Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 8
\ HVAR ERU ÞEIR NÚ?\ 0O0 . „Það; hlýtur að verða uppi fótur og frt í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þá verður sungið í Iðnó fyrir fullu húsi áheyrehda, og fullu stræti líka, því þeir sem eígi komast inn nota sér það, að Iðnó rúmar ekki hljóð Péturs Jónsson- ar. Þá verður hrópað suður á Iþrótta- velli, meir en nokkru sinni fyrr, því þar reyna knattspyrnumenn Reykjavíkur sig við A.B. (Akademisk Boldklub). Og nú er frétt um eína nýjungina enn: Þá sjé Reykvíkingar í fyrsta skipti töfra- verk tuttugustu aldarinnar, flugvélina, svífa yfir höfði sér. — Þá verða allar vistir galtómar á Þingvelli, því allir vilja sitja heima, og missa af sumarleyfi, fremur en því, sem Reykjavík hefur upp á að bjóða." Þannig hefst frétt í Mbl. hinn 12. júlí 1919. Nokkrir íslendingar höfðu þá fyrir skömmu stofnað með sér félags- skap, sem hlaut nafnið „Flugfélag Is- lands", í þeim tilgangi að reka hér far- þegaflug, ef kleift reyndist. Höfðu þeir fengið hingað til lands þá um vorið danskan flugkappa, Rolf Zimsen, til þess að athuga allar aðstæður til flugs og keyptu þeir síðan fyrir tilstilli „Dansk Luftfartsselskab", brezka flug- vél af „Avro" gerð, með 110 hestafla hreyfil af gerðinni „Le Rohme". Kaup- verð vélarinnar var 700 sterlingspund og var það hálfvirði, en þó var vélin ný og ónotuð. Formaður félagsins var Garðar Gíslason, stórkaupmaður, en ritari Halldór Jónasson frá Eiðum. í Mbl. hinn 27. júlí er svo frétt af því, að flugmaðurinn, Cecil Faber, sé kominn til landsins. Kom hann með „íslandi" ásamt vélamanni, sem skyldi setja vélina saman, þegar hún kæmi. ""ÍFaber er sagður þaulvanur flugmaður. Hann hafi m.a. verið „kapteinn" í flug- her Breta í stríðinu og skotið niður margar þýzkar flugvélar. Blaðið birtir viðtal við Faber og spyr blaðamaður- inn m.a., hvernig honum lítist á aðstæð- ur til flugs hér á landi. Faber svarar: Laugardag 6. sejjtember 1919 Fiugfélag íslands. Farþesaflug í dag og á morgun kl. 2-5j2 og kl. 7 til sólseturs báða dagana. Aðgöngumiðar ssm gilda allan daginn, íist i bákaverslnnum Sigfúsar Eymondssonar og ísafoldar, á; götanni og við ínnganginn og kosta 1 krónn. (Miðar sem gefa aðgang að þeim syningum, sem verða i haust, íást í bókaversluuunura á 5 kr. Aðeins örfiir verða seldir af þeim). Á morgun verður sérstök sýning á iístaílugi kl. <ý e. h. Prent- aðar skýringar íást á vellinum. Farþegamiða á 25 kr. fyrit $ minútna flug geta þeir sótt, sem pantað bafa, til ritara félagsins kl. 11—12 f. b., annars fást þeir hjá flagmacninum sjálfum úú á flogvelli. Farþegar geta keypt stysatryggbgu hjá flagmanninum, annars fijúga þeir á sína eigin. ábyrgð, Stranglega bannað að fara yfir girðingar og tiin einstakra manna. Aðgangurinn er frá Lau í'ásvegi. Auglýsing Flugfélags Islands um f arþeg af lug, er birtist í Mbl. hinn e. septeniDer 1919. Bernska fluglistar ú íslondi Upprifjun úr gömlum Morgunblöðum, og stutt spjall v/ð Ólaf Davíðsson, fyrsta flugfarþegann á hlandi tryggja alla þá farþega, sem hann flýg- ur með og eru kjörin þau, að menn greiða 5 krónur fyrir tryggingarbréfið. Fyrir þessar 5 krónur fást greidd: Ef farþegi missir lífið, 500 pd. sterl. um 10 þús. krónur. Fyrir missi beggja augna eða tveggja lima 500 pd. sterl. I Fyrir annað augað eða einh lim 250 þd. sterl. :' • ' '•'¦ ''¦¦' • Fyrir arinað augað e ða einn lim 250 pd. stérl. . - • Fyrir allt að 26 vikna sjúkralegu 2 pd. 10 sihill (um 50 kr.) um vikuna. Hvert tryggingarbréf gildir í 35 klukkustundir. Menn geta tryggt sig hærra, ef þeir vilja, með því að greiða hlutfallslega hærra tryggingargjald. Eins og menn sjá, álítur hið brezka tryggingarfélag ekki mikla hættu á því að það verði nokkur slys, þar sem það tekur svona lágt gjald, sem það auk þess ætlar að græða á. En auðvitað gildir þessi trygging aðeins farþegaflug með Capt. Faber og engum öðrum hév." Þannig heldur blaðið áfram að ræða um þetta mikla undur, sem flugvélin hlýtur að hafa verið í augum fólks. Hinn 30. ágúst lýsir blaðamaðurinn t.d. hreyflinum mjög nákvæmlega, og seg- ir m.a.: „Mótorinn er út af fyrir sig mjög merkilegt og margbrotið verkfæri að þeim mundi finnast, sem bera skyn á slíka hluti. Enginn mótor, sem hingað hefir komið til lands, hefir neitt svip- aða gerð. Þeir eru allir þannig að vél- in stendur sjálf föst, en ásinn snýst. Og þannig hann einnig í n^örgurn flug- vélum. — En mótorinn í þessari flug- vél er þannig gerður, að hann snýst sjálfur, en ásinn stendur kyrr. Hann er sjálfur sitt eigið drifhjól og verður því léttari fyrir bragðið. Bulluhaus- arnir eru úr elmi (alúmíníum), er ger- ir viðnám þeirra miklu minna og allan mótorinn léttari. Hann mun allur vera um 250 pund að þyngd, en hefir um 110 hestöfl, sem gerir ekki nema nokkuð á þriðja pund fyrir hvert hestafl. Léttari mótorar hafa verið gerðir, en þykja ekki eins tryggir." Blaðið segir, að fimm mínútna flug kosti 25 kr. og geti menn ráðið því, hvort þeir óski að fljúga listflug eða „venjulegt" flug. Um það segir blaðið: „Flestir munu gera sig ánægða með „venjulegt flug", en menn geta iíka fengið að taka þátt í „listflugi", en þá verða menn að eiga um það við sjálfa sig að verða ekki sjóveikir eða láta „hvolfa sér út"!" Miðvikudagurinn 3. september er ninn langþráði dagur. Þá hefur, í fyrsta skipti, flugvél sig til flugs á íslandi. Flugvöllurinn var í Vatnsmýrinni, skammt frá Briemsfjósi og náði allt frá Laufásvegi og vestur að Loftskeytastöð- inni á Melunum. Um þennan merkisat- burð segir Mbl. hinn 4. september: „En um kl. 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á flugvelli. Reynslu- flugið var ákveðið þá strax, og án þess að nokkur vissi ók Faber vélinni út á völl, settist við stýrið og renndi af stað. Vélin rann nokkra tugi metra niður eft- ir túninu, eáns og álft, sem flýgur upp „— Ég held, að það verði bezt að hafa flugbáta hér. f>að er erfitt að finna góða lendingarstaði í þessu landi, held ég.....Vonast ég til að geta flutt tvo farþega í vélinni og þá benzín í 3 klukkustundir." Síðan berst talið að póstflutningum í lofti, og segir í viðtalinu: „Hann [Faber] er hingað kominn til þess að nota reynslu sína úr ófriðnum í friðarins landi. Og hann tekur það fram, að hann ætli ekki að annast póst- flutninga, eins og dönsk blöð hafi sagt frá, heldur eingöngu að sýna fluglist og með því búa undir, að flug- póstferðir ef til vill verði hér siðar hafnar. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- — En það verður dýrt, bætir Mr. Faber við." Ekkert er minnzt á flugið fyrr en 27. ágúst. Þá er sagt að horfur taki nú að vænkast og verði líklega unnt að hefja flug um næstu helgi. Síðan tekur blað- ið að hugleiða áhættuna af að fljúga og gleðst jafnframt yfir því, að félagið skuli ekki spara neitt til þess að gera það sem hættuminnst. Síðan segir blað- ið: „Bezti mælikvarðinn á það, hvað Bretar sjálfir telja mikla hættu að fljúga með þeim flugmanni og á þeirri flugvél, sem.. hér um ræðir, er með hvaða kjörum menn fá sig slysatryggða og líftryggða. — Capt. Faber hefur um- boð til þess að slysatryggja og líf- Fyrsta flugvélin á íslandi. 17. apríl 1ÖG6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.