Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 2
Anístingsköldu febrúarkvöldi fyrir fáeinum vikum stóðu skjálfandi stúdentar í hópum fyrir utan hús rússneska leiklistarfélags- ins í Moskvu og föluðu „aukamiða" hver af öðrum. Inni í húsinu skröltu nokkrar smályftur milli hæða og fluttu þá heppnu, sem krækt höfðu sér í miða upp í áheyrendasal á þriðju hæð, skreyttan lágmyndum af Jermólóvu, Sadóvskí, Myrtínoff og öðrum frægum leikurum liðins tíma. Þegar klukkan var orðin sjö, var salurinn þétttroðinn stúdentum, skáld- um, leikurum, eðlisfræðingum, stærð- fræðingum og öðrum, sem sátu hver of- an í öðrum og biðu þess, að fölur 32 ja ára gamall maður, skáldið Andrei Vozne- senskí, læsi þeim kvæði sín. T oznesenskí er nú skærasta stjarn- an á himni bókmenntanna í augum ungu ic kynslóðarinnar í Sovétríkjunum, eins og Evgení Évtúsénkó var fyrir nokkru. Báðir eru enn „í tízku", en þó hefur Évtúsénkó heldur orðið að þoka til hlið- ar, hvað dálæti æskunnar snertir. Voz- nesenskí er umræddasta skáld Sovét- ríkjanna um þessar mundir, og allir neyðast til þess að taka afstöðu með honum eða móti. Sáldsýn hans, mælska og orðgnótt er slík, að áheyrendur verða fyrst æstir og heitir, en síðan hálflamaðir af þreytu, eingöngu af því að hlusta á hann. Umrætt febrúarkvöld var skáldið klætt í duggarapeysu, háa í hálsinn, og sportjakka. Hann hafði hendurnar á kafi í jakkavösunum, þegar hann gekk upp á sviðið. Hann hneigði sig fyrir salar- gestum, sem fögnuðu honum með lófa- taki, gekk að hljóðnemanum, strauk snöggt um hárlokkinn, sem féll niður á "' ennið, og fór að þylja kvæði. Orðin skullu eins og slaghamarshögg á áheyrendum, sem störðu á skáldið með galopin augu, næstum dáleiddir. Ólg- andi foss af orðum, stríður straumur af hljóðum, stundum léttur, stundum þungur", flóð af hljóðfallsbreytingum og hugmyndum flæddi yfir salinn og færði aiia í kaf. Tveimur klukkustundum síðar var Voznesenskí enn að lesa ljóð. Sum voru gömul, önnur ný, en öll eftir hann sjálfan. Seint um kvöldið var tjaldið ioks látið falla, og menn héldu ringlaðir heim. Voznesenskí, sem talar góða ensku, hefur nú verið boðinn tii Bandaríkj- anna í upplestra- og fyrirlestraferð. Hann er hálfringlaður af vinsældum ¥ sínum. „Ég veit ekki, af hverju þeim likar svona vel við kvæðin mín", segir hann. „Móttökurnar koma mér aiitaf jaín-yndislega á óyart. Ég skrifa bara fyrir sjálfan mig. Ég yrki, af því að ég verð að gera það". O taða Voznesenskís í rússneskum bókmenntum er ekki aðeins mikilvæg vegna þess, að hann hefur orðið átrún- senskf. „Hann er ólióst, þokukennt, fræðilegt hugtak. Ég lifi í sósialistísku þjóðfélagi og. yrki Ijóð. Ef til vili er SÚ staðreynd í sjálfu sér sósíalreálismi". H Andrei Voznesenskí aðargoð menntamanna og skólafólks, heldur af því að hann er rödd nýrrar kynslóðar í Sovétríkjunum, — kynslóð- ar, sem hann lýsir svo, að hún hafi nú loks, fyrst allra eftir byltingu, öðlazt nægilega velmegun til þess að geta leyft sér að hafa áhuga á andlegum og heim- |spekilegum efnum. Einn aðdáenda hans " orðar þetta þannig: „Við lifum betra lífi fnúna. Við getum leyft okkur að kasta mæðinni og draga andann snöggvast. Við leitum einhvers konar fegurðar, og margir okkar finna hana í skáldskap, — ljóðum. Kvæði Andrjúshas eru fersk og fógur". Rithöfundur einn í Moskvu bætir við: „Kveðskapur hans minnir á stórt stækkunargler, sem beint er að venjulegum og þekktum hlutum. Þér finnst, að þú ættir að vita allt um þessa hluti, en þegar þú lítur í gegnum glerið, kemstu að raun um það, að þú veizt svo að segja ekkert um þá". Voznesenskí kemur af stað hetjudýrk- un, hvar sem hann sést í Moskvu, — á götum úti, á áhorfendapöllum, á skeið- vellinum, í Leikarahrjúkólfinum. Við- brögð aðdáendanna virðast oftast vera hin sömu, þegar þeir koma auga á eftir- lætisskáld sitt: Þeir rjúka á hann, taka Llýlega í hönd honum eða veita honum bjarndýrsfaðmlag, og með augnaráðinu sýnast þeii vera að segja: Þökk, þökk. MJ íklega er það vegna þess, að ljóðagerð hans rís hátt yfir hversdags- leg stjórnmál, dægurþras og ritdeilur, sem vinsældir hans hafa aukizt jafn- hratt og raun ber vitni. Venjulegum Rússa leiðist óskaplega að lesa allt hið pólitíska kredduþrugl í blöðum og tíma- ritum og hlusta á það í sjónvarpi, út- varpi eða fundum, sem hann er oft að einhverju leyti skuldbundinn til að sækja, en þetta viðurkennir hann ekki fyrir útlendingi, fyrr en góð kynni hafa tekizt með þeim. í hjarta sínu er hver Rússi sannfærður þjóðernissinni, og hann á bágt með að heyra útlending hallmæla landi sínu eða stefnu forráða- manna þess, þótt hann sé stjórninni and- vígur með sjálfum sér. Það er einkamál hans og nánustu vina hans af sama þjóð- erni. En áróður í einræðisríki verð- ur þreytandi, er til lengdar lætur, þegar um gáfað fólk er að ræða. Þess vegna er mörgum Rússum það andleg nautn að hlýða á eða lesa kvæði Voznesenskís. Það er eins og að koma út í svalviðri úr mollulofti innandyra. Viðfangsefni Voznesenskís er gervallt mannkyn, sem gengur á skakk við heiminn umhverfis það, eða er á einhvem hátt slitið úr tengslum við veröld, sem einkennist af gJundroða og ringulreið, deilum og árekstrum. Hann segir, að skáld eigi að rannsaka ljótleikann í lífinu, til þess að eiga hæg- ara með að útrýma ljótleikanum. Við fyrstu sýn virðist þetta ganga í berhögg við erfðakenningu sósíalrealismans. „En hvað er sósíalrealismi?" spyr Vozne- inir svokölluðu raunsæismenn eru stöðugt að setja ofan í við Vozne- senskí fyrir kveðskap hans. Þeir hafa frá upphafi ráðizt gegn ljóðum hans og reynt að tæta þau í sig á þeim grund- velli, að þau beri vott um „formalisma", séu myrk, torræð, ómerkileg og slitin úr tengslum við samfélag, sem hafi ein- sett sér að því að ala fjöldann upp i sósíalistískum anda. í málgagni so- vézka rithöfundasambandsins birtist ár- ið 1962 grein, sem bar nafnið „Á tæp- asta skilningsvaði" eða eitthvað í þá átt. Þar segir m. a. um Voznesenskí: „Hann notar rússnesk orð, en samt skilur maður ekki neitt. Sum kvæða hans minna á ógagnsætt gler. Ljósið fer í gegn, en maður sér ekkert hinum meg- in" I sama tímariti er hann einnig ásak- aður fyrir að breiða brekán yfir hug- myndir sínar, og svo er bætt við: „Þegar maður reynir að komast að því, hvað eiginiega sé undir teppinu, finnur maður stundum ekki nokkurn skapaðan hlut — bara tómarúm". 0, "g, undur og stórmerki! Jafnvel sjálfur Júrí Gagarín, geimfarinn goðum- liki, gekk til leiksins. Ekki er vitað til þess, að geimskotskappinn hafi lagt stund á ljóðalestur fram að þessu, en yfirvöldunum þótti hlýða að láta hann líka kasta steini að Voznesenskí. So- vézka herrastéttin virðist álíta, að skóla- æskan og menntamennirnir hljóti að taka meira mark á orðum hins vinsæla, síbrosandi geimkúlumanns en orðum hugsandi skálds. Gagarín brosti óað- finnanlega eins og íþróttahetja á kvik- myndatjaldi og sagði þessi frumlegu orð: „Ljóð Voznesenskís eru fölsuð ný- breytni, — fölsk gervinýjung, — póe- tískt salad"! f orið 1964 var ráðizt að Vozne- senskí með kúlnahríð frá efsta skot- palli: Sjálfur Nikita Krústjoff lét svo litið að punda á hann. Um þetta leyti var þessi æðsti maður Sovétríkjanna sérstaklega argvítugur í garð' lista- manna. Hann veitti rithöfundum þungar ákúrur fyrir að vikja af sönnum dyggða vegi þeirra, er væru „að byggja upp kommúnismann í Leníns nafni". Ræðu- maður einn á fundi rithöfundasambands ins kallaði Voznesenskí „átakanlegt dæmi um vægð okkar og eftirlátssemi gagnvart mistökum æskumanna, sem hafa tekið níhilistíska afstöðu til hinnar byltingarsinnuðu bókmenntaarfleifðar ökkar . . .". Voznesenskí svaraði árás- unum í anda trúleysingja, sem neyða á til trúarjátningar. Á fundi rithöfundasambandsins sagði hann m.a.: „Sagt er, að ég megi ekki gleyma hinum ströngu, hörðu og alvar- legu orðum Nikita Krústjoffs. Ég mun aldrei gleyma þeim. Hann sagði „vinna". Þetta orð er stefnuskrá min .... Hið mikilvægasta fyrir mig nú er að vinna, vinna og vinna. Hvert viðhorf mitt til Framhald á bls. 6. FramKv.stJ.: Sigfas Jónssou. Hltstjórar: Sigurður BJarnason frá Vlaux- Matthias Johannessen. Eyjóllur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Arnl GarSar Kristlnsson. Kitstjórn: Aöalstrætl 6. Siml 23480. Utgefandl: HJ. Arvakur. ReykJavlK. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.