Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 14
William Stead með því að kæra I>á fyrir rétti fyrir mannrán. Tókst þeim með klækjum aS koma því svo fyrir, að Stead hlaut fangeisisdóm, en Bramwell Booth var sýknaður. Stúlkan, sem málið spannst út af, var dæmd í umsjá Hjálp- ræðishersins, sem sá um að koma henni til manns. Nú rekur Hjálpræðisherinn rúmlega 120 björgiunarheimili fyrir fallnar stúlkur víða um heim. S vona jókst starfið ár frá ári. Gisti- hús urðu til og greiðasölustaðir fyrir einstæðinga, sem hvergi áttu höfði aS að halla. Þetta var til bjargar þeim mikla fjölda manna, sem urðu að sofa á brúm úti, en Hjálpræðisherinn komst að því, að á Englandi væru um þrjár milljónir manna, sem drægju fram lífið á þennan hátt. Á Englandi voru framleiddar eldspýt- ur með gulum fosfór. Sakir hinna eitr- uðu gufna, sem mynduðust í verksmiðj- unum, urðu fæstar af framleiðslustúlk- unum langlífar. Þær fengu fljótt ban- vænan atvinnusjúkdóm, sem dró þær til dauða á skömmum tíma. Booth hers- höfðingi benti verksmiðjueigendunum á þetta, en þeir skeyttu engu orðum hatis. Þá setti hann sjálfur á stofn verk- smiðju, sem framleiddi eldspýtur með rauðum fosfór. Það var dýrari fram- leiðsluaðferð, en hættulaus með öllu. Þrátt fyrir það undirbauð hann hina framleiðendurna. Eftir skamman tíma var herinn orðinn sterkasti eldspýtna- framleiðandi á Englandi. Þá sáu hinir sig um hönd og tóku að framleiða eld- spýtur með rauðum fosfór. Þá var hlut- verki Hjálpræðishersins lokið, og verk- smiðjum þeirra var lokað. Annað starf beið þeirra. Árið 1890 kom út bók eftir William Booth, sem nefndist: „In Darkest Eng- land and the Way Out“. Var nafnið dregið af metsöluibók þess tíma „In Darkest Africa“ eftir H. M. Stanley. Aðstoðaði W. Stead hershöfðingjann við framsetninguna. Kom í bók þessari í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings risavaxið kerfi til þjóðfélagslegra um- bóta, sem verða skyldi leiðarljós Hjálpræðishersins í framtíðinni. Hefur herinn síðan litið á það sem skyldu sína að fylgja þessari áætlun fram, hvar sem hægt er. Atriði þau, sem tekin eru til umræðu í bókinni eru svo mörg, að þau rúmast engan veginn í svo stuttu máli sem þesæri ritgerð er ætlað. Skal hér aðeins minnst á 10 atriði: Verkstaðir handa atvinnuleysingjum. Matstöðvar og gistihús fyrir karla. Matstöðvar og gistihús fyrir konur. Athvarfshús handa munaðarlausum drengjum. Heimili fyrir leysta sakamenn. Landbúnaðarstofnanir. Björgunarheimili fyrir fallnar stúlk- ur. Vinnumiðlunarskrifstofur heima og erlendis. Leitarmiðstöðvar (að týndum mönn- um). Hjálparstöðvar í skuggahverfum (slömmum). Eins og hér sést, setti Booth ekki markið lágt. En hitt er þó nokkur kost- ur, að herinn hefur framkvæmt þetta af hinni mestu alúð og hefur fært út kvíarnar á hinu félagslega sviði. Eitt það fyrsta, sem komst til framkvæmda eftir útkomu bókarinnar var bygging og rekstur búgarðsins í Hadleigh. Stofnanir þessar áttu ekki að vera ölm- usustofnanir, heldur átti að hjálpa mönnum að koma fótunum undir sig í atvinnulegu tilliti. Þrátt fyrir þetta eignuðust þessar hug- ejónir hersins sína andstæðinga, af því að herinn átti frumkvæðið. Þeirra fremstur var Thomas Huxley prófessor. Fundu þeir þessu það helzt til foráttu, að ofsafullir trúmenn stæðu að þessu. Enda þótt gagnrýnin væri hörð, kom í ljós, að fullur áhugi var á þvi að koma þessu í framkvæmd. Má t.d. sjá það í fyrri kafla, hvernig að málum hefur verið unnið í Bandarikj unum. Sérstætt er starf það, sem Hjálpræð- isherinn vinnur við leit að týndum mönnum. Árið 1961 er sagt frá því í Kirkens Verden, að 12.000 beiðnir um leit að týndum mönnum berist árlega til hersina. Af 'þeim tekst að finna helm- inginn, og er það meira afrek en önnur samtök geta hrósað sér af. Þetta starf var skipulagt af Booth hershöfðingja. Gangur mála er nokkurn veginn þannig. Nú týnist maður í stórborg eða erlend- is. Grunur leikur á, að hann kunni að vera á lífi. Aðalstöðvum hersins í ein- hverju landi, er tilkynnt um hvarf hans ásamt meðfylgjandi upplýsingum. Það- an er haft samband við leitarmiðstöðina í Lundúnum, sem sér um að koma leit- artilkynningu í Herópið í þeim löndum, sem til greina koma sem dvalarstaðir hins týnda. Sérstökum foringjum við flokkana er falið að grennslast eftir hin- um týnda. Þeir hafa augun hjá sér, þeg- ar þeir fara inn á krána með Herópið til sölu eða þeir eru á útisamkomu í ein- hverju skuggahverfinu. Þ^nnig þrengist hringurinn smátt og smát't. Kannske fær leitarmiðstöðin í hendur ýmsar upplýs- ingar, sem til hjálpar mega verða. Þá eru umsvifalaust send skilalboð til við- komandi flokks, sem sendir foringja út af örkinni til að kanna málið. Ef mað- urinn finnst, verður reynt að hjálpa honum, hvernig sem hann er á sig kom- inn. Þegar hann er búinn að jafna sig, er hann sendur til fjölskyldu sinnar, ef það þykir ráðlegt. í íslenzka Herópinu hefi ég aðeins séð eitt dæmi um það, að menn hafi notfært sér þessa þjónustu. Það var árið 1901. Þá var herinn beðinn um að leita að þremur manneskjum, sem týnzt höfðu ættingjum sínum. Skömmu seinna voru tvær þeirra komnar fram í er- lendri höfn. En með fyrirspurnum komst ég að því, að þessi þjónusta hef- ur verið í fullum gangi hérlendis frá þeim tíma, þótt hún komi ekki fram opinberlega. Var mér sagt, að frá u.þ.b. 1930 hafi að minnsta kosti ein leitar- beiðni borizt árlega um menn, sem týndir voru erlendis. Taldi heimldar- maður minn alla hafa fundizt nema 2-3. Þannig má lengi telja um þau atriði, sem á er minnzt í bók Booths. Þau skipta tugum, sem komizt hafa til fram- kvæmda. Á sum þessara atriða hefur verið minnzt í öðrum köflum. Skal hér aðeins bent á fáein atriði, sem Hjálp- ræðisherinn hefur fengið áorkað á sviði löggjafar. Held ég mig þar fyrst og fremst við brezk lög. Fyrst má nefna hina frægu lagabreyt- ingu frá 1885, sem áður er getið. Er hún nefnd Criminal Law Amendment Act. Á sviði breytinga á fangelsismálum er ekki litið, sem eftir herinn liggur. Breyting á löggjöf varðandi unga af- brotamenn, Youthful Offenders Act, frá árinu 1905. Bæklipgur byggður á rannsóknum Hjálpræðisherslns undir forystu her- ráðsforinfjans, Bramwells Booths, stuðlaði að nánari lagasetningu um réttarstöðu bama. Fyrst var það hin svonefnda lagasetning Childrens Chart- er frá 1908, og síðan lög í sömu átt 1933, 1938 og 1948. Þannig má lengi telja: Lög varðandi aldur dansstúlkna í erlendum leikhús- um, um ættleiðingu barna, um viður- kennda skóla fjrrir ungt fólk, um þjálf- unarheimili fyrir mæður og börn þeirra, um atvinnu landshornamanna, fátækra- löggjöf og fleira. Ekki má láta hjá líða að minnast á eitt afrek franskra Hjálpræðisher- manna á hinu félagslega sviði. Það er af- nám fanganýlendunnar á Djöflaeynni svokölluðu, sem þeim tókst að fá fram- gengt árið 1946, að vísu eftir margra áratuga baráttu. Kemur þar helzt við sögu Péane fursti, sem fletti ofan af illri meðhöndlan Frakka á föngunum þar á eynni í frægri bók. Herinn í Frakklandi hafði lengi búið sig undir það að taka við föngunum til uppeldis, þegar nýlendan yrði afnumin. Árið 1950 var búið að flytja alla fangana heim til þeirra, aðeins voru eftir þeir fangar, sem greindarskortur hamlaði aðhæfingu að samfélaginu. Meðal þeirra rekur Hjálpræðisherinn ennþá starf. CJm Hjálpræðisherinn á íslandi. I maí 1895 komu hingað til lands tveir Hjólpræðishermenn, Christian Erichsen aðjútant og Þorsteinn Davíðs- son kafteinn. Þá var fáni Hjálpræðis- hersins „heistur“ á Islandi. Þessir menn tóku sér gistingu á Hótel Reykjavík, sem þeir keyptu síðar á árinu. Eftir það hefur þar verið nefndur „Herkastalinn". Fyrstu samkomuna héldu þeir félagar þann 12. maí. Starfið bar fljótt nokk- urn ávöxt, því að fyrsta hermannasam- koman var haldin 8. júní. Segja má, að starfsemin hatfi tekið tiltökulega fljótt við sér, því að fram undir _ 1920 var komin allmikil starfsemi á ísafirði, á A'kureyri, í Hatfnarfirði, á Fellsströnd, á Siglufirði og í Reykjavík. Meðal þeirra fyrstu, sem gerðust Hjálpræðislhermenn hér í Reykjavík og urðu þekktari en aðrir íslenzkir her- menn á jaínum tíma, voru frú Sesselja Sigvaldadóttir, síðar sersjantmajór (en það er nokkurs konar prédikarastaða, sem gerðar eru minni krötfur til en um önnur foringjastörf) og Sigurbjöm Sveinsson, siðar kafteinn í Hernum. Síðar hefur kastazt í kekki með honum og yfirstjórn hersins, þannig að hann hverfur atf síðum Herópsins á árinu 1994. Áður en til þess kom var Sigurbjöm búinn að birgjaHerinnaf söngvaþýðing um, sem enn er ausið af. Og etftir að hann gerðist barnakennari í Reykja- vfk og Vestmanriteyjum, hélt hann á- fram þýðingarstarfi sinu. í Söngbók Hjálpræðishersins 1964 eru 114 söngvar, sem hann hefur annaðhvort frumsamið eða þýtt. Það er fimmti i>artur bókar- innar. Síðar á ævinni samdi hann hinar alkunnu barnabækur Bernskuna, Geisla og Engilbörnin. Hann var á sínum tíma foringi hersins á ísafirði og mjög vin- sæll sem barnafræðari. Einn af elztu núlifandi hertforingjum íslenzkum, Svava Gísladóttir majór, er einn af barna- hermörmunum frá dögum hans á ísa- firði. Síðar bættust starfinu ungir hermenn, gamlir bekkjarbræður úr Flensborgar- skóla. Voru það þeir Oddur Ólafsson, síðar ensajn (kafteinn á 2. stigi) og Árni Jóhannsson, núverandi brigader, Unnu þeir á sínum tíma allmyndarlegt startf í byggingarmálum hersins. Oddur hvanf á sínum tíma undan merkjum hans, en Árni hélt áfram. Er slíkt ekki fordæmalaust í sögu hersins viða um lönd, en þrátt fyrir það er stanf manna eins og Franks Smiths, kommandörs, og Ballingtons Booths, kommandörs, í há- vegum haft meðal hersins.* Meðal þeirra raerkismanna, sem hér hafa stanfað sem yfirmenn eða flokks- stjórar, má nefna Hjalmar Hansen majór. sem síðar orti indælan söng, sem kunnur er um Norðurlönd, og heitir á íslenzku: Dýrðlegast natfn, sem er nefnt hér á jörð. Einnig má nefna Káre WestergSrd kommandör, fyrrum alþjóð- legan æskulýðsleiðtoga Hjálpræðishers- ins og núverandi umdæmisstjóra yfir Noregi, Íslandi og Færeyjum. Herópið var fyrst gefið út hér á landi hauistið 1895. Ungi hermaðurinn kom fyrst út 1998. Frá upphafi hefur Hjálpræðisherinn sinnt mjög félagslegum störfum og líkn- armálum. Skal hér fátt eitt nefnt. Árið 1912 hóf Jensína Jónsdóttir día- konissustarf á vegum Reykjavíkur- fiökks. Hjúkraði hún á fjölda heimila I Reykjavík, ^ og var afar vinsæl fyrir starf sitt. Á efri árum sínum stundaði hún sölu Herópsins og var kunn um bæinn sem slík sölukona. Hún var „kölluð heim til dýrðarinnar" sumarið 1962. Birtist á sínum tíma frásögn um starf hennar í 1091 nótt Reykjavíkur eftir Gunnar M. Magnús. Snemma var stofnað hið svonefnda Dorkas—samband. Sá það um fatasaum handa fátæklingum. Á ísafirði var stofnaður félagsskap- urinn „Samverjinn". Var hann stofnað- ur að fyrirmynd líkrar starfsemi, sem hafizt hafði í Reykjavík árið 1914 á vegum fimm félaga umdæmisstúkunnar, þ.á.m. Sigurbjörns Ástvalds Gíslasonar. Átti þessi félagsskapur að sjá um dreif- ingu á matvælum til þurfandi. Frosta- veturinn 1918 var dreift á ísafirði yfir 7000 máltíðum af góðum og kröftugum mat. Síðan tók Hjálpræðisherinn á ísa- firði að sér rekstur elliheimilis fyrir bæinn um nokkurra ára skeið. Svipuð þróun átti sér stað með starf Samverj- ans í Reykjavík. Úr því varð Elliheim- ilið Grund. Gesta- og sjómannaheimili hefur ver- ið rekið víðast þar, sem Hjálpræðisher- inn hefur haft aðsetur hérlendis. Arið 1965 var tekið til við rekstur stúlknaheimilis á Seltjarnarnesi í líkum dúr og annars staðar, þar sem herinn hefur rekið starf. Á stríðsárunum stóð Svava Gísladótt- ir majór fyrir rekstri vöggustofu I Reykjavik. Hlaut það starf miklar vin- sældir, en óx fámennu starfsliði fljótt yfir höfuð, því að við brann, að börnin væru ekki tekin af vöggustofunni fyrr en hálfu öðru ári eftir en upphaflega var ákveðið. Við brottför Svövu af landi brott, lagðist þessi starfsemi nið- *Þessir tveir menn lentu í ósátt við Booth hershötfðingja á árunum eftir 1890. Urðu þeir því að hætta sem for- ingjar. Deiluefnin voru um atriði, sem urðu ríkjandi í stjórn hersins 1929. Samstarf við önnur trúfélög. Miðnætursamkoma í kvikmyndahúsi. Fridtjov Nielsen, brigader, í fremstu röð. Myndin er tekin árið 1961. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 1. maí 1960

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.