Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 12
Asíðustu og beztu tímum þjóðarinnar virðast klám- órar hafa hugtekið hugi fjölda manna, jafnt karla sem kvenna. Þeir sem harðast eru slegnir af faraldri þes.sum vilja að vonum leita úrbóta og forða þjóðinni frá algerri sýkingu og til þessara hluta eru blöð og útvarp sett í gang. Að hj álparleiðangri þessum liggja mavg ar og sundurlausar rætur. Sumir ganga til þessa verks heilshugar, aðrir af uppsláttarsýki og von um að komast í nefnd eða ráð. Enn aðrir til að leika góða og göfuga per- sónu. En eitt er nokkuð sameiginlegt þessu fólki, og það er, að sé það spurt hvað sé klám, þá byrja vandræðalegar útskýr ingar eða vöflur, sem enda á þann veg, að spyrjandinn eða hlustandinn er litlu nær. Til nánari skýringa er þessi smásaga: „Sveitastúlka fór til næsta bæjar í einhverjum erindum. Þetta var að haust lagi. Bónda vantaði hrút sem hann átti og biður stúlkuna að spyrja um hann á bænum. Stúlka jánkaði þessu, en er til kom, þótti henni ófínt að spyrja um hrútinn. Aftur á móti spyr hún, hvort ekki hafði orðið vart við kind. Kiná, hvaða kind átti það að vera, rolla, lamb? Nei, en ef þið viljið koma mér til að klæmast, þá er það óþokkinn, sem fer oftast á ærnar, sagði stúlkan". E inn hópurinn bindur klámið við kynlíf og kynlífslýsingar, og mun sú alda runnin frá kirkjunni. Samband manns og konu var í hennar augum saur ug athöfn, sem lýsingarorð brast tjáning ar til, og fólk mátti ekki giftast nema eftir ramflóknum altarislýsingum. Þetta er uppspretta þess, hve margir, allt til þessa dags, tala um samlíf manns og konu með vítaverðu orðbragði, sem þeir nota ekki undir öðrum kringum- stæðum. Svona fer stundum um góðan ásetning þegar hann er reistur á fölsk- um forsendum. Það hefur lengi vakið mér furðu, hvað sumt sannkristið fólk hneykslast á lýsingum kynlífs í ræðu og riti. Þær fyrstu og einu lýsingar á þeirri athöfn, sem hafa hneykslað mig að ráði, las ég ungur í hinni „Helgu bók‘. Aftur á móti bendir margt til þess að athöfn þessi hafi hjá okkar forfeðrum verið helgiathöfn í sambandi við trúar- siði. Leifar af þessu finnast enn, t.d. 1 sambandi við Jónsmessunótt. Heybrækur Man ég svona brækur bezt blásnar í rjáfri hanga; ! nú hafa þær á þingi sézt þótzt vera menn — og ganga. S umir menn telja og til kláms sóðalegt orðbragð, hálfkveðnar vísur allt niður í lestrarmerki. Um þetta er deilt og bitizt án niðurstöðu í blöðum, bókum og útvarpi. Til þess að freista niður- stöðu verður maður að spyrja sjálfan sig að athuguðu máli: Er til klám? Því verður að svara játandi. Á það rétt á sér? Ég segi nei. Hvað er þá þetta sem kallað er klám? Klám tel ég það eitt að kunna ekki að haga orðum og gjörðum á svo listfengan hátt, að velsæmi manna hrökkvi ekki í kút. Klám er því ekki bundið við neina sérstaka þætti lífsins; þeir eru allir jafn mikilsverðir, eins og allir litir eru jafn fagrir í réttum samböndum. Það eru til taishættir að fornu og nýju, sem skýra orðið klám. Klámhögg er högg, sem ekki hefur verið vandað til, því geigað eða misst marks. Eins er, ef manni fer verk illa úr hendi. Ósköp er þetta nú eitthvað klámkennt hjá þér, veslingur! Sjálfsagt ganga sumir heilshugar á móti því sem þeir kalla klám og hafa kannski eitthvað fyrir sér í því, að slíkt fari vax- andi með þjóðinni. En hvernig ætti slíkt að ske með allri þeirri menntun og menningu, sem nú er borin á borð fyrir okkur? Og þó. í sambandi við verklega menningu höfum við losnað við mikið klám, en minna í hinni sem við andann er kennd. Okkar andlegu fleytur þræða að mestu öldudalina, þó einstaka siglu- toppa beri hátt. Þetta þarf ekki að vera neitt úrkynjunarmerki, en við erum í lægð. Af öllu, sem ritað er nú til dags, er sannarlega fátt sem dregur arnsúg. Það er eins og það vanti skerpu, klið og reisn í stílinn. Aftur á móti eru grein- armerki í góðu lagi. Mín hugdetta er sú, að skólarnir geri meira veður út af vöntun greinarmerkja en forms og stíls. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr greinarmerkjum, enda er slíkt ekki vogandi eftir glímu Oscars Wildes við kommuna. Þó hefur sumum dottið í hug, að harðasta glíma Snorra Sturiu- sonar hafi ekki verið við kommu. Hvort sem þetta er rétt, þá er það horfellis- stíllinn sem veldur þeirri klámöldu, sem óneitanlega er í uppsiglingu. Á þetta lagið ganga svo margir þýðend ur og höfundar, svo ég tali nú ekki um allt dægurritafarganið, sem enginn veit tölu á, með öllu lífsreynslukláminu. Verði engin breyting hér á innan tíðar, mun bókmenntasmekkur ekki verða okk ur að fótakefli. Frásagnarmáti og stílsnilld hafa um langan aldur verið okkar aðalsmerki og varið þjóðina illum og skaðlegum áhrifum, lyft okkur í sessi og gefið okk- ur sýn til hulduheima. Ég hefi oft stað- ið á öndinni yfir orðfæð hinnar ungu, gJæsilegu kynslóðar, sem nú á að erfa landið. Þetta minnir mest á þegar frum- stæðir menn eru að læra að tala fram- andi tungur. Hvernig á svo maður, þó hann hafi sæmilegar gáfur, að koma hugsunum sínum í gott form, ef hann vantar orð? Úr öllu þessu myndast lágkúra og klám. En þar sem orðaforði og stíl- snilld sitja að völdum hverfur allt klám, hvernig sem það er skilið, og það er nákvæmlega sama um hvaða efni er fjallað, kynferðislífið þar ekki undan- skilið. Þegar þetta mál var rætt á vegum útvarpsins, varð mér fyrst Ijóst, hvað greindir og gegnir menn gera sér oft litla grein fyrir hlutunum. Þegar Bósa sögu og Herrauðs bar á góma, treysti enginn sér til að kenna þar ýmsa kafla til kláms, og er þó hátt síglt. Og hver var orsökin? Aðeins sú, að þarna var fjallað um af íþrótt. Þarna hefði ekki þurft nema lítilsháttar klaufa, svo orðbragð hefði reynzt ósæmilegt og neistinn kviksettur. Þeir, sem af ein- lægni vilja útrýma klámi úr íslenzkum bókmenntum, ættu að hugleiða að hér dugar enginn hégómi, eins og prestur- inn sagði, þegar frúrnar báðu hann að biðja fyrir drykkjumanni af stólnum. Hér verkar það eitt að vekja ást og virðingu fyrir „tungunni". Við þann mann, sem hefur tileinkað sér þessa kosti, mun aldrei þurfa um að vanda hvað orðbragð snertir. G etur nokkur útskýrt hvað felst í smákvæðum Jónasar Hallgrímssonar? Margir hagfræðingar segja sem svo, að „þetta hefði ég getað ort“, en þeirra vísa, þótt snjallari virðist, deyr, en hitt lifir. Þó er ekki hægt að vega, mæla eða ljós- mynda innihaldið, jafnvel þótt dungals- dýpt sé beitt. Það skyldi þó aldrei vera einlægni og ást á tungunni sem hér kem- ur til greina? Lengi má deila um það hvað má segjast og hvenær eigi að segja það. En þeir ritendur, sem ekki treysta sér til að vekja á sér athygli nema nota sóðalegt orðbragð, ættu að glugga í okk ar fornu bókmenntir. H já Snorra stendur: „Þá sér Þórr upp í gljúfrum nökkrum, að Gjálp dótt- ir Geirröðar stóð þar tveim megin ár- innar ok gerði árvöxtinn. Þá tók Þórr upp úr ánni stein mikinn ok kastaði að henni ok mælti þá: „At ósi skal á stemma“. Eigi missti hann þar er hann kastaði til“. „Broddi mælti: Allmjög eru þér mis- lagðar hendur, ef þú varðar mér Ljós- vetningaskarð, svo ég megi eigi fara með förunautum mínum, en þú varðar ei hið iitla skarð milli þjóa þér svo ámælislaust sé“. I gömlu ævintýri er sagt frá kon- ungsdóttur, sem varð fyrir þeim ákvæð- um, að hún mátti ekki yndi hljóta af karlmönnum. Hennar báðu niargir kon- ungssynir og hún giftist hvað eftir ann- að. Enginn þeirra gat hrökkt ákvæðun- um á brott, og var það þeirra dauðasök. Á hverri brúðkaupsnóttu stóðu vopn- aðir verðir framan við dyr hjónaherberg isins albúnir til þess að hlýða kallinu að „rétta“ brúðgumann. Svo er það eitt þetta kvöld, að verðirnir opna hurðina án þess að bíða eftir kalli, þótti ekki taka því. En um leið mælir brúðurin fram vísu þessa: Slökkvið ljósið, slíðrið sverð, sláið hann ekki að sinni. Því hann er með sinn fyðil á ferð í fögrubrekku minni. Sá einn er hefur tunguna að helgireit hugans getur túlkað allar hugsanir sínar svo ámælislaust sé. Því orð eru á íslenzku til yfir allt sem er hugsað á jörðu. Halldór Pétursson. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 7. listamanna er auk þess það, að þeir þrá að skapa verk, sem hafa ævarandi gildi. Til þess að það sé hægt, þarf listamaðurinn að vera fær um s.ð um- breyta persónulegri reynslu sinni í al- menn giídi og Ijá henni þann búning, sem listunnendur rneta og sliilja. Hvers vegna þráir listamaðurinn að skapa var- anleg verðmæti? spyr Bychowski. Vegna þess að grunntónninn í sálarlífi lista- mannsins er vanmáttui', sem hann reyn- ir að hamla á móti með almættishug- myndum. Sönnun fyrir almætti er ein- mitt að skapa eitthvað, sem varir eilíf- lega. í þessari síðustu atihugasemd sinni kemur Byohowski inn á sama svið og Schneider, en frá annarri hlið. Þar sem kenningarnar rekast ekki á, má segja að þær bæti hvor aðra nokkuð upp. Bftirtektarvert er, hversu hikandi þessir þrír sálfræðingar hafa verið við að útlista hina raunverulegu undirstöðu listgáfunnar. Þeir fullyrða allir, að hún sé að verulegu leyti ásköpuð, en vilja fátt fleira segja um þá hlið málsins. Þeim mun lengur dvelst þeim við lýs- ingu á samkennum listamanna. Þessi varfærni er vissulega lofsverð, miðað við núverandi þekkingarástand. En þó er eft ir að vita, hvort ekki er hægt að kom- ast örlítið lengra. P hyllis Greenacre heitir bandarísk kona, læknir, barnasálfræðingur og sál- könnuður. Hún er talin með fremstu sálfræðingum nú á tímum á þessu sviði og raunverulegur arftaki Ernst Kris í sálanfræði bókmennta og lista. Green- acre hefur ritað töluvert um þessi efni, en einna fróðlegust þykir mér ritgerð hennar frá 1957: „The Childhhod of the Artist'1 (13). Sá er þó meinbugur á þessari ágætu grein, eins og reyndar flestum góðum skrifum, að hún verður ekki endursögð eða dregin verulega saman án mikilla skemmda. Þó skal þess freistað að gefa örlitla hugmynd um efni hennar, fyrst þessi varnagli hefur verið sleginn. Greenacre byrjar grein sína á því að skýrgreina nokkur orð, sem sálfræðing- ar nota oftast í fleng: genius, talent, giftedness, creativity. Hún staldrar við hið sáðasta sem við þýðum með sköp- unargáfu, og þann sem gæddur er slík- um gáfum nefnum við listamann. Sköp- unargáfan er að hennar dómi sérstak- ur eiginleiki, sem er stundum, en alls ekki alltaf (og stundum ekki) tengdur miklum hæfileikum (ability). Þó hefur sköpunargáfan yfirleitt litla þýðingu, nema sá, sem henni er gæddur, sé einnig dugmikill hæfileikamaður, en sé því til að dreifa verður hann skapandi listamaður. S'köpunargáfan virðist vera tiltölulega ó'háð afburða greind, a.m.k. þeirri greind, sem mæld er í vísitölu- stigum greindarprófa, en vitaskuld eru sumir listamenn einnig frábærleg-a vel gefnir. Hvað er nú sköpunargáfa og hvernig ber að skilja uppruna hennar? Greenacre býður upp á nokkrar tilgát- ur, sem hún í hæversku sinni segir að beri að sk-oða sem e.k. vinnuplan, er styðjast megi við, þegar farið verði að rannsaka málin nánar. Fyrst ræðir hún grundvallareinkenni sköpunargáfunnar, en þau telur Hiin vera fjögur: 1) Mjög skörp skynjun eða öllu fremur næmi á áhriif, sem skynfærin verða fyrir. 2) Óvenjumiklir hæfileikar til að greina sundur skynjuð fyrirbæri. 3) Mun meiri innlifunarhæfileikar (empathy) bæði að umfangi og dýpt en almennt tiðkast. 4) Mjög vel gerð tjáningartæki (sensorimotor equipment). Þessi fjögur atriði ræðir hún svo all rækilega og af glöggri sálfræðilegri og læknisfræði- legri þekkingu. Eru nú þessir eiginleikar áslcapaðir eða áunnir? Séu þeir áskapaðir er um tvennt að ræða: annað hvort að eigin leikarnir erfist samkvæmt erfðafræði- legum lögmálum eða að þeir séu fyrir hendi sem möguleiki (potential), sem umhverfið hefur nokkuð á valdi sínu að þroska eða drepa í dróma. Helzt virðist hún hallast að hinu síðarnefnda, þó að vitaskuld treystist hún ekki til að taka af skarið. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 196ð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.