Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 10
SIMAVIÐTALIÐ --- hús í Kópavogi Op/ð — 11447. — Já. — Sigurjón Ingi Hilaríusson við? Þetta er hjá Lesbók Morg- unblaðsins. — Það er hann. — Góðan dag. Þér eruð æskulýðs- og íþrót'tafulltrúi í Kópavogi, er ekki svo? — Jú, rétt er það. — Vilduð þér ekki segja okkur eitthvað um þau mál í stuttu símaviðtali? Er þetta ekki ótæmandi starf? — Jú, svo sannarlega, verk- efnin eru mörg. Annars gegni ég kennslustörfum að hálifu leyti. Ég leiðbeini í starfs- fræðslu, sem er ný námsgrein og nátengd öðrum sitörfum mín um. Allt eru þetta mjög ánægju leg og gagnleg viðfangsefni, svo að ég get ekki sagt, að fjölbreytileiki starfsins sé mér á móti skapi. — Hvenær byrjuðuð þið á starfsfræðslunni? — í 'haust — samkvæmt nýrri reglugerð þar að lútandi. Við erum rétt að komast af stað. Við styðjumst við danska kennslubók enn sem komið er — og á meðan svo er verður þetta ekki fastmó'tað. En nú er verið að semja kennslutoó'k varðandi starfsfræðslu, Stefán Ólafur Jónsson, nýskipaður námsstjóri, og Kristinn Björns- 60 n, sirifrœðingur, eru að vinna að henni og vonandi get- um við byrjað að nota bók- ina í haust. — Þér hafið kynnt yður starfsfræðsluna erlendis? — Jú, ég hef reymt það, bæði í Danmörku og Þýzkalandi. Hér hafa líka verið haldin tvö námskeið í starfsifræðslu — og leiðbeinandinn þar var aðal- starfsfræðslumálaráðunautur norska atvinnumálaráðuneytis- ins. í Noregi heyrir þet'ta und- ir atvinnumálaráðuneyti, ekki menntamálaráðuneyti eins og hér hjá okkur. — Og 'hvernig hagið þér kennslunni? Eru nemenaur jafn áhugasamir um starfs- íræðslu, þegar þetta er orðin námsgrein í skóla? — Já, nemenduir eru ákaf- lega áhugasamir. Þót't þeir sýni öllum námsgreinum e.t.v. ekki jafnmikinn áhuga, þá fá þeir strax áhuga á að þreifa fyrir sér um lífsstarf. Þessar kennslustundir eru mjög ánægjulegar, nemendurnir drekka í sig allan fróðleik, sem getur komið þeim að gagni. Ég fer oft með smáhópa á ýmsa vinnustaði þar sem þeir geta kynnt sér margs konar störf. Ég toýð þeim að koma með, aðeins þeim sem áhuga hafa — og þegar starfsfræðslan er annars vegar virðast flestir hafa áhuga á nær öllu, sem þeir þekkja ekki. — Og svo er það æskulýðs- fulltrúastarfið? — Já, verikefni hans er hér, eins og annars staðar, að hafa umsjón með æskulýðs- og íþróttamálum í kaupstaðnum og vera ráðgefandi fyrir stjórn bæjarins. Ég tók þetta starf að mér fyrir tveimur árum, en þá hafði æskulýðsráð verið starfandi hér í nokkur ár, síð- an 1958. Það hafði starfað tölu- vert, en starfið hafði verið tak- markað að mestu leyti við föndur og annað hliðstætt. Við komum strax á samstarfi milli æskulýðsráðs og gagnfræðaskól ans, enda kom fljót't í Ijós að unga fólkið sem æskulýðsráð var að sinna — voru einmitt nemendur skólans. Skólarnir hafa, eins og öllum er kunnugt, ekki leyst tómstundavandamál- ið, því miður — og á því sviði er þörf stórátaka. Og ég held, að við höfum verið þeir fyrstu hérlendis, sem komu á þessu samstarfi milli skóla og æsku- lýðsróðs — og það hefur tek- izt allvel. Máiið er tiltölulega einfalt úrlausnar á meðan gagn fræðaskólinn er héir einn, en annars eru þessi mál að mörgu leyti erfiðari úrlausnar hér í Kópavogi en annars staðar vegna þess að bærinn er í raun- inni tvískiptur. — Og hvernig hagið þið starfseminni? — Hún fer að miklu leyti fram í 14 klúbbum, sem við starfrækjum — og hefur hver sitt verksvið. Skák- klú.bburinn er einn sá fjöl- sóttasti, því að skákáhugi er mjög mikill meðal nem- enda hér í Kópavogi. í raun- inni má segja, að hann hafi skapazt e'ða orðið almenn- ur, þegar skáksveit úr gagn- fræðaskólanum hér sigraði í keppni víð skólana í Keykja- vík — og vann þá bikar, sem Morgunblaðið hafði einmitt gefið til slíkrar keppni. Um þennan bikar verður nú keppt aftur og má segja, að keppnis- skjálfti sé kominn í alla nem- endur, jafnt þá sem tefla og hina sem fylgjast með. Leik- listarklúbburinn er líka mjög fjölsóttur, en þar fá ungling- arnir tilsögn í upplestri, fram- komu — og við æfum líka leikrit. í fyrra gekkst klúbb- urinn fyrir kvöldvöku í félags- heimilinu og unga fólkið flutti þar leikrit, las upp og svo fram vegis. Þetta heppnaðist mjög vel og vonandi getum við gert þetta aftur í vetur. Nú, fund- arstjórn og fundarreglur. Klúbburinn, sem það verksvið hefur, er líka fjölsóttur — og þannig mætti áfram telja. Yfir- leitt virðist mér þróunin sú, að unga fólkið fái sífellt meiri áhuga á þeim sviðum, sem kalla á táningu hugsunar eða flutning orðsins — fremur en vinnu handanna, föndur og annað þvílíkt. Mér finnst þetta áberandi. — Og nú erum við að ná áfanga, sem mikið hefur verið unnið að. Þa'ð er hið svo- nefnda Opna hús. Innan fárra daga byrjum við á þeirri starf- semi í féiagsheimilinu — og þar verður unglingum gefinn kostur á að fást við marga hluti. Við höfum þar sérstakt herbergi fyrir þá, sem hlusta vilja á hljómpiötur. Ungling- arnir velja þær sjálfir og stjórna. Hin starfsemin verður öll í einum stórum sal og þar á að geta skapazt skemmtilegt andrúmsloft, ef vel tekst til. Við skiptum þessu að ein- hverju leyti niður í aldurs- flokka, en annars verður reynt að láta unglingana sjálfa ráða ferðinni — auðvitað innan ákveðinna takmarka. Annars er það min reynsla, að í flest- um tilfellum þurfi ekki að hafa mikið taumhald á unglingun- um, ef þeim er gert það ljóst, að ábyrgðin sé á þeirra herð- um — og gagnsemi og ánægja starfsins sé komin undir því, að þeir kunni að stjórna og aga sjálfa sig. — Og fólkinu fjölgar jafnt og þétt í Kópavogi, er ekki svo? — Jú, hér er meira en helm- ingur allra bæjarbúa undir 16 ára aldri, hlutfallslega barn- flesti bær á landinu. Þess vegna er mjög mikilvægt, að okkur takist vel í þessu starfi. — En hvað um sumaríþrótt- irnar? — íþróttaáhugi er hér mjög mikill og allgóður árangur hefur náðst, einkum í frjálsum íþróttum, þrátt fyrir að aðstaða til iðkunar útiíþrótta sé hér mjög slæm. I þeim efnum þurfum við að gera stórátak. — Húmanismi Eramhald af bls. 4 háttum er reynt að troða upp á Afríku- þjóðir, sem öldum saman hafa haft vit á að taka ekki í samfélag fullorðinna manna aðra en þá, sem staðizt hafa all- erfiðar þolraunir og með því sýnt sig hæfa til að taka þátt í ráðstefnum ætt- flokks sins. Heimspekingar 18. aldarinnar mega þó eiga það, að kenningar þeirra voru yfirleitt mannúðlegar. Sama verður ekki sagt um heimspekinga efnishyggj- unnar á 19. öld, sem notuðu uppgötv- anir Darwins í líffræði til þess að rétt- læta miskunnarlausa samkeppni um auð og völd á tímum iðnbyltingar og ný- lendustefnu. Á þeim grundvelli reistu þeir Karl Marx og Lenin hugmynda- fræði kommúnismans um ofbeldi og undirferli sem leið til heimsyfirráða. Kalda stríðið milli fyrrverandi sam- herja í síðustu heimsstyrjöld er í raun og veru Hjaðningavíg, þar sem aftur- göngur Marxista 19. aldarinnar og heim- spekinga 18. aldarinnar eigast við, vega hvorir aðra dag hvern, magnast í myrkri næturinnar og taka upp sömu iðju næsta dag. Þessir reimleikar rugla dómgreind milljóna manna og eyða orku frá þeirri friðsamlegu uppbygg- ingu, sem aukin tækniþróun og meira vísindalegt vit gæti að öðrum kosti veitt, og full þörf er á, einkum van- þróaðri löndum. Það þarf nýja kynslóð til þess að kveða þær niður — nýja kynslóð og ný lífsviðhorf. Lýðræðið hefur, þrátt fyrir allt, tvo óvéfengjanlega kosti fram yfir einræð- ið. Það gerir það ólíklegt, enn sem komið er, að brjálaðir menn haldist lengi við völd, og það veitir meira frelsi og fjölbreytni í hugsun, Fjölbreytnin — variabilitetið — er einn af burðarás- um allrar framþróunar, þvi að einhæfn- in, lið eftir lið, þýðir stöðnum, sem að lokum leiðir til dauða. KKaa Afvegaleiiandinn Fríður sýnum, röskur ræðumaður, réðst hann til að kenna Drottins Orð. — En, því miður, Niflheims vondi naður náði tökum gegnum hann á storð. Fastheldni við Orðið lenti í losi, en lygin fegruð mælgi komst á rás. í mannlífs varð hann spilum spaðagosi, í spariskrúða lék þó tígulás. Eb.Eb. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. íebrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.