýnd einhver af hinum frábæru heimild- armyndum Humphrey Jennings, er hann gerði á stríðsárunum í Bretlandi og sýna styrk mannsins í stríði og baráttu hans fyrir sameiginlegri hugsjón, að fá að lifa í friði. Þessa glæsilegu efnisskrá, sem hefur verið rakin hér, mega Menntskælingar þakka formanni Listafélags síns, Þor- steini Helgasyni, sem sýnt hefur mikinn áhuga og dugnað við að útvega þessar myndir, því sá sem ekki þekkir til, get- ur varla gert sér grein fyrir þvi erfiði og þolinmæði, sem er því samfara að ná slíkum myndum til sýninga í landi sem á ekkert kvikmyndasafn sem stend- ur undir nafni. Það verður því að leita til aðila um allan hnöttinn til að hægt sé að halda uppi sómasamlegum kvik- niyndasýningum. Þar til stofnað verður raunverulegt kvikmyndasafn í landinu er enginn öfundsverður af þeim starfa að standa fyrir kvikmyndaklúbbi sem miðar að því að sýna eitthvað af kvik- myndalistinni og lappa svolítið upp á stóru gloppurnar í starfsemi kvikmynda- húsanna. Pétur Ólafsson. SCHOPENHAUER Framh. af bls. 1 verkum hans, en þau voru miklu að- gengilegri en mörg heimspekirit önnur, þar sem framsetningin er ljóð og alilvíða er skáldlega stí'lsnilld að finna. Menn skildu við hvað höfundurinn átti þegar þeir lásu verk hans. Upp úr 19. öldinni miðri tók Sohopen- hauer að njóta vaxandi viðurkenning- ar. Sjötugur að aldri var hann orðinn heimsfrægur. Um leið og frægð hans óx, minnikaði vegur IHegels. Ekki fara sögur af því að Schopenhauer hafi harmað það. Hann andaðist árið 1860, stjötíu og tveggja ára gamall. Helztu verk Schopenhauers, auk þeirra, sem þegar er getið, voru þessi: Um viljann í náttúrunni, 1836. Tvö grundvallarlögmál siðfræðinnar, 1841. Parerga et Parliapomena, ritgerðasafn, 1*91. Ný útgáfa af „Die Welt als Wille und Vorstellung“, verulega aukin, útg. 1844. Til skilningsauka er nauðsynlegt að gera sér ljóst hvað verið hafði þunga- miðja heimspekinnar fram til þess tíma. Það var skynsemin í einhverri mynd, mannleg skynsemi, svo sem hjá Des- cartes, skólaspekingunum, Kant o.fl. eða alheimsskynsemin, Logos, líkt og vér finnum hj’á IHegeil. Alheimsskynsem- in var oft talin vera eitt og hið sama sem Guð í alheimsgeimi, ekki Guð í opinlberun sinni. Skynsemi einstaklings- ins var talin vera minni, en þó sama eðlis sem Guð í alheimsgeimi. Þannig varð allt í senn guðdómlegt og skyn- samlegt. Segja má að kenningin um „Guð í ailheimsgeimi og Guð í sjálfum þéi-“ sé Itojarni Stóuspekinnar. Þetta „stef“ endurtekur sig likt og stef í tón- list eða viðlag í ljóði í hugsun Evrópu, þeirri sem ekiki er mótuð af kristindóm- inum. Hegel nær hámarkinu með pan- logisma sínum (pan, þ.e. allí og logos, skiynsemi). Allt sem til er, það er skyn- samlegt, aðeins á mismunandi stigum. Og æðsta tjáning stoynseminnar er prússn- eska rikið! Skynsemin og Andinn, þ.e. der Geist, er eitt og hið sama, og einatt er talið að hlutvenk menningarinnar sé stighækkun, að efla vald skynsem- innar í því, sem er þegar sikynsamlegt, en þó ekki fuilkomlega. Hins vegar haifði Kant sett hinni hreinu skynsemi tatomörk: Hún getur að réttu lagi að- eins fengizt við fyrirbæraheiminn, en ekki noumenheiminn, hið dulda Ding an sieh. Rómantiska stefnan og þýzki ídeal- isminn höfðu hins vegar þessi takmörk að engu í raun og veru. Hn róttæka nýja hjá Schopenhau- er er að hann telur að skynsemin sé lít- il, vanmáttug og vesaldarieg — en lífs- viljinn sé stór og ægilegur, og engan veginn skynsamlegur. Veröldin er til sem hugmynd, Voretellung, álífur hann, og er að því leyti á sömu línu og aðrir höfundar hugsæishygg'junnar. Efnis- hyggjan er gjörsamlega haldlaus til þess að skilja tilveruna, af því að vér þekkj- um efnið aðeins fyrir atbeina hugans. Aðfarir efnishyggjunnar eru því Mikar sem að draga sjálfan sig á hárinu uipp úr vatni, Tíikt og Miinchhausen barón, sú mikla het'ja í þýzk-um stórlygasiogum. En tilveran er etoki ein-tóm skynsemi, og þarf ekki lengra að fara en inn í oss sjálfa ti'l þess að ifæra sönnur á það mál. Vér vi'ljum lifa og sterkasta sönn- unin fyrir því er lífsviljinn í oss sjálf- um. En svo er einnig um aðra menn og aðrar Mfverur, aMt viM þetta Mfa. Lífs- viljinn blasir við líkt og mikill hafsjór, og í saman'burði við hann er skynsemin eins og Mtil kæna, sem flýbur ofan á. Viljinn er ekki einn af þrem þáttum sálarlífsins, eins og taMð hefir verið i vestrænni sálifræði allt frá dögum Ágúst- ínusar kirkjuföður í hinni vestrænu menningu. Né heldur einn af mörgum þáittum sálarMfsins. Nei, segir Schopen- hauer, hann er undirstaða veraldarinnar. AlTs staðar er vilji, sem leitar fuTlnæg- ingar, lifsvilji, sem er ægilega sterkur, meiningarlaus, gráðugur og óskynsam- legur. Þess vegna er tilveran þjáning og markleysa, nema í þeim örfáu Mfverum, sem komast tM vitundar um sjálfar sig. Hér með er sett á svið ný heimspeki, þveröfug við skynsemishyggjuna. Lebensphilosophie er boðin fram í stað Geistesphilosophie, vitalismus í stað rationalismus. Umskiptin gerðust hægt, en þau áttu sér stað á notokrum ára- tugum, Og afbur fyrir þau verður ekki snúið, þótt margt af því, sem áður var hugsað, haldi sínu gildi. Vítojum nánar að kenningunni um lifsviljann í nátbúrunni, eins og Schop- enihauer flybur hana. Lífsviljinn er ódrepandi eins len-gi og lífveran getur haldið Mfi. Lífsviljinn þarf engan svefn, enga bvild, þetokir enga þreytu, þarf etokert að borða. í svefni starfar hann ótruflaður að eigin geðþóbta og á þann hátt, sem liggur í upprunalegu eðli hans. Lífsviljinn kann margvísleg brögð til þess að þurfa etoki að láta hlut sinn fyr- ir dauðanum. Viljinn er á bak við allt afl, allar orsalkir, aMa þyngd, á bak við álla orku, segulmagn, rafmagn, krystaMs- orkuna, en einnig á bak við eðlishvatir mannsins, kynhvöitina og æxlunina, bæði hina kynlausú og kynjuðu. Hin bilinda grægði lífsviljans sýnir sig í ægilegri kös af lífverum, sem lifa aðeins tM að lifa og eru í sífelldri bar- áttu til þess eins að liifa. Þessi Mfsþrá er óskynsamieg, sígráðug, iðandi og hvíldarlaus og þar á ofan bMnd og til- gangslaus. Þessu til sbuðnings dregur Schopenhauer fram mörg dæmi úr riki nátbúrunnar. Eirðarleysi og græðgi og þjáning einkenna aTla tMveruna og þessi fyrirbæri ryðjast áfram í látlaus- um straumi, sem ekki linnir. Ánægjan er blekking og mjög skammvinn, og er ekki annað en skammvinn deyfing hinn- ar miklu aLlsherjar þjáningar og græðgi. Veröldin er sem heild ill og full af þján- ingu. Þessi lífsafstaða nefnist i>essim- ismi. Pessimismi, bölhyggja, svartsýni, merkir í sinni róttækustu mynd að til- veran sé eins ill og hún geti framast orðið. Sem dreifðar hugmyndir hafði hún toomið fram í skáldskap (t.d. hjá Byron og Heine) og í hugleiðingum meinlætamanna, en aldrei fyrir sem hreinræktað hugsjónakerfi á Vest- urlöndum. Yfir bölhyggju meinlæta- manna í klaustmm ljómaði jafnan hið eilífa sælumartomið hjá Guði á himni. Lífið hafði tMgang, þótt þjáningin væri mikil. f austrænni hugsun er bölhyggjan hins vegar fast mótuð. Búddlha lítur á þennan heim sem óraunverulega fals- veröld, ósanna blakkingartiTvenu (Maya) fuMa af þjáningu, sem er óaðstoMjanleg frá Mfinu. Þar um ber Benaresræðan skýrt vitni. Optimismi — ágætishyggja, bjartsýni, merkir raunverulega að þessi tilvera, sem vér þekkjum, sé eins góð og fram- ast getur orðið. Leibniz, sem einnig er þýzkur heimspetoingur (1646—1716) telst vera faðir þeirrar stefnu að þvi er heimspekina snertir. Annars hefir Mfs- skoðun Vesturlanda á sér bjartsýnisbiæ, einkum fyrir þá sök að menn treystu skynseminni til að ráða al'lar gátur í þessum heimi og gerðu sér von um eilíft líf með Guði annars heims. En 1 stað sjálfra grundvallarhug- takanna — essentia, substantia, entelec- heia, existensia fyrri tíðar spekinga — og Das Ding an sich hjá Kant — setur Schopenhauer nýtt grundvallarhugtak: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H 40. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.