Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 3
Speglar skdlastofu Eftir Ingólf Jónsson trá Prestsbakka _s jáðu til, Jóhannes, sagði Þórð- ur skólastjóri við starfsbróður sinn Jó- hannes, þar sern þeir sátu saman í vist- legri stofu á heimili Jóhannesar, sem var piparsveinn. — Það sem ég legg áherzlu á, er að kennararnir hafi góða stjórn í bekkjum sínum og láti börn- in koma prúðmannlega og lýtalaust fram. Þá verða bæði börnin og kenn- ararnir að heild, sem skapar skólanum álit, sem eykur um leið manngildi beggja aðila. — Jú, ég skil þig, Þórður, svaraði Jóhannes. — Við erum líka bekkjar- bræður úr Kennaraskólanum og þú varst umsiónarmaður bekkjarins og sá Ihæsti á prófunum, og enginn gat með réttu sett út á framkomu þína. Hún var alltaf til fyrirmyndar og fullkomlega lýtalaus. En segðu mér, manst þú eftir honum Bjarna skólabróður okkar, þeim sem hætti í öðrum bekk? — Bjarni, hvort ég man eftir honum? Já, Bjarni, það var nú meiri sérvitring- urinn. Alltaf að brjóta heilann um eitt- hvað, sem ekki kom málinu við. Þegar hann átti að skila stíl í skólasögu, gat hann átt til að skrifa ritgerð á íslenzku um hestamennsku eða eitthvað annað álíka. Ég man líka, þegar hann hætti í skólanum. Hann sagðist vera búinn að læra nóg í þessum skóla og fór. Sá lærði nú eða hitt þó heldur. Það hefur víst ekkert verið annað sem hann lærði en íslenzkan, enda var ekki hægt annað en að læra hana hjá skólastjóranum okkar, öðrum eins kennara og manni. — Veizt þú, Þórður, hvað varð úr. þessum sérvitringi, sem þú svo nefnir, spurði Jóhannes með sinni venjulegu hógværð. inn norðan Þórður. 'j^hwx" fyrirtækið, sem ég veit til hér á landi, sem er algerlega eign starfsmanna. All- ir eiga hlut í því, frá sendisveininum til forstjórans, en hlutur hvers stækkar eftir því sem starfsárin verða fleiri. Þetta fyrirtæki er orðið stórt og það er tvennt til viðbótar sem er sérstakt við það. Annað er það, að þar fá menn óskert kaup, þótt þeir verði veikir, heilt eða hálft ár, en hitt, að þar eru í hverri viku haldnir málfundir i setustofu fyr- ÆSKUAST Eftir Jónas Guðlaugsson Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá, sem helzt skyldi í þögninni grafið? Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið! Ég er eins og kirkja á öræfa tind, svo auð, sem við hinzta dauða, þó brosir hin heilaga Maríumynd þín minning frá vegginum auða. Sakleysið hreint eins og helgilín var hjúpur fegurðar þinnar, sem reykelsisilmur var ástin þín á altari sálar minnar. Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór, en f ann þig þó hvert sem ég sneri, sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. irtækisins, þar sem ræddar eru meðal annars íslenzkar og erlendar bókmennt- ir og aðrar listir. Þetta er fyrirtækið hans Bjarna, sem var búinn að læra nóg í skólanum. — Þú segir nokkuð, finnst mér, sagði Þórður. Þetta var alltaf sérvitringur og hlýtur fyrr eða síðar að fara á hausinn. Hann hefði orðið skrýtinn kennari. Reglusemi, það er það sem gildir í öilu og engin frávik eða undansláttur. Ó- stundvísi og skilningsleysi á nauðsyn agans er þjóðarlöstur íslendinga. Ég hef alltaf lagt fyrir kennara mína að stjórna vel og láta engan komast upp með van- rækslu. Þau börn, sem ekki hlýða eða slæpast við vinnu sína, set ég í sama flokk og þau vangefnu, þau sem eru vanvitur, sem minnstum tíma er eyðandi í. — Irórður, sagði Jóhannes með hægð um lei'ð og hann hallaði sér aftur í þægilegum hægindastólnum. Það eru tveir kennarar í mínurn skóla, sem við höfum báðir þekkt frá því að við vor- um ungir. Það eru þeir ICári og Brynj- ar. Þú veizt, að Kári var einn af þess- um miklu stjórnendum og starfsmönn- um, í skóla og síðan í starfi. Vinna og reglusemi var einnig kjörorð hans. Og starf hans. Hann er hamhleypa til vinnu, og börnin keppast við og leggja sig fram til þess ýtrasta. Stöðug keppni milli nemendanna, stöðug vinna fyrir próf. Þaðan koma margir gallharðir og kapp- samir menn í æðri skólana. En hinir, sem ekki geta fylgzt með, hvað verður um þá? Þeir eru fluttir í neðri bekk, svo þeir verði ekki til tafar. Hefurðu tekið eftir því, þegar ljós gleðinnar slokknar í augum barnsins? Hefurðu séð barn ganga í nýjum bekk, lægri bekk, fram hjá fyrri félögum? Hvað tekur við? Sljóleiki eða þrjózka, sárs- auki eða hatur. Vantraust, sem getur breytt glöðu barni í vanstillt og haturs- fullt barn, sem hefur hlotið minnimátt- arkenndina í stað traustsins á kennar- anum, sem það hafði dáð og var hug- sjón þess? Hefurðu ekki tekið eftir því, þegar þ/j kemur inn í bekk, hvernig andlitin, speglar barnssálarinnar, em ljósar myndir á stöðu hvers í bekknuim? öryggi þeirra, sem fylgja hraðanum, ótti og fumgjarnt kapphlaup þeirra neðstu? — Þetta er orðih löng ræða hjá þér, Jóhannes, sagði Þórður og margt í henni sem mér er næsta torskilið. Eigum við kannske að láta þau gáfuðu gjalda hinna, sem skortir viljann og getuna? Nei, hver á að vera á sínum stað. Staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað á'lika að vera staðreynd í augum þeirra sem eru að ala upp þjóðina. Góð stjórn og hvert barn í þeim bekk, sem er við þess hæfi. Þá finnst mér allt í lagi og börnin una sér bezt innan um sina jafn- ingja. — Ég skil, Þórður, svaraði Jóhannes. Það er líka annað til, sem heitir að ganga gætilega fram hjá barninu í leik þess. Trufla ekki þann, sem er að vaxa í leit hans í að byggja upp þrek sitt og viðhorf sitt til lífsins. Ég minntist áð- an á Brynjar. Hann er ekki talinn mik- ill stjórnandi, börnin hafa hátt hjá hon- um og þetta er eins og hávær hópur af lífsglöðum lömbum, sem eru að leik í grængresi. En Brynjar alltaf jafn ró- legur, alltaf að leiðbeina hópum innan hópsins, sem vinna saman. Þar hef ég séð björtustu spegla í skólanum mínum. Prófin, þau eru ekki aðalatriðið hjá Brynjari, en þó hafa frá honum komið margir menn ekki síður á vegi en frá Kára. Veiztu, hvað Brynjar sagði einu sinni, þegar hann lenti í orðakasti við Kára? Hann sagði: Það er stærri glæpur en flest annað að lítillækka barn í aug- um félaga þess. Sá verknaður skilur eftir stærri sár en þung högg, sár sem seint eða aldrei gróa. Þetta eru ólíkir menn, Kári og Brynjar, en þó vildi ég sizt missa Brynjar og gleði þeirra barna, sem fylgja honum út úr stofunni í frí- ^ mínútunum. J á, Jöhannes, það er alltaf hægt að draga fram myndir og skapa með þeim sjigur, það vitum við báðir, sagði Þórður. En hávaði og læti og stjórn- leysi gæti ég ekki þolað í mínum skóla. Það yrði ekki gott fordæmi. — Nei, Þórður, en þó, greind manna er svo misjöfn. Barn i lægsta bekk get- ur verið mesti snillingurinn í vélum eða smíðum og guð hjálpi þeim, sem slá frarn fullyrðingum um að eyða ekki tíma í þá getulausu. Það er svo erfitt að tala um, hver er getulaus eða van- gefinn. Sum eru að bíða eftir þroska til að vakna, önnur eiga sér hæfileika, sem eiga eftir að koma fram og lyfta þeim. Enn önnur eru fastar sofandi og vakna" ekki fyrr en eitthvað kemur, sem hreyf- ir strengi sálar þeirra, sem eru bundnir einhverjum böndum, sem atvik í frum- bernsku hafa hnýtt, eða aðstæður, sem þau hafa orðið að búa við og við þekkj- um ekki. Heimilin eru sá örlagavaldur til góðs eða ills, sem í fyrstu mótar mynd barnsins af lífinu og skapar við- horf þess. Og hvað sagði gamli, góði skólastjórinn okkar í lokaræðunni sinni, þegar við tókum kennarapróf? Margar leiðir liggja að markinu, en gleymið því aldrei, að til þess að vera góður kenn- ari, verður maður að vera góður mað- m: — Já, Jóhannes, okkur greinir víst á um margt, en eins og gamli maðurinn sagði, leiðirnar eru margar, og kannske ættum við báðir að athuga, hvort ekki' sé millileiðin bezt, hvor á sinn hátt, því báðir unnum við börnunum og viij- um reyna að gera þau að heilbrigðum manneskjum, sem eiga trú á framtíð- ina og landið, sem við byggjum. Þakka þér nú fyrir kvöldið, vinur. Við ættum að hittast sem oftast, það minnir okkur á gamla, góða daga, þegar lífið blasti Við okkur, þrátt fyrir fátækt og erfið- Frh. á bls. 10. 17. apríl 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.