Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Page 10
S!IHAVE©TALÍÐ Ekki hægt að draga Jbef/a endalaust — 20449. — Já, halló. — Lesbók Morgunblaðsins, gott kvöld. Er Friðrik Ólafs- son við? — Jú, þetta er hann, gott kvöld. — Þú ert búinn að jafna þig eftir skákmótið? — Já, ætli það ekki. — Tekinn til við lögfræðina ' að nýju? — Að nafninu til — að minnsta kosti. Já, ég er að glugga í skræðurnar. — Er langt síðan þú byrjaðir að lesa hana fyrir alvöru? — Nei, ekki get ég sagt það. Þrjú ár, eitthvað um það bil — en nóg til Þess, að ég ætla að hætta á fyrrihlutapróf í vor. Það er ekki hægt að draga þetta endalaust, ef maður ætlar á annað borð að ljúka þessu fyrir miðjan aldur. — Þú hefur þá ekki sinnt skákinni allt of mikið að und- anförnu? — Ja, ég get sagt að ég hafi fylgzt með, fylgzt svolítið með því, sem hefur gerzt, en varla meira. Það er ágætt að hvíla sig á iþessu við og við. — Miðað við árangurinn á síðasta móti hefurðu ekki ryðg- að mikið í skákinni. En hvað er langt síðan þú tefldir þar áður? — Á stóru móti? — Já. i— Ja, fyrir tveimur árum tefldi ég hér á álíka móti. Að öðru leyti hef ég ekki keppt mikið, a.m.k. ekki að vetrinum. Það hefur ekki rekizt á skól- ann. Sumarið 1963 keppti ég í Los Angeles. Það er síðasta stórmótið erlendis, sem ég tók þátt í. — Færðu ekki boð til út- Janda við og við? — Jú, ég fæ alltaf nokkur ágæt boð á hverju ári, en nú verð ég að iáta lögfræðina sitja í fyrirrúmi. — Hvert hefurðu verið boð- inn? — Ja, Hollendingarnir, þeir í Beverwijk bjóða mér á hverju ári. Það er ágætt mót, árlegt mót með sterkum mönnum. Ég hef nokkrum sinnum fengið boð á Havana-mótið, en ekki farið hingað til. Maður verður samt að taka þátt-á stórmóti við og við til þess að minna á sig, ef maður vill fá góð boð. Líka til þess að fá útrás fyrir þetta. — Þú finnur alltaf þörf fyrir það? — Já, þetta er eins og hver önnur baktería, sem maður gengur með. Losnar sennilega aldrei við hana. En ekki svo að skilja að mig langi til að losna við hana. En þú veizt hvernig þetta er. Þú færð þér sigarettu — og langar ekki í aðra í bili. Síðan finnurðu vaxandi löng- un í aðra — og svo koll af kol'li. Þú reykir kannski pakka á dag, en ég reyki mína skák í hófi eins og er. Reyki aldrei fyrir hádegi, eins og þeir orða það sumir — og það ber vott um hófsemi. Eða er það ekki? — Eftir því hve menn vakna snemma. En þig langar til þess að komast til Kúbu? Væri það ekki skemmtilegt, taka þátt í Havana-móti? — Jú, það gæti verið skemmtilegt, þegar tækifæri gefst. Annars eru slíkar ferðir engar venjulegar kynnisferðir. Ekki eintómur leikur og lúxus. Samt væri skemmtilegt að sjá Kúbu. — Gætir þú hugsað þér að vinna fyrir þér með því að tefla á stórmótum — eða hef- urðu eitthvert lögfræðistarf í huga? — Nei, ég er ekki farinn að hugsa svo langt fram í tim- ann. Ég verð að átta mig betur á lögfræðinni áður en ég sem einhvern óskalista. Hitt, hvort ég vildi gera það að lífstíðar- atvinnu að tefla á mótum úti um allan heim? Ja, það er hægt að hafa sæmilegar tekjur upp úr slíku, einkum, ef teflt er mikið í Bandaríkjunum. Þar eru verðlaunin mun hærri en í Evrópu, en auðvitað skilyrði að standa sig vel — þar eins og annars staðar. Þetta er aldrei tryggur atvinnuvegur, eins og gefur að skilja. En þó nokkrir leggja þetta fyrir sig. Til lengd- ar er það samt varla fært fyr- ir aðra en einhleypa. Eilíf ferða lög og púl, mjög erfið atvinnu- grein. Og eilíf ferðalög, það er ekkert líf fyrir fjölskyldumann. — En ætlaðirðu þér þetta fyrr á árum? Stefndir þú ekki hálfvegis að þessu? — Ég veit það varla. Eg held, að ég hafi ekki stefnt að neinu öðru en að bæta mig, vinna næsta mót. Maður hugs- aði ekki um lífsstarf á þeim árum, sökkti sér á kaf niður í skákina á hverjum morgni, hugsaði ekki allt of langt fram í tímann. Það komst ek’kert að fyrir ambisjóninni, maður. Er það ekki hún, sem knýr allt áfram? Hvernig væri heimur- inn, ef ambisjónina, metnað- inn, vantaði? — Satt segirðu. Hann væri sennilega fjandi dauflegur. En hverja ber hæst í skákinni úti í heirni um þessar mundir, ein- hver ný nöfn? — Nei, mest þeir sömu og undanfarin ár. Já, eingöngu held ég bara. En þetta gengur í bylgjum. Ivkov er til dæmis talsvert áberandi um þessar mundir, hefur tekið sig mikið á. Gligoric er hins vegar í öldu- dal, stendur sig ekki jafnvel og áður. Og Larsen blaktir. — Fischer? — Hann er álitinn einn af þeim beztu, en hann teflir samt e'kki of mikið. Hann tel- ur sig auðvitað ókrýndan heimsmeistara, en er tregur til keppni, finnst að Rússarnir úti- loki alla möguleika fyrir sér með samspili sínu. Ég held, að hann geri allt of mikið úr þessu — og auðvitað kemst hann ekki langt, ef hann neit- ar að keppa. — Hvernig stóð hann sig á Havanamótinu. Tefldi hann ekki í síma? — Jú, hann varð númer 2—4. En það er nú sjálfsagt allerfitt að tefla á þennan hátt. Að minnsta kosti töluvert öðru vísi en að hafa andstæðinginn fyrir framan sig. Fischer vann bandaríska meistara- titilinn líka síðasta ár, þó ekki með scmu ytfirburð- um og árið áður. Það er ahur gangur á þessu. — Jæja — og þú heful' ekki eignazt annað tómstundarstarf en skákina? — Ekki sem orð er á ger- andi? — Hefurðu séð eitthvað af þessum bíómyndum, sem ganga núna? — Ég sá brjálaða heiminn i Tónabíói. Fórst þú? — Jú, þetta gek’k einum of langt í vitleysunni — undir lokin. — Það mátti hlæja að því, ágæt afslöppun. Það finnst mér. Hressandi að hlæja duglega á köflum, hlæja í skorpu. — Það ætti a.m.k. að lengja lífið. Vegur vonandi það eitt- hvað upp á móti öllu því, sem nú er talið stytta mönnum aldur. •— Já, þá þess heldur. — Húmanismi Framhald af bls. 4. að auki aðnjótandi reynslu og þekk- ingarforða, sem þúsundir kynslóða af feðrum hans hafa safnað og fest í minni eða letur. Menningin, sem er því arf- ieifð hans og óðalsréttur, „er ofar sviði líffræðinnar — utan vébanda þess efnis, sem iíkami hans er gerður af — sam- spil fyrirbæra sui generis" eða eigin eðlis og tegundar (L. A. White). Mannfræðin fjallar því ekki aðeins um líffræðilega þróun og þarfir manns- ins, heldur líka um menningarlega þró- un hans og þarfir. Hún viðurkennir trú- arlífið sem einn veigamesta þátt menn- ingarinnar. Clyde Kluckhohn, fram að dauða sínum prófessor í mannfræði við Harvard háskóla, sagði t.d. í bók sinni Mirror for Man (1949): „Trúarkerfi, meðtekið á innilegan hátt, er án alls efa nauðsyn sérhverju samfélagi, ef það á að haldast við og lifa“. — „Val á milli vísinda eða trúar er út í loftið, þegar það verið viðurkennt á annað borð, að trúarbrögðin hafa þann tilgang að vera táknræn, túlkandi og stefnumarkandi". — „Vélræn efnishyggju-„vísindi“ geta varla veitt leiðsögn við meðferð peirra dýpri viðfangsefna, sem eru nauðsynlegt skilyrði hamingjusömum einstakling- um og heilbrigðri þjóðfélagsskipun. Það LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gerir pólitísk heimspeki eins og „lýð- ræði“ dkki heldur.“ (Bls. 148—249). Dr. Ashley Montague, sem hefur skrif að margar bækur um mannfræði, segir svo í Anthropology and Human Nature: 1957): „Börn geta ..afnvel ennþá síður en fullorðið fólk lifað á brauði einu saman. Við höfum lært, að þýðingar- mest af öllum þeirra þörfum er þörfin á ástríki“. Við samanburð á uppeldis- háttum margra þjóðfélaga kemst hann að þessari niðurstöðu: „Það sýnir sig all staðar, að það sem barnið (og sá full- orðni) þarfnast, er öryggi, homeostasis eða sálarlegt og líkamlegt jafnvægi, en allt það felst í einu orði, kærleikur". Hátterni mannsins sem einstaklings má að vísu vanabinda að vissu marki og þó minna en dýrsins. Sem tegund er hann allra lífsvera minnst bundinn af venjum forfeðra sinna og kemur það einkurn í ljós, ef hann er borinn saman við skordýrin, en hjá þeim stjórnast furðulega markvíst hátterni ekki af öðru en blindum eðlishvötum, vana- bundnum af rnilljónum kynslóða, mjög vænlegum til viðhalds tegundar að ó- breyttu umhverfi og þá svo storknuðum og ósveigjanlegum, að þær leiða til tor- Vfmingar, ef út af ber með ytri aðstæð- ur. Þetta hátterni þeirra var fyrst og rækilegast rannsakað með ótrúlegri þol- mmæði af hinum fræga franska skor- dýrafræðingi Jean Henri Fabre (1823 —1915). Maurar, termítar og býflugur fundu upp kommúniskt skipulag eitthvað 30— 50 milljónum ára á undan Karli Marx, enda fyrirfinnast þar ekki lengur nein frávik frá réttri linu. Um líkt leyti fann einn frændi þeirra upp á því að binda hátterni sitt ekki íöstum háttum né við sérstakt umhverfi, heldur tók að flækj- ast um jörðina án þess að setja fyrir sig ísaldarkulda né eyðumerkurhita, lærði að aðhæfa sig þeim ólíkustu ytri skilyrðum og þróaði með sér tiltölulega frjálsa hugsun í stað vanabundinna við- bragða. Niðjar hans náðu því að verða menn, ófullkomnir að vísu á margan hatt, en maurarnir héldu áfram að vera maurar og urðu fullkomnustu sérfræð- ingar í ríki skordýranna. Pubertet og nubilitet Hér var skömmu á undan rætt um örasta vaxtarskeið manns, það sem byrjar með skiptingu eggsins í móður- kviði og nær fram yfir fæðingu eða öllu heldur fram að sex ára aldri eða svo, ef einnig er miðað við þroskun sálarlífs- ins. Annað þýðingarmesta æviskeiðið er þroskatíminn írá lokum bernsku til byrjunar fullorðinsáranna og má telja, að það nái einnig yfir um það bil sex ár, eða frá 12—13 ára aldri fram undir tvítuigt. í raun og veru má skipta þessu skeiði í tvennt, þótt oftast sé ruglað saman, sem sé gelgjuskeið eða pubertet og fullvaxtarskeið eða nubilitet. í fóstur- lífinu sérgreinast þær frumur, sem eru höfuðstóll ættstofnsins og eiga fyrir sér að leggja hverjum nýjum einstaklingi til erfðaeiginleika hans, það eru kím- fruimurnar, sem geymast atlhafnalausar í kynkirtlunum, þar til þeirra tími til siarfa er kominn, en aðrar frumur fóst- ursins hafa það hlutverk að mynda lík- amsvefina og endurnýja þá, þangað til líkaminn deyr og þar með þær sjálfar og allir þeirra afkomendur. Kímfrum- uvnar deyja þá að vísu líka og reyndar fyrr, ef einstaklingurinn lifir fram yfir æxlunaraldur sinn, en afkomendur þeirra lifa áfram í ættinni og munu gera það til efsta dags hennar. Kím- frumurnar eru því hlekkir í keðju kyn- slóðanna, óbreyttir, brenglaðir eða bætt- ir frá því sem fyrr var, en aðrar frumur aðeins lausir hliðarhringir. Á gelgjuskeiðinu taka kynkirtlarnir til að vaxa, kímfrumurnar fara að skipta sér og fjölga, hormiónastarfsemin ’breyt- ist, líkamsvöxturinn verður karlmann- legur eða kvenlegur. Sálarlífið breytist einnig, hugur einstaklingsins beinist að hinu kyninu, ef allt er með felldu, háður Framhald á bls. 13. 13. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.