Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 8
w* Höfðabrekka KIRKJA mun hafa verið á Höfðabrekku frá öndverðri kristni. Þar hafði útsynn- ingsstormur brotið tvær kirkjur áður en Jón Loftsson „hafði iþar gera látið nýja kirkju og mjög vandaða að smíði". Átti Þorlákur biskup helgi að vígja hana, er hann var á heimleið úr yfirreið um Austfjörðu. Var honum búin vegleg veizla á Höfðabrekku, en Jón var þar fyrir og margir mikilsháttar menn. En þegar talað var um máldaga kirkjunnar og biskup spurði Jón, hvort hann hefði ekki heyrt erindi erkibiskups um kirkna- eignir, gaf Jón hið fræga svar: „Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda Ji'uiii að engu og eigi hyg'g ég harm viti betur né vilji en mínir foreldrar, Sæmundar hinn fróði og synir hans". Varð þeim biskupi þetta ásamt fleiru mjög að deiluefni eins og alkunna er, en Jón lét ekki hlut sinn. Biskup undi litt við þau málalok. Samt vígði hánn kirkjuna og söng messu, þótt ekki fengi hann vilja sínum framgengt. Næst skal Höfðabrekkukirkju getið, er Katla gýs 3. nóv. 1660. Þá var séra Jón Salómonsson prestur í Reynisþing- um og sat á Heiði. Hefur hann ritað frá- sögn af Iþessu Kötlufalaupi. Höfðabrekku bærinn stóð þá neðan undir fjallinu. Samt héldu menn, að faonum mundi ófaætt í hlaupi þessu eins og jafnan áður, en það fór á annan veg. Þann 8. nóv. var vatnsflóðið úr hlaupinu komið beggja megin kirkjunnar og braut það strax þilið frá henni. Var því þá bjargað úr kirkjunni, sem til náðist. Var séra Jón sjálfur á staðnum og gekk fram ásamt öðrum í björgunarstarfinu. Tók hann kJukkurnar og bar þær, sína í hvorri faendi, upp svokallaða Tíðafarefcku. Svo ó>. vatnsflaumurinn, að við ekkert varð ráðið. „Varð þá allt slétt af sandi, svo að kirkjan fór í kaf að mestu", segir í frásögn sr. Jóns. Bbenezer Henderson, sam getur uim þetta Kötluíhlaup í ferðabók sinni, segir að kirkjan hafi sópazt burt með flóð- öldunni „og sást kirkjan fljóta innan um ísinn góðan spöl út á sjó, unz hún liðað- ist í sundur". Eftir þetta hlaup var bærinn færður upp á brekkuna. Segir Sveinn Pálsson, að hann hafi „verið fluttur tvisvar eða þrisvár hærra upp". Uppi á fjallinu þurfti ekki að óttast ¦ að Höfðabrekkukirkja færi að grafast í sand eða sópast á brott undan flóðum frá Mýrdalsjökli í Kötluhlaupum. En þar uppi gnauðuðu um hana sterkir stonmar eins og allt, sem stendur hátt, og stórregnið buldi á henni með ölium sínum þunga. Þess vegna var engin furða þótt eiganda Höfðabrekkukirkju veittist oft erfitt að verja sitt guðshús bæði fyr- ir vindum og vætu sunnlenzkra slag- veðra. Verður hér vitanlega ekki rakin ýtarlega saga þess, aðeins drépið á nokk- Kirkjur í Reynisþingum: Höfðabrek Eftir séra Gisla Brynjólfsson ur atriði þar sem hægast hefur verið að afla heimilda. Á miðju sumri 1848 vísiterar Helgi biskup Thordarsen Höfða/brekkukirkju, sem þá er nýlega byggð, „öll úr timbri á háum grundvelli af grjóti". Hún er um 8 m á lengd og 4,6 m á toreidd. Þætti það ekki stór stofa í nýtízkuíbúð. Á henni er tvöfalt timburþak, skarsúð að innan, rennisúð hið ytra. I henni allri er fjalagólf. Altarið er ómálað en að öðru leyti alJþokkalegt með hurð fyrir, sem vantar bæði járn og læsingu. Aftur á móti er útihurðin bæði með skrá og lykli og handarhaldi úr kopar. „Húsið reyndist vel byggt og sterkiegt og af góðum viðum en vottar þó til að þiljur eru farnar að gisna. ÖJJu er því vel við faaldið með bikun". Um kirkjunnar orna- og instrumenta er þess getið m.a., að í henni er „altaris- tafla m'áluð, gömul og geggjuð, sem þó á sínum tíma hefur verið séleg". Klukk- urnar eru tvær, hanga í ramböldum í framkirkjunni „hvar af sú stærri er rifin". En senn fór að ganga báglega með viðhaldið og þetta tiltölulega nýja hús fór að Játa allmjög á sjá. Strax á næsta ári varð vart við leka, þrátt fyrir tvö- falt þak, skráin er biluð, tvær rúður brotnar, „og enn er sú hin rifna klukka hljóðlaus og þarf því bráðrar endurbót- ar við". Og lýsinguna, sem þetta er tekið úr og gerð er 27. júní 1850, endar prófast- urinn í Hörgsdal, Páll Pálsson, á þessum orðum : „Ennfremur er þess að geta, að viðkomandi sóknar- presfur og nálægir (viðstaddir) sóknarmenn álíta nauðsynlegt að nýr gluggi verði á súðina settur til að bera fullkomna birtu á predikunarstólinn" — þótt komið sé fram yfir sólstöður, er það enn í fersku minni hve presti hefur gengið seint að stauta sig fram úr predikuninni einhvern dimman sunnu- dag í skammdeginu veturinn áður. En svo er að sjá, sem áminningar prófasts um nauðsynlegar lagfæringar á kirkjunni og gripum hennar hafi lítil áhrif haft. Og næstsíðasta sinn, sem sr. Páll vísiterar Höfðabrekkukirkju, vorið 1859, tekur hann svo til orða, að „haldi þessu fram með vanhirðing kirkjunnar verður prófastur að leita til stiptyfir- valda úrskurðar hvað hana snertir". En prófastinum í Hörgsdal mun ekki hafa enzit aldur til að fá dóm stiptsyfirvald- anna um kirkjuhaldið á Höfðabrekku. Og svo mikið er víst, að sr. Páll var búinn að liggja í gröf sinni í 14 ár þegar hægt var að samhringja í Höfðabrekku- kirkju, því að það er ekki fyrr en við vísitazíu 1875, að prófasturinn, sr. Jón Sigurðsson á Mýrum, lætur þess getið að „kirkjuverjari" (kirkjubóndinn?) hafi gefið henni nýja klukku fyrir þá gömlu og þöglu. Finnur prófastur taldi sér skylt að þakka honum það í umboði kirkjueiganda. Eftir þetta mun kirkjunni óðum hafa hrakað og rúmlega tveim öldum eftir að sr. Jón Salómonsson hafði keifað með klukkurnar upp Tíðabrekku til að bjarga iþeim frá því að grafast í sandinn og sá guðshús sitt liðast í sundur í Kötlu- íhlaupi, rauf þakið af Höfðafarekkukirkju í miklu stormveðri, það var 9. marz 1882. Þá voru veður ærið skakviðrasöm, útsynningsrosar og illviðri. Það þoldi ekki húsið á þessum veðursama stað, brúninni á Höfðabrekkufjalli. Þegar hér var komið sögu, var Magn- ús, hinn ríki og fróði, á Skaftárdal orð- inn eigandi Höfðabrekku, en bóndi þar var Ólafur Pálsson umboðsmaður frá Hörgsdal. Var nú ekki hugsað um við- gerð á hinu gamla guðshúsi heldur nýtt reist frá grunni. Til þess var ráðinn hinn afkastamikli smiður, Páll „snikk- ari" á Geirlandi. Hann var bróðir Ólafs umboðsmanns. Vann Páll að kirkjusmíð- inni alls í 144 daga á árunum 1882 og '83 og íékk í kaup auk fæðis 240 krónur, en alls kostaði kirkjan 1310 krónur 55 aura. — Ekki er vitað hvenær smíði hennar lauk, en fyrst mun hafa verið messað í henni á nýársdag 1883. Hún var öll úr timtori, turnlaus með tveim glugg- um á hvorri hlið, fyrst bikuð utan, síðan járnklædd eftir að bárujárnið fór að flytjast. Þykir Matthíasi fornmenjaverði hún óásjáleg er hann sá hana rúmlega þrítuga. En vel rækti Höfðabrekkusöfnuður helgar tíðir í kirkju sinni og heimtaði jafnmargar messur og Reynissókn, sem þó var næstum fimm sinnum fjölmenn- ari. Þetta sækja þeir svo fast, að prestur skrifar biskupi og biður umí úrskurð hans þar sem sóknarnefndirnar geta ekki komið sér saman. Þann 17. júní 1894 vísiterar Hallgrímiur biskup Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi. Á Höfðabrekku getur hann ýmissa kirkjugripa sem í notkun eru, en „göm- ul, óbrúkanleg altaristafla fráskrifast". Hinsvegar telur Matthías í sinni lýs- ingu upp alla kirkjugripi, og lýsir skrúða og öðru af sinni venjulegu nákvæmnL. "\ Síðasta kirkjan á Höfðabrekku g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 6. febrúar 1<M?R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.