Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 1
| 8. 'tbl. 27. íebrúar 1966 41. árgangur I ir El Tuttugu og fimm ár er ekki langur tími í sögu stoín- imar og virðast þó í rauninni enn ekemmri en árafjöldinn segir, þeg- ar mest heíur gætt stöðnunar og þrenginga, eins og raunin hefur orð- ið um Háskólabókasafn. Verður því í þessu spjalli meira htið til fram- tíðarinnar og þess, sem koma þarf, en næstliðins aldarfjórðungs. Eigi að síður er nauðsynlegt að fara í upphafi fáeinum orðum um sköp- unarsögu safnsins. II. nda þótt Háskólabókasafn sé . ungt sem stofnun, er forsaga þess löng, nær allt til þess, er stofnaður var hér Frestaskóli árið 1847, en bæði hann og síðar aðrir embættismannaskólar, Læknaskóli stofnaður 1876 og Lagaskóli Btoínaður 1008, höfðu komið sér upp dáhtlum bókasöfnium, er síðar urðu að nokkru leyti eign viðeigandi háskóla- deilda, eftir að háskólinn var stofnaður árið 1911. Og heimspekideildin, sem á Bér jafnlangan aldur og háskólinn, eign- aðist einnig fljótlega nokkurn bóka- stoi'n. Eftir að Pétur Sigurðsson, áður bóka- ¦vfJrður í Landsbókasafni, gerðist há- ekólaritari 1929, sá hann um innkaup og •útián á ritum háskólans. Um sameigin- lega gæzlu og rekstur þessara safna var hins vegar ekki að ræða fyrr en við flutning háskólans í núverandi hús- liæSi, og var safnið formlega opnað með ræðu háskólarektors, Alexanders Jó- bannessonar, 1. nóv. 1940. Forstöðu- inaður safnsins frá upphafi var dr. Ein- er Ól. Sveinsson, og embætti háskóla- bókavarðar gegndi hann frá formlegri etoínun þess embættis 1943 til ársins 1945, er við því tók dr. Björn Sigfússon, eem hefiur gegnt því síðan. Við opnun safnsins var bókaeign þess sjjml. 30. þús. bindi, en þennan aldar- íjórðung, sem síðan er liðinn, hefur sú taia bækkað upp í tæp 120 þús. Þenn- an bókakost hefur safnið eignazt með fernum hætti: 1) með bókakaupum, 2) viö bókagjafir, smáar og stórar, 3) með skyMueintökum aiira rita, sem prent- tið ©ru hér á ]andi, 4) með bókaskiptum við. erlendar stolnanir. III. é til bókakaupa hefur safnið á- vallt haft af skornum skammti. - Lengst af var það einungis Sáttmálasjóður, sem lagði fé til þeirra þarfa, en loks árið 1961 var tekin á fjárlög fjárveiting til bókakaupa. Nam hún fyrir árið 1965 400 þús. kr., og situr enn við sömu upp- hæð á fjárlögum ársins 1966. Af þess- ari fjárhæð er einnig kostað bókband, og fleira, og er skemmst af að segja, að þessi upphæð er stórum of lág. Kennur það bezt í l>ós, ef borinn er sam- an ritakostur okkar safns og hinna smærri háskólabókasafna nágrannaland- anna, svo sem gert hefur verið í um- ræðum um safnmál að undanförnu. Kemur þá fram, að þau standa okkur m;1'5g miklu framar að bindafjölda, eh einkum er þó tímaritahald þeirra marg- falt á við okkar. Miklu varðar, að vel takist til um val keyptra bóka, svo að hið tiltölulega litla fé nýtist sem bezt. Þyrfti í því sam- bandi að koma á föstu og skipulags- bundnu samstarfi bókasafnsins og há- skóladeilda, þannig að kennarar hverr- ar deildar tækju að sér að fara yfir bókalista og auglýsingar, sem safninu berast. Slík tilhögun hygg ég, að yrði til að örva nám og rannsóknir, þar eð æskilegt samhengi skapaðist í öflun bóka og nauðsynlegt rit yrðu síður út- undan en ella. Reyndar mætti búast við, að þeta yrði þolinmæðisvinna, meðan fé er af svo skornum skammti sem nú er og mörgu,m æskilegum bókum yrði að hafna, en þó finnst mér, að ekki megi lengi dragast að koma á slíku samstarfi um bókaval. IV. I.áskólabókasafni hafa borizt margar verðmætar bókagiafir bæði fyrr O'g síðar, einkum í húmánískum .greinum, og hefur verið áætlað, að um heimingur bóka safnsins sé fenginn með þeim hætti, en miðað við verðgildi yrði þó hlutfallið ef]aust mun hærra. Verður hér aðeins unnt að nefna sum- ar þessara gjafa, þótt hinna sé ekki síður þakksamlega minnzt, sem ónefnd- ar verða. Árið 1909 arfleiddi próf. Finnur Jóns- son væntanlegan háskóla á íslandi að bókasafni sinu. Var það afhent heim- spekideild eftir lát hans 1934, alls um 7500 bindi, og er þar hver bókin ann- arri gagnlegri þeim, er leggja stund á ísienzk fræði. Langverðmætasta gjöf, sem Hbs. hef- ur borizt, er bókasafn ,Benedikts S. í>ór- arinssonar kaupmanns, sem hann gerði gjafabréf um árið 1935. Benedikt lézt árið 1940, og var safn hans flutt í há- skólabygginguna nýju árið eítir. Þar er því haldið aðgreindu frá öðrum bókum safnsins í sérstökum sal, og gilda strang- ari reglur um notkun þess en aðrar safnbækur. Safn Benedikts ér um 8000 bindi, að smáprenti meðtöldu, mest ís- lenzkar bækiur, en einnig erlend rit um íslenzk efni. Eru í þessu safni Bene- dikts ýmsar hinna elztu og fásénustu bóka, sem prentaðar voru hér á landi, og eru sumar þeirra auk þess hinir mestu stássgripir vegna bands og frá- gangs, sem Benedikt var mjög sýnt um. Einar skáld Benediktsson arfleiddi há- skólann að bókasafni sínu, og var það flutt í húsakynni Háskólabókasafns ár- ið 1950, alls rúml. 1200 bindi. Er í því margt fornra og fágætra bóka, einkum í klassískum fræðum, landfræðisögu og sagnfræði. Frú Hiídur Blöndal gaf háskólanum allar erlendar bækur sínar og manns sins, dr. Sigfúss Blöndals, hins góð- kunna orðabókarhöfundar, en hann and- aðist áriS 1950, og var bókunum kom- ið fyrir í HáskóJabókasafni árið eftir. Námu bækiurnar hátt á 6. Ilis. binda, og eru margar þeirra daglega í notkun á saíninu, nokkrar eru aftur fágætar og haíðar með öðrum kjörgripum í eld- traustum klefa, einkum rit um :i[igu Væringja, sem dr. Sigfús lagði sig mjög eftir, þ.á.m. 54ra binda ritsafn Býzanz- höíunda. Fyrir um áratug gaf Þorsteinn Sch. Tborsteinsson lyfsali bókasafninu dýr- mætan flokk rita, einkum varðandi ]andfræðisögu íslands. Þar á meðal er kjörgripur eins og Olaus Magnus: Hist- oria de gentibus septentrionalibus, gef- in út í Róm 1555. i Árið 1962 gaf próf. Alvar Ne]son, sonur dr. Axels Nelson, bókavarðar í Uppsölum, Háskólabókasafni mikinn Alyar Nelsom prófessor iyrir framan bluta af b4kagjiiiii'uii sem bann iærði Máskólabékasafiiinu Einar Benediktsson hluta af bókum föður síns, alls yfir 4 þús. bindi. Er safn Nelsons einkum auðugt að fornklassískum bókmennt- um og miðaldaritum, bókium um tungu og sögu Norðurlanda og almenna bók- fræði. Árið 1963 gáfu erfingjar Þorsteins Konráðssonar frá Eyjólfsstöðum í Vatns dal háskólanum bókasafn hans, alls nokkuð yfir 2000 bindi. Er þetta hið þarfasta notkunarsafn íslenzkra bóka, yfirléitt í vtönduðu og traustu bandi, en sérstæðasti þátturinn í safni Þorsteins er þó tónlistarrit hans innlend og erlend, þ.á.m. mikið af nótnabókum. Þá hafa stofnanir ýmsar, eiiendar og innlendar, fært safninu bókagjafir bæði fyrr og síðar, og vil ég frá síðari árum einkum geta um tvær stórgjafir vestur-þýzka vísindasjóðsins (Deutsche Forschungsge meinschaft). Barst hin *¦*> fyrri árið 1961, hin síðari 1964. Var hér eingöngu um að ræða nýjar eða nýleg- ar bækur, mestmegnis fræðirit á sviðum raunvísinda, sagnfræði og landafræði, en einnig drjúgt bóka um listir, svo sem tónlist, málaralist og húsagerðarlist ,og hefur úrvali þeirra bóka verið komið fyrir á lestrarsal. Á hálfrar aldar afmæli háskólans bárust safninu nokkrar góðar bókagjaf- ir. Til dæmis gaf Ábo Akademis biblio- tek um 5000 bindi úr tvítökum sínum, einkum um sögu og menningu Finn- lands. Og Universitetsforlaget í Ósló gaf 400 bindi og síðan árlegar útgáfubækur sínar næstu 1C ár. Síðast liðið vor gáfu erfingjar Skúla Hansens tannlæknis, frú Kristín Snæ- hólm og synir hans, háskólanum mikið og verðmætt hljómplötusafn. Fylgja því skrár um allt safnið, bæði höfunda °g flytjendur, er Skúli heitinn hafði samið af mikilli kostgæfni, og er það því hið aðgengilegasta til notkunar. Alls enu þetta hátt á fjórða þúsund plötur, margar mjög fágætar og er þetta safn því einstakt í sinni röð. Því hefur nú verið komið fyrir á góðum stað í Há- Framhald á bls. 12 *i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.