Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 5
menntaskýringar Eftir Sigurjón Björnsson átum þetta nægja um kyn- ferðiskenninguna, og snúum okkur að framhaldinu á kenningum Ranks. Hann lítur sem sagt á listiðkun sem taugaveiklun og skoðar hana sem hvern annan sjúkdóm. Er helzt svo að skilja, að sjúkdómurinn sé til- tölulega meinlítill, ef hann birtist í þessari mynd, en fatist mönnum tökin á listinni þurfi þeir lækning- ar með. Þetta finnst mér ákaflega fjarstæð kenning. í fyrsta lagi fer því víðsfjarri, að allt taugaveiklað fólk sé listhneigt. Sumir eru það, aðrir ekki. Jafnvel þótt kenningin væri rétt, lætur hún ósvarað því, sem mestu varðar, en það er, hvers vegna sumu taugaveikluðu fólki tekst að fá sjúkleika sínum útrás í listiðkun, en öðrum ekki. Öllu nær sanni er skoðun, sem annar sálfræðingur, að nafni Mosse, lét í ljós löngu síðar, og margir aðrir hafa tekið undir, er hann tók kenningu Ranks til athugunar (6). Hann lagaði til setn- ingu Ranks og sagði, að listamaður væri taugaveiklaður maður, sem tekizt hefði að sigra taugaveiklun sína með aðstoð listgreinar sinnar. Sú skoðun, þótt neikvæö sé og pa'bhografisk, fær líklega nokkuð oft staðizt, en síður en svo alltaf. Við athugun á æviferli og verkum sumra höfunda kemur í Ijós, að þeir hafa í upphafi ferils sins átt við allmikla erfiðleika að stríða, sem hæg- lega má nefna taugaveiklun, en í rit- xnennsku sinni hafa þeir keppt að auknu innsæi í vandamál sín, rýnt dýpra og dypra í sjálfa sig, og með þ>ví móti hafa þeir smám saman þroskazt og vaxið frá vandkvæðum sínum. Ég tel mig hafa sýnt á öðruim stað, að svo hafi háttað til um Gunnar Gunnarsson (7). En eins og kenning Ranks, segir þetta sjónar- mið ekkert um, hvað veldur því, að sumir höfundar taka þessa stefnu en aðrir ekki. Vissulega eru margir rithöf- undar taugaveiklaðir, en því fer fjarri, að allir læknist af verkum sínum. Marg- ir hverjir þjást af veiklun sinni allt til dauðadags, en halda samt listamanns- merki sínu hátt á loÆti. Nægir að minna á menn eins og Dostójevski og Strind- berg í því samitoandi. Loks er þess að geta, sem ekki má gleyma, að stór hóp- ur ágætra listamanna er heilbrigt fólk, sem ekki 'þarf að heyja neitt sjúklegt innra stríð til þess að vinna sér frægð sem skapendur góðrar listar. Ennþá vantar okkur því hinn langþráða sam- neínara. . E l ins og áður er getið varð Ottó Rank fyrstur manna til þess að reyna að útskýra list- hneigð og sköpunarmátt manna með tilstyrk sálfræðilegra kenn- inga. Smám saman bættust fleiri í hóp- inn, enda þótt flestir héldu sig við pathografiskar athuganir. En eftir því sem sálkönnunin þróaðist meir s&m fræðigrein, og einkum eftir að atthyglin beindist meir að börnum, þroskaferli þeirra og motun, tóku menn að efast um, Seínni hluti að bölsýni Freuds varðandi list og list- sköpun ætti rétt á sér. Menn þóttust eygja möguleika á, að hægt yrði að varpa einhverju ljósi á þessar furðu- strendur mannsandans. Sá sem einna mestan þátt átti í þessari viðhorfsbreyt- ingu var Austurríkismaður, sem síðar settisit að í Bandaríkjunum, að nafni Ernst Kris. Hann var menntaður sem Gunnar Gunnarsson listfræðingur, en lagði síðar fyrir slg sálkönnun og varð þar framarlega í flokki. Ernst Kris setti að vísu ekki bein- línis fram nýjar kenningar um list, en hann undirbjó jarðveginn all rækilega. Hann átti afar mikinn þátt í því að hreinsa sálkönnunina af ýmsum gömlum firrum, skýrgreina mörg grundvallar- hugtök nánar, — því að Freud gamla hafði löngum hætt til að vera full los- aralegur í þeim efnum, — og síðast en ekki sízt beindi hann hugum manna að rannsoknum á starfsemi sálarlífsins I heild, í stað þess að einblína á kynhvöt, duldir og dulvitund. Þegar hann lézt á bezta aidri, árið 1957, var hann fyrir skömmu byrjaður á stórri rannsókn á Þa3 hann að haja ualdið ein- hverjum ejtirtéktarsömum lesend- um þessara dálka heilabrotum, að höfundar þeirra eru nýlega farnir að skrifa þá undir fullu nafni — án nokkurra skýringa á hinni skyndi- legu kúvendingu. Ástœðan er ein- faldlega sú, að lögspakir menn komu þeirri vitneskju á framfœri við okkur, að samkvœmt lögum íslenzka lýðveldisins bœru hófund- ar ekki ábyrgð á þeim ritsmíðum sem þeir auðkenndu með fanga- markinu einu, heldur væru þœr birtar á ábyrgð ritstjóra hlutaðeig- andi blaða eða ímarita. Þó ekki haft orðið nein um- talsverð vand- rœði út af rabbi Lesbók-- ar á liðnum fjórum árum er ástœðu- laust að það fari milli mála hver beri á- byrgð á marg- víslegum við- horfum sem þar koma fram, og hefur af þeim sbkum verið af- ráðið að höfundar dálkanna beri fulla lagalega ábyrgð á þeim eftir- leiðis. Ætti það að firra ýmsa þá menn andvbkum sem haft hafa þungar áhyggjur af „frjálslyndi Morgunblaðsins" síðustu árin. Það hefur reyndar áldrei farið milli mála innan ritstjórnar Morg- unblaðsins, að höfundar rabb-dálk- anna skrifa þá algerlega fyrir eig- in reikning og kœra sig ekki um að aðrir beri ábyrgð á þeim persónu- legu skoðunum sem þar birtast og eru stundum í ósamhljóðan við yfir- lýsta stefnu Morgunblaðsins, en nú þykir sem sagt rétt að lagaleg hlið malsins sé einnig ótvírœð. Eflaust kemur ýmsum lagaá- kvæðið um ábyrgð ritstjóra á fangamörkuðum greinum skrýti- lega fyrir sjónir með hliðsjón af þeirri útbretddu venju hérlendra blaða og tímarita að birta alls kyns ritsmíðar undir fangamarki einu saman, þ.á.m. afmælisgreinar og minningarorð, ritdóma, leikdóma og greinar um þjóðmál eða önnur efni. Strangt tekið bera ritstjórarn- ir ábyrgð á þessum ritsmíðum, ekki einungis birtingu þeirra, heldur líka sjónarmiðum höfundanna, Framhald á b\s. 6 6. febrúar 1966 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.