Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Blaðsíða 8
! ÍSLENZK HEIMILI f : : áletraða. í bókinni stendur: „Til Láru frá höfundi bands og bókar“. Sigurður er listamaður í þessari iðn, enda virðist hann hafa mikla ánægju af henni. — Þetta er dásamlegt tómstundagam- an og ég er þannig, að ég hef alltaf ver- ið haldinn nokkurri sköpunarþrá og í þessu fær hún útrás. Við skrifborðið stendur stytta Ás- mundar Sveinssonar af skáldjöfrinum Einari Benediktssyni. Hún er um 50 cm há í gipsi. — Styttuna gaf Ásmundur mér, og þykir mér vænt um hana, því að Einar þekkti ég vel. Ég var einkaritari hans í heilt ár og þannig var hann í pelsinum sínum á götum Reykjavikur þá. Af- steypan á Miklatúni hefur ekki tekizt vel, að því er mér finnst, því að þar er höfuðið sett allt of mikið milli herðanna eða hálsinn of stuttur en svo var Einar ekki, né heldur er styttan hér svo eins og þið sjáið. Mf au hjón eiga mikið af fallegum málverkum eftiy fjölmarga þekkta lista- menn. Nefndur er Kjarval, en auk þess eiga þau verk eftir Engilberts, Snorra Arinbjarnar, Finn Jónsson, Veturliða Gunnarsson, Jón Jónsson bróður Ás- gríms, Gunnlaug Blöndal, Eggert M. Laxdal, Sigfús Halldórsson og síðast en ekki sízt Emil Thoroddsen, þann fjöl- hæfa listamann. — Þetta er stærsta málverk, sem Em- il gerði, segir Sigurður og bendir á fallega mynd, nokkuð dökka, af fólki á síldarplani, sem hlustar á harmoníku- spilara, er situr á tunnu. Myndin heitir „Siglufjarðarvals" og í henni eru ákaf- lega skemmtileg geðhrif. Hún er máluð um 1925. — Þegar við giftum okkur áttum við enga mynd, segir frú Lára — og ég hélt, að við myndum aldrei eignast neina, en þetta hefur komið smátt og smátt og flestar höfum við keypt með afborgun- V ið vestanverða Snorrabraut stendur jötuneflt tröll, steypt x stein, og stýðst við steðja. Úr augum hrökkva annarlegir gneistar og svipurinn er þungur. Þetta er „Járnsmiður“ Ás- mundar, og hann lætur sér fátt um finnast, þótt hann andi köldu að norð- an. Að baki honum er stofnun, þar sem hundruð borgara hafa fyrst séð dags- ins ljós, en andspænis honum, austan megin við Snorrabrautina, er heimilið sem við ætlum að heimsækja, Snorra- braut 77. Að Snorrabraut 77 býr Sigurður Grímsson, borgarfógeti, og kona hans, Lára Jónsdóttir, ásamt fósturdóttur þeirra, Ásu Finnsdóttur. Heimilið stendur á gömlum merg, enda 34 ára gamalt, að því er Sigurð- ur segir okkur. Stofan er í vinkil og er styttri armur vinkilsins jafnframt skrif- stofa húsbóndans. Þar er mikið af bók- um og þegar við spyrjum, hve margar þær séu, segist Sigurður ekki vita það, en hann bætir við: — Ég gæti trúað því, að þær séu um eitt þúsund talsins. — Þær eru yfir 1300, segir frú Lára. — Látið mig vita það. Ég þarf að þurrka af þeim og einu sinni taldi ég þær í vónzku minni — og hún hlær. Á vegg í skrifstofunni hangir stórt Kjarvalsmálverk. —Kjarval datt í hug að mála af mér mynd, segir Sigurður. — Við fórum upp á Hellisheiði, og settumst út í hraunið, og þar lagði hann drög að þessari mynd. í henni má sjá fjöldamörg andlit, ef að er gáð. Þegar listamaðurinn hafði svo lokið við myndina, stakk ég upp á, að hún skyldi heita: „Mér fannst ég finna til“, en það er ljóðlína úr kvæði eftir sjálfan mig, kvæði, sem þeir voru að fetta fingur út í hér í gamla daga. Ef þú athugar betur neðra hornið til hægri stendur þar: „Siggi Gríms“ og ljóðlín- an. V ið snúum okkur nú aftur að bókunum, sem allar eru í fallegu bandi, og höfum orð á því. — Já, tómstundaiðja mín er að binda bækur. Á yngri árum lærði ég bókband hjá frú Rósu Þorleifsdóttur, frábærum kennara. Ég held, þótt ég segi sjálfur frá, að ég hafi verið nokkuð góður nem- andi. Þá batt ég um 100 bindi, en hætti svo. Síðan liðu 25 ár, þar til ég byrjaði á þessu aftur. Ég fár á kvöldnámskeið í Handíðaskólanum til Helga vinar míns Tryggvasonar og rifjaði þetta upp og nú er ég - bújn að binda um 300 bindi alls. Tvær bækur hef ég bundið í al- skinn, ljóðabókina mina, „Við langelda" og „Fögru veröld“ eftir Tómas. — Ég var einhvern tíma að segja við Sigurð, að hann yrði að gefa mér bókina sína, segir frúin — og skömmu síðar færði hann mér hana í alskinni um. Ein fyrsta myndin, sem við eign- uðumst, var lítil mynd eftir Snorra Arin- bjarnar af húsum við Haðarstíg. Snorri bjó þá við þá götu og málaði það, sem hann sá út um glugga sinn. Við spyrjum nú húsbóndann um á- hugamál hans, önnur en bókbandið. Hann svarar: — Ég hef mikla ánægju af skáld- skap, en einkum ljóðum, þó nær ein- göngu hefðbundnum, og yfirleitt les ég ekki þennan nútíma, órímaða, sem hvorki hefur höfuðstaði né stuðla. Þó hef ég einu sinni heyrt Ijóð, sem var án Sigurður við' tómstundaiðju sína, bókbandið. 3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.