Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR — Nú, hvað er að? Á erlendum bókamarkaÖi Bókmenntir Selected One-Act Plays. I—n. Bernard Shaw. Penguin Books 1965. 7/6. Bernard Shaw lifði vel og lengi, hann deyr 96 ára gamall 1950, þá talinn eitt merkasta leik ritaskáld samtímans. Verk hans hafa komið út í fjölda útgáfna og hér birtist endurprentað úr- val úr einþáttungum hans. Þessir þáttungar komu út á prent á ára- bilinu 1911—1934. Penguin-út- gáfan hefur látið prenta megnið af leikritum Shaws, og ódýrari út gáfur eru ekki á markaði. For- málar eru prentaðir með leikrit- unum. Þetta er mjög handhæg útgáfa og ódýr. The Agony and the Ecstasy. A. Biographical Novel of Michel- angelo. Irving Stone. Collins. — Fontana Books 1965. 7/6. Fyrsta ævisöguskáldsaga þessa höfundar var ævi Van Goghs, Lífsþorsti, sem kom fyrst út 1934. Sú saga varð metsölubók víða um lönd. Síðan hefur hver sagan rekið aðra, alls fjórtán bækur. Þessi bók hefur verið endur- prentuð fjórum sinnum í þessari útgáfu. Höfundur er bandarísk- ur, fæddur 1903, og er geysi-af- kastamikill. Fræg kvikmynd var gerð út af bókinni. Höfundur segir hér sögu Michelangelos í skáldsöguformi, höfundur rann- sakaði heimildir um listamann- inn í Róm, Flórens, Carrara og Bologna, lét þýða 495 bréf lista- mannsins á ensku (eftir Flórens útgáfunni frá 1875), einnig aflaði hann sér annarra heimilda, hann vann að heimildasöfnun og ritun bókarinnar í sex ár. Hann ráð- íærði sig við þekktustu fræði- menn um listamanninn og sam- tíð hans, svo sem Berenson, Goldscheider og fleiri og naut aðstoðar safnvarða við öflun heimilda, bæði í Flórens og i Vatíkan-safninu. Þetta er löng saga, um 800 blaðsíður þéttprent- uð. Hún er læsileg eins og flest það, sem þessi hófundur setur saman. Collected Short Stories. Robert Graves. Cassell 1965. 25/—. R. Graves segist sjálfur hafa mestan áhuga á ljóðagerð og að hann sé fyrst og fremst ljóðskáld, en til þess að draga fratm lífið haf i hann orðið að setja saman skáld- 6Ögur og greinasöfn. Þó er hann kunnastur, minnsta kosti hér- lendis, fyrir skáldsögur sínar, einkum um rómverska keisara- tímabilið. Hann er einnig ágæt- lega að sér í klassískum fræðum og hefur þýtt margt af slíku á ensku og sett saman bækur um gríska goðafræði og forn trúar- brögð meðal Miðjarðarhafsþjóða. Hann hefur sett saman fiölda bóka, ritaskrá fylgir þessri bók og er hún ein og hálf blaðsíða. Hann hefur safnað saman í þessa bók þeim smásögum, sem hann hefur sérstakt dálæti á, alls þrjá- tíu sögum. Sögurnar voru skrif- aðar á árabilinu 1924—62. Þetta eru allt „smásögur", hnitmiðaðar og lifandi. Höfundurinn er síður þekktur sem smásagnahöfundur, en sem skáld og skáldsagnahöf- undur, en þótt hann hefði ekki af öðru að státa en þessum sögum, væri það nokkuð. Höfundur segir að þær séu flestar sannar, hann hafi aðeins breytt nöfnum og sögusviði, og þetta gildi ekki síð- ur fyrir þær, sem ólíklegastar séu. Sögusviðið er vítt, sumar gerast í Róm til forna, á Suður- pólslandinu og í fyrri heimsstyrj- öldinni. Eins og í öðrum verkum Graves, eru einkenni þessara sagna hugkvæmni, frjótt ímynd- unarafl og rittöfrar höfundar. Ævisögur Hesketh Fearson by Himself. Heinemann 1965. 36/—. Þetta eru minningar manns, sem hefur stundað það um ævina að rita ævisögur með miklum ágætum. Það má telja hann til skemmtilegustu ævisagnahöfunda nútímans. Höfundur lauk þessari bók skömmu fyrir dauða sinn 1964. Hann hafði þá sett saman ævisögur margra ágætra manna, einkum þeirra, sem hafa ágætt enskar bókmenntir og enska sögu, meðal þeirra eru rit um Shaw og Wilde. Einnig hefur hann skrifað ágæta bók um Hen- rik af Navarra. Pearson hafði framar öðru áhuga á manninum, skapgerð hans og viðbrögðum á örlagatímum. Afstaða hans var lagatímum. Afstaða hans var ákaflega mennsk á allan hátt, húmorinn var styrkur hans og hann elskaði lífið í öllum sínum fjölbreytileik. Hann hafði gaman af fólki, flestöllu fólki, nema hvað hann átti erfitt með að um- gangast stirðbusa og leiðinda- skjóður, en sá hópur var ekki stór. Þessi áhugi hans á fólki varð til þess að hann kynntist mörgum, en að eðli var hann samt mjög hlédrægur. Hann kynntist flestum sem mótuðu bókmenntir Englendinga . um fyrri hluta og miðbik 20. aldar og hefur skrifað um þá marga í rit- um sínum og í þessari bók birt- ist öll prósessían. Sökum hlé- drægni sinnar lagði hann svo fyrir, að minningar hans yrðu ekki gefnar út fyrr en hann væri allur, og þessar minn- ingar verða honum verðugur bautasteinn, þær eru lipurlega skrifaðar og hugnanleg lesning. Cast of Ravens. The Strange Case of Sir Thomas Ovenbury. Beatrice White. John Murray 1965. 35/—. Dauði Overburys 1614 varð mörgum að fótarkefli. Overbury var mikill veraldarmaður, hirð- maður og fékkst við skáldskap og örlög hans verða þau að hann er myrtur í Tower. í fyrstu vakti fráfall hans litla athygli, en tveimur árum síðar var jarlinum af Somerset og konu hans stefnt tíl rannsóknar og þau ákærð fyr- ir að eiga hlut að morði hans. Önnur þessara persóna hafði verið náinn vinur hans og auk þess í miklu dálæti hjá Jakobi I.; annar aðilinn var hatursmaður hans. Færustu lögfræðingar Breta önn- uðust rannsóknina og það kom fram þegar á leið að samsæri hafði verið gert til þess að ráða Overbury af dögum með eitri, margir voru viðriðnir málið, bæði háir og lágir og varð hlut- deild þeirra að þessum málum þeim til mikilla óskapa. Þetta varð eitt mesta hneykslismál fyrri hluta seytjándu aldar. Réttar- höldin gefa ágæta lýsingu á aldar farinu, hirðlífi og konunginum s.iálfum. Hér togast á öfl um áhrif og völd og tímarnir birtast í nekt sinni, sviptir allri sýndar- mennsku l skjölum rannsóknar- dómaranna. Rannsókn þessi tók langan tíma og ráðning morð- gátunnar réðst ekki fullkomlega. Skjölin eru fyrir hendi og ein- mitt þessvegna hefur þetta mál orðið síðari tíma mönnum rann- sóknarefni. Höfundurinn er dósent í ensku og enskum bók- menntum við Háskólann í Lon- don. Hún hefur einkum áhuga á timabilinu frá því snemma á mið- öldum og fram á 17. öld, og hef- ur sett saman bækur varðandi þessi efni á því tímabili. í þess- ari bók ræðir hún gang réttar- haldanna og leggur skjölin fram svo að hver getur lagt sitt mat á sannindagildi heimildanna og framburðar vitna. En hver myrti Overbury? Þeirri spurningu er ósvarað, það getur hver gert fyrir sig. Bókin er skemmtileg og spennandi. í bókarlok er viðbæt- ir, bókaskrá og registur. Nokkrar myndir fylgja. „ÞAÐ er útbreidd skoðun um víða veröld að Svíar hafi beðið tjón á manngildi sínu og siðferði af því að njóta alltof mikill- ar velferðar og öryggis." Með þessum orðum byrjaði prófessor Gunnar Myrdal grein, sem birtist í vetúr um sama mund aust- an hafs og vestan. Gunnar Myrdal setur þetta ekki fram sem sína skoðun, heldur skrifar hann leiðréttingar og athugasemdir sínar í andstöðu við hana. Ekki lokar hann þó augunum fyrir því, sem til sanns vegar má færa. Hugmyndir Gunnars eru lærdómsríkar, enda er hann einn fremsti og frægasti velferðar- postuli samtíðarinnar og hefir ráð undir rifi hverju. Hvaða veilur hafa þá velferðarfjendur fundið hjá Svium? Áhugaleysi, þunglyndi, léttúð og allmörg sjálfsmorð telja þeir fram. Gunnar sýnir greinilega að sjálfsmorð eru þó fleiri í sumum löndum öðrum, þar sem velferð er minni. En sú skoð- un virðist vera að vaxa upp í Svíþjóð, segir hann, að sjálfs- morð beri að telja með „mannlegum réttindum og borgara- legu frelsi". Ekki fæst hann við að sýna hvert þetta kann að leiða. En kynlegt yrði velferðarþjóðfélagið ef almenn morð yrðu líka talin til mannlegra réttinda og borgáralegs frelsis. Mjög verðmætt er það í greinum Gunnars að hann færir sönnur á að það borgar sig ekki fyrir neitt þjóðfélag að efla fátækt, ala á slömmum og fátæktarbælum. Það er misskiln- ingur að nokkur þjóð græði á því að láta stóra hópa af lands- lýðnum liggja í fátækrabælum. Spámenn ísraels prédikuðu aS það væri himin'hrópandi synd að kúga fátæklinga og brot á lögmáli Guðs. Gunnar sýnir að það er brot á lögmáli Mamm- ons og torveldar störf í þjónustu hans: að auka þjóðartekjur. Kosti velferðarríkis telur hann upp, og eru þeir margir þeir sömu sem vér þekkjum úr eigin þjóðfélagi, nema almennings- eftirlaun, er nema árlega tveim-þriðju af beztu meðalárstekj- um alls þorra manna, og eru þau komin á með Svíum. Hug- leiða má hér orð eftir blaðamann íslenzkan, er sagði nýlega að hugmyndin um almenn eftirlaun væri kristileg, og er það auð- sannað, því að hún var sett fram í kristniboðsblöðum á öld- inni sem leið, og „planökonomi" var framkvæmd af kristni- boðsfélögum áratugum áður en nokkurt ríki kom henni í fram- kvæmd. Svíþjóð er ríkasta land í Evrópu, og enn mun hún auðgast sökum yfirburða, sem sænskur iðnaður hefir umfram iðnað annarra landa. Hvaða snögga bletti er þá að finna á velferð- inni? Gunnar telur upp fáeina „vaxtarverki", sem vitað er um: Biðraðir við sjúkrahús og skóla, of fáar hjúkrunarkonur, of fáa kennara, unglinga sem hallast að glæpum og skemmd- arverkum. Orsakir fyrirbæranna rekur hann ekki, en ræðir um óánægju menntamanna, en að henni verðum vér að víkja í öðrum samböndum. — Af mikilli snilld lýsir hann forsögu velferðarríkisins á liðnum tímum. Svíþjóð hefir notið friðar í 150 ár, erlendir herir hafa aldrei hertekið hana, fjöldi af vel hugsandi og fórnfúsu fólki hefir kynslóð fram af kynslóð rækt- að þann jarðveg, sem velferðin hefir vaxið úr. Þess konar fólk er ekki nauðsynlegt nú, því nýir menn eru komnir til: Skrifstofukratar, forstjórar, sérfræðingar, skipulagsmeistarar, ráð og nefnáir, sem halda öllum þráðum í sínum höndum og tryggja að allt gangi eftir áætlun. Almenningur hefir fáar áhyggjur, þarf lítið að hugsa og ekkert að gagnrýna. Svo fullkomið er hiS sérfróða lið. Samkomulag milli leiðtoga verkalýðs og vinnuveitenda er svo gott að þeir hafa haldið sameiginlegar veizlur til að fagna erlendum blaðamönnum, síðargreindum til mikillar furðu. Þannig spara Svíar risnu- fé — og meira hafa þeir sparað með því að fella niður verk- föll og bæta þannig kjör sín! Forystumenn verkamanna og vinnuveitenda hafa daglega sam'band sín á milli — og Svíar hafa ekki þjóðnýtt sína kapítalista — öllum róttækum sósíalist- um til mikilla vonbrigða. Skattar eru háir, en þeim er svo snilldarlega varið að menn fá meira aftur en þeir leggja fram. í öllum greinum eru Svíar tveim áratugum á undan öðrum þjóðum. Bandaríkin koma þrammandi á eftir, með hugsjón Johnsons um Hið Mikla Þjóðfélag (The Great Society). Hún á þó enn langt í land. Engin furða er þótt ýmsir líti Svíþjóð undrunar- og jafnvel öfundaraugum, og geri meira en efni standa til úr hverjum litlum skandala þar í landi. Menn hafa notað lögmál Guðs til að þjóna náunganum. Það er gott meðan náunginn er ekki Mammon — en hvaS svo þegar menn fara aS þjóna honum einhliða — hagvextinum, eins og hann heitir nú? Menn geta verið rólegir meðan hann heimtar ekki sálina, en ekki leng- ur. Hann virðist vera að byrja að innheimta eina og aðra sál. 17. apríl 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.