Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPEHSARI Jóhann Hannesson: "* */Ti V~} *3t»-?d=sj — Heyrðu góði, þú hrintir henni — eiga menn að umgang- ast kven- fólk á þann hátt? — Haltu þér saman! A erlendum bókamarkáði Bókmenntir TJne Anthologie Vivante de la Littérature D'Aujourd'hui. Pierre de Boisdeffre. Librairie Aca- démique Perrin 1965. Bók þessi er um 830 blaðsíður og á að gefa þverskurð af frönsk- um nútímabókmenntum í óbundnu máli. Bókin skiptist í þrjá kafla: sá fyrsti fjallar um nútímaskáldsöguna, þar eru teknir kaflar og söguþættir eftir þá höfunda, sem útgefendur telja merkasta á þessu sviði, ævi- ágrip og ritaskrá höfunda fylgir; annar kaflinn eru valdir kaflar úr leikritum, og sá þriðji eru glefsur úr ritum þeirra, sem sett hafa saman rit um heimspeki, esseijur og gagnrýni. Þetta er sýnisbók; spannar mjög vítt svið og verður bezt notuð með öðru riti, sem sama forlag gaf út fyrir nokkrum árum er heitir „Hist- oire Vivante da la Littérature D'Aujourd'hui", í því er rakin saga franskra bókmennta nútim- ans, og er þessi bók fylgirit þeirrar eða öfugt. Báðar bækurn- ar eru gott fræðirit um franskar nútímabókmenntir. Áhrif franskra bókmennta eru engu minni nú en áður, einkum í leiklist. Slíkar bækur sem þessar eru nvjög nauð- eynlegar handbækur, þetta eru eannorðar auglýsingar um ástand franskra bókmennta þessara ára. Við hvern höfund er tilvísun til umgetningr um hann í „Histoire Vivante . , . .". Die Kalte Sonne. Jean Cayrol. Deutsch von Guido G. Meister. Walter-Verlag 1965. DM 15.—. Jean Cayrol er fæddur í Bordeaux. Hann stundaði bók- menntanám. Átján ára gamall tók hann að gefa út bókmennta- tímarit ásamt fleirum. Hann gerðist bókavörður. Hann tók þátt í styrjöldinni, starfaði síðan í mótepyrnuhreyfingunni frönsku, var handtekinn 1942. Hann býr nú í París og er bók- menntaráðunautur „La Seuil"- útgáfunnar. Hann hefur gefið út ljóð, skáldsögur, ritgerðir og kvikmyndaleikrit. Cayrol er mikill stílsnillingur, orðin eru honum dýr. Sá sem leitar sér nýrra heimkynna verður annar en hann var fyrrum: Persónur Cayrols hverfa stað úr stað og viðmiðun þeirra og skoðanir breytast með breyttu umhverfi; ferð án fyrirheits verður þeirra vegur. Heimur Cayrols minnir um sumt á heim Rilkes, afstaða hans til hlutanna er mjög per- sónuleg og nærfærin; hlutirnir öðlast líf, og persónur hans öðl- ast stundum stöðu hlutanna; vindurinn feykir þeim til eins og skrælnuðum laufblöð.um. Minn- ingin er einnig hluti verðandinn- ar hjá Cayrol, þýðingarmeiri oft- sinnis heldur en verðandi at- burðarás. Walter-útgáfan gefur töluvert út af nútímabókmennt- um, bæði þýzkum og annarra þjóða; bækur útgáfunnar eru mjög smekklega unnar, bæði prentun og band og gætu verið öðrum til nokkurrar fyrirmynd- Saga Political Power in the Ancient World. Mario Attilio Levi. Translation by Jane Costello. Weidenfeld and Nicólson 1965. 30/—. Höfundur starfar við háskól- ann í Mílanó. Hann rekur í þessu riti ástæðurnar fyrir pólitískum deilum í menningarríkjum forn- aldar og eðli þeirra. Hann skil- greinir réttlætingu valdsins í Egyptalandi og Mesópótamíu og þeim ríkjum þar sem sami skiln- ingur réð um eðli valdsins og uppruna. Trúarlegt og pólitískt vald var samtvinnað í þeim rikj- um, sem lágu að Miðjarðarhafi um langt skeið. Höfundur rekur ástæðurnar fyrir þessu og leggur áherzlu á þá breytingu sem verð- ur á skilningi manna í þessum efnum, við þá hreyfingu sem hefst í Aþenu á fimmtu öld f. Kr. um aðskilnað trúarbragða og pólitísks valds. Menning Róm- verja og Grikkja rakti rætur sín- ar um margt til Egypta, og þá einkum í þessu efni. Þar í landi var konungurinn jafnframt guð eða nátengdur guðunum, þessi hugmynd um guðlegan uppruna landstjórnar og valds var póli- tískur sannleikur meðal forn- þjóðanna. Gríski skilningurinn mátti sín þó alltaf nokkurs, en að lokum verður egypzka kenn- ingin viðurkennd í breyttri mynd I Aust-rómverska keisara- dæminu. Skilgreiningar höfundar og rök fyrir þeim eru skýr og augljós, og eru studd traustum heimildum. Alexander oder Die Verwand- lung der Welt. Peter Bamm. Droemer, Zurich 1965. DM 16.80. Hver kynslóð hefur sína skoð- un á Alexander mikla og afrek- um hans. Á miðöldum var hann einn þeirra landstjórnarmanna, sem naut hvað mestrar hylli, jafnvel úti hér var saga hans vinsælt lestrarefni. Höfundurinn hóf starf sem skipslæknir og fór víða um heim, síðan tók hann að gefa sig að ritstörfum og hefur sett saman nokkrar bækur, sem hafa náð mikilli útbreiðslu. í þessari bók segir hann sögu Alex- anders mikla og ágætir mjög af- rek hans. Margt var vel búið í hendur þessa konungs, hann erfði vel æfðan her og land sem var á leiðinni út úr villimennsku- sortanum. Hann leggur á stað tuttugu og eins árs gamall með þrjátíu og fimm þúsund manna her til að sigra heiminn. Þetta hófst 334 fyrir Krists burð. Hann sigrar hinn austræna risa, Persa- veldi, á fáum árum og stofnar ríki, sem náði frá Miðjarðarhafi austur að Indus-fljóti, og frá Líbýu austur í Turkestan. Kon- ungur setlaði sér að skapa þús- und ára ríki, og þótt þetta bákn sundraðist eftir hans dag, þá mótaði hann framvindu mála á þessu svæði. Hellensk tunga og menning mótaði þessi landsvæði, og saga Evrópu væri önnur ef hans hefði ekki notið. Höfundur dregur upp litauðuga mynd af þessum tímum. ÞANKARÚNIR „f ÞESSARI borg, Kanbalu, er myntsmiðja stórkhansins, en um hann má með sanni segja að hann hafi á sínu valdi leynd- ardóm alkymistanna (þ.e. gullgerðarlistamanna), þar sem hann kann þá list að framleiða peninga á þann hátt, sem nú skal greina: Hann lætur taka börk af mórviðartrjám, en blöð þeirra eru notuð til fóðurs handa silkiormum, og úr berkinum tekur hann innra lagið, sem er á milli viðarins í trénu og grófgerðari hluta barkaríns. Þetta er bleytt og síðan steytt í keri, unz úr verður deig, og úr því er gerður pappír, sem líkist þeim pappír, sem búinn er til úr bómull, en er alveg svartur. Þegar hann er nothæfur orðinn, lætur stórkhaninn skera hann niður í peninga, misjafnlega stóra, nálega ferhyrnda, en nokkru meiri að lengd en breidd." Ofanskráð er upphaf þess kafla I frásögn Marcó Póló af pappírspeningagerð Kínakeisara á 13. öld (Ferðir, II. bók, 18. kap.) Sagan þótti svo lygileg í Feneyjum, ættborg Marcó, að frændur hans sögðu hönum að snáfa út í sveit og segja hana þar, því enginn maður í hinni frægu verzlunarborg myndi taka mark á manni, sem léti sér annan eins þvætting um munn fara. En Marcó, sem hafði verið hjá keisara í tvo áratugi, kom nú samt sögunni á pappír og segir frá þessu furðulega kerfi, hvernig keisarinn og tólf hagfræðingar hans létu tryggja seðl- ana, að því er virðist frá ári til árs, og miðuðu gildi þeirra við alls konur vörur, er á boðstólum voru. Hann segir frá endurnýjun slitinna seðla, og endar með því að staðhæfa: „Af þessum sökum má örugglega slá því föstu að stórkhaninn hefir víðtækara vald yfir fjármálum en nokkur annar þjóð- höfðingi á jörðinni." Hinu gat Marcó — timans vegna — ekki sagt frá, hvernig þetta endaði með skelfingu nokkrum áratugum síðar, þegar eftirkomendur Kublai khans voru orðnir úrkynjaðir og spilltir og hinir heiðai'legu hagfræðingar og aðrir góðir em- bættismenn voru útdauðir. Með kerfinu tókst að draga þjóð- arauðinn til höfuðborgarinnar, svo að hún óx likt og vatns- sjúkt höfuð. Kanbalu — það er Peking — var tvímælalaust glæsilegasta borg síns tíma þegar hallarsmíð keisaranna var lokið. En Kínverjar veltu af sér oki Yuen-keisaranna, steyptu þeim af stóli, flæmdu þá norður fyrir múrinn og létu þá ekki eiga afturkvæmt til valda í Mið-ríkinu. Þeir gerðu gjaldmiðil þjóðarinnar að leikfangi og stofnuðu þar með til hruns. Verðbólgusagan fyrr og síðar sýnir, að með sífallandi seðl- um má ýmsu til vegar koma: Standa í dýrum styrjöldum, ¦ byggja stórar borgir og háar hallir, halda uppi sukki og sæl- lífi, féfletta almenning dag og nótt, stofna til óeirða, mann- flótta, fjárflótta og hruns og steypa kóngum og keisurum. Það er meðal annars af því að menn vita þetta, að mörg ríki eru afar treg til að leggja út í sams konar gullgerðarlist og hinir síðari Yuen-keisarar. Sagt er að einn frændi Kublai khans, sem réð ríkjum í Persíu um þessar mundir, hafi reynt að innleiða pappírsgjaldmiðil, en verið steypt af stóli, meðal ann- ars fyrir það tiltæki sitt. Að kunna leyndardóm gullgerðarlistar gæti komið sér vel fyr- ir stjórnmálamenn — ef kunnáttan breiddist ekki út. Alkymi var m.a. talin í því fólgin að framleiða dýra málma úr ódýr- um, en einnig undrameðöl og gervimenn (homunculi) eða eins konar „meðaladrauga". Alkymistar spreyttu sig við þessi verkefni öld fram af öld, en fundu ekki hina réttu aðferð. Það hafa hins vegar kjarnavísindin gert og framleitt undra- vopn, en gullgerð með kjarnorku er ekki talin svara kostnaði ennþá. Og þótt hún yrði svo einföld og ódýr að hver hús- móðir gæti búið til gull í eldhúsinu sínu, líkt og graut eða plokkfisk, þá myndi hún ekki leysa vandamál þjóðfélaga. Það gæti verið þægilegt fyrir einhvern flokk eða fyrir einvaldan konung, ef hann einn kynni að búa til ódýrt gull, en enginn annar kynni listina. En hann yrði samt ekki góður stjórn- andi þjóðfélags. Til stjórnunar þarf allt önnur verðmæti, meðal annars þá lífsvizku, sem kann að halda mannfélagi sam- an og að fá menn til að vinna saman að nauðsynlegum og heillavænlegum málum. í því skyni varð Kung-fú-tze Kín- verjum miklu notadrýgri en pappírspeningagerð keisarans, enda gerði hann sér ljóst að stjórnvizkan var ekki fáanieg fyr- ir gull. Þess vegna varð þjóðhöfðinginn, að hans áliti, að setja réttlætið ofar öllum fjárhagslegum verðmætum. 6. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.