Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 9
Evert Clark: Eldflaugakapphlaupið Bandaríkiamenn eiga Saturn en hvað eiga Rússar? Heimur, sem nýlega hefur fengið að sjá þá glæsilegu sjón erGemini 6 og 7 mættust úti í geimnum, ætti að setjast um kyrrt í bili. Manna- ferðir út um geiminn eru rétt aðeins að byrja. Geysileg aukning eldflaugaafls mun á naestu árum gera næstum hvað sem er á þessu sviði mögulegt — nema rétt að fara til annarra reikistjarna. Allt frá upphafi hefur það verið eldflaugaaflið, sem réð öllu um framkvæmd geimáætlunarinnar. Með því að einbeita sér, eftir síðari heimsstyrjöldina, að hinum þungu eldflaugum, sem þarf til þess að flytja þung skeyti þúsunda mílna leið, náðu Sovétríkin forskoti í eld- flaugagerð, sem þau hafa enn í geimrannsóknum. Sovétstjórnin náði fyrst þessu for- skoti sínu, af því að hún kaus að leggja í kostnað við flugskeyti, þnátt fyrir hina miklu stærð, sem þarf til að flytja kjarnorkusprengjur. Banda- ríkin kusu heldur langdrægar sprengjuflugvélar og skeyti, sem líkjast flugvélum, í þessum tilgangi. Það var ekki fyrr en nýjar upp- götvanir gerðu mjög þung skeyti ónauðsynleg, að Bandaríkin gengu að því með fullum krafti að fram- leiða langdræg skeyti. En í þann mund voru Sovétríkin þegar farin að beina sínum stærstu skeytum út í geiminn. En þessi mynd er þegar orðin breytt. Sannast að segja vilja sumir halda því fram, að Bandaríkin séu að komast í „vandræði af ríkidæm- inu" á siviði eldflaugaskota. Á Kennedyhöfða ætlar NASA að fara að reyna nýjustu eldflaugina sína, Saturn I-B, í næsta mánuði. Þessi eldflaug er um það bil helm- ingi lengri en Titan II, sem notuð var við Gemini, en hefur ferfaldan kraft á við Titan. Seint á næsta ári kann hún að senda fyrstu Apollo- geimfarana kringum jörðu til þess að æfa þá fyrir tunglferð. Til þess að ná til tunglsins þurfa geimfarararnir ennþá stærra geimfar, Safurn V. Það mun gnæfa 111 metra yfir sandinn í Florida, og afl þess verður 7.5 milljón pund — en það er 17 sinnum afl Gemini-eldflaugar- innar. Saturn V mun koma fram á sjón- arsviðið innan árs frá flugi Saturns I—B. Enda þótt aðalhlutverk þess verði að senda 90.000 punda Apollo áleiðis á tunglbrautina, kann að vera að það fái síðar meir hlubverk nær heimahögunum. Það gæti til dæmis gengið á jarðbraut, með 36 tmanna rannsóknarstofu og vistir til heils árs. Til þess að skýra betur, hvað gerzt hefur á þessum sjö árum síðan fyrsti Bandaríkj a-gervihnötturinn, Explor- er I, var settur á loft, má geta þess, að Saturn V getur lyft 8.000 sinnum þunga hins fyrrnefnda. í viðbót við Saturn-flokkinn, munu Bandaríkin bráðlega hafa til umráða Titan III-C, sem er stærri bróðir Gemini-Titans II, með tveim eldflaugum festum á hliðarnar, og þær eru með föstu eldsneyti. Rannsóknastöðvar á hringferS Fyrsti Titan III-C flaug frá Kenn- edyhöfða í júnímánuði síðastliðnum. Hann er enn á þróunarstigi. Þegar hann er tilbúinn til raunverulegra nota, mun hann senda 12 metra lang- ar rannsóknastöðvar með menn inn- anborðs, kring um jörðu, til þess að komast að því, hvaða hernaðarleg not geta af þessu orðið. Allt bendir til þess, að Rússar muni ekki láta ósvarað þessum ógn- unum við forskot sitt á geimflauga- sviðinu. Allt fram til júlímánaðar síðastliðins hafði sama eldflaugin, sem hafði flutt hinn 184-punda Sputnik I, 4. október 1957, stöðugt verið endurbætt, þangað til hún gat flutt 14.000 punda hlass á braut. En þá sönnuðu Sovétríkin orð það, er þau höfðu á sér fyrir að geta komið á óvart, með því að senda 27.000 punda Proton I-gervihnött á braut umhverfis jörðu. Amerískir fræðimenn, sem fylgd- ust vandlega með rússneskum til- kynningum og svörum frá hlustun- arkerfi Bandaríkjanna, sem er mjög nákvæmt og nær um allan hnöttinn, komust að þeirri niðurstöðu, að hér væri um algjörlega nýja eldflaug að ræða. Til þess að koma Proton á loft þarf eldflaugin að hafa 2—3 milljón punda þrýsting. En ef hún getur sent upp jafnvel enn meiri þunga, getur aflið reynzt vera jafnvel enn meira en þessar áætlanir segja. Fyrirætlanir Kremlverja Þeir, sem fróðir eru um Kreml og' fást jafnframt við geimvísindi, telja þessa síðustu eldflaug eyða öll- um vafa um það, að Rússar hygg- ist senda menn til tunglsins. Þeir telja einnig, að þessir tveir mann- lausu Protonar, sem hingað til hafa verið sendir á loft, séu fyrirboði mannaðs geimfars, sem geti haft allt að því níu flugmenn, vélfræðinga og vísindamenn. Og eftir að hafa náð þessu for- SATURN V Apollo skoti, mun Rússland halda því, ein- faldlega með nægum fjárveitingum til geimferða — telja amerískir fræðimenn. Dr. George E. Mueller, sem er yf- irmaður mannaðra geimferða hjá Geimferðastofnuninni bandarísku, á- ætlar, að Rússar eyði eins miklu fé til geimrannsókna og Bandaríkja- menn. Ef svo er, þá verja þeir miklu stærri hundraðshluta af brúttófram- leiðslu þjóðarinnar til þessara mála en Bandaríkjamenn gera. Bandarikin hafa nú ekkert stærra með höndum en Saturn V, nema svo fari, að ákveðið verði að senda menn til plánetanna, eftir 1970. Hvað Rússar taka sér fyrir hend- ur, er leyndarmál. En þeir eru nú að ljúka mesta framkvæmdaári sínu í geimrannsóknum, hingað til, og Proton 2-flugin hafa sannfært am- eríska geimfara um það, að Rússar ætli að halda kapphlaupinu áfram. Saturn V, sem verður sam- settur af fimm eldflaugum, mun flytja geimfara Banda- ríkjanna til tunglsins. Teikn- ingar sýna hinar tvær eld- flaugar, sem notaðar voru við flug manna út í geiminn, og stærð þeirra í hlutfalli við Saturn V. ATLAS Mcrcury Hreytilorka í pundum 7f500,ooo 430,ooo 388,ooo t altarishurðinni er austurlenzk fjöl, lakkeruð, likt verk og í Kálfafellskirkju (að sjálfsögðu úr strandi). Hún er nú é. þjóðminjasafni. Altarisstjakar eru tvennir, steyptir úr kopar, miklir um 8ig neðst með skrúfuðum legg í kraga, íöstum á stétt, „sjaldgæfir gripir", en Jjósa'krónan, sexarma úr járni, er „nýleg cg ómerk". Koparklukkur tvær á lofti, önnur forn, uppmjó, hin virðist vera gömul skipskiukka. Harmóníum er ný- legt, söngtaflan er Mitið svart spjald, sem Skrifað er á með krít. Þessi Páls-kirkja-snikkara var síðasta kirkjan á Höfðabrekku. Hún stóð þar í tæp 40 ár. Þá var það í góubyrjun árið 1&20, að hún laskaðist svo í oifviðri að hún varð ómessufær, 'því að með bréfi 15. apríl þ. á. tilkynnir prestur Mýrdals- þinga prófasti að Höfðahrekkukirkja hafi í afspyrnuroki 28. febrúar fokið út af grunni sínum, þilveggir gliðnað og grindin brotnað. Hafi síðan verið mess- að í barnaskóla Vikur. Þáverandi bóndi á Höfðabrekku, Þor- steinn Einarsson, sem nú er nýlátinn, hafði hug á að endurbyggja kirkjuna og þá úr steini svo að hún stæðist öll sterkviðri. En nú hafði byggðin í hinum gömlu Reynisþingum þróazt þann veg, að breyting á sóknaskipun var óumflýj- anleg. Þorpið í Vík var í vexti, farið að halda þar guðsþjónustur eins og fyrr segir í stað þess að sækja messu vestur yfir Reynisfjall. Kirkja hlaut að rísa í þéttbýlinu, jafnvel ein fyrir báðar sóknirnar — Reynis og Höfðabrekku. Su varð þó ekki raunin, en hlutverki Höfðabrekku sem kinkjustaðar var lokið. Og þegar Matthías þjóðmenjavörður kemur á hinn forna kirkjustað sumarið 1932 er þar ekkert heilagt hús, því að sóknin er sameinuð Vikurþorpi um kirkjusókn, þar sem „nú er steinkirkja í smiðum". En kirkjugripir eru varöveititir á Höfðabrekku. Þó er „ljósakrónan ryðguð sundur, harmóruíum talið ónýtt, söngtafian týnd". Þannig lýkur eftirmælum um þann helgidóm, sem síðastur stóð á hinum forna kirkjustað Jóns Loftssonar. 6. febi-úar 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.