Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 6
A. ð sjálfsögðu er alltaf til fólk, tem er ekkert hrifið af ævintýrum H. C. Andersens, eins og sjá má af eftir- farandi skrítlum: Sú fyrsta stóð í dönsku blaði árið 1954: Bóndakona nokkur kom til oddvit- ans og kvartaði yfir skólakennaranum, sem annars þótti fær í starfi. — Já, sagði konan, en hann er að segja krökkunum Andersens-ævintýri, og aðra eins dellu vil ég ekki láta börn- in mín hlusta á. Næsta saga frá árinu 1955 er dálítið ótrúleg. Á Vestur-Jótlandi sinnaðist fólki við prest einn, sem við eitthvert hátíðlegt tækifæri las upp ævintýrin um Hans klaufa og Nýju fötin keisarans fyrir fermingarbörnin sín. Nokkrir í söfnuðinum fordæmdu harðlega svona upplestur, þar eð þetta væru ósiðleg æv- intýri! Þeir sögðu um Hans klaufa, að álit höfundar á ástinni kæmi þar fram á ósiðlegan hátt. Það sé ekki ætlunin, að ung stúlka eigi að kjósa og velja — og heldur ekki eigi tilvonandi biðlar að Ihaga sér eins og bræðurnir þrír í sög- unni um Hans klaufa. Þeir eiga ekki að „reyna með sér“ til þess að finna náð fyrir augum hinnar útvöldu. Og ennþá verri saga er Nýju fötin keis- arans, þar seim aðalpersónan er látin vera á nærfötunum einum saman mest- allan tímann. Því var haldið fram, að ekki væri erfitt fyrir unglingana að „hugsa sér framhaldið“. í bréfinu til prestsins stóð ennfremur, að það yrði vel séð ef hann vildi leita fyrir sér ann- ars staðar um embætti. Þetta var þá dómurinn um ævintýri Andersens í hans eigin föðurlandi árið 1955, en vitanlega var einnig óánægja með þau 120 áruim áður — en að vísu á allt öðrum for- sendum. Nei, það er ekkert sældarbrauð að vera skáld. Síðasta skrítlan af þessu tagi kemiur frá Illinois-ríki í Ameríku, þar sem fylkisstjórinn bannaði á árinu 1954 að lána bömum innan 15 ára bækur, sem á nokkurn hátt snertu glæpsemi eða kynferðismál. Og þar komst H.C. And- ersen á svarta listann! Og hver var svo ástæðan? Kannski nornarmorðið í „Eld- faerunuim", klæðleysi keisarans á brók- inni eða kannski brottnámsatvikið í „Smalastúlkunni og sótaranum"? E n eftir þessar skuggalegu frá- sagnir höfum við ekki nema gott af að anda að okkur svolitlu hreinu lofti. Við sláumst í för með Andersen og skáld- inu Oehlenschlager, þar sem þeir eru á skemmtigöngu í einhverjum konung- lega garðinum, og fáum að heyra, að Andersen er eins og endranær með nýtt verk í smiðum. — Það á ekki að vera epískt, ekki dramatískt og ekki lýrískt, heldur allt þetta í senn, segir Andersen. — Það verður aldrei barn í brók, segir Oehlenschláger. Þeesu má ekki aulla saman. — Jú, þetta má auðvitað alltaf segja, •ð menn eigi að halda hverjum hlut út •f fyrir sig. Kolin sér, brennisteinninn eér og saltpéturinn sér. En svO kom maður og sullaði þessu öllu saman og um ieið hafði hann fundið upp púðrið. — Góði Andersen, svaraði Oöhlen- Söhláger, þér megið fyrir alla muni ekki ímynda yður, að þér hafið fundið upp púðrið! Einu sinni sagði Andersen við ein- hvern kunningja sinn: — Það á að bora gat á líkkistuna mína, svo að óg geti séð, hverjir fylgja mér til grafar og ' Ihverjir ekki. Til þeirra, sem ekki fylgja mér, kem ég afturgenginn — og ég verð éreiðanlega óhugnanleg afturganga! Þetta þykir nú kannski bera vott um allmikið hugmyndaflug, en sannast að segja gat Andersen verið hálfgerð aftur- ganga, þegar í lifanda lífi, eins og ein skrítla bendir til: Þegar minnzt er á hégómaskap Skálds- ins er oft nefndur só háttur hans að vera hreykinn af hárinu á sér. Á hverju kvöldl setti hann vandlega pappírs- vafninga i lokkana. Einu sinni þegar hann hafðist við hjá Moltke greifa í Glorup-höll og hafði gengið til herbergis síns snemma, hitti greifinn á skakkar dyr og gekk inn til Andersens, sem sat þar íklæddur hvítum greiðslusloppi með tvo stóra pappdrsvafninga yfir enninu, sem litu út eins og horn. Þegar dyrnar opnuðust, sneri Andersen sér í þá átt, og þegar greifinn sá þessa hvítu manns- mynd, varð honum á að æpa upp yfir sig og flýta sér að taka til fótanna! E n hafi H. C. Andersen verið hégómlegur, var hann ekki síður sótt- hræddur, og eru til nokkrar skrítnar sögur af þvi. Eina nótt, er hann var á ferðalagi og svaf sem oftar í herbergi með ferða- félaga sínum, datt hann út úr rúminu og meiddi sig talsvert á öðru hnénu. Þetta nægði að vonum til þess að koma ímyndunarafli hans á hreyfingu, og nú óttaðist hann á víxl vatn milli liða, krajbbamein, ofsakláða .. o. s. fiv. Hann sagði við ferðafélaga sinn: — Haldið þér, að ég geti fengið heila- hristing atf þessu? Einnig við annað tækifæri þjáðist skáldið af megnri vanlíðan. Hann var í samkvæmi, þar sem hann hafði orðið fyrir því óhappi, að honum svelgdist á einíhverju. Gestgjafinn og kona hans urðu að leiða hann frá borðinu, og það varð dauðaþögn við borðið, meðan hann var að hósta og ræskja sig í öðru herbergi. Þrátt fyrir mótmæli frúarinn- ar hélt hann því fram, að títuprjónn hefði verið í kjötinu, sem hann hefði gleypt og fyndi nú að sæti fastur ein- hvers staðar niðri í sér. Um kvöldið og næsta dag kveið hann mjög afleiðingun- um af þessu og hræðsla hans hafði al- gjörlega útrýmt öðru hræðsluefni hjá honum, sem sé því að lítill blettur sem hann var með yfir annarri augabrún- inni færi að vaxa og verða að hræðilegu æxli, en sú hræðsla hafði aftur fengið hahn til að gleyma hræðslunni við að fá kviðslit, af því að einhver hafði snert kviðinn á honum með göngustatfnum sinum, en ; Íoks hafði það rekið burt hræðsluna við að fá vatn milli liða i hnénu. En ef við alla þessa ímyndunar veiki bætist svo það, að Andersen þjáð- ist næstum ævilangt af tannpánu, má segja að hann hafði við nóg að stríða um dagana. egar Andersen fékk árið 1840 gestasæti í konungsstúkunni í Konung- lega leikhúsinu, sagði vinur hans, Peter Wulfif aðmíráll, glottandi: — Það er naumast að við höfum fengið hóp af ritliöfundum hingað inn. Nú situr And- ersen í sæti hans hágöfgi N. N. Hver hefur gefið þeim öll þessi sæti? Ander- sen heyrði þetta og svaraði: — Það eru tveir herrar, sem getfa sætin. Hágöfgirn- ar fá sín sæti hjá hans hátign kónginum, wi ég hef fengið mitt sæti hjá sjálfum Drottni. Þessum skrítlum má gjarna ljúfca með samtali, sem heyrðist í ferðasfcrifstofu í Kaupmannahöfn, þar sem amerískur ferðalangur vildi gjarna fá að vita, hvort fleiri borgir en Kaupmannahöfn væru heimsóknar verðar. Einhver stakk upp á Óðinsvéum. — Odense? spurði komumaðurinn. Að hvaða leyti er sú borg merkileg? — Jú, .. hún er fæðingarborg skálds- ins H. C. An-dersens. — Einmitt? sagði maðurinn og það var eins og hann skildi ekki við hvað væri átt. Er ekkert annað merkilegt við borgina? Nei, það hélt afigreiðslumaðurinn ekki vera. — Það var nú ekki mikið að sækjast eftir. Hann var ekki annad en rithöf- undur. SVIPMYND Framhald af bls. 2 le Roi!“ á kirkjutorginu (= lifi konung- urinn!). Skrásettir stuðningsmenn greif- ans í Frakklandi eru þó ekki nema 100.- 000. Árið 1886 samþykkti franska þingið útlegðarlög, sem bönnuðu þeirn, er gerðu tilkall til krúnunnar og afkomendum þeirra landvist. Greifinn og faðir hans bjuggu aðallega í Belgíu eftir 1926, þeg- ar faðir hans, hertoginn af Guise (Duc de Guise) varð næstur að ríkiserfðum. Eins og fyrr segir, hætti greifinn að hafa samband við hina öfgafyllstu kon- ungssinna fyrir síðari heimsstyrjöld. Hann talaði máli franska lýðveldisins við allar konungshirðir í Evrópu rétt fyrir stríðið, og gekk síðan í útlendingaher- deildina. Útlegðarlögin voru úr gildi felld árið 1950, og síðan hefur Henri d’Orléans ekki dulið þá von sína, að honum megi auðnast að verða Hinrik VI. af Frakklandi. IVÍikla athygli vakti bréf, sem de Gaulle skrifaði greifanum árið 1957, er elzti sonur hans, Henri, kvæntist, en þar segir: „Þetta hjónaband er sérhverjum Frakka mikið fagnaðarefni, því að líf fjölskyldu yðar er samgróið sögu Frakk- lands, því að framtíð yðar, Hinriks prinz hins unga og fjölskyldu yðar fer saman við vonir Frakklands. Ég fagna þessu hjónabandi sem miklum þjóðarvið- burði“. Enn eru margir Frakkar sannfærðir um, að bréfritarinn sé konungssinni í hjarta sínu. Eftir því sem þessir tveir menn hittust oftar, óx gagnkvæm virð- ing þeirra. De Gaulle viðurkenndi greif- ann sem höfuð konungsættarinnar, og, er hann komst aftur til valda, lét hann af- nema stjórnarskrárákvæði, sem bannaði greifanum að bjóða sig fram til forseta. Hins vegar hefur hann ekki hróflað við 89. grein stjórnarskrárinnar, sem kveð- ur á um, að Frakkland skuli verða lýð- veldi. í Alsírdeilunni studdi greifinn de Gaulle og skoraði á Frakka í Alsír að fylgja forsetanum. Árið 1965 lýsti greif- inn yfir því í fréttabréfi sínu, sem hefur frönsku konungsliljuna í blaðhausnum (,,fleur-de-lis“), að hann styddi stefnu forsetans í innanríkis- og utanríkismál- um. í fréttabréfinu hefur oft komið í ljós, hve svipaðar skoðanir þessara tveggja manna eru. Greifinn hrósar for- setanum fyrir að hafa treyst ríkisvaldið að nýju, komið styrkri stjórn á fót, að- skilið greinar ríkisvaldsins rækilegar en áður (!) og komið á þjóðaratkvæði. Greifinn gagnrýnir tilraunir stjórnmála- flokkanna til þess að ná áhrifum aftur og varar við hættunni af því, að Frakk- ar kljúfi sig í tvær öfgafylkingar, til hægri og vinstri. Henri d’Orléans hefur skrifistofu í París, næst við utanríkisráðuneytið á Quai d’Orsay, en höfuðstöðvar hans eru í tuttugu herbergja höll, „Le Cæur Vol- ant“, í Louveciennes nálægt Versölum fyrir utan París. Höllina keypti hann fyrir 11 árum. Greifinn af París er gífur- lega auðugur. Hann erfði mikil auðæfi og hefur margfaldað þau með skynsam- legri fjárfestingu. Hann á miklar land- eignir og fyrirtæki í Frakklandi, Belgíu, Marokkó, Sikiley og Portúgal. í bóka- safni sínu í Louveciennes býr hann sig undir það að taka við konungdómi. Dag- lega situr hann þar einn langtímum sam- an, les skýrslur, blöð, bækur og tímarit hvaðanæva að úr heiminum og sökkvir sér niður í vandamál Frakklands. H ann á tíu börn á lífi, sem eru hvert öðru myndarlegra. ÖU eru þau sérstaklega lagleg, bláeyg, glæsileg á velli, vel gefin, dugleg og írnynd hreyst- innar. Sex þeirra eru þegar gift konung- bornu fólkl af helztu konungaættum Evrópu. Yngst eru tvíburarnir Jacques prinz og MiChel prinz, sem eru 24 ára gamlir, Chantal prinzessa, 19 ára, og Thibaud prinz, 17 ára. Einn sona hans, Francois prinz, féll í Alsír, þar sem hann var í franska hernum. Greifinn gerir sér sjálfsagt ljóst, hvert áróðursgildi felst 1 þessum glæsilega barnahópi. Hann er samt frábitinn því að gera barnalán sitt að umtalsefni, en auðvitað sleppa börn- in ekki við að komast á síður mynda- blaðanna, þar sem ferill þeirra er rak- inn í væmnum sykurleðjustíl handa snobbuðum kjölturakkakerlingum, sem smjatta á öllum sögum af kóngafólki, og æstum konungssinnum, sem tárfella, þegar þeir sjá frönsku konungsliljuna. B örnin voru að miklu ley ti alin upp á útlegðarheimili greifans í Cintra, nálægt Lissabon, þar sem þau lærðu Frakklandssögu sem ættarsögu. Upp- eldi þeirra var strangt, en einstaklega vandað og gótt úndir umsjón færustu kennara, því að greifinn var frá önd- verðu ákveðinn í því, að börn sín skyldu vera fyrirmynd, og segja má, að honum hafi tekizt það. Greifinn leyfir ekki sjón- varp á heimili sínu í Louveciennes. Langi hann til þess að sjá einhverja dagskrá, ekur hann inn í þorpið, þar sem hann fær að sjá hana á heimili prestsins. Fjölskyldan er trúuð og kirkjurækin, og greifinn var náinn vin- ur Jóhannesar páfa XXIII. Prinzessurn- ar hafa varið miklum tíma til góðgerða- starfsemi á vegum kaþólsku kirkjunnar, og elzta barnið, hin vinsæla ísabella af París, kölluð ísabella skynsama, var hj úkrunarkona í Frakklandi og New York, unz hún giftist í september 1964.. Auður greifans gerir honum kleift að eiga nokkur heimili, klæða dætur sínar í föt frá Balmain, halda fjölmennt lið sérfræðinga í þjónustu sinni og ferðast víða um lönd, en annars er hann látlaus í líferni sínu, ekur sjálfur bíl sínum, frábiður sér allt titlatog, þegar hann hef- ur gesti, og lifir yfirleitt fremur eins og ríkur bankaeigandi en konungur. Einn gesta hans baðst eitt sinn hálfvegis af- sökunar á því, að hann væri afkomandi manns, sem mjög kom við sögu í frönsku byltingunni, en greifinn hló og svaraði: „Það er ég líka“. Hann hefur neitað að koma fram í kvikmynd, sem tekin var I höllinni miklu, Ghateau d’Amboise, en hún er í eigu fjölskyldu hans, og að láta mynda sig á hestbaki. Hann taldi, að hvort tveggja mundi gefa fólki rangar hugmyndir um hann. Hins vegar var hann svo gamaldags að leggjast gegn því, að Anna, dóttir hans, og prinz Carlos de Bourbon drægju sig saman, vegna þess að prinzinn gerir tilkall til hins löngu horfna konungsríkis, „Roy- aume des Deux-Siciles“ (Sikileyjar og Napólí). Anna, sem er hæfileikarík og ákveðin, lét föður sinn ekki aftra sér og trúlofaðist prinzinum. Hún er nú 27 ára gömul, málar, leikur á píanó og yrkir ljóð. IVIargir álíta það barnalega bjart- sýni hjá Le Comte de Paris að búast við því, að franska þjóðin eigi eftir að kalla hann til hásætis. Meirihlutinn brosi að þessu sem hverri annarri óframkvæman- legri rómantík og kæri sig ekki um end- urreisn konungdæmis og afturkomu að- alsins. Henri d’Orléans er þó svo mikill raunsæismaður, að honum mundi aldrei koma til hugar að ríkja sem konungur á átjándu öld. Hann mundi aðlaga konung- daemið breyttum aðstæðum og viðhorf um. Hann er ekki kreddufastur, er virt- ur af stjórnmálaleiðtogum, skoðanir hans eru þekktar og þykja á engan hátt fjarstæðukenndar, en tilfinningaleg and- staða lýðveldissinna er öflug. Prinzinn, eða greifinn, er mikill aðdáandi de Gaulles, og mundi sennilega ekki hafa stjórnað Frakklandi á frábrugðinn hátt, en hvernig getur konungsefni orðið for- seti? Napóleon III. var forseti, áður en Framhald á bls. 15. R LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 1. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.