Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 5
Jönas Guölaugsson
Eftir Hannes Pétursson
Aföstudaginn var fimmtug-
asta ártíð Jónasar Guð-
laugssonar skálds, sem lézt í Dan-
mörku 15. apríl 1916. í því tilefni
hefur Lesbókin fengið leyfi Hann-
esar Féturssonar skálds til að birta
síðasta kaflann úr inngangi bans að
safninu „Fjögur ljóðskáld", sem út
kom hjá Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs 1957. í innganginum fjallar
Hannes um f jórmenningana Sigurð
Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann
Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sig-
urðsson og Jónas Guðlaugsson.
•
J
ónas Guðlaugsson fæddist 27.
Beplciniber 1887 á Staðarhrauni í Mýra-
sýslu. Foreldrar hans voru Guðlaugur
Guðmundsson, síðar prestur, og kona
hans Margrét Jónsdóttir. Jónas settist
í lærða skólann árið 1901, en hvarf
frá námi eftir fjóra vetur, sneri sér að
blaðamennsku og gerðist ritstjóri Vals-
ins á ísafirði. Það blað kom út árin
1906-7. Þar birti hann allmörg frum-
samin ljóð. Með honum í ritstjórn var
Guðmundur skáld Guðmundsson.
Eftir að Valurinn hætti göngu sinni,
ferðaðist Jónas um nágrannalöndin og
starfaði um skeið við Social-Demokrat-
en í Kaupmannahöfn. Árið 1909 varð
ihann ritstjóri blaðsins Reykjavík og
lét þá stjórnmál mikið til sín taka, fór
um landið og hélt skörulegar ræður af
þróttugri mælsku.
Jónas var frjálslyndur í skoðunum
og ákafur þjóðernissinni.
Ritstjórnartíð Jónasar Guðlaugssonar
í Reykjavík varð ekkl löng. Hann vend-
V kvæði sínu í kross og flyzt alfarinn
af landi brott. Þá hafði hann sent frá
sér þrjár ljóðabækur, Vorblóm (1905),
Tvístirnið í félagi við Sigurð Sigurðs-
son (1906) og Dagsbrún (1909). Hann
heldur fyrst til Noregs. Þar gefur hann
út ljóðabókina Sange fra Nordhavet
(1911). Hún geymir m.a. nokkur ljóð
sem birzt höfðu í Dagsbrún og Jónas
þýtt á ríkismál. Frá Noregi snýr Jónas
til Danmerkur. Þar lifir hann fyrst í
stað af blaðamennsku, en gerist jafn-
framt rithöfundur á danska tungu og
helgar sig bráðlega list sinni nær ein-
göngu. Árið 1912 kemur ný ljóðabók
frá hans hendi, Viddernes Poesi, og önn-
ur tveimur árum síðar, Sange fra de
blaa Bjærge. Einnig fæst hann við skáld-
skap í lausu máli, semur bækurnar Sol-
run og hendes Bejlere, Bredefjords folk
og Monika. Hinar tvær fyrrtöldu hafa
verið þýddar á íslenzku, en ljóð Jónasar
á dörisku hafa aftur á móti ekki verið
þýdd svo nokkru nemi. Yfirleitt hlutu
bækur hans ytra vinsamlega dóma.
Jónas Guðlaugsson var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var norsk, Thorborg
Schojen. Þau skildu. Seinni konan var
þýzk, Marite Ingenohl, og lifði hún
mann sinn. Þau eignuðust einn son,
Sturlu.
Jónas bjó síðustu æviár sín á Jót-
landsskaga og þar lézt hann 15. apríl
1916.
Jónas Guölaugsson.
J
ónas Guðlaugsson hefur sérstöðu
meðal fjórmenninganna. Hann er sá
eini þeirra sem tekur þátt í dægurbar-
áttunni, og ljóð hans bera þess nokkur
merki — þau eru ort af manni sem lit-
ast í kringum sig fremur en hvað hann
skyggnist í eigin hug. Veruleiki daglegs
lífs veldur honum skapraun, hann þráir
annan fyllri veruleika, heim fegurðar
og frelsis, en sér hann aðeins í hilling-
um. Draumlyndi hans er að vísu jafn-
ríkt og hinna, en árvekni hans svo mik-
il, eirðarieysi og þróttur æskumanns-
ins svo styrkur þáttur persónuleikans,
að draumheimurinn verður honum
aldrei athvarf lengi í senn. Fyrr en var-
ir brýzt fram óánægja hans yfir því
Alúmínmál-
ið hefur mjög
verið til um-
ræðu að und-
anförnu bœði
manna á með-
al og í dag-
blöðum. Ég er
ekki svo
skynugur að
ég treystist
til að leggja
neitt raun-
hœft mat á þetta flókna mál, enda
er það þess eðlis, að um það verð-
ur aðeins fjallað af skynsamlegu
viti af sérfrœöingum. Þegar of
þeirri ástœðu virðist mér vera út
í hött að leggja það undir þjóðar-
atkvœði. Ef við treystum ekki okk-
ar bezt menntuðu og hœfustu sér-
frœðíngum til að fjalla um
sérhœfð mál af þessu tagi
þannig að hvorki þjóðarhagsmun-
um né þjóðerni sé teflt í tvísýnu,
erum við vissulega illa á vegi
staddir. Nú má vel vera, að við
séum verr á vegi staddir að þessu
leyti en margir vilja vera láta, en
að óreyndu vil ég ekki trúa, að
nokkur ábyrgur lslendingur, hvar í
flokki sem hann stendur, bregðist
trausti þjóðar sinnar vitandi vits
eða leggi út á brautir sem leiða
muni til frekari þjóðernislegs ó-
farna&ar en þegar er orðinn. Úr
því fœr að sjálfsögðu reynslan eín
skorið; og satt er það, sporin hræða.
Um meðferð alúmínmálsins er
hins vegar hægt að ræða án sér-
frœðiþekkingar, og því dirfist ég
að leggja hér orð í belg. Málið hef-
ur opinberlega verið gert að flokks-
pólitísku þrætuepli, sem er mikill
skaði, bœði vegna þess að afstaða
einstakra borgara til málsins er
engan veginn bundin við flokks-
línur, og þó einkum vegna hins að
hið pólitíska ofurkapp hefur rugl-
að öllum línum og í rauninni gert
almenningi ókleift að mynda sér
hlutlausa og raunhlíta skoðun á
málinu. Hér bera ekki sízt dagblöð-
in þunga söfc. Málið hefur verið
lagt þannig fyrir annars vegar,
að álúmínið sé bjarghringur ís-
lenzks efnáhagslífs og samningur-
inn sé svo snurðulaus, að enginn
þurfi að bera ugg í brjósti. Hins
vegar hefur alúmínsamningnum
verið fundið flest eða allt til for-
áttu, þannig að hann jafngildi af-
sali landsréttinda og bjóði heim
gífurlegum efnahagslegum og þjóð-
ernislegum voða.
Eins og venjulega í slíkum hita-
málum liggur sannleikurinn að
sjálfsögðu einhvers staðar á milli
þessara öfga, en hann kemur bara
ekki fram í skrifum dagblaðanna,
og ég hygg það sé ofvaxið flestum
venjulegum lesendum að finna
hann í því áróðursmoldviðri sem
þyrlað er upp á báða bóga. Gagn-
rýni á störfum íslenzku samninga-
nefndarinnar var sjálfsögð og átti
að veita henni hœfilegt aðhald,
vœri hún fram borin af sanngirni
og heiðarleik, en á því hefur því
miður orðið nokkur misbrestur.
Varnaðarorð og úrtölur eru altjend
heilbrigðari og vœnlegri til viðun-
anlegs árangurs en kapp án for-
sjór. Mér virðist sem sé liggja í
augum uppi, að það hafi mjög veikt
aðstöðu íslendinga í samningsum-
leitunum við svissneska auðhring-
inn, þegar þeir sem að samnings-
gerðinni stóðu fóru að útmála fyr-
ir lesendum blaða sinna, hvílíkt
himi?xsent hnoss alúmínið vœri
okkur. Allar þœr greinar hafa vafa-
laust borizt svissnesku nefndinni
meðan á samningsviðrœðum stóð
og sér hver maður í hendi sér að
ekízi hafi það bœtt aðstöðu íslenzku
samninganefndarinnar.
Þó er hitt kannski ekki síður
íhugunarvert, að með trúboðs-
kenndum skrifum sínum um alú-
mínmálið fiafa íslenzkir formœl-
endur þess raunverulega vakið víð-
tæka (og vonandi óþarfa) tor-
tryggni í hugum margra Islendinga,
þvi það hlýtur hver skyni borinn
maður að sjá t hendi sér, að samn-
ingurinn er hvorki eins hagkvœm-
ur né snurðulaus og fullyrt er af
„trúboðunum". Með málefnalegri
málflutningi áttu dagblóðin gullið
tœkifæri, sem þau létu fram hjá
sér fara, til að vekja traust al-
þjóðar með því að gera henni Ijósa
grein fyrir þeim mörgu og miklu
vandkvœðum sem samningnum eru
samfara ekki síður en kostunum.
Slíkur málflutningur hefði fremur
styrkt en veikt aðstöðu íslendinga
í viðræðunum við hinn svissneska
auðhring. En vitaskuld varð hinn
landlœgi pólitíski atkvœ&akvilli
(sem raunar er tómur misskiln-
ingur) heilbrigðri dómgreind og
þjóðarhagsmunum yfirsterkari.
Sigurður A. Magnússon.
—.
17. april 1966
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS