Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 7
að er orðið harla títt, að unglinga- hljómsveitir utan af lands- byggðinni haldi úr átthög- um sínum til höfuðstaðarins til hljómleika- og skemmt- anahalds. Reykvískum skemmtistöðum hefur löng- um þótt góð búbót að slík- um hljómsveitum. Margar af okkar ágæt- ustu hljómsveitum hafa byrjað feril sinn á frama- brautinni sem skólahljóm- sveitir, en síðan hefur þeim vaxið fiskur um hrygg; þær hafa fært út kvíarnar og tekið að leika á almennum dansiböllum. Bæði ofangreind ein- kenni ber sú hljómsveit, sem við ætlum nú að kynna fyrir lesendum. Hún nefn- ist ENGIR og er frá Akur- eyri. Það var hálfrokkið inni, þeg- ar við gengum í sal. Fjórir ungir piltar höfðu komið sér fyrir á upphækkuðum palli og léku nýjustu eftirlætislög unga fólksins. Það vakti þegar at- hygli okkar, að tónlist piltanna var ekki of hávaðasöm. Til marks um það má nefna, að vel mátti krunkast á við samseta sinn án verulegrar áreynslu. Það mun oft vera ógjörningur, þegar sumar af borgarsveit- unum leika fyrir dansi. Á dansgólfinu iðkaði ungt fólk fótamennt sina. Okkur virtust danspörin hreyfa sig heldur lítið úr stað. Að líkind- um er það mikil hagræðing fyrir dansstaði, sem lítil dans- gólf hafa. Með komu hinna nútímalegri dansa minnkar dansrúm, sem hvert danspar þarfnast, niður í fáein ferfet, sýnu minna en áður var, þeg- ar danspörin endasentust hornanna á milli í hoppandi polka eða ræl. Einn nærstaddur gestur gaukaði að okkur eftirfarandi fróðleik: — Ég kalla þetta nú ekki að dansa. Ég kalla þetta að troða dans. V ið vorum staddir á einu. öldurhúsi borgarinnar, gagn- gert þeirra erinda að hafa tal af hinu mungu Akureyringum, sem skipa hljómsveitina Eng- ir. Þegar þeir höfðu lokið leik sínum, gáfu þeir sér tíma til þess að spjalla við okkur. Við settum upp sparisvipinn og hófum að spyrja. í öndverðu samtali okkar komumst við að því, að þeir eru allir kynjaðir að norðan. Allir Akureyringar nema Júlíus trommulcikari Haukur Ingibergsson, gítarleik- ari hljómsveitarinnar, sem er af þingeyskum ættum. Egill Eðvarðsson, sem leikur á cem- balett, og er fyrirliði þeirra félaga, tjáði okkur, að þeir Haukur ásamt Reyni Adolfs- syni, bassaleikaranum, stundi nám í „stúdentaverksmiðjunni“ á Akureyri. Júlíus Fossberg, trommuleikarinn, væri hins vegar iðnemi. — Hverjir eru söngvarar hópsins? — Egill og Haukur eru að- alsöngfuglarnir. Aðrir gefa frá sér minni hljóð. — Hvað um nafngiftina? — Hvernig spyr maðurinn? Ég hélt að allir skildu, hvað Engir þýðir. Það er Egill, sem talar. Hann bætir við: — Við fengum þetta bara svona í kollinn. Er Engir ekki í mótsögn við allir? Reyndar höfum við nefnt okkur ýms- um nöfnum, enda er hljóm- sveitin aldin að árum miðað við aðrar unglingahljómsveitir. Sex árin höfum við flestir leikið saman. Löngum nefnd- um við okkur Lubba, en í haust fórum við til hársker- ans og létum skera hár okkar. Þá skaut upp kollinum nafnið Engir. Haukur bætir við: Ég vil meina, að nafngiftin sé komin úr fornri háþýzku, — og þó. Þetta er ef til vill of háfleygt. —S agt er, að ykkur sé það til lista lagt að geta einn- ig spilað fyrir eldri kynslóð- ina. — Ef til vill er það nú of fast að orði kveðið. Hitt er ' mála sannast, að við höfum nikkuna með okkur og leikum gömlu dansana, þegar verkast vill. Það þýðir nú lítið annað heima á Akureyri. Þar tíðkast, að leikið sé jöfnum höndum gamalt og nýtt. Já, það verð-a margir hressir, þegar dragspil- io er þanið, margir taka þá lagið með og þá verður and- rúmsloftið skemmtilegt — Er margt um unglinga- hljómsveitir á Akureyri? — Hlutfallslega eru þær of margar. Það þrífast ekki svo margar hljómsveitir í svo fá- mennum bæ. — Samkeppnin hörð? — Já, geysihörð. — Ekkert leynivopn? — Það er þá helzt hljóðfærið hans Egils. Það nefnist cem- balett. — Segðu okkur eitthvað frá því, Egill. — Það er af orgelættinni, en þó líkara píanói, að því leyti, að tónarnir deyja ekki út. Það hefur líka annað sér til ágætis, að það getur gengið fyrir kol- um! Þetta hljóðfæri er fremur sjaldséð hérlendis. — Þið ætlið væntanlega ekM að leggja hljóðfærin á hilluna í bráð? — Ónei! Að sjálfsögðu tefur þetta frá skólanum, en samt hefur þetta einhvern veginn blessazt hingað til stórslysa- laust, enda spilum við aðeins um helgar á meðan við sitjum á skólabekknum. Sem stendur erum við í leyfi, eftir að hafa lokið miðsvetrarprófum. — Framtíðaráform fyrir ut- an tónlistina? Allir: Komast í heilagt hjóna- band. Haukur: Nei, annars. Ég ætla bara að læra. Ég er nú svo hæverskur, þótt Þingeyingur sé. Næstum því loftlaus, þótt ég segi sjálfur frá. Júlíus: Auk þess að stefna að heilögu hjónabandi hef ég hugsað mér að safna alskeggi. — b. sív. Framtíðaráform: Komast í lieilagt lijónaband. Þó að hann hafi allmikla slagsíðu af gamila skóilanum, er samt sumt athygl- isvert í 'þeim tveimur greinum hans sem ég haf séð (11, 12). Þar fjallar Ihann eimkum um löngun listamannsins til þess að skapa listaverk. Telur hann að til þeirrar löngunar liggi margar á- stæður. HöÆuðástæðan er í því fólgín að sigra árásanhneigðir með kynhneigð- úm. Bydhowski styðst þannig við þá tvískiptingu eðlishneigða, sem Freud að- hylltist á síðari árum sínum. Ég býst við, að flestum þyki þetta nokkuð tormelt fræði, og svo finnst mér einnig. En þetta mun bó eiga að skilja svo, að taikist kyn- hneigðum að sigra árásarhneigðir, staf- ar það aif því, að sjálif einstaklingsins er óvenjulega sterkt og fært uma að sam- Ihæfa þau margivíslegu öÆJ, sem brjótast um í mannssálinni. Þess konar tegund af sjálifi telur Bychowski samkenni listamanna, en hann vill ekki fallast á, að þeir einkennist af sérstakri bernsku- reynslu eða sérkennum í þróunarferli kyrthvatarinnar, eins og sumir hafa hald- ið fram. Þó að undarlegt kunni að virð- ast er þetta allgott framlag til skilnings á listeðli. Strax og farið er að líta á listgáfu sem áskapaðan eiginleika, fólg- inn í þróttmikilli starfsemi sjálfsins, opnast smuga til frekari rannsókna þar sem starfsemi sjálfsins er einmitt atriði sem menn gefa nú mjög nánar gaetur, einkum hjá bövnum. Bydhowski telur upp fleiri ástæður fyrir sköpunarþörf og kemur þá á þekktari slóðir. Hann er sammála Freud, að löngun eftir völdum, frægð og ástum sé ávallt mikilvæg drif- fjöður allra afreka, hvort heldur er í list- um eða á öðrum vettvangi. Ennfremur má finná hjá mörgum ri'ka þörf til að tjá tilfinningar og þrá eftir að dveljast við bernskuminningar. Eitt samkenni Framhald á bls. 12 6. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.