Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 15
 i£i& \ ** P^W RSJ R MM ES c { k:í ,^ ( r\ í L nak. Þetta er Voznesenskí, skáld í eigin rétti, nýtt nafn og sjálfstætt". Um þetta segir Voznesenskí: „Mér fannst, að loksins hefði inér tekizt það, sem ég ætlaði mér". H lann hafði rétt fyrir sér. Fyrsta bók hans, „Mozaika", kom út í Vladimir árið 1960. Sama ár kom næsta bók hans, „Parabola" (Fleygbogi), út í Moskvu, alis í 16.000 eintökum. Árið 1962 voru 50.000 eintök af þriðjU bók hans keypt í Moskvu á nokkrum dögum. Hún nefnd ist „Þríhyrnda peran". Tveimur árum siðar seldust 60.000 eintök af fjórðu bók hans, sem heitir „Andheimar". Seinna á þessu ári er fimmta bók hans væntan- leg, „Kvæðasafn", sem mun sennilega hafa að geyma flest eða öll kvæði hans og vonandi einhver ný. Búizt er við því, að 100.000 eintök seljist af henni. Við þessar tölur er það að athuga, að í Moskvu eru slíkar bækur alltaf löngu uppseldar, áður en kaupþörf almennings er fullnægt, en það láta hinir opinberu útgefendur sig engu skipta. Þeir ákveða sjálfir, hvert upplag þeir telja nægilegt, og þar við verður að sitja. Þeir sem ná ekki í eintak, geta farið í Taganka-leikhúsið í Moskvu, þar sem sérstök leiksviðsútgáfa af „Andheimum" er flutt um þessar mundir. Þá hefur Voznesenskí tekið höndum saman við Rodion Shchedrin, tónskáld, sem semur verk sín í nýtízkulegum anda, um að semja leikhúsverk, er þeir kalla „Poetorio". Það verður með þeim hætti, að Voznesenskí les upp með aðstoð söng fl'.-kks og hljómsveitar. Að auki er uppi ráðagerð um að flytja fullkominn söng- leik eða „musical" í Taganka-leikhús- inu, sem byggist á kvæðum Vozne- senskís og óbundnu máli eftir hinn unga og umdeilda skáldsagnahöfund Vassilí (Basil) Aksenov. Svo geta menn einnig farið og hlýtt á upplestur í hinni tröll- auknu íþróttahöll, þar sem 16.000 æstir og hrifnir ljóðaunnendur hylltu skáldið eitt sinn. T oznesenskí finnst listrænt and- rúmsloft í Sovétríkjunum vera betra nú en það hefur verið frá því að alræði kommúnista var sett þar á stofn. Hann forðast slitin (ofnotuð og misnotuð) orðatiltæki eða „klisjur", eins og „hláku", „frost", „kuldakast" og „heim- skautsvetur", þegar rætt er um mis- rtiunandi afstöðu hinna misvitru en alls- ráðandi landsfeðra til bókmennta og iista. Þess í stað er hann þeirrar skoð- unar, að hvert nýtt ár sé aðeins skárra, þegar á allt er litið, en hið síðasta. Vera má, að hann hafi rétt fyrir sér, þó að aldrei sé hægt að fullyrða í einræðisríki, hvert viðhorf næsta alvalds eða alvalda verði til frjálsræðis í listum og bók- menntum. Þrátt fyrir ýmsar tilslakanir, sjást þess glögg merki, að sumum þykir nóg komið af svo góðu, og áhrifamiklir flokksbroddar og jafnvel rithöfundar, sem verða undir í frjálsri samkeppni, beita sér fyrir því leynt eða ljóst, að hér verði staðar numið, eða jafnvel stig- in nokkur spor aftur á bak. Gamla rit- skoðunarkerfið er enn í fullu gildi og hægt að beita því til fulls, hvenær sem er. í Sovétríkjunum kemur ekki einn stafkrókur út á prenti, án þess að heill hópur ritskoðenda veiti ekki fyrst sam- þykki sitt, og einræðisklíkan, sem nú fer með völd, hefur aldrei gefið til kynna, að ritskoðunin verði afnumin, eða úr henni dregið, þótt með aðgerða- leysi sínu hafi hún leyft meiri fjöl- breytni í útgáfu rita, sýningu kvik- mynda, „uppfærslu" leikrita o.s.frv. I febrúar sí. var t. d. verið að sýna „Horfðu reiður um öxl" eftir John Osborne í Samtíðarleikhúsinu við mikla furðu venjulegra Rússa, og þar var ráð- gert að taka síðar til sýningar tvo sjón- leiki eftir Edward Albee. Báðir þessir höí'undar hafa til skamms tíma verið taldir „úrkynjaðir leigupennar í ger- spilltum, öfugsnúnum, rotnandi og hræ- lyktarmenguðum auð valdsþ j óðf élögum, sem renna nú sitt síðasta skeið um loka- stig ógrimuklædds f asisma í átt til sögu- lega og vísindalega sannaðrar glötun- ar". Þetta orðbragð verkar hlægilega á Vesturlandabúa, en ekki er langt síðan slíkar setningar mátti lesa á síðum sovézkra bókmenntatímarita. Leikrit eftir Eugene Ionesco var birt á sl. ári í sovézku tímariti, og Voznesenskí full- yt'ðir, að eina ástæðan til þess, að eitt leikrita Ionescos var ekki sýnt í Tag- anka-leikhúsinu á undangengnu ári, hafi verið sú, að Júrí Ljúbímoff, leikhús- stjóranum, hafi persónulega ekki líkað það. við slíkan mann i Sovétríkjunum. Ujáin, sem hinn gifurlegi munur á stjórn- kerfum frjálsræðis og alraeðis myndar óhjákvæmilega, brúast þegar í upphafi viðtals við Voznesenskís. Pólitískur mis- munur og alþjóðleg deilumál gléymast skjótt, þegar menn finna, að þeir eiga orðastað við tilfinninganæman mann, sem hefur sett sér það mark ofar öllu öðru, að hann megi verða skilinn sem, skáld bæði í austri og vestri. Kv H, lafi Voznesenskí rétt fyrir sér um batnandi andrúmsloft, hvers vegna voru rithöfundarnir tveir, Andrei Sinj- avski og Júlí Daníel, þá dæmdir til vist- ar í nauðungarvinnubúðum fyrir „að flytja rógburð um lífið í Sovétríkjunum og semja andsovézkan áróður"? Vozn- esenskí vill ekki segja neitt um þetta mál. Svarið virðist vera, að þeir, sem hafa yfirumsjón og eftirlit með sovézk- um bókmenntum, kæri sig ekki um gagnrýni á ríkiskerfi og þjóðfélag komm únista nema að vissu marki. Sinjavskí og Daníel virðast hafa farið fram úr því marki, — sagt meira en leyfilegt er eða talið er óhætt. Bókmenntamönn- um í Moskvu finnst samt, að dómarnir hafi verið alltof harðir (sjö ára og fimm ára hegningarvinna), og betra hefði ver- ið að refsa þeim eins og unglingum á glapstigum, sem eru látnir sópa göturn- ar í Moskvu í fimmtán daga hið minnsta. Vesturlandabúar, sem hafa talað við Voznesenskí, eru mjög uppveðraðir og telja það sjaldgæfa reynslu að ræða tvöldið áður en Voznesenskí lagði upp í för sína til Bandarikjanna, bauð hann nokkrum vestrænum vinum heim til sín. Hann býr í tveggja herbergja íbúð í austurhluta miðborgarinnar. Allt var á tjá og tundri í lítilli dagstofunni; staflar af gömlum erlendum tímaritum voru ofan á gömlu píanói, og bókaskáp- urinn var troðfullur af möppum með eftirmyndum af impressjónistískum mál- verkum, bókum um heimspeki, eðlis- fræði og byggingarlist og bókum eftir Pasternak og Majakovskí, sem hann metur mest allra. Zoja, kona skáldsins, sem er rithöfundur og gagnrýnandi, hafði bakað brakandi þurra brauðhleifa, sem voru þaktir nýjum, kolsvörtum styrjuhrognum og sýrðu rjómaþykkni. Að rússneskum sið var glösum lyft og skálað fyrir öllu milli himins og jarðar. Skálað var fyrir Bandaríkjunum, og talið barst að þeim. „Við eigum svo margt sameiginlegt", sagði hann. „Ipnd okkar eru svo stór, — eins og gríðarstórar stofur með góðri loftræstingu, sem kemur í veg fyrir þungt og vont loft. Og það er eitthvað barnslegt við þjóðir beggja landanna. Fólkið er svo góðgjarnt og vingjarnlegt, opinskátt, hreinskilið og hjartahreint og báðar þjóðirnar trúa á hið góða en hafna hinu illa. Og það er það framar öllu öðru, sem er mikilvægt í lífinu sjálfu, eins og í skáldskap. 17. april 1966 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.