Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 12
ÁRNI OLA Framhald af bls. 9 síðan samkomustaður þess um 35 ára skeið. Þingið var í fyrsta sinni iháð fyrir ©pnum dyrum 1849. Stjórn bæjarins. Fyrsta reglugerð um stjórn feæjarmál- efna í Reykjavík var gefin út 27. nóv- ember 1846 og stóð hún óbreytt í 25 ár. Prestaskóli var settur á stofn hér haustið 1847 og var Pétur Pétursson (síðar biskup) ráðinn forstöðumaður hans, en Sigurður Melsted fastur kennari. Skólinn fékk inni í latínuskólahúsinu og voru 8 nemendur fyrsta veturinn. Árið 1851 fluttist skólinn í Sivertsens- hús, Hafnarstræti 24. Tölusetning húsa. Eftir skipan Rosenörns stiftamtmanns var byrjað að tölusetja hús við aðal- götur í bænum 1848. Áður höfðu húsin verið kennd við þá, er þar bjuggu, eða þeim höfðu verið valin sérstök nöfn. Fisknr til Suður-Ameríku. Fyrstu tilraun að koma íslenzkum saltfiski á markað í Suður-Ameríku gerði Knudtzon kaupmaður 1851. Lét hann setja saltfisk þann í kassa, 5 lbs í hvem „og búa um eins og reifabörn". Hrossamarkaður. Enskur kaupmaður kom hingað 1851 og keypti 30 hross til flutnings. Var það í fyrsta sinn að íslenzkir hestar voru seldir til útlanda og þótti mikil nýlunda. Fyrsta lóð sem bæjarstjórn seldi, er hornið á Lækjargötu og Austurstræti. Lóðina keypti Knudtzon kaupmaður 1852 fyrir 60 rdl. og var hún 20x12 álnir að stserð. Þar reistí hann hús þá um sumarið og stendur það enn, þó allmikið breytt. Var það löngum nefnt Eymundsenshús, kennt við Sigfús Eymundsson, sem eign- aðist það síðar og átti það lengi. Fyrstu hafnargjöld. Stilhoff, skipstjóri á póstskipinai, fór fram á það 1854 að sett yrði sjómerki hjá Akurey og dufl í höfnina. Danska stjórnin tók vel undir þetta og heimil- aði Reykjavíkurbæ að taka 800 rdl. lán í því skyni, og árið eftir var veitt heim- ild til þess að krefjast hafnargjalda af skipum vegna þessara framkvæmda. Lög um verzlunarfrelsi gengu í gildi 1. maí 1855. Þá voru í Reykjavík 14 fastakaupmenn, þar af fimm erlendir. Reglur fyrir slökkviliðið Reykjavík voru fyrst settar 7. apríl 1855. Fyrsta gufuskip kom hingað 27. maí 1855. Þaðhét „Thir". Innnesjamenn sögðu að það hefði flæmt allan fisk úr Faxaflóa vegna þess hvað það hefði fleygt mikilli kolaösku í sjó- inn. Og í stað þess að fagna skipinu sem boðbera nýs tíma, voru þeir afar reiðir og óskuðu skipinu norður og nið- ur. Hafnarnefnd var fyrst sett á laggirnar samkvæmt reglugerð, gefinni út af dómsmálastjórn- inni dönsku 15. maí 1856. Árið eftir var fyrst farið að tala um að gera hér hafn- armannvirki og fenginn danskur verk- fræðingur, William Fischer að nafni, til þess að gera áætlun um kostnað. Vildi hann gera litla skipakví í krikanum hjá Arnarhólskletti og gerði ráð fyrir að hún mundi kosta 53.000 rdl. Hafnar- nefnd sendi dönsku stjórninni tillögur hans og bað um lán til þess að gera höfnina. En stjórnin neitaði og féll mál- ið þá niðux. Fyrsta fímleikabús bæjarins var reist hjá latíniuskólanum 1852. En þegar það var komið upp, þótti allt of mikill kostnaður að ráða fimleikakennara við skólann. Stóð húsið svo ónotað fram til 1857, að Trampe stiftamtmaður réð hingað danskan lög- regluþjón, C. P. Steenberg, sem jafn- framt gat kennt leikfimi. Var hann síð- an kennari við skólann um 20 ára skeið. Fyrsta póstgufuskip kom hingað 1858. Það hét „Arcturus". Fram að þeim tíma hafði allur póstur milli íslands og útlanda farið með segl- skipum. Skipið átti C. P. A. Koch stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn, er seinna varð stofnandi og framkvæmdastjóri Sameinaða gufuskipafélagsins. í samn- ingi við Koch var svo áskilið að skipið færi 6 áætlunarferðir á ári milli landa og hefði að minnsta kosti rúm fyrir 3 farþega til Islands og 2 farþega frá ís- landi í hverri ferð. Fargjald milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar var ákveðið 25 rdL Kvennaskólar. Það var árið 1858, meðan barnaskól- inn lá niðri, að Vilhjálmi Finsen bæjar- fógeta barst eftirfarandi tilboð: „Um leið og stjórnin skyldar bæjar- stjórn til þess að koma á fót barnaskóla, eða bæjarstjórn ræðst í það af eigin rammleik, verða afhentir 5000 rdl. til stofnunar stúlknaskóla með eftirfarandi skilyrðum: 1. Hann skal heita Carolínaskóli. 2. Kennsla fari fram á dönsku, nema íslenzk málfræði skal kennd á íslenzku. Þetta ákvæði stafar ekki af hrifn- ingu fyrir því, sem danskt er, þvert á móti er dönsk tunga fátæk og ófull- komin í samanburði við hið þróttmikla norræna mál. En ísland má ekki ein- angra sig; það er nú einu sinni bundið Danmörk og verður það um langa hríð. Þess vegna er nauðsynlegt, að bfjrnin læri dönsku í skólunum, eftir að þau hafa lært íslenzku á heimilunum, en fái þó tilsögn í íslenzkri málfræði í skólun- um. Auk þess er varla um aðrar bók- menntir að ræða en fornsögurnar, og kennslubækur eru engar til á íslenzku. Aðalástæðan er þó sú, að ógerningur er að fá íslenzka kennara. Og hvaða gagn væri að því að senda unga ís- lendinga í danska kennaraskóla? Þeir mundu aðeins eyða þar dýrmætum tíma og koma heim með litla hagnýta þekk- ingu. Framtíð skólanna verður ekki byggð á slíkum tilraunum. En nógu er úr að velja af æfðum kennurum í Nor- egi og Danmörku. Gefandi er sannfærður um, eftir langa yfirvegun, að dönsk kennsla sé nauð- syn, er setja verði sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir stofnun skólans og verði bænum að beztu gagni, og þröngsýn þjóðerniskennd megi þar ekki ráða. Að þessu fengnu er gefandi viljugur til að ánafna stofnuninni sjóð í erfða- skrá sinni. Annars á Reykjavíkurbær að reka skólann. Sjóðinn má aldrei skerða, en hálfum vöxtum varið árlega til verðlaunaveitinga, bókakaupa, auka- kennslu o.s.frv. Gefandinn vonar, að hann megi án sérstaks leyfis fá vini sína og kunningja til þess að leggja fram fé í þennan sjóð, svo að hann verði 20.000 rdl". Talið var að tilboð þetta væri kom- ið frá vellauðugum manni, en enginn vissi hver hann var, nema Vilhjálm- ur Finen, því að hann bannaði að láta nafns síns getið. Finsen sendi erindið til dómsmálaráðuneytisins danska, en það svaraði, að ekkert væri því til fyrir- stöðu að leyfið yrði veitt, þegar form- leg beiðni kæmi um það og öllum skil- yrðum væri fullnægt. Meira varð svo ekki úr þessu, en mikill "áhugi virðist hafa verið hér á menntun kvenna. Árið 1874 stofn- aði frú Þóra Melsted Kvennaskólann, og 1885 er stofnaður annar kvenna- skóli og hús handa honum reist & Brekkubæjarlóð og kallað Vinaminní. — Sigríður Einarsdóttir í Brekkubæ hafði gifzt Eiríki Magnussyni meistara í Cam- bridge, og hún hafði fengið ríka Eng- lendinga til þess að leggja fram fé til skólastofnunarinnar. Þessi skóli starfaði að vísu ekki nema einn vetur, en nafnið Vinaminni loðir enn við húsið í Mjó- stræti. Kaþólska trúboðið keypti Landakot og settist hér að 1860. Atvinnubætur. Árið 1861 var því fyrst hreyft hér að bærinn stofnaði til vinnu fyrir atvinnu- leysingja. Ætlaði bæjarstjórn að taka 4000 rdl. lán í þessu skyni og skyldi það endurgreiðast á 28 árum. Dóms- málaráðuneytið danska synjaði bænum um heimild til að taka þetta lán, með- fram vegna þess að meira væri gert úr bágindum Reykvíkinga en ástæða væri til. Fyrsti Ijósmyndasmiður hér í bæ var danskur maður, Friis að nafni. Hann kom hingað 1861 og dvald- ist hér sumarlangt og hafði nóg að gera. Tveir aðrir byrjuðu þá einnig á að taka ljósmyndir, R.P. Hall verzlunarmaður og Guðbrandur Guðbrandsson frá Grund- arfirði. Læknaskóli. Fyrsti vísir að læknaskóla var það að gefinn var út konungsúrskurður 1862 um. að læknaefni skyldu fá kennslu hjá landlækní, og var þeim gefið fyr- irheit um lækningaleyfi að námi loknu. Landlæknir hafði þá um hríð kennt nokkrum læknaefnum og útskrifaði fyrsta lækninn þetta ár. Var það Þor- valdur sonur Jóns Guðmundssonar rit- stjóra, og var hann síðan lengi lækn- ir á ísafirði. — Læknaskóli var svo sett- ur á stofn 1876 samkvæmt sérstökum lögum og varð Jón Hjaltalín landlækn- ir fyrsti forstöðumaður hans. Forngripasafnið. sem nú kallast Þjóðminjasafn, var stofnað í Reykjavík 24. febr. 1863. — Hið íslenzka fornleifafélag var svo stofnað 8. nóvember 1879. Fyrsta sjúkrahúsið í Reykjavík tók til starfa 1866 og var forstöðukona þess ráðin Soffía Magda- lena Magnúsdóttir hreppstjóra í Seli. Hún var ekkja Hermanns Fischer kaup- manns. Spítalafélag hafði verið stofnað 6. okt. 1863 og var Árni Thorsteinsson landfógeti aðaldriffjöðrin í því. Árið 1865 gaf Carl H. Siemsen kaupmaður þessu félagi gistihúsið „Scandinavia" fyrir sjúkrahús. Þetta hús stóð þar sem nú er Herkastalinn. Ekki þurfti að nota öll húsakynnin handa sjúklingum. Þeir voru hafðir uppi á lofti, en niðri voru samkomur og leiksýningar. Var þá um hríð ekkert gistihús til í bænum. Fyrsta bókasafnshús sem reist var hér í bæ, var Kellsalls- gjöf, eða Iþaka, bókasafn latínuskólans. Fé til þess hafði enskur maður gefið 1853, en húsið komst ekki upp fyrr en 1866. Fyrsta baðhús var sett á fót í sambandi við sjúkra- húsið 1869. Gátu menn fengið þar heit og köld steypiböð á laugardögum. Kost- aði heitt bað 40 sk. en kalt bað 16 sk. En fengi menn sér bæði heitt og kalt bað kostaði það 48 sk. Fyrsti álfadans fór fram á gamlárskvöld 1871 og stóðu fyrir því stúdentar og skólapilt- ar. Dansinn fór fram á isi á tjörninni. Fastar nefndir bæjarstjórnar. Arið 1872 kom ný tilskipan um bæjar málefni Reykjavíkur. Var þar svo fyrir mælt, að kjósa skyldi þessar fastanefnd- ir I bæjarstjórn og skipta málum milli þeirra: Fjárhagsnefnd, fátækranefnd, skólanefnd, hafnarnefhd, byggingar- nefnd og veganefnd Fyrsta pósthús á Islandi var sett á stofn í Reykja- vík 1872 og kallað „konungleg póst- stofa". Þá var og stofnað póstmeistara- embætti fyrir allt land og hlaut það Óli P. Finsen bóksaii. Fyrsti landshöfðingi var Hilmar Finsen og tók hann við emb- ætti 1. apríl 1873. Fyrstu íslenzk frimerki voru gefin út 1873 og voru það 2, 3, 4, 8 og 16 skildinga algeng frímerki, og 4 og 8 skildinga þjónustumerki. — Fyrstu aurafrímerki komu út 1876. Kalkbrennslan. Reykjavík var að upphafi iðnaðarþorp og gat það bent til þess að hér yrði síð- ar mikil iðnaðarborg. Fyrsta verksmiðj- an, sem einstaklingsframtak reisti hér til þess að vinna vöru úr innlendu efni, var Kalkbrennslan. Hún reisti fyrst kalkbrennsluofn hjá Rauðará 1873, en síðan annan hjá Arnarhólslæk 1876. Þess vegna heitir Kalkofnsvegur þar. Þessi ofn var að stærð ámóta og Söluturninn á Hverfisgötuhorninu. Vilji menn bera það saman við Sementsverksmiðjuna á Akranesi, þá er munurinn geysimikilk en þó ef til vffi í r*Ltn hlutfalli við þær breytingar sem orðið hafa síðan kalk' brennslan huj.01.. Þjóðhátíðin 1874. Bæjarstjórn lét gera hátíðarsvæði á Öskjuhlíð, þar sem nú eru vatnsgeymar Hitaveitunnar. Var þar rutt og sléttað stórt svæði, en það jarðrask reyndist óheppilegt á hátíðardaginn, því að þá var hvasst og þyrlaðist upp svo mikið moldrok, að varla var verandi þar. —. Kristján konungur 9. var þá í heimsókn hér og var honum boðið á hátíðina. En það er til marks um hvernig samgöngur voru þá, að konungur og fylgdarlið varð að fara gangandi frá Latínuskólanum suður á Öskjuhlið og heim til skólans aftur. Fyrsta minnismerki. I sambandi við 1000 ára hátíðina gaf bæjarstjórn Kaupmannahafnar Reykja- víkurbæ líkneskju af Albert Thorvald- sen eftir sjálfan hann. Var þegar ákveð- ið að minnisrnerkið skyldi standa á miðjum Austurvelli og varð það til þess að völlurinn var lagaður og sléttaður og girðing sett umhverfis hann. Minn- ismerkið kom hingað árið eftir og þá birtist þetta Kaupmannahafnarbréf í ísafold: „Nú fer Thorvaldsen (mýndin) heim með Díönu. Bæjarstjórnin hér sendir með henni lærðan ingeniör eða „hugvitsmann", sem mig minnir að Þjóðólfur kallaði svo einu sinni, til þess að hjálpa bæjarstjórninni ykkar um hugvit til að koma karlinum á lagg- irnar, eins og hann á að standa á Aust- urvelli. Er það ekki laglega gert?" —. Minnismerkið var svo afhjúpað með við- höfn og hátíðarbrag á afmælisdegi Thor- valdsens 19. nóvember 1875. Stóð það síðan á Austurvelli þar til það varð að þoka fyrir Jóni Sigurðssyni 1931. Brunatrygging húsa. Eftir margra ára þref og þjark við dönsku stjórnina tókst loks 1874 að fá öll hús í Reykjavík vátryggð hjá dönsku vátryggingarfélagi. Gekk tilskipan um það í gildi 1. okt. Fyrsta götuljósker var reist hjá lækjarbrúnnni niður af Bankastræti og kveikt á því í fyrsta skipti 2. sept. 1876. Ljósgjafinn var stein- olía. Ofn var settur í dómkirkjuna 1879, líklega hinn fyrsti sem sást í kirkju á íslandi. LESBÖK. MORGUNBLAÐSINS- 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.