Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 14
og árnaði Reykjavík heilla um ókomin ár. Að samsætinu loknu kl. 6.30 hófst svo aðalhátíðin á Austurvelli. Var þá kveikt á ljóskerjunum mörgu á grind- unum, en er skyggja tók voru allir gluggar í húsum umhverfis völhnn upp- ljómaðir, og þótti það mikil nýlunda og hátíðarbragur. Tvö frönsk skip lágu þá í höfninni, og skaut annað þeirra nokkrum fallbyssuskotum og síðan flug- eldum fram eftir kvöldi. Á vellinum var sungið kvæði Steingríms Thorsteins- 6onar „Yfir fornum frægðarstiíöndum" og hafði Helgi Helgason samið lag við það. Síðan rak hver ræðan aðra, og er ekki hægt að rekja þær, en minnast má á sumt, sem ræðumenn sögðu. Séra Jakob Guðmundsson alþingis- maður talaði um að það væri áríðandi að Reykjavík gæti eflt hjá sér allskon- ar iðnað, svo að íslendingar þyrfti ekki að sækja allt til útlanda, en Reykjavík yrði aðalmarkaðsstaður fyrir innlendar vörur. Jón Ólafsson alþingismaður talaði um verzlunarfrelsið og hve dýrmætt það væri og að með því hefði hafizt við- reisnarsaga Reykjavíkur og alls lands- ins. Benedikt Sveinsson sýslumaður og al- þm. talaði um að Reykjavík hefði erft Alþingi eftir Þingvöll við Öxará, og brýndi fyrir mönnum hve nauðsynlegt væri að Reykjavík hlynnti að þessu fósturbarni sínu á allan hátt. Sigurður Stefánsson alþingismaður talaði um, að upphefð og vegur Reykja- víkur í framtíðinni væri einkum undir því komið, að hún sem höfuð hins ís- lenzka þjóðfélags væri limum þess samtaka og samverkandi í efling allra þjóðlegra framfara og sjálfsforræðis hinnar íslenzku þjóðar. Þessir þingmenn skildu hlutverk Reykjavíkur og að Alþingi ætti hér að vera, en ekki annars staðar. Hátíð þessi stóð til kl. 2 um nóttina og þótti takast vel. Næsta sunnudag héldu svo Templarar aðra minningar- hátíð á Landakotstúni, en um kveldið var samkoma í Glasgow, sýndur sjón- leikur og dansað.------- Þess var varla að vænta að hér yrði veglegri hátíðahöld á 100 ára afmælinu, því að óhugur var í fólki út af harð- indum og slæmri verzlun og skuldabasli. Verð á íslenzkri vöru var afar lágt, t.d. 20 kr. skippundið af sólþurrkuðum salt- fiski, en kaupmenn gengu hart eftir að menn greiddu skuldir sínar. Hafís lá þá við land frá því í marz og fram í ágúst. Margir menn guggnuðu þá alveg í hinni hörðu baráttu og talið er að 400- 500 manns hafi flúið land og farið til Kanada. Skattar þóttu þá þungir. Út- svförin í Reykjavík námu 17.300 krón- um og hafði Pétur Fétursson biskup hæst útsvar, eða 500 krónur, en alls voru gjaldendur 764. Talið var að 3 af hverjum 5 gjaldendum hefði haft lægri árstekjur en 2000 krónur. Hæstar tekjur höfðu kaupmenn auðvitað, Fischerverzlun 25.000 kr. og Smithsverzlun 21.000 krón- ur. Þó nam tekjuskattur ekki nema 2350 kr. og voru gjaldendur 113. — • — Eitt erindið í Reykjavíkurkvæði Stein- gríms skálds er þannig Hvað mun verða að hundrað árum, hugsum vér í kvöld, þegar ný á himinhveli hringrás lýkur öld? Sjáum rísa rausnarhallir, raðast knör við knör, eða framsókn lítum lina, lítið umbætt kjör? Hér gætir nokkurs kvíða, og er það afleiðing af slæmu árferði, enda þótt skáldið sé sannfært um að „heill Ingólfs lifi enn í byggð". Nú eru liðín 80 ár síð- an þetta var kveðið, og allt er breytt. Hér hafa risið rausnarhallir og hér hefir raðast knör við knör. A þessum árum hefir Reykjavík þanizt út yfir holt og hæðir, inn að ám og vestur á Seltjarn- arnes, en íbúatalan hefir rúmlega tvít- ugfaldast. Nú eru fbúar Reykjavlkur 20 þúsundum fleiri en allir landsmenn töldust þegar staðurinn átti 50 ára af- mæli. Allt hefir breytzt á hinn furSulegasta hátt, nema þetta eina, að heill Ingólfs lifir enn í byggðinni — guðirnir halda enn hendi yfir Reykjavík. mmr^^^^^^m^wmmz Eitt hinna 500 kr. bréfa Flugfélagsins. Myndin tJi. er eftir Ásgrím Jónsson. Bréf þetta var eign fyrsta formanns félagsstjórnar h.f. Árvakurs, útgáfu- félags Mbl., Magnúsar Einarsonar, dýralæknis. BERNSKA . . . Framhald af bls. 9. um það, hvor okkar skyldi verða fyrst- ur. Vann ég hlutkestið. Þegar ég ætlaði svo að fara að stíga upp í vélina og fljúga með flugmann- inum, Cecil Faber, kom ritari félagsins, Halldór Jónasson og sagði, að það kæmi ekki til mála, að ég yrði fyrstur. Garð- ar Gíslason, formaður félagsins ætti auðvitað að verða fyrstur. Garðar vildi það hins vegar ekki og varð af því töluvert málþóf, sem endaði á því, að Faber tók af skarið og sagði mér að vippa mér upp í vélina, sem ég og gerði. Hann var víst orðinn óþolinmóður á biðinni. Garðar flaug síðan með í næstu ferð. — Var þetta löng flugferð? — Ekki minnir mig nú, að það hafi verið. Hann flaug svona dálítinn hring umhverfis bæinn og lenti síðan aftur á flugvellinum, sem var í Vatnsmýrinni, skammt frá Briemsfjósi, er Eggert Bri- em frá Viðey reisti á sínum tíma. Hins vegar flaug ég síðar með Faber suður til Keflavíkur, en þangað átti ég erindi við karlana mína. Ætluðum við að lenda í Njarðvíkunum, en þegar þangað kom, var svo hvasst, að ókleift var með öllu að lenda. í staðinn dreifði ég út mið- um með kveðjum til þeirra. Eru þessir miðar margir hverjir til enn þar fyrir sunnan og hanga innrammaðir uppi á vegg. Það var sögulegt við þessa ferð suð- ur með sjó, að ég rak mig í rofa, sem var rétt hjá mér og slökkti um leið á vélinni. Ég var mikið dúðaður og því fyrirferðarmikill, því að kalt var að sitja í opinni vélinni. Tókst Faber að gera mér skiljanlegt, hvað komið hefði fyrir og gat ég því leiðrétt vitleysuna, en þá vorum við aðeins í 40 feta hæð, svo að segja má, að hurð hafi skollið nærri hælum. Þessi gamla flugvél var nú ekki það galdraverk, sem síðari tíma vél- ar eru. Ekki minnir mig einu sinni, að nokkrir mælar væru í henni. Þetta virt- ist allt mjög einfalt. Faber var og mjög duglegur flugmaður, enda henti hann ekkert slys hér og þó flaug hann hátt á þriðja þúsund km alls, þennan stutta tíma, sem hann dvaldist hér. Hann var verulega góður og kaldur strákur, segir Ölafur um leið og við kveðjum hann, og augun leiftra af æskufjöri, þótt hann sé nú aldurhniginn nokkuð. Þannig hefst þá saga fluglistar á Is- landi. Hvað um flugvélina varð, vitum við ekki, en líklegt er, að hún hafi ver- ið seld, því að tekjur félagsins voru ekki slíkar, að unnt væri að liggja með vél- ina, en hún var skrúfuð sundur og geymd í kassa þeim, er hún kom í til landsins. Flugfélagið lognaðist síðan út af nokkru seinna. Er áreiðanlegt, að menn hafa ekki gert sér í hugarlund, að árið 1066 ættu Islendingar fjórar stærstu farþegaflugvélar heims, er fljúga yfir Atlantsála. — m.f. SVIPMYND Frhamhald af bls. 6. fá margbreytileika. Lífið er samsett úr ótal hlutum; það er margbrotið, en fellur ekki að einni formúlu eða fáein- um kennisetningum. f svari við spurn- ingalista, sem honum var sendur frá tímaritinu „Vandamál bókmenntanna", segir hann: „í skáldskap eins og bygg- ingarlist er það tæknin, sem unnið hefur mestu afreksverkin. Hægt er að láta hús halda jafnvægi á nálaroddi. Rím er orðið leiðigjarnt. Tækni hug- renningatengslanna er framtíðin í skáld- skap okkar. Formið verður að vera ljóst og skýrt, en óendanlega truflandi og þankavekjandi og þrungið æðri merk ingu, eins og heiður himinn, þar sem þó einungis ratsjá getur skynjað nær- veru flugvélar". Voznesénskí talar um gagnrýnendur sína án beizkju eða illgirni. „Þeir stunda sína vinnu", segir hann, „og ég mína. En þeir gagnrýna margræði kvæða minna, eins og lífið sé einfalt. Þeir geta ekki skilið kvæðin mín. Geta þeir skilið lífið, ástina? En ég held samt, að gagnrýni sé að skána í Sovétríkjun- um. Jafnvel þeir, sem enn ráðast gegn mér, eru farnir að finna gáfulegri að- ferðir til þess en áður". íbúðarkytrunni. Skáldið er því komið af svokölluðu „betra fólki" í Moskvu, þótt efnahagurinn væri ekki rúmur á vest- rænan mælikvarða. í heiðurssæti á bókahillunum voru allar bækur Paster- naks, Dostóévskís, Mandelstams og Bloks. Það voru kvæði Pasternaks, sem tóku hug hins unga Andrésar fanginn. „Ég varð yfir mig hrifinn af músíkinni f kvæðum hans", segir hann. „Ég skildi ekki allt, en ég var heillaður af þessu músíkalska einkenni á ljóðagerð hans". 13 — 14 ára gamall var hann farinn að yrkja sjálfur. Sum kvæða sinna sendi hann Pasternaki og lét þessa orðsend- ingu fylgja: „Mér geðjast að kvæðum yðar og sendi yður nokkur eftir mig". Pasternak svaraði um hæl og bauð hinu unga skáldi að heimsækja sig. Andrei lét ekki segja sér það tvisvar, og upp úr þessu spratt náin vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. Pasternak dó árið 1960. F V, oznesenskí fæddist í Moskvu 12. maí 1933, sonur verkfræðilegs teiknara við vatnsvirkjunarrafstöð. Afi hans var þekktur skurðlæknir. Móðir hans, sem lagði stund á bókmenntir við Moskvu- haskóla, átti mikið safn bóka í þröngri yrir nokkru ræddi Voznesenskf um Pasternak og sig við bandarískan blaðamann í Leikaraklúbbnum, meðan þeir drukku eina flösku af Kindzma- rauli, Georgíuvíni, sem var í miklum, metum hjá Stalín og hann þambaði ó- mælt alla sína hundstíð. Voznesenskí tal aði um Pasternak eins og persónulegan guð sinn. „Hann var trú mín og háskóli minn. Vinátta okkar var mér allt. Ég minnist fyrsta dagsins, sem ég var sam- vistum við hann og fjölskyldu hans. Þau fóru með mig inn í látlausa íbúðina, þar sem mest bar á mynd af Majakovskí og tveimur sverðum frá Georgíu. Hann sagði mér, að hann hefði fundið greinw legan vott um skáldskapargáfu í kvæð- um mínum, en ég held, að hann hafi haft meiri áhuga á að kynnast mér vegna þess, að hann langaði til þess að kynnast hugsunarhætti ungs fólks og vita, um hvað það væri að hugsa á þeim tíma. Hann var einangraður frá lífinu fyrir utan. Þetta var á valdatím- um Stalíns, og ég held, að hann hafi aðallega fengizt við þýðingar um þessar mundir. Hann átti fáa vini, af því að flestir voru hræddir við að láta sjá sig með honum. Þegar Stalín hrökk loksins upp af, flykktust rússneskir listamenn til hans unnvörpum. Þá var hann fluttur í smáhýsi í Peredelkínó fyrir utan Moskvuborg. Hann var Ásaættar, — magnaður og stórkostlegur gnæfði hann yfir smámenni og skítmenni, andlega dverga og þursa. Hann var seinasti stór- snillingurinn í rússneskum skáldskap". I. asternak var samt meira en mikið skáld í augum Voznesenskís. Hann var gagnmenntaður maður, heimspek- ingur, sem var óvenjuvel að sér í öllum greinum lista og fékkst við margar þeirra, en þessa hæfileika telur Vozne- senskí mjög skorta hjá listamönnum I Sovétríkjunum. Flestir þeirra séu mjög einhæfir og sjóndeildarhringur þeirra þröngur. Hann nefndi til dæmis þekktan rithöfund, sem sá fyrir skömmu impres- sjónistískt málverk á safni og hrópaði upp yfir sig: „Svei-attan! Kemur einn abstrakt-klessukarlinn enn!" Vozne- senskí bætti við með ógeði: „Þessi ná» ungi veit ekki einu sinni, að impress- jónistarnir hafi verið til". í kringum árið 1955 hóf Voznesenskí nám í Arkítektaskóla Moskvu. í tvö ár samfleytt orti hann ekkert. Hann lagði stund á sögu byggingarlistarinnar, lá yfir teikningum og líkönum, teiknaði og reiknaði án afláts. Árið 1958 tók hann brottfararpróf og fór að yfirfæra hina nýju þekkingu sína yfir á svið skáld- skapar, að því er hann segir sjálfur, — breytti henni í skáldskaparreglur. Fyrsti árangur skáldskaparmála hinna nýju var gerólíkur fyrri kveðskap hans að formi til. Hann sendi ljóðin til Pasternaks, sem svaraði stutt og lag- gott: „Já, þetta er ekki lengur Paster- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.