Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 2
SVIP MVND |L úðvík sextándi Frakkakon- ungur reyndi í síðasta skipti að ávarpa þjóð sína, þegar hann stóð bundinn og klæðflettur á aftökupallinum undir fallöxinni á Byltingartorginu, sem fyrrum hét Torg Lúðvíks fimmtánda, og þar sem áður stóð stytta af honum sjálf- um. Klukkan var rúmlega tíu, mánudagsmorguninn 21. janúar 1793. Áttatíu þúsund manns með alvæpni stóðu á torginu og næstu strætum og virtu steinþegjandi fyr- ir sér þennan afkomanda sextíu konunga, sem átti nú að missa höf- uð sitt frammi fyrir þegnum sínum, 38 ára gamall. Kvöldið áður hafði hann kvatt drottningu sína og börn. Milli kl. 5 og 6 um morguninn hafði hann gert erfðaskrá sína, meðtekið sakramentið og beðið verði sína um að afhenda drottningunni giftingar- hring sinn. Skyndilega hóf hann upp raust sína og sagði: „Frakkar! Sak- laus læt ég lífið; þetta segi ég á af- tökustaðnum og skömmu áður en ég geng á fund drottins míns. Ég fyrir- gef óvinum mínum; ég óska þess, að Frakkland...Hér var gripið fram í fyrir honum; nýbakaður „hershöfðingi“ á hestbaki hrópaði: „Tambours!“, þ. e. „trumburnar!“. Trumbuslátturinn yfirgnæfði rödd konungs, einhver kallaði: „Böðlar, gerið skyldu ykkar við lýðveldið!11, konungur var bundinn niður við höggstokkinn, axarblaðið þaut nið- ur með þungum hvini og skildi höf- uðið frá bolnum. Hermenn og böðl- ar flykktust að, smurðu sverðseggj- ar sínar úr blóði konungs og vættu vasaklúta sína, til þess að selja seinna sem minjagripi. Samson yfir- böðull klippti lokka af höfði kon- ungs og seldi síðar fyrir offjár. Henri d’Orléans, sem nú gerir kröfu til konungdóms í Frakklandi gekk betur að ná eyrum frönsku þjóðar- innar, þegar hann ávarpaði hana í fyrra, 172 árum og fimm lýðveldum eftir að frændi hans var gerður höfðinu styttri. Hann ávarpaði Frakka af kvikmynda- tjaldinu. Sú ákvörðun hins virðulega greifa af París að tala inn á fréttamynd, sem sýnd var með samþykki de Gaulles í öllum kvikmyndahúsum í Frakklandi, endurvakti umtal manna um það, að de Gaulle hefði hann enn í huga sem vænt- anlegan eftirmann. Þetta tal hófst þegar árið 1958, er de Gaulle komst aftur til valda. Henri d’Orléans hefur einnig marga kosti til að bera, sem franskan þjóðhöfðingja geta prýtt. Hann er góð- um gáfum gæddur, hlaut ágæta mennt- u> , hefur trausta skapgerð, er virðuleg- ur og á margþætta lífsreynslu að baki. Hann gekk í frönsku útlendingaher- deildina 1940, og gegndi herþjónustu um nokkurra ára skeið með sóma. Árið 1937, þegar hann var 29 ára gamall, los- aði hann sig úr öllum tengslum við frönsku konungssinnahreyfinguna og hið öfgafulla málgagn hennar, „Action Francaise”. en hefur samt alls ekki sleppt tilkalli til krúnunnar. Hann hefur ritað bækur um stjórnmál og þjóðfé- lagsmál. Greifinn er vellauðugur; á m. a. geysimiklar fasteignir í norðurhverf- um Parísarborgar; en hefur alltaf forð- azt hið yfirborðskennda samkvæmislíf brodd'borgaranna. Hann er fyrirmyndar- heimilisfaðir. Með konu sinni, sem er frænka hans, á hann nú tíu börn á lífi og mörg barnabörn. Greifinn af Paris fæddist í Nou- vion-en-Thiérache, sveitabæ á stærð við Akureyri, í Norður-Frakklandi árið 1908, og er nú 57 ára gamall. Um 40 ára skeið hefur hann reynt að gera þá hugmynd vinsæla meðal Frakka, að endurreisn konungdæmisins vaéri Frakklandi hag- kvæm. Flest þessi ár hefur hann verið neyddur til þess að búa í útlegð, en síð- an 1950 hefur hónum verið leýfð búseta í Frakklandi. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri til þess að skýra málstað sinn og afstöðu á kvikmynd, og hann heldur því fram, að sú staðreynd, að ekki urðu óeirðir vegna þess og ekki einu sinni „ s c a n d a 1 e “, sanni, að þjóðin sé endurreisninni ekki mótsnúin. Aðrir mundu nú segja, að henni stæði alveg á sama. Konungssinn- ar urðu mjög hrifnir af frammistöðu „hins tígulega og teinrétta konungs- efnis, sonar hinna sextiu konunga, sem sömdu sögu hins mikla Frakklands“, eins og þeir orðuðu það, og enn var tek- ið að ræða um framtíð greifans og fram- tíð Frakklands. Svo mikið er víst, að de Gaulle hefur rætt um hugsanlega endurreisn konungdæmis við greifann af París, þótt ráðgjafar forsetans neiti því, að slík endurreisn komi til mála. r ■IV vikmyndin er vottur þess, að Henri d’Orléans hefur nú breytt um að- ferð. Fram að þessu hefur hann ekki viljað reka áróður fyrir sér og ætt sinni opinberlega, heldur hefur hann í kyrr- þey rætt við stjórnmálamenn, verkalýðs- leiðtoga o. s. frv. Nú reynir hann að vinna hylli venjulegra franskra borgara, lýðveldissinna, sem hafa síðan 1962 rétt til að kjósa sér forseta í beinum kosn- ingum. Nú er komið í ljós, að de Gaulle ætlar ekki að draga sig í hlé að svo stöddu, heldur hefur látið endurkjósa sig til sjö ára, en aldrei er að vita, hve- nær hann neyðist til að segja af sér vegna sjúkleika eða hvenær hann deyr. Hann hefur ekki enn bent á neinn sér- stakan eftirmann, sem hann vill mæla með. Á kvikmydinni sést greifinn á heimili sínu um jólaleytið með nokkrum barna sinna. Hann hjálpar barnabörnunum að skreyta jólatréð, gerir við reiðhjól niðri í kjallara o. s. frv. Þá sést hann heim- sækja bóndabæi og verksmiðjur, fljúga til Austurlanda sem sérstakur erindreki de Gaulles til viðræðna við Arabaleið- toga og vinna ásamt starfsliði sínu að útgáfu hins mánaðarlega fréttabréfs síns. Þá sjást myndir af honum í einkabóka- safni hans, sem er gífurlega mikið að vöxtum, og þar ávarpar hann þjóðina: „Staða mín í Frakklandi er alveg sér- stök. Ég er hvorki hægrisinnaður né vinstrisinnaður. Ég er hvorki tengdur hagsmunum verkalýðsfélaga né vinnu- veitenda. Það eru aðeins allsherjar hagsmunir Frakklands og velférð frönsku þjóðarinnar, sem skipta rhig máli. Kynni mín af öllu því fólki, sem ég hef hitt, hafa verið mér hvatning, hverjar sem skoðanir þess annars eru á þjóðmálum“. Margir álíta, að de Gaulle muni ekki ljúka núverandi forsetatímabili sínu, heldur muni hann styðja annan til valda, áður en sjö ár eru liðin. Þá muni hann ekki leita til atvinnustjórnmálamanna, og hann sé ekki lengur þeirrar skoðunar, að Georges Pompidou eigi að taka við af honum. Það sé aðeins Henri d’Orléans, sem geti varðveitt þjóðlega -einingu og stöðugleika Frakklands, sem de Gaulle er svo kær. Einn stuðningsmanna greif- ans segir: „Það er einungis afkomandi heilags Lúðvíks (Lúðvíks IX. krossfara), sem er hæfur til að styðja fingri á hnaþp- inn, er gerir út um örlög Frakklands'1. Parísargreifinn hefur alla ævi haft aug- un á hásæti Frakklands. Hann hefur tek- ið það skýrt fram, að þar eð hann sé ópólitískur, muni hann ekki berjast til valda með venjulegum hætti, heldur bíða þess, að þjóðin leiti til hans til þess að varðveita eininguna. Hann muni ein- vörðungu taka kjöri meirihluta þjóðar- innar. r VFreifinn er afkomandi hinnar svo- nefndu yngri greinar frönsku konungs- ættarinnar. Hann er Orléans, afkomandi Filippusar, hertoga af Orléans, bróður Lúðvíks XIV., og sonarsonarsonarsonur síðasta konungs Frakka, Lúðvíks Filipp- usar, sem rekinn var frá völdum 1848. Þessi grein ættarinnar hafði misgott orð á sér fyrrum, en síðustu 100 árin hefur hún átt marga fræðimenn og lærdóms- menn, landkönnuði og listamenn. Ekki styðja allir konungssinnar tilkall Hinriks af Orléans til frönsku krúnunnar. Sum- ir veita spönsku Bourbon-unum atbeina, en þeir eru beinir afkomendur Lúðvíks XIV. Bourbonistar minna á, að einn for- feðra Hinriks greiddi atkvæði með af- töku Lúðvíks XVI., og þeir kalla Lúðvík Filippus landræningja. Meirihluti kon- ungssinna styður hann þó, og árið 1931, þegar hann kvæntist hinni fögru Isa- bellu d’Orléans-Bragance, sem einnig er afkomandi Lúðvíks Filippusar, flykkt- ust þeir til Palermó á Sikiley, þar sem brúðkaupið fór fram, og hrópuðu „Vive Framhal dá bls. ;6. Framkv.stj.: Siglos Jónsson. Ritstjórar: Siguröur Bjarnason frá Vítrui Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónssoii: 'u'~ Auglýsingar: Aml GarSar Krlstinsson. ' ; Ritstjóm: Aðalstræti S. Simi 224S0. ,, tJtgefandl: H.f. Arvakur. Reykjavllc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS———-— ------1——--------------------—-------------— — 1. maí 1966 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.